Morgunblaðið - 22.09.2018, Síða 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018
Reykjavík
Krókháls 9
Sími: 590 2020
Reykjanesbær
Njarðarbraut 9
Sími: 420 3330
Verið velkomin í reynsluakstur! benni.is.
Bílaríki, Akureyri
Glerárgötu 36
Sími: 461 3636
Opið:
Virka daga frá 9 til 18
Laugardaga frá 12 til 16
GÓÐA SKEMMTUN!
3.490.000kr.
Tivoli DLX, 4x4, beinskiptur, dísel
Einnig fáanlegur sjálfskiptur með 4x4
Birtm
eð
fyrirvara
um
m
ynda-og
textabrengl.
Það er fátt skemmtilegra en ferðalag á fjóhjóldrifnum Tívoli sportjeppa frá SsangYong. Bílabúð Benna gefur þér kost á að
njóta þess til fulls og býður hann nú á ævintýrlega góðum kjörum.
+ Fjórhjóladrif með læsingu
+ Sjálfskiptur með 4x4
+ 1,5 tonna dráttargeta
+ Þægilegt aðgengi
+ Ríkulegur staðalbúnaður
+ Góð yfirsýn yfir umhverfið
+ Frábærir aksturseiginleikar
+ Fimm ára ábyrgð
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Hvalfjarðargöngin voru lokuð í fjór-
ar nætur í vikunni. Þá stóð Spölur
fyrir allra síðustu hreingerningar-
og viðhaldstörninni í göngunum á 20
ára rekstrartíma fyrirtæksins.
Göngin verða því afhent ríkinu eins
fín og flott og mögulegt er.
Spölur stefnir enn að því að af-
henda Vegagerðinni Hvalfjarðar-
göng til eignar og rekstrar sunnu-
daginn 30. september næstkomandi.
Innheimtu veggjalds yrði þá hætt
næsta föstudag, 28. september.
Stjórn Spalar tilkynnti hluthöfum
félagsins þessa ákvörðun sína fyrr í
mánuðinum en tók jafnframt fram
að tímasetningin væri kynnt að þeim
forsendum gefnum að ríkisskatt-
stjóri fallist á tiltekna meðferð á
skattalegri afskrift ganganna og í
öðru lagi að Samgöngustofa skili
fyrirvaralausri úttekt á göngunum í
aðdraganda eigendaskiptanna. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Gylfa Þórð-
arsyni, forstjóra Spalar, í gær hafði
úrskurður ríkisskattstjóra ekki bor-
ist en hins vegar er Samgöngustofa
búin að skila úttekt sinni.
Fram kemur í frétt á heimasíðu
Spalar að þau voru mörg og fjöl-
breytt handtökin sem unnin voru í
göngunum í vikunni. Skipt um blás-
ara í loftinu á einum stað, rifflur í
malbiki breikkaðar munna á milli
(rásir sem ætlað er að vekja athygli
ökumanna á því að þeir séu á leið yf-
ir á akrein umferðar úr gagnstæðri
átt), sprungur í steypuklæðningu
fylltar, náttúrulegur vindstrengur
(trekkur) mældur, þvegið og pússað
og margt fleira mætti nefna af við-
vikum og viðfangsefnum.
Fjórar nætur í röð voru göngin
lokuð frá miðnætti til kl. 6 að
morgni. „Nú eru haustverkin að baki
og ríkið fær mannvirkið afhent eftir
fáeina daga, þrifið og fægt líkt og
stássstofa í aðdraganda jólaboðs,“
segir í fréttinni.
Út af stendur að hressa upp á
merkingar á akbrautum en í það
verk átti að ráðast að morgni laugar-
dags. Beita átti umferðarstýringu á
meðan frekar en að loka alveg fyrir
umferð.
Tímamótunum fagnað
Margir Vestlendingar bíða
spenntir eftir því að gjaldtöku í
göngin verði hætt. Í tilefni tímamót-
anna bókaði bæjarráð Akranes eft-
irfarandi á síðasta fundi sínum:
„Bæjarráð fagnar þessum merku
tímamótum og leggur áherslu á að
áætluð tímamörk um yfirtöku rík-
isins á Hvalfjarðargöngum standist
og að framkvæmdin verði með þeim
hætti að það sé ekki til tjóns fyrir
hluthafa Spalar ehf. og Eignarhalds-
félags Spalar hf. Bæjarráð fagnar
þeim fréttum að áfram verði mönnuð
vakt í Hvalfjarðargöngunum eftir
yfirtöku ríkisins. Bæjarráð telur
mjög mikilvægt að áfram verði ör-
yggi þeirra sem um göngin fara í
fyrirrúmi líkt og verið hefur í tíð
Spalar.“
Göngin orðin eins og stássstofa
Spölur lauk í vikunni allra síðustu hreingerningar- og viðhaldstörninni í Hvalfjarðargöngum
Enn er stefnt að því að afhenda göngin 30. september þótt úrskurður ríkisskattsjóra sé ókominn
Ljósmynd/Spölur
Göngin fínpússuð Það voru mörg handtökin sem menn á vegum Spalar unnu í Hvalfjarðargöngunum í vikunni.