Morgunblaðið - 22.09.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018
MIKIÐ AÐ SJÁ OG UPPLIFA
SYDNEY - BONDI BEACH - HUNTER VALLEY - BLUE
MOUNTAINS - ULURU - CANBERRA - ALICE SPRINGS
NÁNAR Á UU.IS
31. JAN –17. FEB ÁSTRALÍA
HEIL HEIMSÁLFA
BÍÐUR ÞÍN
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Umhverfisstofnun sendi banda-
ríska listamanninum Kevin Su-
deith bréf í upphafi mánaðar, þar
sem óskað var eftir upplýsingum
um meint ólöglegt athæfi hans
með því að rista listaverk í kletta
hjá Stöðvarfirði. Sudeith dvaldi í
þrjá mánuði á Austfjörðum í sum-
ar og risti þá áletranir á kletta og
náttúrumyndanir með leyfi frá
landeigendum og sveitarfélaginu
Fjarðabyggð.
Morgunblaðið greindi frá því í
ágúst að áletranir Sudeith brytu í
bága við náttúruverndarlög, að
mati Umhverfisstofnunar. Í bréfi
Umhverfisstofnunar segir að
Sudeith gæti verið dæmdur til að
greiða að lágmarki 350.000 kr.
sekt eða jafnvel í allt að fjögurra
ára fangelsi.
Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri
Umhverfisstofnunar, segir í sam-
tali við Morgunblaðið að í bréfinu
séu þau að óska eftir upplýsingum
frá Sudeith og útskýra hvernig
þau túlka lögin. „Nú hefur hann
ekki sent upplýsingar sjálfur í
málinu en það eru nokkrar upplýs-
ingar fyrirliggjandi og við erum
með til vinnslu hvernig við lendum
því. Þannig að það er ekki kominn
botn í þetta eins og sakir standa.
Við settum upp ákveðinn frest
sem er reyndar liðinn þannig að
við erum að draga saman upplýs-
ingar,“ segir Sigrún.
Listamaður í góðri trú?
Hún var spurð hvort
Umhverfisstofnun ætti ekki frekar
að beina spjótum sínum að sveit-
arfélaginu þar sem Sudeith var
með leyfi frá því og er þar með í
góðri trú. „Hann snýr sér til yfir-
valda, það er alveg rétt. En ekki
hingað og fær ekki á neinu stigi
sérstakar leiðbeiningar, það liggur
nokkuð ljóst fyrir. En ég ætla ekki
að segja mikið meira um það.“
Spurð um leiðbeiningarskyldu
sveitarfélagsins segir Sigrún að
það hefði verið tilvalið að benda á
náttúruverndarlögin í þessu til-
viki.
Umhverfisstofnun segir
sektir eða fangelsi eiga við
Óska eftir upplýs-
ingum frá listamanni
Afbrot Sudeith risti íslenska hestinn í berg á Stöðvarfirði. Brot, segir UST.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Tillaga um að auglýsa eftir aðilum til
að nýta Þríhnúkagíg og umhverfi
hans til lengri tíma er til umfjöllunar
hjá Kópavogsbæ. Tillaga þess efnis
var ekki afgreidd á síðasta fundi
skipulagsráðs bæjarins heldur frest-
að.
Helga Hauksdóttir, formaður
skipulagsráðs, segir að það hafi verið
stefna bæjarins samkvæmt aðal-
skipulagi að opna Þríhnúkagíg fyrir
almenningi. Til þess þurfi að fara í
uppbyggingu í þágu ferðafólks og
það verði ekki gert nema veitt verði
nýtingarleyfi til meira en eins árs.
Hún segir að á fundi skipulagsráðs
hafi verið farið yfir drög að auglýs-
ingu en ekki sé búið að ákveða hvern-
ig hún hljóðar og hvenær hún verður
birt. Hún getur þess að verkefnalýs-
ing deiliskipulagsgerðar hafi verið
gerð en eftir sé að vinna skipulag.
Á fundi skipulagsráðs í síðasta
mánuði var lögð fram samantekt um
stöðu málsins, meðal annars niður-
stöður uppfærðs áhættumats vegna
fyrirhugaðrar starfsemi við Þrí-
hnúkagíg gagnvart vatnsvernd og
grunnvatnsmálum sem og yfirlit yfir
þær mótvægisaðgerðir sem lagðar
eru til svo hægt sé að gera gíginn að-
gengilegan almenningi og byggja
þar upp aðstöðu til fræðslu og þjón-
ustu við ferðamenn. Þríhnúkagígur
er á þjóðlendu og því á forræði for-
sætisráðuneytis en innan marka
Kópavogsbæjar eftir að dómur féll í
máli Reykvíkinga og Kópavogsbúa
um yfirráð yfir afrétti Seltjarnarnes-
hrepps hins forna. Sú stefna hefur
verið mörkuð af ríkinu að nýtingar-
réttur í þjóðlendum sé auglýstur op-
inberlega.
Starfsemi hefur verið við Þrí-
hnúkagíg undanfarin ár á vegum fyr-
irtækisins Þríhnúka ehf. og er stað-
urinn fjölsóttur af ferðafólki. Þrjú ár
eru eftir af leyfi heilbrigðisnefndar
en önnur leyfi hafa verið endurnýjuð
árlega. Björn Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Þríhnúka, segist
reikna með að fyrirtækið sæki um
langtíma nýtingarrétt, verði hann
auglýstur. „Við höfum verið að
byggja þetta upp í átta ár. Vonandi
verður hægt að byggja eitthvað á
því,“ segir hann.
Leyfi Þríhnúkagígs verður auglýst
Morgunblaðið/Golli
Í Þríhnúkagíg Skipulegar ferðir eru í gíginn á vegum Þríhnúka ehf. sem hafa verið að byggja upp starfsemina í átta ár.
Málið til umfjöllunar í nefndum Kópavogsbæjar Frestað á síðasta fundi skipulagsráðs Til að
byggja upp nauðsynlega aðstöðu fyrir ferðafólk þarf að veita nýtingarleyfi fyrir svæðið til lengri tíma
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra,
og sveitarstjórar sveitarfélaganna á
höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í
gær viljayfirlýsingu um að viðræður
verði hafnar milli ríkisins og sveitar-
félaganna um uppbyggingu sam-
gangna á höfuðborgarsvæðinu.
Í viljayfirlýsingunni segir að
markmið þeirra viðræðna verði
„samkomulag um fjármagnaða áætl-
un um fjárfestingar í stofnvegum og
kerfi almenningssamgangna á höf-
uðborgarsvæðinu í samræmi við fyr-
irliggjandi sameiginlegar tillögur frá
febrúar 2018“, en fyrirhugað er að
það samkomulag verði hluti af lang-
tímaáætlun ríkisins í samgöngu-
málum til ársins 2033, auk þess sem
því er fyrirhugaður sess í fjármála-
áætlunum ríkisstjórnarinnar og fjár-
festingaráætlunum sveitarfélaganna
til næstu ára.
Sammála um „hágæða
almenningssamgöngur“
Á meðal þess sem segir í viljayfir-
lýsingunni er að undirrituð séu sam-
mála um að „bæta almenningssam-
göngur og að framkvæmdir við
hágæða almenningssamgöngur hefj-
ist á árinu 2020. Jafnframt verði
skoðaðar nýjar fjármögnunarleiðir,
m.a. með nýrri gjaldtöku ríkisins og
gjaldtökuheimildum til handa sveit-
arfélögunum“.
Dagur B. Eggertsson, borgar-
stjóri Reykjavíkur, sagði í samtali
við mbl.is í gær að viljayfirlýsingin í
gær hefði mjög mikla þýðingu, þar
sem í vor hefði náðst samstaða um
meginverkefnin í samgöngumálum,
Borgarlínu og fjölda verkefna sem
lytu að stofnvegakerfinu á höfuð-
borgarsvæðinu. „Á þessu hausti
klárum við viðræður um það hvernig
við tryggjum fjármögnun á þessum
pakka sem alls er yfir 80 milljarðar í
heild sinni,“ sagði Dagur, en viðræð-
unum á að vera lokið fyrir 15. nóv-
ember næstkomandi.
Þá sagði Dagur það sérstaklega
mikilvægt að í viljayfirlýsingunni
væri skýrt kveðið á um að fram-
kvæmdir við Borgarlínu hefjist árið
2020. „Þannig að við þurfum að halda
vel á spöðunum við undirbúning og
skipulag til að það náist.“ sgs@mbl.is
Framkvæmdir
hefjist árið 2020
Viljayfirlýsing um bættar samgöngur
Eva B. Sólan Hannesdóttir, lögfræðingur Umhverfisstofnunar, tekur fram
að úrvinnsla málsins standi enn yfir og að bréfið hafi verið sent til Su-
deith í því skyni að afla allra gagna áður en ákvörðun væri tekin. „Það er
rétt í málum sem þessum að spyrja alla hlutaðeigandi út í málavexti og
stofnunin leitaðist við að gera það.“
Hún segir að stofnunin hafi talið rétt að leita upplýsinga beint frá Su-
deith, og hann hafi fengið frest eins og aðrir til þess að koma sínum sjón-
armiðum á framfæri. Hún tekur einnig fram að þó að í bréfi stofnunar-
innar hafi verið gefinn frestur til 18. september hafi Sudeith enn færi á
að svara bréfinu.
Eva segir að ekki sé komin niðurstaða í málið en að hún muni vonandi
liggja fyrir í byrjun næstu viku.
Niðurstaða vonandi eftir helgi
ATHUGUN UMHVERFISSTOFNUNAR