Morgunblaðið - 22.09.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 22.09.2018, Síða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi SÆNSK GÆÐI Í 90 ÁR Sænska fyrirtækið Mora hefur framleitt bað- og eldhústæki í meira en 90 ár. Tengi hefur mikla og góða reynslu af vörunum frá Mora. Ungur lærði ég að til væri athæfi, bardagaaðferð eða hrekkur semhéti „að berja mönnum tjaldkúlur“. Færi þetta þannig fram aðlaumast væri að tjöldum og fólki þar fyrst gert rúmrusk með há-vaða og látum. Er það tæki síðan að skrölta á fætur og reka hausa og olnboga eða aðra líkamsparta í tjaldhimin hæfu nokkrir árásarmanna bar- efli á loft og tækju til við að berja á allar kúlur eða misfellur sem þá sæjust rísa upp en aðrir kipptu upp tjaldhælum og felldu tjaldið yfir tjaldbúa. Þar með hæfist svo barsmíðin fyrir alvöru, allar kúlur og ójöfnur kýldar niður þar til fórnarlömbum tækist loks hugsanlega að krafla sig undan tjaldinu en þá mætti ætla að þau bæru þess merki, einkum á höfði, að þeim hefðu verið barðar tjaldkúlur. Öðru hverju um ævina hef ég hugleitt þetta en með vaxandi ugg í brjósti um að þessu hafi verið logið að mér, eða að mig hafi dreymt það. Nýlega gerði ég loks gangskör að því að fá hið sanna fram. Ekki reyndust tjaldkúlurnar auðfundnar. Allar almennar og daglegar orðabækur og orð- fræðirit sniðganga þær. Og sjálft ritmálssafn Orðabókar Háskólans … sagði pass og tilkynnti: „Orðið „tjaldkúla“ fannst ekki. Reyndu aftur.“ Ég reyndi aftur og aftur og ekki gekk rófan. Þá var komið að þeim margfróða Bandaríkjamanni Gúgúl. „Tjaldkúlur?“ hváði hann fyrst, „ertu ekki að meina „tjaldsúlur?“ Hóf svo að vísa mér á ótal útivistarverslanir hérlendar. Þar var nóg um tjaldsúlur en engar tjaldkúlur. Það var ekki fyrr en Gúgúll sá orðið í eintölu, tjaldkúla, að eitthvað fór að bíta á agnið, mér til mikils hugarléttis, og vísanir fundust einkum í Harðar sögu, þar sem frá því segir í átjánda kafla að Gunnhildur konungamóðir sendir menn sína til að drepa Geir Grímsson: „Þeir koma um nótt og berja þeim tjaldkúlur og fella á þá tjöldin.“ Úr neðanmálsgrein í Fornritafélagsútgáfu Harðar sögu lá svo leiðin yfir í Ólafs sögu helga í Flateyjarbók, 15. kafla, og Örvar-Odds sögu, 7. kafla. Jafnframt mátti sjá að í 22. kafla Þorsteins sögu Víkingssonar sé talað um að „kemba e-m ekki hagligar tjaldkúlur“. Fornmálsorðabækur voru síðan kannaðar og þar fundust tjaldkúlur að vísu en stundum með fráleitum skýringum. Guðbrandur og Cleasby töldu að um væri að ræða kúlur ofan til á tjaldhælum og Jóhann Fritzner áleit slíkar kúlur hafa trónað efst á tjaldsúlum en setti reyndar spurningarmerki við. Að- eins Leifur Heggstað virtist á réttu róli í sinni bók: „Kul (i hovudet) som ein fær ved yverfall i teltet.“ Gjörvöll timarit.is áttu aðeins eitt dæmi, en þeim mun dýrmætara: Í grein í Lögréttu 11. maí 1921 segir Guðmundur Friðjónsson sem svo að það hafi ekki verið þjóðmál „hvar sjera Tryggvi kembdi tjaldkúlur syndinni þegar hann var í kjólnum“. Þarna er orðalagið notað í yfirfærðri merkingu. Þar með er orðtak fætt. Nemum og notum, berjum og kembum hvert öðru tjald- kúlur. Tjaldkúlur Tungutak Þórarinn Eldjárn Það eru miklar breytingar í aðsigi í samskiptumríkja heims. Sú mesta kann að vera að vestrænríki séu að missa úr sínum höndum það forystu-hlutverk sem þau hafa gegnt á heimsvísu síðustu 200 ár eða svo og þungamiðja valda og áhrifa sé að færast á ný til Asíu og þá fyrst og fremst til Kína og Indlands. Kína hefur á síðustu áratugum á hógværan og kurt- eislegan máta verið að auka áhrif sín, ekki sízt í Afríku. Þótt Kínverjar láti minna fara fyrir sér en Vesturlanda- þjóðir þegar þær ruddust um á heimsvísu og arðrændu aðrar þjóðir með vinnubrögðum og framkomu sem ekki þola dagsins ljós fer ekki á milli mála að auknum um- svifum Kínverja í atvinnu- og viðskiptalífi í öðrum heims- hlutum fylgja aukin pólitísk áhrif. Að sögn brezka tímaritsins, Economist, verður Kína í náinni framtíð orðið mesta efnahagsveldi heims. Sumir telja að viðskiptastríð Trumps Bandaríkjaforseta á hend- ur Kína sé örvæntingarfull viðbrögð gamals stórveldis sem finni að það er að missa tökin. Hvað sem segja má um þær kenningar er hins vegar ljóst að vaxandi áhrif Kína þýða aukin áhrif einræðis- stjórnar Kommúnistaflokksins í Kína. Bandaríkin hafa þegar orðið fyrir verulegu pólitísku tjóni vegna veru Trumps í Hvíta húsinu og augljóst að það tjón mun aukast í hans tíð. Evrópusambandið er í uppnámi og ekki lengur hægt að útiloka að það leysist upp á næstu áratugum og evran með. Rússland er hnignandi veldi, eins konar risi á brauð- fótum. Nýlega lýstu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrver- andi utanríkisráðherra, og eiginkona hans, Bryndís Schram, ferðalagi með Síberíuhraðlestinni frá Peking til Moskvu fyrir skólasystkinum sínum úr Menntaskólanum í Reykjavík á þá leið að þegar lestin brunaði inn í Rússland hefði 19. öldin blasað við út um lestargluggana. Hver er staða örríkis á eyju í Norður-Atlantshafi á slík- um breytingatímum? Fyrir skömmu flutti Anna Agnarsdóttir prófessor fyrir- lestur fyrir troðfullu húsi í Norræna húsinu þar sem hún sagði frá áhuga Evrópuþjóða á Íslandi á 18. öld. Til eru heimildir sem sýna að þá voru uppi í París hugmyndir um að skipta á Louisiana-ríki í Bandaríkjunum, sem þá náði yfir landsvæði þar sem nú er að finna á annan tug ríkja, fyrir Ísland, að Danir fengju landsvæðið í Bandaríkjunum en Frakkar Ísland en héðan gætu þeir að mati vísra manna í París herjað á Breta. Þessi áhugi Evrópuþjóða á Íslandi er enn til staðar og lýsir sér í margvíslegum tilraunum Evrópusambandsins til þess að ná auknum áhrifum hér, nú síðast með því að opna sér tækifæri til að ná yfirráðum yfir orku fallvatn- anna með hinum svonefnda orkupakka 3. Skilningsleysi nýrrar kynslóðar íslenzkra stjórnmálamanna á því sem þar er á ferð – ekki sízt í Sjálfstæðisflokknum – er sorg- legt. En það er ekki bara spurning um ítrekaðar tilraunir Evrópuþjóða til þess að ná tangarhaldi á auðlindum Ís- lands. Hið landfræðilega mikilvægi legu Íslands er að stóraukast á ný og þótt athyglin beinist þessa stundina kannski mest að auknum hernaðarlegum umsvifum Rússa í Norðurhöfum er það þó staða okkar sem eins konar áfangastaður á nýjum siglingaleiðum á milli Atlantshafs og Kyrrahafs sem mestu skiptir hvort sem horft er til vestur eða austurs. Hið sama á við um Grænland og Færeyjar. Áhugi hins hógværa stórveldis sem er að rísa í Asíu á aðstöðu á Grænlandi og Íslandi hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni síðustu áratugi. Um skeið beindist sá áhugi meira að Íslandi en Grænlandi en neikvæð viðbrögð hér heima fyrir og ný tækifæri á Grænlandi hafa orðið til þess að síðustu árin hefur athygli Kínverja beinzt meira að Grænlandi. Það hefur svo aftur vakið umræður í Dan- mörku sem hafa ekki alltaf verið geð- felldar. Í heimi nútímans fylgja fjárfest- ingum og eignakaupum í einstökum ríkjum pólitísk áhrif. Það var mörgum létt þegar norskt fyrirtæki gerði samninga um kaup á álverinu í Straumsvík sem því miður hafa gengið til baka. Nú er aft- ur hætta á því að það álver geti lent í höndunum á óæski- legum aðilum. Það er stutt á milli sumra stórfyrirtækja í áliðnaði á heimsvísu og alþjóðlegra undirheima. Þess vegna ættu stjórnvöld að fylgjast vandlega með því sem gerist í framhaldi af því að norska fyrirtækið hefur dregið sig til baka í Straumsvík. Og þótt brezkur auðmaður sem eigandi margra jarða á Austurlandi geti verið sakleysið sjálft getur annað tekið við ef hann tæki ákvörðun um að selja þær eignir aðilum sem hefðu annað í huga en huga að laxveiðiám. Í fyrradag mátti lesa frétt hér í Morgunblaðinu þess efnis að í Þorlákshöfn leituðu menn nú erlendra fjárfesta til frekari uppbyggingar hafnarinnar þar og þar kæmu kínverskir fjárfestar við sögu. Hvenær eru kínverskir fjárfestar bara venjulegir fjár- festar og hvenær eru þeir í raun á vegum kínverskra stjórnvalda? Búa ráðamenn í Þorlákshöfn, einir manna í heiminum, yfir upplýsingum um það? Sjálfstæði Íslands er hætta búin úr nýjum áttum í breyttum heimi. Sjálfstæði Íslands getur reyndar líka ver- ið í hættu vegna þess að nýjar kynslóðir stjórnmálamanna virðast ekki hafa næga þekkingu á okkar eigin sögu til þess að skilja hvað er að gerast í kringum okkur hvort sem um er að ræða orkupakka ESB eða kínverska stórveldið sem læðist með veggjum í viðleitni við að endurheimta fyrri stöðu Kína á heimsbyggðinni. Þá er ekki um annað að ræða en að hin aldna sveit rísi upp! Það steðja nýjar hættur að Íslandi í breyttum heimi Er hið rísandi stórveldi í austri að læðast með veggjum í Þorlákshöfn? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Um síðustu helgi benti ég á tværyfirsjónir í nýlegri ritgerð Soffíu Auðar Birgisdóttur um kvæðabálk Þórbergs Þórðarsonar, Marsinn til Kreml. Þórbergur hafði sett vísuorð á þýsku inn í bálkinn: „Wenn das Judenblut von Messer spritzt/denn geht uns nochmals so gut.“ Þegar gyðingablóðið spýtist úr hnífnum, þá gengur okkur hálfu betur. Neðanmáls kvað Þórbergur orðin vera úr Horst Wessel- söngnum. Önnur yfirsjón Soffíu Auðar var smávægileg, að í fyrri vísuorðinu á að vera vom, en ekki von, og sjá þýskumælandi menn það á auga- bragði. Hin er stærri, að vísuorðin eru ekki úr Horst Wessel-söngnum, heldur úr einu hergöngulagi, „Sturmlied,“ stormsveita nasista, SA. Í næsta tölublaði, 17. septem- ber, viðurkenndi Soffía Auður yfir- sjónir sínar, en sagði mig sjálfan hafa gert villu. Vísuorðin væru alls ekki úr „Sturmlied“ SA-sveitanna, en það væri eftir Dietrich Eckhard. Því miður er þessi „leiðrétting“ Soffíu Auðar ekki rétt, og hefði komið sér vel fyrir hana að kunna þýsku. Sturmlied er hér samnafn, ekki sérnafn, og merkir blátt áfram stormsveitarsöng. Það villir eflaust Soffíu Auði sýn, að öll nafnorð eru með stórum staf í þýsku, ekki sér- nöfnin ein. Söngurinn, sem vísuorð- in eru úr, er í mörgum þýskum heimildum kallaður „Sturmlied“. Til dæmis má nefna bókina Die Weim- arer Republik (Hannover: Fackel- träger Verlag, 1982), bls. 214, og bækling, sem þýsk gyðingasamtök gáfu út í apríl 1932: „Welch eine Schande, daß es möglich ist, daß junge Menschen Lieder singen, wie es in einem „Sturmlied“ der SA heißt: und wenn das Judenblut vom Messer spritzt, dann geht’s noch mal so gut.“ Það er til skammar, að ungt fólk skuli geta sungið söngva eins og „Sturmlied“ SA: og þegar gyðingablóðið spýtist úr hnífnum, þá gengur okkur hálfu betur. Soffía Auður hefur líklega flett upp orðinu „Sturmlied“ í Wikipediu á ensku og þá rekið augun í söng Eckhards. En hann kemur málinu ekki við. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Villan í „leiðrétt- ingu“ Soffíu Auðar Tjaldbúar Ætli þessum óheppnu mönnum hafi verið barðar tjaldkúlur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.