Morgunblaðið - 24.09.2018, Síða 1
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, vill láta á það reyna hvort ekki
sé hægt að stofna til samstarfs á
milli Starfsgreinasambandsins og
Landssambands íslenskra verslun-
armanna fyrir komandi kjaravið-
ræður sem hefjast í vetur. „Við er-
um komin mjög langt með
kröfugerðina hjá VR, og við kynnt-
um helstu niðurstöður úr könnun
okkar fyrir starfsgreinafélögunum,
og út úr því kom að við erum það ná-
lægt hvort öðru í áherslum að það er
vel reynandi að sjá hvort við náum
ekki saman um að fara fram sem eitt
stórt ofurbandalag,“ segir Ragnar,
en stjórn Eflingar hvatti Starfs-
greinasambandið á dögunum til þess
að taka upp slíkt samband við VR.
Hann segir marga kosti við slíkt
bandalag og að þörf sé á samstöðu í
komandi viðræðum. „Því fleiri sem
við erum og því fleira fólk sem við
höfum á bak við okkur, þeim mun
betri samningum náum við og þeim
mun betri samningsstöðu höfum við,
ég er ekki í nokkrum vafa. Þetta
mun klárlega styrkja okkar samn-
ingsstöðu og leiða til betri samn-
ings.“
Þá segir Ragnar Þór að myndun
slíks bandalags gæti skipt sköpum,
ef svo illa færi að viðræður færu í
hart. „Slagkrafturinn sem við gæt-
um þá náð fram, ef við náum að
standa saman og standa í lappirnar,
þá verðum við ósigrandi.“
Vill „ofurbandalag“
Formaður VR segir bandalag með Starfsgreinasambandinu geta skipt sköpum
í komandi kjaraviðræðum Gætu orðið „ósigrandi“ ef kjaraviðræður fara í hart
Kjaraviðræður
» Vinna við kröfugerðir verka-
lýðsfélaganna nálgast lokastig.
» Aðildarfélög Starfsgreina-
sambandsins funda 4.-5. októ-
ber og eiga þá að hafa sent inn
kröfugerðir sínar.
» Kröfugerð sambandsins
verður kynnt 10. október nk.
MMikill samhljómur »4
Reiðufé í umferð utan Seðlabanka
Íslands og innlánsstofnana jókst um
5,2 milljarða króna árið 2017 og nam
alls um 60,3 milljörðum króna um
síðustu áramót. Þetta kemur fram í
ársskýrslu Seðlabanka Íslands. Þar
segir enn fremur að aukningin hafi
haldið áfram árið 2018 en í lok ágúst
voru um 63,8 milljarðar króna í um-
ferð. Stefán Jóhann Stefánsson, rit-
stjóri Seðlabanka Íslands, segir að
stóran hluta aukningarinnar megi
rekja til ferðamanna þó reiðufé hafi
einnig aukist meðal Íslendinga síð-
ustu ár.
Af seðlum í umferð voru 10.000 kr.
seðlar algengastir eða með um 53,8%
hlutdeild. Næstir voru 5.000 kr. seðl-
ar sem voru með um 33,6% hlutdeild.
Samtals voru því tveir verðmætustu
seðlarnir með 87,4% hlutdeild eða að
verðmæti um 55,7 milljarða króna af
þeim 63,8 milljörðum króna sem
voru í umferð í ágúst árið 2018.
Kostnaður fremur stöðugur
Einingakostnaður Seðlabanka Ís-
lands við prentun seðla og mynt-
sláttu hefur haldist nokkuð stöðugur
á síðustu árum. Kostnaður við prent-
un á 10.000 kr. seðlinum hefur lækk-
að lítillega, prentunin kostar nú um
21 kr. en kostaði 29 kr. upphaflega.
Þá kostar enn 3 kr. að búa til 1 kr. og
hefur kostnaðurinn lítið breyst á síð-
ustu árum. mhj@mbl.is »11
Mikil aukning reiðufjár
Morgunblaðið/Eggert
Ferðamenn Notkun reiðufjár eykst.
Rekja má stór-
an hluta aukningar
til ferðamanna
Útblástur frá
einkabílum er
aðeins 3-5% af
þeirri mengun á
Íslandi sem
sporna verður
gegn vegna lofts-
lagsvanda. Mun
meiri mengun
stafar frá öðrum
samgöngu-
kostum. „Pólitík-
inni hefur hentað að sleppa flug-
samgöngum og beina sjónum öðru
fremur að einkabílnum,“ segir Jón
Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís.
Hann telur þetta mikla einföldun.
Mikilvægt sé þó að fjölga kostum í
orkumálum. »6
Segir einkabílinn
ekki menga mikið
Jón Ólafur
Halldórsson
Haustið er formlega tekið við af sumri en það
var upp úr miðnætti aðfaranótt gærdagsins sem
haustjafndægur hringdi haustið inn. Nánar til-
tekið var það klukkan 01:54 að sólin var stödd
beint fyrir ofan miðbaug jarðar. Þá eru dagur og
nótt næstum jafnlöng á báðum helmingum jarð-
arinnar. Sól lækkar næstu þrjá mánuði, allt til
vetrarsólstaðna 21. desember þegar sólin nær
lágpunkti og við taka bjartari dagar á ný.
Morgunblaðið/Hari
Haustið er hér
M Á N U D A G U R 2 4. S E P T E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 224. tölublað 106. árgangur
AUGLÝSINGAFÓLK
GETUR HAFT
JÁKVÆÐ ÁHRIF
ORKU-
AUÐLINDIN
VERÐMÆTARI
YNDISLEGT
AÐ HJÓLA Í
REYKJAVÍK
SÉRBLAÐ UM ORKUMÁL BÍLLAUS LÍFSSTÍLL 12MARÍA ERICSDÓTTIR 26
„Það má gera ráð fyrir því að bílar
sem vega yfir þrjú og hálft tonn
verði rukkaðir um allt að sex þúsund
krónur en bílar sem vega minna
verði rukkaðir um tæplega tvö þús-
und krónur,“ segir Valgeir Berg-
mann, framkvæmdastjóri Vaðlaheið-
arganga, um gjaldtöku sem ráðgert
er að hefjist þegar göngin verða
opnuð 1. desember næstkomandi.
Samkvæmt núverandi áætlunum
verða heildartekjur af gjaldtökunni
frá 800 milljónum króna til eins
milljarðs króna.
Til að innheimta gjaldið þegar
ökumenn eiga leið um göngin verður
notast við nýja tækni byggða á núm-
eraplötugreiningu sem er lítt þekkt
hér á landi. »4
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Göngin Til að innheimta gjaldið
verður notast við nýja tækni.
Rukkaðir um
tæp tvö og
sex þúsund
Tekjur verði mörg
hundruð milljónir
Rekja má stór-
an hluta af tapi
Íslandspósts til
niðurgreiðslna
fyrirtækisins á
erlendum póst-
sendingum en
kostnaðurinn
hleypur á hund-
ruðum milljóna.
Þetta segir Ingi-
mundur Sig-
urpálsson, forstjóri Íslandspósts, en
fyrirtækinu er skylt samkvæmt al-
þjóðasamningi (Universal Postal
Union) að greiða 70-80% af kostn-
aði póstsendinga frá þróun-
arlöndum, þar á meðal Kína. »6
Hleypur á hund-
ruðum milljóna
Ingimundur
Sigurpálsson
Formenn
stjórnmálaflokk-
anna með full-
trúa á Alþingi
funduðu á föstu-
dag vegna end-
urskoðunar á
stjórnarskrá.
Katrín Jak-
obsdóttir, for-
sætisráðherra, segir vinnuna ganga
vel og er hún bjartsýn á að fyrsti
áfangi vinnunnar verði kynntur á
kjörtímabilinu. Auðlinda- og um-
hverfismál hafa verið mest rædd,
sem og framsal valdheimilda og
þjóðaratkvæðagreiðsla. »2
Segir stjórnarskrár-
vinnuna ganga vel