Morgunblaðið - 22.09.2018, Qupperneq 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018
Hverafold 1-3 | www.fastgraf.is
Glæsilegt heilsárshús til sölu
Um er að ræða sumarhús af vönduðustu gerð. Það er fjögurra
herbergja og selst með öllum búnaði. Húsið er sérstaklega
hljóðeinangrað milli herbergja og hurðir eru það einnig.
Í húsinu eru þrjú svefnherbergi og þrjú baðherbergi. Í tveimur
herbergjum er gengið úr herbergi inn á bað og þaðan er hægt að
ganga út á verönd. Eitt herbergi er með baði handan við ganginn
og er einnig hægt að ganga út úr því út á verönd. útsýni úr húsinu
er óviðjafnanlegt, þar sést meðal annars til Heklu, Eyjafjallajöluls og
Vestmannaeyja. Þess má einnig geta að hinn fallegi strandavöllur
er aðeins í örskotsfjarlægð frá húsinu.
Nánari upplýsingar veitir
Jósep Grímsson löggiltur fasteignasali
s 863 1126, josep@fastgraf.is
Fasteignasalan Grafarvogi kynnir Langanes 7, glæsilegt heilsárshús um fimm kílómetrum
fyrir vestan Hvolsvöll á rétt við Rangá. Sannkallaða glæsivillu, húsið selst með öllu innbúi.
Fasteignamiðstöðin er með
til sölu afar sérstaka íbúð á
Snorrabraut 56b, 105 Reykjavík.
Eignin er einkar vel staðsett í
nágrenni miðbæjar Reykjavíkur
með einstöku útsýni.
„Sjón er sögu ríkari“
Um er að ræða stærstu íbúðina í húsinu 126,8 m2 að stærð, ásamt um 70 fm svölum. Íbúðin sem er á
efstu hæð (áttundu hæð) er í raun þakíbúð í nýlegu og góðu fjölbýlishúsi. Lyfta er í húsinu upp á áttundu
hæðina þar sem eru eingöngu tvær íbúðir, þ.e. sú íbúð sem hér um ræðir og ein önnur.
Íbúðin er á tveimur hæðum. Á neðri hæð er: forstofa, hol og gangur, eldhús með vönduðum tækjum
og vandaðri innréttingu. Á neðri hæðinni er einnig baðherbergi, gott herbergi, borðstofa með útgangi á
svalirnar og glæsileg stofa. Geymsla og þvottahús er innan íbúðarinnar. Úr forstofunni og holinu er sér
lyfta innan íbúðar upp á efri hæð, sem hefur verið nýtt sem stofa (bókastofa), en það rými býður upp á
ýmsa möguleika.
Íbúðirnar í húsinu eru með kvöð um að ekki megi selja þær nema til 55 ára og eldri. Húsvörður er í
húsinu. Eignin er eins áður segir afar sérstök.
Snorrabraut 56b, 105 Reykjavík
Íslenska liðið sem teflir í opnaflokki ólympíumótsins í Bat-umi í Georgíu, sem hefst ámánudaginn, er skráð í 44.
sæti af 185 þátttökuþjóðum. Þetta
er sama staða og var uppi fyrir síð-
asta ólympíumót sem haldið var í
Baku í Aserbaídsjan haustið 2016 en
þá hafnaði íslenska sveitin í 60. sæti
eftir hörmuleg úrslit í loka-
umferðum mótsins en byrjaði vel. Á
undanförnum ólympíumótum hafa
verið tefldar ellefu umferðir og gefin
tvö stig fyrir sigur og eitt fyrir jafn-
tefli. Vinningatalan hefur því ekkert
sérstakt vægi og góður árangur á
lokasprettinum skiptir höfuðmáli.
Sú breyting varð á íslenska liðinu
að Hjörvar Steinn Grétarsson hætti
við þátttöku og Guðmundur Kjart-
ansson var valinn í hans stað. Liðið
er þannig skipað: 1. borð: Héðinn
Steingrímsson, 2. borð: Jóhann
Hjartarson, 3. borð: Hannes Hlífar
Stefánsson, 4. borð: Helgi Áss
Grétarsson, 5. borð: Guðmundur
Kjartansson. Greinarhöfundur er
liðsstjóri.
Íslenska liðið í kvennaflokki er
skipað Lenku Ptacnikovu á 1. borði,
Guðlaugu Þorsteinsdóttur á 2. borði,
Nansý Davíðsdóttur á 3. borði, Jó-
hönnu Björgu Jóhannsdóttur á 4.
borði og Sigurlaugu Friðþjófsdóttur
á 5. borði. Liðsstjóri er Björn Ívar
Karlsson. Eini nýliðinn í hópnum er
Nansý Davíðsdóttir, sem er 16 ára
gömul.
Mikil uppsöfnuð reynsla er til
staðar í báðum liðum; Guðlaug tefldi
á sínu fyrsta ólympíumóti í Buenos
Aires fyrir 40 árum og Sigurlaug
fyrir 38 árum á Möltu eins og Jó-
hann. Greinarhöfundur fer nú á sitt
19. ólympíumót en tefldi fyrst í
Haifa í Ísrael árið 1976.
Bandaríska liðið á titil að verja í
opna flokknum og margir spá því
aftur sigri. Sveitin er skipuð sömu
mönnum og í Baku fyrir tveim ár-
um: Fabiano Caruana, Hikaru Na-
kamura, Wesley So, Samuel Shank-
land og Ray Robson.
Bandaríkjamenn raðast efstir í
styrkleikaröðinni og þar á eftir
koma Rússar, Kínverjar, Aserar,
Indverjar og Úkraínumenn. Anand
kemur nú aftur inn í lið Indverja en
Magnús Carlsen tekur sér frí vegna
heimsmeistaraeinvígisins í nóv-
ember en hann skilaði Norðmönnum
í 5. sæti síðast, sem er langbesti ár-
angur Norðmanna á ólympíumóti
frá upphafi.
Undanfarin ár hefur verið bein út-
sending frá öllum viðureignum á ól-
ympíumótunum. Slóðin á heimasíðu
mótshaldarans er: https://batumi-
2018.fide.com/en.
Nýr forseti FIDE verður
kosinn í Batumi
Þing Alþjóðaskáksambandsins,
FIDE, verður haldið samhliða ól-
ympíumótinu og síðustu daga þess
mun draga til tíðinda því þá verður
kosinn nýr forseti FIDE, en Kirsan
Iljumzhinov, sem setið hefur frá
árinu 1995, dregur sig í hlé. Fram-
bjóðendur eru þrír, þar af einn
heimsþekktur skákmaður, enski
stórmeistarinn Nigel Short. Aðrir í
framboði eru Grikkinn Georgios
Makropoulos, sem undanfarin ár
hefur verið starfandi forseti FIDE,
og Rússinn Arkady Dvorkovich,
fyrrverandi varaforsætisráðherra
Rússlands. Kosningafyrirkomulagið
hjá FIDE hefur verið þannig þegar
þrír hafa verið í framboði að fái eng-
inn hreinan meirihluta í fyrstu um-
ferð þá fellur sá úr leik sem hlýtur
fæst atkvæði og síðan er kosið aftur
milli hinna tveggja.
Skáksamband Íslands studdi
framboð Garrí Kasparov í kosningu
til forseta FIDE í Tromsö í Noregi
árið 2014, en af einhverjum ástæð-
um gefur stjórn SÍ ekki upp afstöðu
sína nú. Gunnar Björnsson, forseti
SÍ, situr þing FIDE í Batumi.
Ólympíuskákmótið
hefst í Batumi
á mánudaginn
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Eini nýliðinn Nansý Davíðsdóttir er
16 ára gömul og teflir á 3. borði fyr-
ir kvennalið Íslands.
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Aðspurður hvað
hann hefði að segja
um vestræna sið-
menningu svaraði Ma-
hatma Gandhi því til,
að hann teldi hana
vera góða hugmynd.
Réttarríkið Ísland er
líka góð hugmynd. En
búum við í réttarríki?
Við höfum allar þær
stofnanir og sett lög
sem eru forsendur
þess að hægt sé að kalla þjóð rétt-
arríki. Hins vegar hefur tækniþró-
un undanfarinna ára gert það að
verkum að erfitt er að færa rök
fyrir tilvist réttarríkisins. Fyrir til-
stilli netsins er orðið mun
skemmra milli hugsunar og tján-
ingar og upplýsingaflóð
rafrænna miðla veldur
því að óáreiðanlegar
upplýsingar rata fljótar
til dóms almennings á
samfélagsmiðlum. Múg-
sefjun og skrílslæti á
samfélagsmiðlum hafa
leitt til þess að óljós
mörk eru á milli hávaða
í umræðunni og raun-
verulegs þjóðarvilja.
Þeir sem hæst hafa ná
áheyrn fjölmiðla, með
þeim afleiðingum að
alls kyns vitleysa verð-
ur að „staðreyndum“ umræðunnar.
Svo langt gengur það að hávaðinn
hefur áhrif á stefnumótun löggjaf-
ans í ýmsum málum og hefur fyrr-
verandi hæstaréttardómari ásakað
Hæstarétt um að túlka lög í sam-
ræmi við skrílslæti umræðunnar.
Réttarríkið er fallið. Dómsvaldið
er ekki lengur í höndum settra
dómara, heldur í höndum of-
stopafólks á netinu. Ákæruvaldið
hefur færst frá saksóknara til
æðstu presta umræðunnar. Heim-
ildir valdstjórnar til fullnustu refs-
inga eru nú í höndum múgsins.
Öllum ásökunum í umræðunni skal
trúað, það er að segja ef þær koma
frá „réttum“ þjóðfélagshópum.
Meginregla réttarríkisins, að mað-
ur teljist saklaus uns sekt er sönn-
uð, er minning og sagnfræði.
Þessi þróun hefur komið við feð-
ur sem standa í umgengnisdeilum
með sérstökum hætti. Vilji ofbeld-
isfullar barnsmæður tryggja
áframhaldandi umgengnistálmun
nægir fyrir þær að ljúga hræðileg-
um sökum upp á barnsfeður sína. Í
ofanálag eru þeir sakfelldir og
sviptir æru í umræðunni. Gildir þá
einu hvort þeir eru saklausir eða
sekir gagnvart bærum stjórnvöld-
um eða dómstólum.
Í mars á síðasta ári lagði öfga-
fólk á ráðin um að eyðileggja
mannorð allra forsvarsmanna svo-
kallaðra feðrahreyfinga inni á lok-
uðum hópi á Facebook sem ber
nafnið Aktívistar gegn nauðg-
unarmenningu. Skjáskot voru tek-
in af þessum umræðum sem nú
eru kölluð „femínistaskjölin“. Eru
þar hræðilegar sakir bornar á
menn þótt sumir þeirra standi
hvorki í umgengnisdeilum né held-
ur nokkrum ágreiningi við barns-
mæður sínar. Sjálfur sætti ég því
að 30 ára gamlar heilsufarsupplýs-
ingar voru dregnar upp á yfirborð-
ið til að eyðileggja trúverðugleika
minn. „Tilgangurinn helgar með-
alið“ er játning þessa öfgafólks.
Hið óhugnanlega við þennan of-
beldisverknað er að Halla Gunn-
arsdóttir, ráðgjafi forsætisráð-
herra í jafnréttismálum, og Heiða
Björg Hilmisdóttir, varaformaður
Samfylkingarinnar, tóku virkan
þátt í þessari skipulögðu aðför
gegn heiðarlegum feðrum, sem
margir hverjir þjást vegna þess að
þeir fá ekki að umgangast börn
sín. Alls kyns hænsni úr stjórn-
sýslu, fræðasamfélagi og fjöl-
miðlum horfðu á og klöppuðu upp
vitleysuna.
Réttarríkið Ísland er ekki leng-
ur til. Eina huggunin er sú að
flestar konur, rétt eins og flestir
karlar, eru gott og sómakært fólk.
Skríllinn hins vegar hefur tekið
sér völd og hlutverk löggæslu,
ákæruvalds, dómara og böðuls.
Réttarríkið Ísland?
Eftir Gunnar
Kristin Þórðarson » Skríllinn hefur tekið
sér völd löggæsl-
unnar, ákæruvalds,
dómara og böðuls.
Gunnar Kristinn
Þórðarson
Höfundur er með BA í guðfræði,
MPA í opinberri stjórnsýslu og
fyrrverandi formaður Karlalistans.