Morgunblaðið - 22.09.2018, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018
JÓN BERGSSON EHF
Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is
GARÐSKÁLAR Á HJÓLUM
Hentar þetta þínum garði, svölum,
rekstri eða sumarbústað?
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Verktakar hafa á síðustu mánuðum
rifið niður byggingar á stórri bygg-
ingarlóð á horni Vesturvarar og
Hafnarbrautar á Kársnesi í Kópa-
vogi. Meðal þeirra var braggi frá
stríðsárunum.
Morgunblaðið hefur fylgst með
niðurrifinu á undanförnum vikum.
Á austari hluta lóðarinnar var gul-
málað iðnaðarhúsnæði. Þar var fyrir-
tækið Járn & Blikk meðal annars
með starfsemi á sínum tíma.
Á vestari hluta lóðarinnar stóð
grænn braggi sem skar sig úr á svæð-
inu. Hann var horfinn í gær.
Ágúst Friðgeirsson, framkvæmda-
stjóri og húsasmíðameistari hjá ÁF
húsum, segir braggann hafa verið frá
stríðsárunum. ÁF hús muni byggja
86 íbúðir á lóðinni. Greiðlega hafi
gengið að fá leyfi fyrir niðurrifi á lóð-
inni og engar athugasemdir borist
vegna þess. Áform séu um ylströnd
norðan við lóðina. Þá verði gerð brú
yfir Fossvog skammt frá.
Ekki krafa Minjastofnunar
Handan við Fossvoginn, nærri
Nauthólsvík, hefur Reykjavíkurborg
látið endurgera bragga frá stríðs-
árunum. Nokkur umræða hefur
skapast um kostnaðinn við þessa end-
urgerð. Hann var áætlaður 158 millj-
ónir en reyndist vera 415 milljónir.
Hafa fulltrúar borgarinnar vísað til
Minjastofnunar varðandi þessa end-
urgerð. Nánar tiltekið er um að ræða
þrjú hús sem mynda svonefnt Win-
ston hótel frá því í stríðinu.
Kristín Huld Sigurðardóttir, for-
stöðumaður Minjastofnunar, segir
stofnunina ekki hafa gert kröfu um
endurbyggingu braggans. Meðal
annars sé byggingin ekki orðin 100
ára og sé því ekki lögfriðuð.
„Við veittum hins vegar álit okkar
á útliti húsanna en ekki hvernig þau
væru gerð upp. Við höfum akkúrat
ekkert með það að gera,“ segir hún.
Þá segir hún marga bragga frá
stríðsárunum enn til víða um landið.
Það yrði skaði ef þeir hyrfu allir.
25. ágúst Horft til norðurs. Búið er að rífa um helminginn af bragganum.
Græni bragginn á Kársnesi horfinn
Braggi frá
stríðsárunum
víkur fyrir byggð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Morgunblaðið/Arnþór
20. júní Endurbótum lokið. Búið er að opna Braggann Bistró í Nauthólsvík.
21. september Bragginn var horfinn í gærmorgun. Á lóðinni verða byggðar íbúðir sem verða sumar með útsýni yfir Fossvoginn til norðurs.
29. júlí Svona leit bragginn út skömmu fyrir niðurrifið í sumar.
Morgunblaðið/Baldur
29. júlí 2018 Niðurrifið er hluti af endurgerð Kársnessins. Við endurgerðina víkur meðal annars gamalt iðnaðarhúsnæði fyrir íbúðum. Meðal annars var græni bragginn rifinn.
1. janúar 2017 Unnið að endurgerð gamla braggans í Nauthólsvík.