Morgunblaðið - 21.09.2018, Síða 21
Gaman er að líta yfir fallegan
garð í lok dags. Hér snyrtir
Kristín fallegt og þétt tré.
Ekki er nóg með að réttindin geri Kristínu að verðmætari starfskrafti
heldur létta þau henni líka störfin. „Það getur stundum verið mikill lúxus
að fá að sitja uppi í gröfunni og moka holur og skurði með því einu að ýta
til stýripinnum, varin gegn veðri og vindum.“
Hún segir líka mjög gefandi að t.d. vinna á gröfu. „Það getur verið af-
skaplega gaman að leika sér með öflugri vinnuvél þegar maður hefur náð
góðri tengingu við tækið. Þá hreyfir maður stýripinnana nánast án þess
að hugsa og sér hvernig verkefninu fleygir fram. Er mjög góð tilfinning að
geta t.d. litið yfir dagsverkið og séð að maður er búinn að moka burt heilli
lóð og hægt að hefjast handa við jarðvegsskipti og að gera garðinn fal-
legan,“ útskýrir Kristín. „Það sem mér finnst hvað mest gefandi við starf
skrúðgarðyrkjufræðingsins er einmitt að sjá umhverfið breytast: koma að
garði þar sem órækt eða tilbreytingaleysi ræður ríkjum og skilja við fal-
legan og vistlegan garð.“
Kristín hóf að sýna störf sín
á Instagram m.a. til að upp-
fræða ættingja og vini.
Kristín kallar ekki allt
ömmu sína og er virk í
Félagi fagkvenna.
FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018 MORGUNBLAÐIÐ 21
Helluhraun 4, 220 Hafnarfjörður, sími 565 2727, 892 7502, www.rag.is • RAG Import-Export
Mercedes Benz 519 Arctic Edition
Mercedes Benz 519 Arctic Edition, 4x4 með háu og lágu drifi, 21 manna.
Og nú er hægt að fá þær með 35T breytingu eftir íslenskri fyrirmynd.
Þeir sem ætla að tryggja sér nýjar rútur 2019 þurfa að fara að panta.
Erum farin
að taka niður
pantanir fyrir
2019 árgerðina.
Hafðu
samband!
Kristín er virk í starfi Félags fagkvenna en
um er að ræða félagsskap kvenna sem
starfa í greinum sem hingað til hafa þótt
karlagreinar. Í félaginu eru m.a. skrúðgarð-
yrkjufræðingar, rafvirkjar, smiðir og píparar,
bifvélavirkjar o.fl. og segir Kristín að með-
limum fjölgi jafnt og þétt.
Það hallar ekki bara á konur á þessum
sviðum heldur er líka töluverð karlaslagsíða
á þeim sem ljúka meiraprófi og vinnu-
vélaréttindum. „Ég var ekki eina stelpan í
meiraprófsnáminu, en við vorum klárlega í
minnihluta,“ segir Kristín en bætir við að hún
sjái þess merki í umferðinni að konum með
meirapróf fari fjölgandi: „Mér finnst ég æ oft-
ar sjá konur á bak við stýrið á strætis-
vögnum og vörubílum, hef orðið vör við tölu-
verða breytingu á skömmum tíma.“
Aðspurð hvað hún telji sennilega skýringu
á að ekki skuli fleiri konur ljúka meiraprófi
og vinnuvélaréttindum segir Kristín að sig
gruni helst að of margar kynsystur sínar láti
óöryggið þvælast fyrir sér. „Það er með
þetta eins og allt annað að hæfnin kemur
með æfingunni og það er hvorki flóknara né
auðveldara fyrir konur að ná á þessu tök-
um.“
Til að leggja sín lóð á vogarskálarnar og
auka sýnileika kvenna í sínu fagi setti Kristín
í loftið instagramsíðuna Kristinthegardener
og er þar hægt að skyggnast inn í dagleg
störf hennar og sjá afraksturinn af vinnunni.
„Ég lét verða af þessu eftir afmælisboð hjá
frænda mínum þar sem ættingjarnir áttu
ósköp erfitt með að átta sig á hvað ég væri
að gera, með öll þessi próf mín og réttindi
og hve krefjandi starfið getur verið á köflum.
Bæði vildi ég að ættingjarnir skildu betur
hvað ég er að tala um, en líka reyna að vera
góð fyrirmynd og sýna öðrum konum að við
getum gert allt sem við einsetjum okkur.“
Sýnir starfið sitt
stolt á Instagram