Morgunblaðið - 22.09.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 22.09.2018, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018 ÚR BÆJARLÍFINU Sigurður Ægisson Siglufirði Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þriðjudaginn 14. ágúst var sam- þykkt að ráða Erlu Gunnlaugsdóttur í starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar. Hún er fædd og upp- alin á Siglufirði. Erla lauk B.Ed- prófi í grunnskólakennarafræði árið 2002 og framhaldsmenntun í sér- kennslufræðum og hefur um 25 ára kennslureynslu í Grunnskóla Siglu- fjarðar og Grunnskóla Fjallabyggð- ar. Þá hefur hún sinnt stjórn- unarstörfum við sömu skóla, sem deildarstjóri og verkefnisstjóri sér- kennslu.    Á sama fundi ræddi bæjarráð stöðu Múlaganga, en þau eru ein- breið og 3,4 km á lengd með inn- skotum fyrir fjóra bíla með reglu- legu millibili. Göngin sinna ekki lengur þeim umferðarþunga sem fylgir stórum hátíðum í Fjallabyggð eða Dalvíkurbyggð. Eftirfarandi bókun var gerð: „Í ljósi þeirra um- ferðartafa og öngþveitis sem skap- aðist hjá vegfarendum í Múlagöng- um á sunnudag sl. þegar gestir Fiskidagsins mikla voru að fara til síns heima hefur bæjarráð Fjalla- byggðar lýst áhyggjum sínum af ör- yggi íbúa og gesta Fjallabyggðar þegar slíkar aðstæður skapast. Má til dæmis benda á mikilvægi þess að neyðarþjónusta í forgangsakstri svo sem lögregla og sjúkrabílar þurfa að geta komist klakklaust leiðar sinna á dögum sem þessum, þegar umferð- arþungi er mikill um göngin. Lög- reglan sinnti umferðarstjórnun á föstudegi og laugardegi á Fiskideg- inum mikla og gekk umferð um göngin vel þá daga. Engin umferð- arstjórn var á sunnudeginum og var þá mikill umferðarþungi í gegnum göngin.“ Bæjarráð Fjallabyggðar boðaði síðan lögreglustjóra á næsta fund til að ræða málin frekar.    Árgangur 1948 kom saman á ár- gangsmóti á Siglufirði í sumar. Með- an á dvöl hópsins stóð var komið við á Síldarminjasafninu þar sem Guð- mundur Skarphéðinsson og Hjálmar Jóhannesson afhentu fyrir hönd ár- gangsins að gjöf stórt útiskilti sem sýnir flest síldarplön sem þar voru. Þar segir m.a.: „Siglufjörður var ein stærsta og mikilvægasta höfn Ís- lands á síldarárunum 1903-1968. Þegar best lét gátu síldarafurðir numið 40% af heildarútflutningi landsins og hlutur Siglufjarðar ná- lægt 20%. Telja má nærri 120 fyr- irtæki sem fengust við síldarsöltun á staðnum og alls níu mjöl- og lýs- isverksmiðjur voru starfræktar hér. Væru bryggjurnar mældar, þ.e. allir bryggjukantar sem að sjó sneru, t.d. árið 1927, þá voru þeir um 7,3 km að lengd.“ Skiltið er unnið eftir upp- drætti Jóns J. Víðis frá 1927-1928.    Alls heimsóttu tæplega 3.500 ferðamenn Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar frá maí til ágúst í ár. Af þeim komu 3.207 í Upplýsinga- miðstöðina á Siglufirði og er það lít- ilsháttar fjölgun frá síðasta ári.    Landaður afli á Siglufirði á tíma- bilinu 1. janúar til 21. ágúst 2018 er töluvert meiri en á sama tíma í fyrra. Þar komu 6.520 tonn á land í 1.457 löndunum árið 2017 en núna 10.425 tonn í 1.218 löndunum.    Fjölskylda Orra Vigfússonar færði Síldarminjasafni Íslands að gjöf um mánaðamótin ágúst/ september stórt málverk úr eigu Orra og föður hans, Vigfúsar Frið- jónssonar síldarsaltanda. Verkið málaði þýskur listamaður upp úr 1950, eftir ljósmynd að ósk Vigfúsar. Það sýnir miklar stæður af síld- artunnum sem bíða útflutnings, milli húsa á þeim slóðum sem Vigfús rak síldarsöltun sína, Íslenskan fisk, á árunum 1953-1960. Alfonshúsið, sem um tíma var heimili fjölskyldunnar, er í forgrunni til hægri og fremstir á myndinni standa þeir feðgar, Vigfús og Orri.    Föstudaginn 31. ágúst fékk Grunnskóli Fjallabyggðar afhentar 10 tölvur frá sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Þar er um að ræða samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og fram- haldsskólum landsins.    Briddsfélag Siglufjarðar er 80 ára í ár. Það var stofnað árið 1938 og var þá eins konar deild í stúdenta- félagi Siglufjarðar. Árið 1942 var stofnað formlega sjálfstætt félag með um fimmtíu manns. Fyrstu stjórn skipuðu þeir Ragnar Guð- jónsson kennari, formaður, Hinrik Thorarensen læknir, ritari, og Sig- urður Kristjánsson sparisjóðsstjóri, gjaldkeri.    Sigurvin, áhugamannafélag um minningu Gústa guðsmanns, hefur látið gera bronsstyttu af hinum landsþekkta fiskimanni og kristni- boða og mun hún standa á Ráðhús- torgi, þar sem hann prédikaði oft. Var Ragnhildur Stefánsdóttir lista- maður og myndhöggvari í Reykjavík fengin til verksins og mun hafa leyst það afar vel af hendi. Afhjúpun er fyrirhuguð í október. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Upplýsingaskilti Hér má líta útiskiltið sem árgangur 1948 á Siglufirði gaf Síldarminjasafni Íslands í sumar. Áhyggjur af öngþveiti í Múlagöngum Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Enn hefur ekki tekist að ná við- unandi árangri í hlutfalli ferða hjá Strætó af heildarfjölda ferða á höf- uðborgarsvæðinu. Jóhannes S. Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Strætó, hefur í sam- starfi vð Mannvit tekið saman drög að aðgerðaáætlun fyrir Strætó, þar sem fram kemur meðal annars að helsta ástæða þess að íbúar kjósi að nota ekki almenningssamgöngur sé að ferðatími sé of langur og að leiða- kerfi henti ekki. Auk þess að fjölga þurfi sérakreinum og forgangs- ljósum fyrir Strætó, ásamt því að auka tíðni ferða á fleiri leiðum. Markvissara samráð þurfi á milli einstaka sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu og sveitarfélaganna og Strætó, um uppbyggingu sérakreina og forgangsljósa. Jóhannes var í gær spurður hvort áform Strætó um að fjölga sér- akreinum og forgangsljósum, myndu ekki þrengja enn frekar að umferð einkabílsins: „Nei, það þarf ekkert að vera. Við lítum bara á all- an ferðamáta sem sterkt mengi. Sér- akreinar geta t.d. verið viðbót við þann akveg sem fyrir er. Hvað varð- ar fjölgun forgangsljósa, þá erum við bara að tala um það sem þegar er komið í gang, þannig að græna ljósið logar aðeins lengur, þegar strætó kemur og þá njóta þess líka einkabíl- ar. Við erum að benda á það að til þess að strætó sé samkeppnishæfur sem ferðamáti, þá þurfum við að stytta ferðatímann. Það er aðal- atriðið og það sem þeir setja helst fyrir sig sem ekki vilja ferðast með strætó er hversu langur ferðatíminn er og að leiðakerfið henti þeim ekki,“ sagði Jóhannes. Aðalmálið er að stytta ferðatímann  Strætó BS undirbýr breytingar Morgunblaðið/Valli Strætó Markmiðið er að stytta ferðatímann og bæta leiðakerfið. Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar 2013 - 2017 Kerruöxlar & hlutir ALLT TIL KERRUSMÍÐA Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Bílar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.