Morgunblaðið - 21.09.2018, Side 20
K
ristín Snorradóttir segir að það hafi borgað sig fljótt fyrir hana
að ljúka meiraprófs- og vinnuvélaréttindum. Kristín er 27 ára
gömul og skrúðgarðyrkjufræðingur að mennt en hún segir
það m.a. hafa verið fyrir hvatningu og stuðning vinnuveitanda
síns Garðlistar að hún bætti við sig þessum réttindum:
„Ég byrjaði að vinna við garðyrkju árið 2007 og fann það fljótlega að
starfið átti vel við mig. Meiraprófið tók ég árið 2015 með það að markmiði
að geta orðið betur að liði við snjómokstur en samhliða því að hreinsa burt
snjóinn þarf að salta göturnar og til þess notaði Garðlist á sínum tíma
stóra pallbíla sem kölluðu á aukin ökuréttindi.“
Kristín bætti siðar við sig sk. kerruréttindum til að mega aka kerrum
og eftirvögnum yfir 750 kg. „Í garðyrkjunni þarf að flytja mikið af tækj-
um, tólum og jarðvegi á milli staða og brýnt að hafa kerruprófið,“ útskýrir
hún. „Í garðyrkjunáminu við Landbúnaðarháskólann stóð mér síðan til
boða að taka áfanga sem kallast „vinnuvélar“ og veitir leyfi á minnstu
gröfurnar, en ég er hins vegar þessi „go big or go home“-týpa, sleppti því
þessum áfanga og fór beint í námskeið í stóru gröfunum og hjólaskófl-
unum.“
Gæðastundir á gröfunni
Kristínu þótti ekki sérlega strembið að öðlast vinnuvélaréttindin en
meiraprófið var stærri pakki. „Það má sinna bóklegum hluta vinnuvél-
anámsins yfir netið eftir hentugleika og því auðveldara að samræma það
störfum og fjölskyldulífi. Meiraprófið kallar aftur á móti á að eyða mörg-
um kvöldum í skólastofu og felur því í sér meiri röskun.“ Það kostar sitt að
ljúka meiraprófi og öðlast vinnuvélaréttindi en Kristín kveðst alls ekki sjá
eftir ákvörðuninni: „Fyrir mig borgaði þetta sig alveg 100%. Með þessi
réttindi upp á vasann er fátt sem getur stoppað mann.“
„Með þessi réttindi upp á vasann
er fátt sem getur stoppað mann“
Morgunblaðið/Eggert
Þegar Kristín Snorradóttir er á gröfunni finnst henni gefandi að sjá hvernig
vinnunni fleygir fram og umhverfið tekur breytingum með hverri skóflustungu
Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is
Vinnuveitandi Kristínar hvatti
hana til að fá meirapróf og
vinnuvélaréttindi svo hún gæti
gengið í fleiri störf.
Ein af Instagram myndum Kristínar. Hún vill
vera öðrum konum fyrirmynd.
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018
i:
kg og 2500 kg álkerrur pallur 303x150x35
að opna að framan og aftan.
435.000,- og 535.000,-
VSk og skráningu.
g ýmsar stærðir af 750 kg álkerrum.
Kerrur frá Humbaur
ýmsum gerðum
Dæm
1300
Hægt
Verð
með
Einni
til á lager í
Smiðjuveg 40 (gul gata) 200 Kópavogi | Sími:517 7718 | topplausnir.is