Morgunblaðið - 21.09.2018, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 21.09.2018, Qupperneq 19
FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018 MORGUNBLAÐIÐ 19 Rafmagnsstaflarar Lyftigeta: 1000 kg Lyftihæð: 2,4 m og 3 m Verð: 589.000 kr. m/vsk Rafmagnstjakkar Lyftigeta: 1500 kg Verð: 282.897 kr. m/vsk atjakkar a: 2500 kg kr. m/vsk Rými ehf. | Urðarhvarf 4 | 203 Kópavogi | s. 511 1100 | www.rymi.is | rymi@rymi.is Brett Lyftiget Verð: 43.179 Hæfnin kemur með æfingunni Að sögn Gullu eru ekki margar konur sem vinna við þungaflutn- inga en fer þó fjölgandi. Hópurinn er svo smár að þær þekkjast flestar ágætlega: „Tvær vinkonur mínar vinna við gámaflutninga fyr- ir Eimskip, önnur vinkona ekur fyrir austan og svo ein til viðbótar á Norðurlandi. Ég held ég viti um samtals fimmtán konur í þunga- flutningum en svo eru töluvert fleiri kvenmenn sem t.d. starfa sem rútubílstjórar.“ Gulla vill hvetja fleiri konur til að ljúka meiraprófi. Hún segir að öllum geti þótt það stórt skref að setjast á bak við stýrið á stórri bifreið en hæfnin komi með æfingunni. „Það er góð regla að nálg- ast aksturinn af hógværð og ég hef það fyrir óformlegt mottó að vera ekki fáviti heldur spyrja spurninga ef ég er í vandræðum. Það er ekkert að því að leita stundum ráða ef maður veit ekki allt um bílinn og akstursleiðina og betra en að lenda í vandræðum þegar á hólminn er komið – því vandræðatilvikin gleymast seint, eins og þegar ég reyndi að snúa við rútu skammt frá Dettifossi og and- artaks hugsunarleysi varð til þess að ég festist og lokaði þjóðveg- inum í sex tíma.“ menntunarreglurnar mjög um- deildar meðal atvinnubílstjóra á sínum tíma en þegar á reyndi hafi henni þótt margt gagnlegt við námskeiðið. „Það er gott að skerpa á þekkingunni og t.d. farið yfir þætti á borð við vistakstur, hvernig standa skal að því að festa farminn rétt, og hvaða reglur gilda um hvíldartíma og ökurita. Það mætti alveg stytta námið, og hluti af því var algjör þvæla, en á heildina litið var námskeiðið mjög gott og fræðandi.“ Vinnan hentar Gullu vel og seg- ir hún að fólk sem fæst við þunga- flutninga geti oft valið sér vinnu- staði og verkefni sem henta lífsstíl þess og skyldum heimafyrir. „Eins og stendur fer vinna mín fram frá átta að morgni til sex að kvöldi og er það mun fjölskylduvænna en þegar ég fékkst við fiskflutninga og þurfti að leggja af stað milli þrjú og fjögur að nóttu. Var ég þá stundum að til fimm á daginn og var sofnuð á undan 10 ára gamalli dóttur minni.“ Góðir ferðafélagar Gulla er ósköp lukkuleg á bak við stýrið, svo lengi sem færðin er góð og aðrir ökumenn hegða sér sæmilega í umferðinni. „Það skipt- ir mig miklu að hafa gott útvarp í bílnum og það fyrsta sem ég at- huga þegar ég fæ lyklana að nýj- um flutningabíl er hvort að út- varpið sé í lagi. Á morgnana hlusta ég á Dodda litla á Rás 2 en eftir hádegið finnst mér vera sama leiðinlega tónlistin á öllum út- varpsstöðvunum. Set ég þá geisla- disk í tækið og læt Skálmöld eða Björgvin Halldórsson stytta mér stundir við aksturinn.“ Morgunblaðið/Hari Gullu Fjólu reiknast til að um fimmtán konur starfi við þungaflutn- inga hér á landi. Ég slapp því mjög vel með verklegu kennsluna og þurfti ekki nema þrjá akst- urstíma, þar sem sá þriðji var sjálft bíl- prófið þar sem við ókum út að Múlakaffi eftir samloku og svo aftur til baka atvinnubílstjóra en nýlega tóku gildi lög sem skylda fólk með meirapróf til að sitja 35 klst endurmenntunarnámskeið á fimm ára fresti. Frá og með 10. sept- ember síðastliðnum geta þeir sem ekki hafa lokið endurmenntun ekki nýtt meiraprófsréttindi sín til atvinnuaksturs. Að sögn Gullu voru nýju endur- sig yfir til Osta- og smjörsölunnar. „Þar vann ég á lagernum, mannaði m.a. lyftarann og sá síðar um að afhenda vörur í miðbænum. Þaðan fór ég til Innness og var vörubíl- stjóri þar uns ég var látin fara í hruninu. Þá kom tímabil þar sem ég tók mér hlé frá akstri, fór í fæðingarorlof og þurfti að jafna mig á vinnuslysi, en undanfarin ár hef ég alfarið unnið við keyrslu, fyrst hjá Verkvögnum ehf. og nú við að flytja jarðvegsúrgang fyrir Lóðaþjónustuna á krókheysisbíl.“ Margt gagnlegt við námskeiðið Gulla er með þeim fyrstu til að ljúka endurmenntunarnámskeiði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.