Morgunblaðið - 21.09.2018, Qupperneq 27
FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018 MORGUNBLAÐIÐ 27
Ökuskólinn í Mjódd byggir á margra ára starfsreynslu í öllum greinum ökunáms
Endurmenntun atvinnubílstjóra – haustnámskeið
Október
Lög og reglur laugardaginn 6. okt. kl. 09-16
Umferðaröryggi-bíltækni laugardaginn 6. okt. kl. 09-16
Farþegaflutningar laugardaginn 13. okt. kl. 09-16
Vistakstur laugardaginn 13. okt. kl. 09-16
Skyndihjálp laugardaginn 13. okt. kl. 09-16
Vöruflutningar laugardaginn 20. okt. kl. 09-16
Umferðaröryggi-bíltækni laugardaginn 20. okt. kl. 09-16
Lög og reglur laugardaginn 27. okt. kl. 09-16
Farþegaflutningar laugardaginn 27. okt. kl. 09-16
Nóvember
Vöruflutningar laugardaginn 3. nóv. kl. 09-16
Vistakstur laugardaginn 3. nóv. kl. 09-16
Lög og reglur laugardaginn 10. nóv. kl. 09-16
Umferðaröryggi-bíltækni laugardaginn 10. nóv. kl. 09-16
Vöruflutningar laugardaginn 17. nóv. kl. 09-16
Farþegaflutningar laugardaginn 17. nóv. kl. 09-16
Skyndihjálp laugardaginn 17. nóv. kl. 09-16
Vistakstur laugardaginn 24. nóv. kl. 09-16
Lög og reglur laugardaginn 24. nóv. kl. 09-16
Fyrirtæki geta óskað eftir sérnámskeiðum fyrir hópa. Skráning á námskeiðin fer fram á vefsíðu okkar www.bilprof.is
Ökuskólinn í Mjódd | Þarabakka 3 | 109 Reykjavík | bilprof.is | s 567 0300 | mjodd@bilprof.is
Veljið stað þar sem fagmennskan er í fararbroddi
Auk hefðbundins réttindanáms
bjóðum við upp á eftirfarandi
fjölda námskeiða:
• B-réttindi á íslensku, pólsku og ensku
• Námskeið vegna akstursbanns
• Endurmenntun atvinnubílstjóra
• Bifhjólanámskeið
• Meiraprófsnámskeið
• Afleysingarmannanámskeið á leigubíl
• Leyfishafanámskeið leigubílstjóra byrjar 24. sept.
• Leyfishafanámskeið fólks og farmflutninga hefst
15. okt. – haldin í samvinnu við samgöngustofu
Í
hlutverki viðskiptastjóra vinnur Eyrún náið með fjöl-
mörgum aðildarfélögum og starfsgreinahópum, líkt og
Félagi vinnuvélaeigenda, Félagi ráðgjafarverkfræðinga,
Mannvirki – félagi verktaka og Samtökum arkitektastofa.
Hvernig er að vinna á mannvirkjasviði?
„Það er mjög áhugavert og skemmtilegt að starfa í þágu
byggingariðnaðar og mannvirkjagerðar. Ég er ný í þessu
starfi og er sífellt að læra eitthvað nýtt en starfið er mjög
fjölbreytt og ég vinn með ólíkum aðildarfélögum innan sam-
takanna. Óstöðugt starfsumhverfi er einkennandi fyrir grein-
ina en sveiflurnar eru mun meiri en almennt gengur og ger-
ist í hagkerfinu. Það er stórt hagsmunamál að ná stöðugri
markaði. Verkefnin eru annars fjölmörg og tækifærin sömu-
leiðis.“
Þú fórst á ráðstefnu fyrir skömmu, hverju tengdist hún?
„Ég fór ásamt formanni Félags vinnuvélaeigenda á fund í
Helsinki þar sem fulltrúar systursamtaka Félags vinnuvéla-
eigenda af Norðurlöndunum hittust og ræddu stöðu grein-
arinnar í hverju landi. Þetta er árlegur fundur og að þessu
sinni var aðalumfjöllunarefnið nýliðun í greininni. Fulltrúar
Norðurlandanna höfðu sömu sögu að segja í þessum efnum
en nýliðun hefur verið allt of lítil undanfarin ár. Þetta er mál-
efni sem Félag vinnuvélaeigenda hefur nú sett í forgang. Hér
á landi skortir t.d. tengingu inn í menntakerfið en sænsku
systursamtökin okkar hafa átt samstarf við skólana um verk-
legt nám þar sem kennt er að stjórna vinnuvélum. Norðmenn
eru einnig með samstarf í tengslum við nemendur sem hætta
í námi og fyrirtækin taka á móti þeim.“
Uppsöfnuð viðhaldsþörf mikil
Hvaða tækifæri eru tengd þessum iðnaði í landinu?
„Það er gífurleg uppsöfnuð þörf þegar kemur að innviða-
framkvæmdum í landinu. Jarðvinnuverktaka er að mörgu
leyti hryggjarstykkið í uppbyggingu innviða, t.d. þegar kem-
ur að vegagerð. Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverk-
fræðinga gáfu út skýrslu um ástand og framtíðarhorfur inn-
viða á Íslandi fyrir skömmu þar sem kemur meðal annars
fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf þjóðvega og sveitarfé-
lagavega nemur samtals um 120 milljörðum króna. Þá eru
fram undan gífurleg tækifæri í hröðum tækniframförum sem
leitt geta til aukinnar framleiðni í greininni.“
Hverju beita Samtök iðnaðarins sér fyrir?
„Innan Samtaka iðnaðarins eru 1.400 fyrirtæki og félög
sjálfstæðra atvinnurekenda og eru samtökin því stærstu sam-
tök atvinnurekenda hér á landi. Samtökin beita sér fyrir efl-
ingu íslensks iðnaðar og samkeppnishæfni hans en það varð-
ar ekki eingöngu atvinnulífið heldur samfélagið allt. Fjögur
helstu áherslumál samtakanna eru menntun, innviðir, nýsköp-
un og starfsumhverfi en það hefur sýnt sig að þessi málefni
geta ráðið mestu um samkeppnishæfni ríkja. Menntun er for-
senda góðra lífskjara, innviðirnir eru lífæðar samfélagsins,
nýsköpun er ein meginforsenda verðmætasköpunar og gjald-
eyrisöflunar og starfsumhverfi fyrirtækja þarf að vera skil-
virkt, hagkvæmt og stöðugt.“
Þurfum að mæta þörfum vinnumarkaðarins
Hvað ættum við sem þjóð að gera fyrir iðnaðinn?
„Það er gríðarlega mikilvægt að við sem þjóð áttum okkur
á og viðurkennum mikilvægi iðn- og verknáms í samfélaginu.
Það er baráttumál hjá Samtökum iðnaðarins að hindranir séu
fjarlægðar úr vegi þeirra sem ákveða að stunda slíkt nám en
við sjáum því miður dæmi þess að möguleikar einstaklinga til
áframhaldandi náms séu þrengdir ef viðkomandi eru ekki
með hefðbundið stúdentspróf. Iðnnám er ekki síðri menntun
og það er alveg ljóst að við þurfum að auka aðsókn í iðn- og
verknám til að mæta þörfum vinnumarkaðar til framtíðar.
Það er hluti af því að efla samkeppnishæfni okkar að búa ein-
staklinga vel undir störf í samfélaginu.“
Hryggjarstykkið í uppbyggingu innviða
Eyrún Arnarsdóttir lögfræðingur hefur starfað hjá Samtökum iðnaðarins frá því í desember 2016. Hún starfaði þar fyrst sem
lögfræðingur en nú starfar hún sem viðskiptastjóri á mannvirkjasviði samtakanna. Hún segir m.a. að jarðvinnuverktaka sé að
mörgu leyti hryggjarstykkið í uppbyggingu innviða, til dæmis þegar kemur að vegagerð.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Eyrún Arnarsdóttir lögmaður hefur
mikinn áhuga á málefnum mann-
virkjasviðs Samtaka iðnaðarins.
Ljósmynd sem var tekin á fundi samtaka vinnuvélaeigenda á
Norðurlöndunum sem haldinn var í Helsinki í Finnlandi fyrir
skömmu. Íslensku fulltrúarnir eru Óskar Sigvaldason, for-
maður Félags vinnuvélaeigenda, sem er þriðji frá hægri í aft-
ari röð, og Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mann-
virkjasviði SI, sem er fjórða frá hægri í fremri röð.