Morgunblaðið - 21.09.2018, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018
L
oksins hefur eftirspurn eft-
ir malbiki náð eðlilegu stigi
í ár,“ segir Sigþór og bend-
ir á samdráttinn sem varð
strax eftir hrun fyrir 10 ár-
um. „Við upplifðum mjög mikinn nið-
urskurð eftir hrun á viðhaldi, svo
ekki sé talað um hvernig allar ný-
byggingar voru settar í bið. Reykja-
víkurborg bætti viðhald á síðastliðnu
ári og áfram í ár enda var gatnakerf-
ið að niðurlotum komið eins og flestir
muna. Við lásum um holur í götum á
hverjum degi í fréttum. Göturnar
voru að mínu mati svipaðar götum í
Austur-Evrópu eða þaðan af verra.“
Búið að valda meira
tjóni en sparaðist
Að sögn Sigþórs fékk Vegagerðin
loksins smávegis fjárinnspýtingu á
þessu ári og gat þar af leiðandi byrj-
að að sinna því sem hann kallar eðli-
legt viðhald. „Þá á eftir að vinna upp
tjónið sem hlaust af niðurskurði í við-
haldi. Það mun taka nokkur ár og því
miður er það svo að búið er að valda
meira tjóni en sparaðist við nið-
urskurðinn þessi árin.“
Sigþór segir að stjórnmálaflokk-
arnir beri ábyrgð á þessu. „Það var
varað við þessari „sveltistefnu“ en
allt kom fyrir ekki. Ljóst er að Vega-
gerðin þarf á næstu árum að fara í
mjög kostnaðarsamar aðgerðir við
að styrkja vegi sem hefði verið hægt
að halda við með ódýrum aðferðum.
Fyrir okkur hjá Colas lauk krepp-
unni kannski endanlega árið 2016 því
við vorum heppin og fengum risa-
stórt malbikunarverkefni í samstarfi
við ÍAV árin 2016 til 2017; verkefnið
að malbika flugbrautirnar í Keflavík.
Því verkefni lauk fyrir ári en árið
2018 hefur einkennst af mörgum
meðalstórum verkefnum þar sem
viðhald fyrir Vegagerðina hefur ver-
ið fyrirferðarmest, auk verkefna fyr-
ir sveitarfélögin á Vestfjörðum,
minni viðhaldsverkefna í Keflavík,
áframhaldandi gerðar nýrra flug-
hlaða í Keflavík fyrir Ístak og
ÍSAVIA og svo malbikun Vaðlaheið-
arganga sem er á döfinni.“
Mikil umsvif á markaðnum
Hvernig sérðu fyrir þér tæknina
og áhugaverðustu tækin í framtíð-
inni?
„Colas er auðvitað langstærsta
malbikunarfyrirtæki landsins og í
fararbroddi sem slíkt og ræður því
eðlilega yfir öflugasta tækjaflot-
anum. Við rekum í dag þrjár verk-
smiðjur; við höfuðstöðvarnar í Hafn-
arfirði, í Keflavík og eina færanlega
verksmiðju sem verið er að setja upp
á Akureyri vegna Vaðlaheiðarganga.
Samanlögð afkastageta þeirra er yfir
500 tonn af malbiki á klukkustund en
til að setja það í samhengi myndi það
þekja heilan fótboltavöll eins og
Laugardalsvöllinn. Það verða að
vera tæki til að leggja allt þetta mal-
bik niður. Í dag erum við með sex öfl-
ugar malbikunarvélar, yfir 20 valt-
ara, einn svokallaðan matara sem er
eins og stór malbikunarvél og keyrir
framan við hana og fæðir af malbiki
með miklu jafnari og meiri hraða en
hefðbundinn vörubíll myndi ráða við
að sturta í vélina.
Þannig myndum við sannarlega
ráða við það að leggja niður malbik á
heilan fótboltavöll á einni klukku-
stund ef við fengjum að prófa það.“
Með helstu nýjungar á sviði vega-
gerðar
Hvernig lýsir þú Hlaðbæ Colas?
„Hlaðbær Colas hf. er íslenskt fé-
lag en í eigu Colas-samsteypunnar,
sem er stærsta malbiksverktakafyr-
irtæki í heimi. Eignarhaldið hér á
landi er í gegnum Colas í Danmörku.
Í stjórn okkar félags sitja því Dan-
ir og Íslendingar en að auki eru
margvísleg tengsl og upplýsingagjöf
beint til móðurfélagsins í Frakk-
landi.
Að starfa í alþjóðlegu félagi er
mjög lærdómsríkt. Aginn sem kem-
ur að utan varðandi alla hluti í áætl-
unargerð og um rekstur er til eftir-
breytni og er það stór hluti af vel-
gengni okkar á Íslandi.
Áherslan á umhverfis- og öryggis-
mál hefur undanfarið 25 ár verið fyr-
irferðarmikil innan Colas-samstæð-
unnar og leiddi til þess að við, þetta
Göturnar
voru eins
og í Austur-
Evrópu
Sigþór Sigurðsson vélaverkfræðingur hefur
nær alla sína starfsævi unnið í malbikunar-
iðnaðinum. Hann segir að malbikunarbrans-
inn sé loksins kominn í eðlilegt horf eftir erfitt
tímabil eftir hrun.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sigþór Sigurðsson hefur mikinn
áhuga á starfi sínu og segir að
hvert sem hann komi skoði hann
ástand vega.
„Að sama skapi vöxum við um 25-30% á
ári þegar betur gengur.
Það eru miklar áskoranir fyrir stjórn-
endur og starfsfólk að vinna í svona
sveiflum.“