Morgunblaðið - 21.09.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 21.09.2018, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018 H vað getur þú sagt okkur um þá starfsemi? „Félag vinnuvélaeigenda var stofnað árið 1953 og hefur átt aðild að Samtökum iðn- aðarins frá 1993. Félagið hefur unnið að mörgum og fjölbreyttum baráttumálum í gegnum tíðina er varða framgang greinarinnar. Helstu áherslumál um þessar mundir varða m.a. endurmenntun atvinnubílstjóra, menntamál tengd jarðvinnuverktöku og nýliðun í greininni.“ Nýliðun mikilvæg Spurður um nýliðun segir Óskar að hún sé of lítil. „Við verðum að finna leiðir til að breyta því. Sömuleiðis skort- ir okkur verklegt og bóklegt nám sem tengist jarð- vinnuverktöku. Við þurfum að tengja jarðvinnuverktöku betur inn í menntakerfið m.a. til að stuðla að nýliðun í faginu.“ Ríkir stuðningur stjórnvalda við ykkar baráttumál? „Félagið okkar hefur rödd og þar af leiðandi einhver áhrif. Við komum sjónarmiðum félagsins á framfæri, s.s. í gegnum umsagnir við lagafrumvörp og fleira. Oft er tekið tillit til okkar sjónarmiða. Sömuleiðis vinnast ýmis sameiginleg baráttumál innan Samtaka iðnaðarins. Stjórnvöld vinna um þessar mundir að því að búa til hvata til orkuskipta, sem er jákvætt og félagsmenn vilja vinna að jákvæðri þróun í þessum efnum. Tækni- framþróun er hröð en þó er það svo að ekki er hægt að fá stærri ökutæki, vinnuvélar og sum iðnaðartæki þannig að þau nýti endurnýjanlega orkugjafa. Það er ekki tækni- lega mögulegt í nánustu framtíð fyrir jarðvinnuverktaka að bregðast við hvötum sem stjórnvöld hafa talað fyrir. Félagið hefur ásamt Samtökum iðnaðarins talað fyrir því að hvatarnir verði að vera þannig að raunhæft sé að framfylgja þeim og gerðar séu undanþágur, þegar kemur að auknum gjöldum o.fl., vegna þeirra sem hafa ekki möguleikann á orkuskiptum.“ Uppbygging mikil í greininni Hvernig hefur tíðin verið að undanförnu hjá ykkur? „Það er mikið er að gera hjá jarðvinnuverktökum núna. Verktakar hafa verið að endurnýja tæki og byggja fyrirtækin upp til að geta mætt aukningu í eftirspurn. Frá 2014 hefur rekstrarumhverfi verið að lagast. Það er meira framboð af verkefnum samhliða aukinni uppbygg- ingu í samfélaginu.“ Hvað er það nýjasta á markaði? „Það nýjasta núna er aukin sjálfvirkni vinnuvéla. GPS- búnaður sem hefur verið keyptur sem aukabúnaður í vinnuvélar og settur í eftir á, er að koma sem staðalbún- aður frá framleiðendum. Við það eykst sjálfvirkni, gröfur geta unnið eftir hönnun og vélin fer ekki dýpra en á að grafa. Þá er ekki grafið dýpra en þarf og vinnusparnaður verður þannig til í ferlinu. Eins eru eftirlitskerfi sem gera stjórnendum fyr- irtækja kleift að fylgjast með verkum og vélum í gegnum netið.“ Með höfuðstöðvar í Borgarnesi Hvernig lýsir þú Borgarverki? „Fyrirtækið var stofnað árið 1974 í Borgarnesi. Fastir starfsmenn eru 72 en þeim fjölgar talsvert yfir sumarið þegar mesti álagstíminn er. Höfuðstöðvar Borgarverks eru í Borgarnesi en einnig er rekin starfsstöð á Selfossi. Helstu verkefni sem í gangi eru um þessar mundir eru yfirlagnir fyrir Vegagerðina á Norðurlandi, Vesturlandi og Suðurlandi, styrking Biskupstungnabrautar, styrking vega á Norðausturlandi, vegur um Hvolsdal í Dalasýslu, Uxahryggjavegur, Götuás-Gröf, gatnagerð á Hvanneyri í Borgarbyggð, gatnagerð á Hagalandi á Selfossi, gamli miðbærinn á Selfossi og Grænamörk, endurnýjun lagna á Selfossi.“ Óskar segir að stærstu viðskiptavinir fyrirtækisins séu Vegagerðin, Borg- arbyggð, Árborg, Selfos- sveitur og Orkuveita Reykja- víkur. Hvernig sérðu framtíðina? „Almennt séð lítur fram- tíðin vel út. Stjórnvöld tala um að auka við fjármagn í innviðauppbyggingu. Mikið er að gera í uppbyggingu á íbúðarhúsnæði. Þetta þýðir aukin verkefni fyrir jarðvinnuverktaka.“ Tæknibreytingar eru tækifæri Hvernig er að starfa á markaði sem er svona sveiflu- kenndur? „Í okkar bransa er mjög erfitt að gera áætlanir langt fram í tímann. Við sjáum í besta falli eitt ár fram í tím- ann, því þarf að fara varlega. Það koma alltaf samdrátt- artímabil sem fyrirtækin þurfa að geta tekist á við.“ Hvað þykir þér gaman að gera utan starfstíma? „Frítíma er að mestu varið með fjölskyldunni. Ég hef áhuga á ferðamennsku og ferðast nokkuð um landið á jeppa og er einnig með fjórhjól.“ Óttastu tæknibreytingar eða eru þær tækifæri? „Tæknibreytingar eru tækifæri fyrir verktaka.“ Baráttumál greinarinnar mörg Óskar Sigvaldason hefur starfað hjá Borgarverki alla sína starfsævi eða frá fjórtán ára aldri. Í fyrstu sem sumarstarfsmaður en síðar í föstu starfi. Hann er viðskiptafræðingur og ötull í baráttumálum greinarinnar. Í dag starfar hann sem formaður Félags vinnuvélaeigenda. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi „Það er mikið er að gera hjá jarðvinnuverktökum núna. Verktakar hafa verið að endurnýja tæki og byggja fyrirtækin upp til að geta mætt aukningu í eftirspurn. Frá 2014 hefur rekstrarumhverfi verið að lagast.“ Óskar Sigvaldason er for- maður Félags vinnuvéla- eigenda. Félagið var stofn- að árið 1953 og hefur átt aðild að Samtökum iðn- aðarins frá 1993.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.