Morgunblaðið - 22.09.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018
Bernhard - Honda á Íslandi
Vatnagörðum 24 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.honda.is
Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800 • Bílver, Akranesi, sími 431 1985
Höldur, Akureyri, sími 461 6020 • Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535
VERÐ KR. 1.690.000
4X4 • AFLSTÝRI • DCT SJÁLFSKIPT
SJÁLFSTÆÐ FJÖÐRUN • VATNSKÆLT
TRX420FA6
Veður víða um heim 21.9., kl. 18.00
Reykjavík 5 léttskýjað
Bolungarvík 3 alskýjað
Akureyri 4 rigning
Nuuk 3 skýjað
Þórshöfn 8 skýjað
Ósló 12 skúrir
Kaupmannahöfn 13 heiðskírt
Stokkhólmur 18 heiðskírt
Helsinki 20 heiðskírt
Lúxemborg 14 léttskýjað
Brussel 15 heiðskírt
Dublin 13 léttskýjað
Glasgow 12 léttskýjað
London 15 skýjað
París 18 heiðskírt
Amsterdam 14 skúrir
Hamborg 15 skúrir
Berlín 15 rigning
Vín 26 heiðskírt
Moskva 20 heiðskírt
Algarve 27 heiðskírt
Madríd 31 léttskýjað
Barcelona 26 léttskýjað
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 25 léttskýjað
Aþena 25 heiðskírt
Winnipeg 9 skýjað
Montreal 16 skúrir
New York 19 alskýjað
Chicago 23 skýjað
Orlando 30 skúrir
22. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:12 19:30
ÍSAFJÖRÐUR 7:16 19:36
SIGLUFJÖRÐUR 6:59 19:19
DJÚPIVOGUR 6:41 19:00
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á sunnudag Suðvestlæg átt, 3-8 m/s og smá skúrir
sunnan- og vestanlands, en annars léttskýjað. Hiti
kringum frostmark norðaustantil, en annars 2 til 7
stig að deginum.
Hæg norðlæg átt og víða bjartviðri, en 5-10 m/s og skúrir eða él eystra. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast á
Suðausturlandi og frystir víða í kvöld.
Niðurrif á reit Sementsverksmiðj-
unnar á Akranesi, sem var reist á
árunum 1956 til 1958, stendur yfir.
Niðurrifinu á að ljúka fyrir 1. októ-
ber næstkomandi.
Sementstankarnir stóru munu
standa áfram. Einnig voru hug-
myndir um að sementsstrompurinn,
68 metra hár, fengi að standa, en
hann hefur í hugum margra verið
tákn Akraness. Hins vegar sam-
þykktu 94% íbúa Akraness í ráðgef-
andi kosningu að strompurinn
skyldi felldur. Bæjarstjórn Akra-
ness samþykkti á dögunum sam-
hljóða tillögu þess efnis. Skipulags-
stofnun hefur nú staðfest að
niðurrif sé heimilt. Á næstu vikum
verður klárað að semja um niðurrif
strompsins og þá mun liggja fyrir
hvenær það mun eiga sér stað, að
sögn Sævars Freys Þráinssonar
bæjarstjóra. Íbúðabyggð mun rísa á
Sementsreitnum þegar fram líða
stundir. sisi@mbl.is
Sér fyrir endann á niðurrifi mannvirkja á Sementsreitnum á Akranesi
Heimilt að
rífa stóra
strompinn
Morgunblaðið/Eggert
Sementsreiturinn Stompurinn stóri gnæfir yfir reitinn en önnur mannvirki eru að mestu horfin. Áætlað er að það muni taka mánuð að rífa strompinn.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Alls hafa 43 karlar og konur sótt
meðferðarúrræði Heimilisfriðar á
fyrstu sex mánuðum ársins. Um er
að ræða meðferð-
arúrræði fyrir
einstaklinga sem
beita ofbeldi í
nánum sambönd-
um en Heimilis-
friður undirritaði
samstarfssamn-
ing við velferðar-
ráðuneytið í
fyrradag.
Andrés Ragn-
arssonar sál-
fræðingur stofnaði til úrræðis fyrir
gerendur heimilisofbeldis, ásamt
Einari Gylfa Jónssyni sálfræðingi,
fyrir um 20 árum en Heimilisfriður
hét áður Karlar til ábyrgðar.
„Það sem við erum í rauninni að
gera er að forrita tölvuna upp á
nýtt. Við þurfum að breyta hugs-
unargangi, viðhorfi, hvernig þú tal-
ar og hvernig þú hagar þér og sér-
staklega í því sem við köllum
ögrandi aðstæður. Þannig það er
okkar hlutverk að kenna þeim nýj-
an máta til að bregðast við,“ segir
Andrés í samtali við Morgunblaðið.
„Þetta er sálfræðileg meðferð sem
er langtíma meðferð. Menn eru
hérna yfirleitt lengi þó það séu auð-
vitað undantekningar frá því en við
viljum gjarnan hafa fólk lengi.“
Ofbeldið hefur áhrif á börnin
Meðferðin er ætluð þeim sem
beita maka sinn ofbeldi. Spurður
hvort þeir sem beita börn sín of-
beldi geti sótt úrræðið segir Andrés
ofbeldi gegn maka og börnum oft
haldast í hendur. „Það er náttúru-
lega þannig að mjög oft blandast
það. Það er slatti af fólki sem hefur
bara beitt maka sinn ofbeldi en aðr-
ir sem hafa gert hvort tveggja. Það
er hins vegar undantekningalaust
þannig að þeir sem hafa beitt of-
beldi á heimilum hafa alltaf alvarleg
áhrif á börn. Alveg sama hvort þau
verða vitni að því, verða fyrir því
sjálf eða hafa aldrei séð það og bara
búið á heimilinu þá eru afleiðing-
arnar alvarlegar fyrir starfsemi og
líf barna.“
Nú starfa fimm sálfræðingar hjá
Heimilisfriði, fjórir á höfuðborgar-
svæðinu og einn á Akureyri. Í þeirri
tölu er Einar Gylfi, einn stofnenda
Heimilisfriðsar talinn með en hann
hefur þó verið að draga sig til hlés
vegna hás aldurs. Einn sálfræðing-
ur sér um makaviðtöl og hefur að-
setur á öðrum stað en þar sem unn-
ið er með gerendur. „Við erum að
gæta þess að makar þeirra fara í
viðtöl annað. Það eru ákveðin ör-
yggisjónarmið í því og við reynum
að sjá til þess að þau hittist ekki í
þeim tilvikum.“
Tilvísanir algengari en áður
Andrés segir að breytt verklag
lögreglu og félagsmálayfirvalda
fyrir tveimur og hálfu ári síðan hafi
leitt til þess að fleiri koma í með-
ferð með tilvísun, ábendingu eða
jafnvel vegna þrýstings frá barna-
verndarnefndum, félagsmálayfir-
völdum eða lögreglu. „Áður fyrr var
stærsti hópurinn þeir sem vildu
gera eitthvað í sínum málum. Núna
er sá hópur um 20 til 30% en það er
oft mikilvægur hópur því það er sá
hópur sem er að koma snemma í
ferlinu. Hefur kannski beitt ofbeldi
einu sinni og vill alls ekki verða eins
og pabbi sinn og mamma sín.“
Hann segir mikilvægt að fá fólk
sem fyrst inn því þá er líklegra að
árangur náist. Háskóli Íslands
gerði veigamikla rannsókn árið
2014 á árangri Heimilisfriðar og
fyrri úrræðum þar sem kom í ljós
að í nær öllum tilfellum gengur
mjög vel að uppræta líkamlegt of-
beldi. „Það hættir í nánast öllum til-
vikum af þeim sem koma til okkar.
Það gengur mun hægar með and-
legt ofbeldi, það er bara flóknara og
seigara og langvinnara og sömu-
leiðis með kynferðislegt ofbeldi.
Það er líka flóknara og menn eru
ekki alltaf með hugtök á hreinu og
hvar skilin eru á milli ofbeldis og
eðlilegs kynlífs.“
Tugir gerenda leitað til Heimilisfriðar
Meðferð Þjónusta Heimilisfriðar er ætluð þeim sem beita maka sinn ofbeldi.
Á fyrstu sex mánuðum ársins hafa tugir gerenda leitað aðstoðar eftir að hafa beitt maka ofbeldi
Fimm sálfræðingar starfa nú hjá Heimilisfriði Ná að uppræta líkamlegt ofbeldi í nær öllum tilvikum
Andrés
Ragnarsson