Morgunblaðið - 22.09.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018
Rannsóknarnefnd samgönguslysa
telur líkur á að maður sem lést í hjól-
reiðaslysi á Nesjavallavegi í fyrravor
hefði lifað slysið hefði hann verið
með hjálm. Í umræddu slysi lést
hjólreiðamaðurinn af völdum höfuð-
áverka.
Það var síðdegis 22. maí 2017 að
vegfarendur komu að slösuðum hjól-
reiðamanni á Nesjavallaleið neðst í
brekkunni vestan við Dyrafjöll. Mað-
urinn hafði tekið hjólið á leigu hjá
reiðhjólaleigu þremur dögum fyrr og
gist nóttina fyrir slysið við Úlfljóts-
vatn. Engin vitni voru að slysinu.
Vegfarandi hafði séð
hann um 2-3 km austan við slys-
stað um kl. 13.42 en tilkynning barst
lögreglu kl. 14.01. Engin ummerki
fundust á vettvangi né á hjólinu um
árekstur.
Nefndin bendir á að um það bil 70
til 75% banaslysa hjólreiðamanna
eru af völdum höfuðáverka. Höfuð-
áverkar eru algeng ástæða fyrir ör-
orku sem leggur mikið á hinn slasaða
og hans nánustu sem og samfélagið í
heild. Vitnað er í nýlega viðamikla
samanburðarrannsókn á niðurstöð-
um fjölda rannsókna frá mörgum
löndum á áhrifum hjálma á höfuð-
meiðsli í hjólreiðaslysum. Leiðir hún
í ljós að hlutfall þeirra sem urðu fyrir
höfuðmeiðslum var að meðaltali
helmingi minna meðal þeirra sem
voru með hjálm en hjá þeim sem
voru án hjálms. Öryggisáhrif hjálma
mælast meiri fyrir alvarleg höfuð-
meiðsl. Hlutfall þeirra
sem urðu fyrir alvarlegum höfuð-
meiðslum, þ.m.t. banaslysum, var að
meðaltali 69% lægra meðal þeirra
sem voru með hjálm en þeirra sem
ekki voru með hjálm
Hvetur rannsóknarnefndin hjól-
reiðamenn til að nota ávallt viður-
kennda reiðhjólahjálma við hjólreið-
ar. Hún beinir því jafnframt til
samgöngu- og sveitarstjórnarráðu-
neytisins að endurskoða reglur með
tilliti til hjálmaskyldu fyrir allt hjól-
reiðafólk. gudmundur@mbl.is
Áhersla á notkun hjálma
Hjólreiðamaður
líklega lifað af hefði
hann verið með hjálm
Öryggi Frá vettvangi hjólreiðaslyssins á Nesjavallavegi vorið 2017.
þrýstingi. Það lyftir byggingar-
kostnaði upp. Í þriðja lagi er það
arkitektúr og efnisval. Þetta er tölu-
vert dýrari byggingarstíll en víðast
annars staðar. Í fjórða lagi er grund-
vallarmunur á öllum skilum innan-
húss. Þ.e.a.s. frágangi innanhúss
hvað varðar bæði sameign og íbúðir.
Það eru sérsmíðaðar og veglegar
innréttingar, skápar og hurðir í öll-
um íbúðum. Allar íbúðir eru með
aukinni lofthæð, með loftræstikerfi
og ljósastýringum sem hægt er að
tengja við snjallkerfi. Þá eru sérvalin
rafmagns- og hreinlætistæki sem
eru jafnvel sérpöntuð fyrir þetta
verkefni og meira af búnaði en al-
mennt tíðkast,“ segir Þorvaldur.
Hann segir að við slíka framleiðslu
náist ekki sama hagræðing og við
meiri fjöldaframleiðslu og stöðlun.
„Það lyftir byggingar- og fram-
kvæmdakostnaði ansi mikið upp.
Þegar allir þessir þættir koma sam-
an eru forsendurnar allt aðrar en í
því sem má kalla hefðbundnar íbúð-
ir. Söluverðið endurspeglar það.“
Þorvaldur segir aðspurður mögu-
legt að sameina íbúðir 601 og 602 í
byggingunni G1. Þær kosta um 257
og 199 milljónir, alls 456 milljónir.
Staðsetningin vegur þungt
Samkvæmt greiningu Íbúðalána-
sjóðs (ÍLS) var meðalverð nýrra
íbúða í Reykjavík á fyrstu sjö mán-
uðum ársins um 51 milljón.
Ólafur Heiðar Helgason, hagfræð-
ingur hjá Íbúðalánasjóði, segir stað-
setninguna vega þungt í verðlagn-
ingu nýrra íbúða í miðborginni.
„Það er mikil eftirspurn eftir því
að búa miðsvæðis í Reykjavík. Þar
hefur byggðin verið þétt. Þar er auk-
in þjónusta. Ég held að verðmunur á
íbúðum, sem eru annars vegar mið-
svæðis í Reykjavík og hins vegar í
jöðrum höfuðborgarsvæðisins,
endurspegli það að miklu leyti.“
Dýrasta íbúðin á 257 milljónir
Fermetraverð á nýjum íbúðum á Hafnartorgi í Reykjavík er tæplega 900 þúsund Verð óseldra
íbúða er frá 64,8 til 256,8 milljónir Mögulegt er að sameina tvær íbúðir sem kosta um 450 milljónir
Verð nýrra íbúða í fyrsta áfanga Hafnartorgs, Geirsgötumegin (G)
Bygging G1 Bygging G2
Íbúð
Verð,
m. kr.
Birtir
m2
Verð á m2,
þús. kr. Íbúð
Verð,
m. kr.
Birtir
m2
Verð á m2,
þús. kr.
201 101,8 110 928 206 110,8 120 922
202 SELD 82 207 93,8 112 835
203 95,8 125 767 208 99,8 125 796
204 102,5 118 872 209 108,8 117 929
205 109 118 923
301 SELD 106 306 98,5 120 823
302 64,8 82 793 307 95,8 112 852
303 97,8 125 782 308 SELD 125
304 106,8 118 907 309 92,8 117 792
305 97,8 118 832
401 89,8 106 844 406 100,8 119 846
402 66,8 82 817 407 98,8 112 884
403 101,8 125 814 408 104,8 125 840
404 109,8 122 901 409 SELD 117
405 102,8 118 868
501 92,8 107 865 506 106,8 120 888
502 69,8 83 843 507 SELD 112
503 113,8 126 904 508 108,8 125 873
504 SELD 119 509 110,8 117 945
505 112,8 118 953
601 256,8 232 1.106 603 168,8 154 1.094
602 198,8 177 1.124 604 162,8 148 1.101
Meðalverð 110,1 887 Meðalverð 110,8 895
Heimild: Hafnartorg.is
Mynd: ÞG Verk
Meðalverð og -stærð nýrra* íbúða
Fyrstu sjö mánuði ársins 2018
*Byggingarár skráð 2017
eða 2018 í fasteignaskrá
60
40
20
0
Meðalverð, m.kr. Stærð, m2
120
80
40
0
Reykjavík Höfuðborgarsvæðið utan
Reykjavíkur
Suðurnes, Akranes, Árborg,
Ölfus og Hveragerði
51
m.kr. 89,2
m2
54,2
m.kr.
120
m2
33,9
m.kr.
112,9
m2
Heimild: Hagd. Íbúðalánasj. og Fasteignaskrá
Meðalverð (m.kr.) Meðalstærð (m2)
Þorvaldur
Gissurarson
Ólafur Heiðar
Helgason
Félagið Austurhöfn er að byggja
lúxusíbúðir og Marriott Edition
hótel við Hörpu, norðan við
Hafnartorgið. Félagið Íslenskar
fasteignir stýrir verkefninu.
Sveinn Björnsson, eigandi og
framkvæmdastjóri Íslenskra
fasteigna, segir áformað að
hefja sölu fyrstu íbúðanna um
jólaleytið. Stefnt sé að því að
afhenda íbúðirnar haustið 2019.
Íbúðirnar við hafnarbakkann
séu 180-190 m². Þá séu fjórar
yfir 300 m² þakíbúðir á 6. hæð.
Aðrar íbúðir séu smærri.
Salan hefst
um jólaleytið
ÍBÚÐIR Á AUSTURHÖFN
Austurhöfn Húsin eru í smíðum.
Teikning/T.ark arkitektar
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Meðalverð 34 íbúða á Hafnartorgi er
um 110 milljónir og meðalverð á fer-
metra tæplega 900 þúsund krónur.
Þá eru sex íbúðir seldar. Má ætla að
söluverð þeirra sé yfir 600 milljónir.
Um er að ræða tvö fjölbýlishús við
Geirsgötu. Síðar fara þrír stigagang-
ar í sölu sem snúa að Tryggvagötu.
Meðalverðið er ef til vill það hæsta
sem sést hefur í miðborginni. Til
samanburðar var meðalverð 94
íbúða í Bríetartúni 9-11 um 64,4
milljónir og meðalverð nýrra íbúða á
Hverfisgötu 94-96 um 66 milljónir.
Íbúðir á 10. til 12. hæð Bríetartúns
eru reyndar dýrari og á svipuðu róli
og íbúðirnar á Hafnartorgi.
Um áramótin koma svo íbúðir í
sölu við Austurhöfn (sjá ramma-
grein), ásamt því sem íbúðir á
Hverfisgötu og á Brynjureit við
Laugaveg fara í sölu á næsta ári.
Um 20 hópar sýnt áhuga
Þorvaldur Gissurarson, forstjóri
ÞG verks, segir um 20 hópa hafa
bókað kynningarfundi vegna íbúð-
anna. Í þeim hópi séu nokkrir er-
lendir aðilar sem sýnt hafa áhuga.
„Þetta eru jafnvel betri viðbrögð
en við bjuggumst við,“ segir Þor-
valdur sem telur aðspurður að viss
hópur hafi beðið eftir íbúðunum.
Af þessum viðbrögðum að dæma
sé ekki að sjá að umræða um mögu-
lega niðursveiflu hafi slegið kaup-
endur út af laginu.
Þorvaldur segir aðspurður að í
einhverjum tilvikum séu aðilar að
skoða bæði íbúðir og skrifstofur á
Hafnartorgi. Það sé ófrágengið.
Þá staðfestir Þorvaldur að búið sé
að skrifa undir leigusamninga sem
ná til um 60% atvinnuhúsnæðis á
Hafnartorgi í fermetrum talið.
Meiri íburður en venja er
Spurður um verðlagningu íbúða á
Hafnartorgi segir Þorvaldur margt
hafa áhrif á söluverðið.
„Það skýrist af nokkrum þáttum. Í
fyrsta lagi er þetta dýr staður.
Þ.e.a.s. dýr lóð og byggingarréttur. Í
öðru lagi er dýrara að komast þarna
upp úr jörðinni. Það þarf enda að
hanna allan kjallarann fyrir neðan-
sjávarálag. Þ.e.a.s. álag undir sjávar-
Horfið hefur verið frá því að fram-
lengja út árið það fyrirkomulag sem
verið hefur á göngugötum í mið-
bænum í sumar. Samkvæmt tilkynn-
ingu frá Reykjavíkurborg mun tíma-
bili svonefndra göngugatna í
miðborginni ljúka hinn 1. október
næstkomandi og þá verður opnað á
ný fyrir bílaumferð um þær. Tillaga
um varanlegar göngugötur verði
hins vegar mótuð í vetur og muni
liggja fyrir í vor.
Eyþór Laxdal Arnalds, fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og
samgönguráði Reykjavíkur, sagði í
samtali við mbl.is í gær að hann væri
ánægður með að hætt hefði verið við
að halda göngugötufyrirkomulaginu
í vetur. „Þá gefst vonandi tími til að
ræða við kaupmenn og íbúa og
hlusta á aðra sem þurfa að komast
um,“ segir hann. „Þetta er mjög um-
deilt mál og við trúum því að samráð
sé rétta leiðin þegar þannig er.“
Kristín Soffía Jónsdóttir, fulltrúi
Samfylkingarinnar í skipulags- og
samgönguráði Reykjavíkur, segir að
í raun hafi ekki verið hætt við neitt,
þar sem ekki hafi verið búið að sam-
þykkja tillöguna. Hins vegar hafi
verið talið betra að undirbúa málið í
vetur, meðal annars með auknu
samráði við hagsmunaaðila, en
stefnt er að því að tillagan verði lögð
fram að nýju í vor. „Stefnan er sú að
þetta verði varanlegt, en núna erum
við stödd í nokkurs konar millibils-
ástandi,“ segir Kristín Soffía. „Við
teljum að það sé allra hagur að þetta
sé gert vel.“ sgs@mbl.is
Hætt við göngu-
götur í vetur
Tillagan lögð aftur fram í vor
Morgunblaðið/Eggert
Göngugötur Tillagan verður lögð
aftur fram næsta vor.