Morgunblaðið - 22.09.2018, Side 33

Morgunblaðið - 22.09.2018, Side 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018 ✝ Högni Sigurðs-son fæddist í Vestmanneyjum 19. janúar 1929. Hann lést á Sjúkra- húsi Vestmanna- eyja 11. september 2018. Foreldrar hans voru hjónin Ingi- björg Ólafsdóttir frá Mýrdal, f. 29.3. 1907, d. 6.1. 1989, og Sigurður Högnason frá Vatnsdal, f. 4.10. 1897, d. 31.8. 1951. Systkini Högna eru Ásta Hildur, f. 11.1. 1928, d. 4.11. 2014, Ólafur Ragnar, f. 3.3. Hauksson, f. 8.2. 1960, börn þeirra eru Stefán, Tinna og Daði. Sonur Högna af fyrra sambandi með Kristínu Þor- steinsdóttur er Þorsteinn, f. 27.9. 1947, maki Helga Sigurð- ardóttir, f. 8.8. 1957, börn þeirra eru Jórunn, Sigmundur, Kristín og Thelma. Dætur Önnu af fyrra hjónabandi með Willian Mountford eru Patricia Ágústa Högnadóttir, f. 14.3. 1944, maki Stefán Jón Friðriksson, f. 12.2. 1943, börn þeirra eru Anna, Jón Högni, Eyrún og Guðni Davíð. Svana Anita Mountford, f. 8.11. 1945, maki Ingi Páll Karlsson, f. 8.6. 1945. Börn þeirra eru Val- gerður Helga og Hafliði. Útförin fer fram frá Landa- kirkju í dag, 22. september 2018, klukkan 11. 1931, Sigríður, f. 26.8. 1932, d. 2.5. 1992, Kristín Ester, f. 5.2. 1939, d. 11.5. 1988, Hulda Sigur- björg, f. 27.8. 1947. Eiginkona Högna var Anna Sigurðar- dóttir, f. 12.9. 1922, d. 14.2. 2013. For- eldrar hennar voru Ágústa Þorgerður Högnadóttir frá Vatnsdal, f. 17.8. 1901, d. 7.11. 1948, og Sigurður Oddgeirsson frá Ofanleiti, f. 24.4. 1892, d. 1.6. 1963. Dóttir þeirra er Sigríður, f. 5.9. 1956, maki Haukur Það er stjörnubjört nótt, vinnulúin hönd hans hvílir í minni, hinsta kveðjan. Hans lífsgöngu er lokið og skilur eftir ljós í hjörtum margra. Pabbi minn, Högni í Helga- felli, fæddist á tímum kreppu og fátæktar, fjölskyldan bjó þá í Vatnsdal í Vestmannaeyjum. Ungur var hann sendur í sveit að bænum Vallnatúni og síðar að Miðgrund. Hann minntist oft þessara tíma, átti þaðan góðar minningar. Árið 2016 fór ég með pabba í dagsferð á fornar slóðir, fórum að Vallnatúni, keyrðum um sveitina, hann mundi eftir bæjunum og fólkinu, við skoðuð- um safnið á Skógum og fannst honum mikið til koma, við end- uðum svo í skemmtilegu kaffi- spjalli hjá systkinunum frá Vall- natúni. Pabbi var yfir sig ánægður með ferðina og er ég þakklát fyrir að hafa farið á þess- um tímapunkti, því nokkrum mánuðum síðar var hann kominn á sjúkrahús og átti ekki aftur- kvæmt þaðan 14 ára gamall vann hann öll karlmannsverk í Vatnsdal, Högni afi hans treysti nafna sínum fyrir búinu. Hann þótti sérlega slyng- ur á allar vélar og útsjónarsam- ur. Seinna hóf hann að vinna fyrir Vestmannaeyjabæ í áhaldahús- inu, hann var kranamaður á krananum KL44 og hafa menn fullyrt að hann hafi verið sá fær- asti á Íslandi. Á hávertíðum var lítið um svefn og vinnutarnir langar. Útgerðarmenn vildu allir fá hann í löndun, sumir komu og sóttu hann heim í Vatnsdal, þeg- ar hann fór heim að sofa. Í mínum augum var hann mik- il hetja og ætlaði ég að verða kranastjóri á KL44 eins og pabbi þegar ég yrði stór. Hann var mikið hraustmenni og byggði fjölskyldunni hús í Grænuhlíð 11. Hann t.d. handgróf grunninn, allur hans frítími fór í bygg- inguna sem tók sex ár að ljúka. Eitt sinn kom sparisjóðsstjórinn að máli við hann og spurði hvort hann ætlaði nú ekki að fara að taka lán, pabbi afþakkaði pent, það var bara safnað fyrir efninu. Góður vinskapur myndaðist hjá „Grænuhlíðarfólkinu“ sem byggði við götuna og hjálpaðist að. Eftir eldgosið 1973 var pabbi verkstjóri hraunhitaveitunnar. Lögð voru asbeströr sem sprungu oft og var hann sífellt að ræsa út „strákana sína“ sem minnast hans með hlýju og rifja upp þegar þeir voru ræstir út á öllum tímum; menn voru að mæta út á hraun í sparigallanum beint af balli. Pabbi var mikill húmoristi og oft mikið gaman í vinnunni. Pabbi og mamma ferðuðust á sumrin um landið á ferðabílnum sínum og fóru á hverju ári í bú- stað á Eiðum. Þar fannst þeim gott að vera og gat pabbi setið tímunum saman með veiðistöng. Eftir að hann missti ástina sína var sorgin og söknuðurinn svo mikill að dvölin á Eiðum varð ekki söm. Afastrákurinn Stefán tók þá á leigu veiðikofa við Djúpavatn og þangað var farið í árlegar „strákaferðir“ og veiddur silung- ur, hann naut þessara ferða Hann hafði gaman af fótbolta og var Man. Utd hans uppáhalds- lið, hann komst á tvo leiki og sá liðið sitt verða Englandsmeist- ara. Nóttina sem pabbi kvaddi fór ég með dóttur minni upp í Helga- fell, við kveiktum rauðu ljósin sem hafa ávallt blasað við bænum um jólin. Við kveiktum ljósin af virðingu og ást til foreldra minna og fögn- um lífi þeirra og þökkum fyrir ástina sem þau gáfu okkur. Þín dóttir Sigríður (Sísí). Elsku afi minn. Nú ertu kom- inn í sumarlandið, búinn að öðlast frið og ert kominn til ömmu. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja þér alla leið og fengið að halda í hendur þínar er þú kvadd- ir þennan heim. En þrátt fyrir að kveðjustundin hafi haft langan aðdraganda þá er skellurinn að þú sért búinn að kveðja okkur og sársaukinn sem því fylgir gífur- legur, ég sakna þín svo mikið. Þið amma voruð svo miklu meira en bara amma og afi og samband mitt við ykkur skipti mig gríð- arlega miklu máli. Það er ekki al- gengt að unglingar kjósi frekar að keyra 700 km austur til að eiga sólarhring með ömmu og afa í stað þess að mæta á Goslokahá- tíð eða Menningarnótt. En þetta gerðum við Bjarni ár eftir ár enda eigum við heilan helling af dýrmætum minningum saman með ykkur. Eins og hvernig við sungum saman eyjalög í bílnum á leiðinni í bústað; söngurinn þinn og hláturinn hennar ömmu Samband okkar var fullt af gleði og húmor alveg frá byrjun, frá því að ég var smábarn og náði að nappa af þér tönnunum, og til fullorðinsaldurs þegar við döns- uðum eins og trúðar inni í stof- unni þinni fimm mínútum áður en brúðkaupið mitt hófst. Ég og þú gátum alltaf fíflast og kepptumst oft við að hrekkja hvort annað eða tókum höndum saman og lék- um á aðra meðlimi fjölskyldunn- ar. Þú varst alveg þekktur fyrir að vera hrekkjóttur þrátt fyrir að þú reyndir nú að setja upp hinn fræga englasvip og þóttist ekki kannast við neitt. Meira að segja eldri strák- urinn minn var fljótur að komast upp á lagið og tók fullan þátt í stríðninni en líkt og mömmu hans fannst honum líka notalegt og eftirsóknarvert að koma upp í Helgafellið til þín og njóta þess að vera saman enda varstu oft gulrótin sem var notuð til að draga fjögurra ára gamalt barnið áfram í langri göngu: „Við erum alveg að koma upp á fjall til afa, sérðu afa úti á stéttinni?“ Yngri peyinn minn hins vegar þekkti bara að koma til þín upp á sjúkrahús. Samband ykkar varð samt sem áður sterkt og það er yndislegt að geta minnst þess að drengurinn átti sitt pláss í rúm- inu þínu; afaholuna sem hann klifraði strax upp í, kom sér vel fyrir og kúrði hjá þér og strauk þér um koll. Þegar þú dast og meiddist varð hann mjög áhyggjufullur og vildi að fá að kyssa á bágtið þitt og laga það. En það var því miður ekki hægt. Hann skilur ekki alveg að við get- um ekki lengur farið að heim- sækja þig en við höfum sagt hon- um að nú sért þú kominn til ömmu í Helgó og að þið séuð uppi hjá stjörnunum. Ég vil líka þakka þér fyrir all- an stuðninginn og umhyggjuna sem þú hefur sýnt mér. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig og tilbúinn að gera allt fyrir mig, stórt sem smátt, hvort sem það var að fara úr hjónarúminu og sofa á sófanum svo að litla gribb- an gæti kúrt hjá ömmu, eða rétta fram hjálparhönd án þess að vera spurður því ef þú sást að eitthvað bjátaði á varstu mættur, alltaf tilbúinn að gera allt fyrir alla en ætlaðist aldrei til að fá nokkuð til baka. Einstakur. Elsku afi, þú hefur verið einn af mínum allra sterkustu klettum í lífinu og ég er heppin að eiga þig fyrir afa. Tinna Hauksdóttir. Högni Sigurðsson, eða afi í Helgó, lést 11. september sl. eftir erfið veikindi, en þetta hraust- menni lét undan að lokum. Afi reyndist mér vel alla tíð og var ég byrjaður mjög ungur að fara með Honum og ömmu í sumar- bústaðaferðir. Sótti ég mikið að komast heim til þeirra í Helgó því þar leið mér vel enda mitt fyrsta heimili. Eftir að amma í Helgó lést 2013 kom afi nokkrum sinnum til mín og dvaldi á heimili mínu í Kópavogi. Gott var að fá hann í heimsókn því þá hafði ég afsökun fyrir því að elda torf- kofatuggur eins og svið, saltkjöt og fleira ljúfmeti. Í þessum heim- sóknum var farið m.a. á bóka- og myndbandamarkaði þar sem hann var duglegur að versla, sér- staklega að kaupa bækur, sem hann las af miklum móð. Tvisvar fórum við á tónleika með Álfta- gerðisbræðrum í þessum heim- sóknum hans og þótti honum þeir stórkostlegir á að hlusta og verð ég að vera sammála honum. Svo eru veiðiferðirnar okkar í Djúpa- vatn ógleymanlegar. Afi var stuðningsmaður Manchester United og fór ég með honum á fyrsta leik hans á Old Trafford. Leikurinn var gegn Swansea City og endaði með sigri United. Leikurinn reynist sögulegur því United tók á móti Englands- meistarabikarnum og Sir Alex Ferguson kvaddi stjórastarfið eftir leikinn. Ekki amalegur leik- ur fyrir afa að fylgjast með. Með þakklæti og söknuði kveð ég afa minn í Helgó. Stefán. Það er sumar, árið er 1940. Þegar sólin nálgast sjávarrönd og skuggar breytileikans taka völdin togar Högni bróðir minn þéttingsfast í tauma hinna svita- storknu hesta Skjóna og Grána, dráttarhesta sláttuvélarinnar. Nóg að gert þennan daginn. Hann er 12 ára þessi drengur sem stjórnar slættinum. Já, í þessari líka sprettu sáðgresis sem nær honum í hné. Nesti dagsins er búið. Tvær samlokur rúgbrauðs með sultu á milli og mjólkin líka. Gummi frændi ekur nú inn á túnið í Gamla Ford til að kanna gengi frænda síns við sláttinn. Vonandi með meira nesti og að hún Guðný gamla hafi ekki gleymt að bæta örlitlum rjóma út í mjólkina. Heyskapur, verkefni sumars- ins sem Högni sinnir sem og öðr- um verkum ásamt ættingjum á öllum aldri, verður nú aldrei sem fyrr að ganga upp. Svo og aðrir þættir til framfærslu á stóru heimili. Enda skollin á heims- styrjöld og alheimskreppa. Eldra fólkið hefur orð á því að skortur verði á ýmsum nauðsynjum frá útlöndum. Högni veltir því fyrir sér í kompaníi við mig að vera hjálplegri við garðræktina og ræða það við Gumma frænda. Og að hefjast handa við söfnun eldi- viðar sem mikið þurfti af til upp- hitunar og það er skimað eftir hverri spýtu sem að landi rekur. Það gefst þó tóm til leikja og þá farið í hermannaleiki sem Högni bróðir finnur sig ekki í. Enda stutt í brosið. Brosið hans. Endalausar minningar af öllum toga sem aldrei kæmust allar fyrir í fátæk- legri kveðju til vinar og bróður. Ólafur (Óli bróðir). Enn er skarð höggvið í systk- inahópinn frá Vatnsdal í Vest- mannaeyjum. Högni móðurbróð- ir minn er farinn yfir móðuna miklu, eflaust hvíldinni feginn, fjórða systkinið af sex sem kveð- ur. Ég kynntist frænda mínum vel á unglingsárunum en þá starfaði hann sem yfirverkstjóri hjá þeirri stórmerku stofnun Hraunhitaveitu Vestmannaeyja. Högni var glæsimenni en systur hans sögðu bróður sinn minna helst á stórleikara í gömlu Holly- wood með sitt myndarlega yfir- varaskegg. Hann var stór- skemmtilegur og um margt merkilegur maður og reyndist mér ákaflega vel þar sem ég starfaði hjá honum í ein fimm sumur hjá Hraunhitaveitunni. Ég fékk enga sérmeðferð frekar en aðrir frændur mínir sem unnu undir hans stjórn en við vorum ófáir. Hann var harður húsbóndi af gamla skólanum en sanngjarn og treysti okkur fyrir verkunum, á nýja hrauninu var hann eins og kóngur í ríki sínu. Högni þurfti reglulega að skreppa af hrauninu niður í bæ, eins og við orðuðum það, til ýmissa erinda. Þá setti mannskapurinn upp vaktaskipti þannig að hluti af honum gat lagt sig, annar unnið og sá þriðji vakt- aði hvenær Högni mætti aftur upp á hraun. En Högni vissi auð- vitað hvað klukkan sló og upp komst um kerfið þegar hann mætti á svæðið okkur að óvörum en hann gat ekki annað en hlegið að uppátækjunum hjá þessum ungu mönnum. Stundum var samið við hann um að klára ákveðin verkefni í akkorðsvinnu. Iðulega var settur svo mikill kraftur í slíka vinnu, eins og að brjóta niður múrveggi, að við gátum farið heim fljótlega eftir hádegi því svo hratt gekk undan. Þá var frændi í miklu uppáhaldi hjá okkur. Hitaveiturörin sem voru úr as- besti áttu það til að springa á óheppilegum tímum sólarhrings. Þá þurfti að kalla mannskapinn út eins og t.d. um helgar þegar ungu mennirnir voru stundum nýkomnir heim af skemmtanalíf- inu. En þá var mætt í viðgerðir jafnvel í ballgallanum og frændi hafði gaman af. Högni var ósér- hlífinn í slíkum útköllum og þá sást best hversu úrræðagóður og dugmikill hann var við krefjandi aðstæður. Við frændur áttum það sam- eiginlegt að hafa mikinn áhuga á fótbolta og hann fylgdist vel með systursyni sínum þegar ég stóð í markinu hjá ÍBV. Hann gaf mér frí á hádegi á leikdegi án þess að það bitnaði á launaumslaginu og svo var yfirheyrsla daginn eftir leik. Ég hef stundum sagt að Högni frændi kenndi mér gömul og góð gildi sem hafa reynst mér vel á lífsleiðinni, eins og vinnusemi, stundvísi og að bera virðingu fyr- ir samstarfsfólkinu og umhverf- inu. Mér þótti afskaplega vænt um frænda minn og á honum svo margt að þakka. Högni var vanur því að horfa yfir sína kæru Heimaey, sá vel yfir bæinn sinn af nýja hrauninu og úr Helgafelli þar sem hann og Anna bjuggu eftir gos. Ekki versnar útsýnið yfir fegurðina af himnum ofan þar sem Vatnsdæl- ingar, sem fallið hafa frá, halda örugglega uppi stuðinu. Ég votta afkomendum og að- standendum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minningin um mætan mann. Þorsteinn Gunnarsson. Högni Sigurðsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR MÁR JÓHANNSSON, Vindakór 1, 203 Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 14. september. Útförin fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 25. september klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Helga Jónína Steindórsdóttir Sigríður Jóna Gunnarsdóttir Þorsteinn Emilsson Óskar Ingi Gunnarsson Thelma Ósk Ólafsdóttir Sigríður Björg, Aron Óli, Sóldís Ebba, Gunnar Örn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRHILDUR SIGURJÓNSDÓTTIR, Lyngbergi 35, Hafnarfirði, lést föstudaginn 14. september á Landspítalanum. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 28. september klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Jón Ólafsson Sigurjón Marteinn Jónsson Berglind Mjöll Jónsdóttir Óskar Sigurðsson Ólafur Már Jónsson Sólrún Hafþórsdóttir barnabörn FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, RÍKHARÐUR ÁRNASON símsmiðameistari, varð bráðkvaddur í sumarbústaði sínum föstudaginn 14. september. Útför fer fram frá Breiðholtskirkju föstudaginn 28. september klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarsjóð Breiðholtskirkju. Hrefna Jónsdóttir Jón Ragnar Ríkharðsson Katrín S. Jóhannsdóttir Árni Ingi Ríkharðsson Ana Augusta Fineza Manuel Sævar þór Ríkharðsson Lára Fanney Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur sonur okkar, bróðir og frændi, SIGURÞÓR STEFÁN JÓNSSON, Snælandi 2, Reykjavík, lést mánudaginn 17. september. Útför hans fer fram mánudaginn 24. september frá Fossvogskirkju klukkan 13. Jón Ingimar Jónsson Anna Finnbogadóttir Hafdís Erla Ingvarsdóttir og börn Birgitta Hafsteinsdóttir, Kristján Ingvarsson og börn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.