Morgunblaðið - 22.09.2018, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 22.09.2018, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Haustið er sest yfir landið með norðanátt og hvítum fjallstindum og þessa dagana lýkur því veiði í hverri laxveiðiánni á fætur annarri. Nokkrir veiðidagar eru eftir í sum- um en þó veitt áfram í hafbeit- aránum inn í október. Haustið er hins vegar tími sjóbirtingsins og veiðimanna sem njóta þess að allra veðra sé von og dimmi snemma; þegar aðstæður eru réttar geta menn lent í ævintýrum. Og víða er talað um að sjóbirtingurinn sé í sókn, ekki síst norðanlands, og það sannreyndi blaðamaður í Vatns- dalsá í vikunni þar sem margir veiðimenn lentu í frábærri birtings- veiði. Í Hólakvörn neðan stöðu- vatnsins Flóðsins lönduðu tveir fé- lagar til að mynda tólf birtingum á tveimur tímum, allt að 60 cm löngum, og misstu annað eins, og ofar í ánni veiddust allt að 75 cm sjóbirtingar. Og slíkar sögur heyr- ast víðar að. Vesturland nálægt meðallagi Laxveiðinni í hinum náttúrulegu veiðiám var hressilega misskipt eft- ir landshlutum í sumar. Veiðin var í góðu meðallagi á Vestur- og Suður- landi en slök á Norðurlandi þar sem smálax skilaði sér lítið og illa. For- vitnilegt er að skoða veiðitölurnar af vef Landssambands veiðifélaga, angling.is, sem hér birtast en þær sýna þetta með áberandi hætti: Rangárnar sitja á toppnum eins og oft áður á þessum tíma árs, svo kemur Miðfjarðará – reyndar með mun minni veiði en á síðustu árum, en níu af tíu næstu veiðiám á listan- um eru á Vestur- og Suðurlandi. Niðursveiflan er í veiðinni á öllu Norðurlandi, allt austur í Þist- ilfjörð, en hins vegar vekur athygli að í Vopnafirði eru Selá og Hofsá að rétta ágætlega úr kútnum eftir niðursveiflu þar í firðinum síðustu sumur. Sigurður Már Einarsson, fiski- fræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun, er staðsettur á Hvanneyri og hefur árum saman fylgst með laxastofnunum á Vesturlandi. Hann staðfestir að veiðin í landsfjórð- ungnum hafi verið fín í sumar, „ná- lægt meðalveiði þegar til langs tíma er litið, og jafnvel betri en það í sumum ánum,“ segir hann. „Því sumar ár hér á svæðinu komu ágætlega út í sumar, Þverá og Kjarrá og fleiri. Og árnar í Borg- arfirði og í Dölum hafa verið nokk- uð samstiga hvað göngur varðar – í heild er gott stand á ánum á svæð- inu.“ Sigurður Már segir göngurnar á Vesturlandi hafa verið í samræmi við sínar væntingar, „miðað við það sem við vissum um seiðaframleiðslu í ánum og hvað átti að ganga út af seiðum í fyrra og hittifyrra. Ég hafði ímyndað mér að göngur í sumar yrðu nálægt meðallagi og það hefur gengið sæmilega eftir.“ Lélegar smálaxagöngur nyrðra Hvað árnar á Norðurlandi varðar bendir Sigurður á að án þess að lagst hafi verið í miklar greiningar á því þá hafi árin 2012 og 2104 verið slæm fyrir afkomu laxins á landinu. „Ég held að nú hafi árnar fyrir norðan verið að upplifa á einhvern hátt þá lélegu árganga,“ segir hann og bendir á að seiðin í ánum fyrir norðan séu lengur í ánum, eða allt að fjögur ár áður en þau ganga til hafs, en þau séu skemur í ánum á Vesturlandi þar sem þessi sveifla sé meira og minna gengin yfir á síð- ustu sumrum. „2012 var mjög slæmt ár fyrir hrygningu og ef seið- in sem klöktust út árið eftir voru að fara til hafs 2017 og skiluðu sér nú í sumar, þá gæti það að einhverju leyti skýrt slakan smálax fyrir norðan. Til viðbótar er sjávar- ástandið ekkert sérstakt en samt í lagi; smálaxinn sem skilaði sér var þokkalegur hvað stærð varðar, bæði hér fyrir vestan og fyrir norðan. Þessar tillötulega slöku smálax- agöngur sem við höfum séð fyrir norðan eiga sér frekar skýringar í ferskvatninu en í hafinu,“ segir hann. Stórlaxinum fer fjölgandi Þeir sem fara í laxveiði á Vest- urlandi verða greinilega varir við aukinn fjölda stórlaxa í ánum og Sigurður Már staðfestir það. „Jú, hann er enn á uppleið. Ég fylgist vel með því í ákveðnum ám sem ég vakta sérstaklega og tók þetta til dæmis vel fyrir í skýrslu sem ég gerði um Þverá og Kjarrá í fyrra. Þótt ég hafi ekki enn greint veiði- skýrslur síðan nú í sumar sýnist mér vera sami gangur á því; stór- laxinum fjölgar. Við erum vitaskuld með minna af stórlaxi í ánum á Vesturlandi en fyrir norðan en Þverá og Kjarrá voru komnar niður í það að innan við tíu prósent af hverjum gönguárgangi voru stór- laxar. Nú er hlutfallið orðið 25 til 30 prósent sem er allt annað og betra. Þessi breyting hefur orðið á ekki lengri tíma en tíu árum. Hlutfall stórlaxa í ánni náði lágmarki á ár- unum 2006 til 2008 en síðan hefur hlutfall stórlaxa aukist. Skýring er ekki einföld en ein er sú að það urðu breytingar á veiði- fyrirkomulaginu, aðeins var farið að veiða á flugu í Þverá og Kjarrá og bannað að drepa stórlaxinn. Að ein- hverju leyti er það að skila sér – og að einhverju leyti geta þetta líka verið breytingar á uppeldissvæðum í sjó sem hafa áhrif. En ég held að þessi friðun á stórlaxinum hafi haft áhrif, sem betur fer.“ Mest á stöng við Urriðafoss Heildarveiði í á eða veiðisvæði segir eina sögu, meðalveiði á stöng aðra. Og þar eru árnar misgjöfular, vægast sagt, en oft er miðað við að meðalveiði í íslenskri laxveiðiá sé um hundrað laxar á stöng á sumri. Í Sporðaköstum, stangveiðiumfjöll- uninni á Mbl.is, var í vikunni rýnt í meðalveiði á stöng í bestu ánum og það eru forvitnilegar tölur þótt þær kunni að breytast eitthvað þar sem veiði er ekki alls staðar lokið. Stangveiðisvæðið nýja við Urr- iðafoss sker sig úr með 325 laxa á hverja stöng. Þá koma Miðfjarðará, með 260, og Haffjarðará með 257 laxa á stöng. Reykjavíkurperlan El- liðaárnar eru í fjórða sæti, með 240 laxa á stöng, og þá er Selá í Vopna- firði með um 220 laxa á hverja stöng í ánni. Svo koma Rangárnar og Affallið, þar sem enn er talsvert eftir af veiðitímanum og hlutir geta breyst, með um 210 til 200 laxa á stöng eins og staðan er nú, og þá Þverá-Kjarrá með 175 á stöng, Laxá í Dölum með 161 og Langá með 126 laxa á stöng. Ein af norðlensku ánum sem ekki hafa blómstrað er Laxá í Aðaldal. Þar voru 608 laxar færðir til bókar – tæpir 36 á stöng – og er það ann- að lélegasta sumar þar frá árinu 1975. Það versta var umrætt 2012 þegar 428 laxar veiddust á stang- irnar 17. Hins vegar veiddust þar fleiri yfir 100 cm en í nokkurri ann- arri á. Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is *Lokatölur. **Tölur liggja ekki fyrir. 0 1.000 2.000 3.000 4.000 Staðan 19. september 2018 Veiðivatn Stanga- fjöldi Veiði 20. 9. 2017 21. 9. 2016 Eystri-Rangá 18 3.733 2.030 3.149 Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki 18 3.593 6.526 8.379 Miðfjarðará 10 2.602 3.627 4.195 Þverá - Kjarrá 14 2.455 2.060* 1.902* Norðurá 15 1.692 1.719* 1.342* Haffjarðará 6 1.545 1.167 1.305 Langá 12 1.512 1.540 1.312 Selá í Vopnafirði 6 1.315 937* 830 Urriðafoss í Þjórsá 4 1.303 755* ** Grímsá og Tunguá 8 986 1.214 574 Laxá í Dölum 6 971 661 1.431 Elliðaárnar 4 960 890* 675* Laxá í Kjós 8 903 778 471 Blanda 10 870 1.433 2.386 Affall í Landeyjum 4 797 180 640 Laxá á Ásum 4 702 1.108 620 Hofsá og Sunnudalsá 9 670 565 492 Laxá í Leirársveit 6 665 624 416 Laxá í Aðaldal 17 608 709* 1.207* Haukadalsá 5 603 473 1.056 Hítará 6 579 494* 779 Víðidalsá 8 561 722 1.053 Vatnsdalsá 6 472 653 822 Flókadalsá 3 456 411 369 Jökla (Jökulsá á Dal) 8 453 332 560 Laxagöngur liðu vegna lélegra árganga  Fiskifræðingur segir að laxagöngur á Vesturlandi hafi ver- ið í samræmi við væntingar  Áhrifa 2012 gætti fyrir norðan Morgunblaðið/Einar Falur Upphafið Þorsteinn Stefánsson háfaði einn fyrsta lax sumarsins í Norðurá í júníbyrjun. Nú er heildarmynd laxveiðinnar á Íslandi í sumar að skýrast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.