Morgunblaðið - 21.09.2018, Side 31
FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018 MORGUNBLAÐIÐ 31
Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og flestum bensínstöðum.
Umhverfisvænar
hágæða hreinsivörur
tiltölulega litla félag okkar á Íslandi,
höfum verið leiðandi í slíkri vinnu og
erum í dag með allar stóru vottan-
irnar á sviði gæða, umhverfis og
öryggis.
Það er jafnframt gríðarlega sterkt
að hafa aðgang að hinu mikla neti
Colas-fyrirtækja um allan heim og
beinan aðgang að miðlægu rann-
sóknar- og þróunarveri Colas fyrir
Evrópu sem staðsett er rétt utan við
París.
Við fáum beint í æð allar helstu
nýjungar á sviði vegagerðar og get-
um leitað eftir aðstoð og ráðgjöf í öll-
um þróunarverkefnum okkar.“
Hagsveiflurnar miklar á markaði
Hvernig er að starfa á markaði
eins og Íslandi?
„Það getur verið ótrúlega snúið að
reka fyrirtæki á Íslandi. Við búum
við óþolandi sveiflur í hagkerfinu og
hrikalegan gjaldmiðil sem getur
valdið miklum vandræðum.
Markaðurinn er auðvitað lítill út af
mannfæð okkar en lítill markaður
þarf ekki að vera minna áhugaverður
fyrir stórfyrirtæki eins og Colas. Það
kom hingað til lands árið 1987 og hef-
ur byggt upp og gengið í gegnum
súrt og sætt. Frakkarnir eru farnir
að skilja að þetta er ekki með neinum
hætti líkt og á þroskuðum mörk-
uðum í Evrópu.“
Sigþór útskýrir að Frökkunum
hafi þótt fáheyrt hvernig þeir misstu
60-70% af veltunni á kreppuárunum.
„Að sama skapi vöxum við um 25-
30% á ári þegar betur gengur.
Það eru miklar áskoranir fyrir
stjórnendur og starfsfólk að vinna í
svona sveiflum.“
Hvað þykir þér gaman að gera ut-
an starfstíma?
„Skemmtilegast er að keyra um og
skoða vegi og malbik,“ segir Sigþór
og hlær. Hann bætir við: „Nei
kannski ekki. En við grínumst samt
stundum með það starfsfólkið eftir
helgarfríin nú eða frí erlendis hvað
við getum mikið rætt um ástand
vega þar sem við vorum á ferðinni.
Mörg okkar hjá Colas höfum unnið
lengi í þessum bransa, en kannski er
þetta svona hjá öllum fyrirtækjum.
Fólk sem hefur áhuga á vinnu sinni
verður að miklum sérfræðingum. Ut-
an vinnu elska ég að ferðast með fjöl-
skyldunni eða einn með kærustunni.
Ég spila fótbolta með góðum „feitu-
kallahópi“ og stunda stangveiði eins
oft og hægt er með öðrum miðaldra
mönnum eða kærustunni. Svo er
kærastan að draga mig í jóga einmitt
til að vinna gegn ellinni svo það er
nóg að gera,“ segir Sigþór og brosir.
Byrjaðir að vinna með „róbota“
Óttastu tæknibreytingar eða eru
þær tækifæri?
„Enginn óttast tæknibreytingar
þegar hann að minnsta kosti hugsar
sig um. Það er mikið rætt um þessar
mundir um fjórðu iðnbyltinguna og
gervigreind og að störf muni tapast.
Þannig hefur umræðan alltaf verið
í öllum byltingum. En í sannleika
sagt tapast engin störf, það verða
hins vegar endalaust til ný störf og
það er ekki ráðið í þau gömlu sem
ekki verða lengur til.
Svona er þetta og þróunin heldur
áfram. Þeir sem starfa í okkar geira
við malbikun þurfa sífellt að vera að
endurnýja sig og þekkinguna því
tölvubúnaður sem stýrir vélunum
verður sífellt fullkomnari.
Sem dæmi er Colas byrjað að
vinna með „róbóta“, sem enn sem
komið er er stýrt af mönnum og
sinna erfiðustu vinnunni við að hand-
leggja niður malbik í viðgerðir.
Malbikunarvélarnar verða alsjálf-
virkar og munu keyra eftir tölvulí-
könum í ekki svo fjarlægri framtíð.
Hvað þýðir þetta ? Jú, í stað þess að
það séu til erfið störf við hættulegar
aðstæður eins og starfsfólk okkar
þarf að sinna í dag verða til hátækni-
störf á sviði forritunar, rafmagns- og
tölvufræði, við stjórnun og skipu-
lagningu, gæðaeftirlit og rannsóknir
og fleira og fleira. Auðvitað þarf
starfsfólkið að aðlaga sig að breyt-
ingunum en það gerist smátt og
smátt og nýjar og nýjar kynslóðir
koma svo inn og finnst allt eðlilegt.
Svona gengur þetta nú fyrir sig og
engin ástæða til að óttast nokkuð.“
Sigþór segist sjaldan hafa verið
jafn spenntur að sjá samgönguáætl-
un ríkisstjórnarinnar og núna. „Von-
andi er verið að marka alvörustefnu
til framtíðar sem staðið verður svo
við.“Ljósmynd/Aðsend
Aðgerðir sem Sigþór og
félagar unnu við fjölförn-
ustu gatnamót landsins.
„Enginn óttast tæknibreytingar þegar hann að
minnsta kosti hugsar sig um. Það er mikið rætt
um þessar mundir um fjórðu iðnbyltinguna og
gervigreind og að störf muni tapast.