Morgunblaðið - 21.09.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 21.09.2018, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018 Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir // Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Dráttarvélar, liðléttingar, sanDDreifarar, snjótennur, snjóblásarar, ísskröpur, kasttennur, unDirtennur, vegheflar, vegsópar, krókheysi, sturtuvagnar, flatvagnar, kerrur, kranar og margt fleira! er allt klárt fyrir veturinn? B yggingariðnaðinum hefur verið að vaxa fiskur um hrygg eftir hann fór mjög illa út úr efnahags- hruninu. Segja má að hann hafi byrjað að hjarna við aftur á árinu 2014 og í dag er hann svipaður að stærð, sem hlutfall af landsframleiðslu, og árið 2004,“ segir Sigurður aðspurður hvernig byggingariðnaður- inn hafi verið að þróast síð- ustu ár. Hann segir að síðustu ár hafi mikið verið unnið að þéttingu byggðar, sér- staklega í Reykjavík, í samanburði við uppbygg- ingu í úthverfum áður. „Erlent vinnuafl er tölu- verður hluti af vinnuafli á markaðnum og er það mikil breyting frá því fyrir 15 árum. Kemur það til bæði vegna aukningar í iðnaðinum en líka vegna þess að skortur hefur verið á iðnaðarmönnum vegna þess að hlutfall þeirra sem útskrifast með iðnmenntun hefur verið að minnka. Vonandi er það þó að breytast til betri vegar, alla vega hefur nýskráningum í haust fjölgað töluvert,“ segir hann. Sigurður segir að þessa mánuðina sé að verða meiri uppbygging í íbúðabyggingum frá því sem verið hefur síðastliðin ár og er það til að mæta uppsafnaðri vöntun á mark- aðnum. „Uppbygging í kringum ferðamannaiðn- aðinn hefur aukist mjög undanfarin ár, sér- staklega í hótelbygginum og í kringum Kefla- víkurflugvöll. Á þeirri uppbyggingu í fyrrnefnda flokknum mun eitthvað hægjast á næstunni. Væntingar eru um að samfara því að hægjast er á hagkerfinu ýti stjórnvöld úr vör átaki í innviðauppbyggingu, sérstaklega í vegamálum, en vegakerfið er víða farið að láta á sjá, annar ekki umferðarmagninu eða stenst ekki öryggiskröfur. Uppbygging á Tilkoma krana á vinnustað hefur breytt hvað mestu Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka, segir að byggingariðnaðurinn sé að taka við sér eftir að hafa farið illa út úr hruninu. Þegar hann er spurður út í tækniframfarir bendir hann á að byggingariðnaðurinn sé íhaldssamur þótt hann breytist auðvitað í takt við tímann. Það muni þó koma að því að gröfur verði mannlausar. Marta María | mm@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus Sigurður R. Ragnarsson Íslenskir aðalverktakar byggðu Hörpu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.