Morgunblaðið - 24.09.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2018
Þorskhnakkar
Fiskréttir í ofninn
Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00
Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686
Glæný ýsa
Gómsætir réttir í fiskborði til að taka með heim
Saltfiskur
Kinnar og gellur
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Á miðhálendi Íslands er að finna alls tæp-
lega 600 byggingar tengdar ferðaþjónustu,
sem dreifast á tæplega 200 staði. Yfirgnæf-
andi meirihluti ferðaþjónustubygginga á
miðhálendinu eru litlir fjallaskálar, 50 fer-
metrar eða minni. Þetta kemur fram í nýút-
kominni skýrslu Skipulagsstofnunar um
mannvirki á miðhálendi Íslands.
Í úttektinni er að finna skrásetningu
mannvirkja á hálendinu sem unnin var í
samvinnu við Þjóðskrá og sveitarfélög. „Sér-
staka athygli vekur að aðeins um 60% þeirra
bygginga sem skráðar hafa verið í verkefn-
inu eru skráð í fasteignaskrá Þjóðskrár Ís-
lands,“ segir í skýrslunni og að þörf sé á sér-
stöku átaki þjóðskrár og sveitarfélaga sem
fara með stjórnsýslu á miðhálendinu að bæta
úr þessu.
Almennt er ástand þessara bygginga met-
ið gott eða sæmilegt, en þó eru sögð dæmi
um að úrbóta sé þörf eða að mannvirki séu
talin ónothæf. Fram kemur að í öllum meg-
inatriðum hafi stefna svæðisskipulags miðhá-
lendisins gengið eftir hvað varðar umfang,
staðsetningu og eðli uppbyggingar ferða-
þjónustu.
Skipulagsstofnun bendir á að fjöldi ferða-
þjónustubygginga og gistirúma hefur staðið
nokkuð í stað á miðhálendinu síðastliðin 20
ár, eða frá því gert var svæðisskipulag fyrir
miðhálendið. Á miðhálendinu eru ferðaþjón-
ustubyggingar á 197 stöðum. Þar af eru fjór-
ir staðir skilgreindir sem jaðarmiðstöð, sjö
hálendismiðstöðvar og 28 skálasvæði sam-
kvæmt landsskipulagsstefnu. Einnig eru 145
ferðaþjónustustaðir sem falla í flokk fjalla-
selja að því er segir í skýrslunni.
Heildarflatarmál ferðaþjónustubygginga á
miðhálendinu er samkvæmt fyrirliggjandi
upplýsingum um 27.000 fermetrar.
Veitingar í boði á 16 stöðum
„Við gagnaöflun fyrir kortlagningu ferða-
þjónustubygginga var óskað eftir lauslegu
mati á ástandi ferðaþjónustubygginga, frá
sveitarfélögum, þjónustuaðilum og öðrum
staðkunnugum.
Niðurstöður þeirrar athugunar eru að um
70% af þeim byggingum, þar sem upplýs-
ingar voru fyrir hendi, eru metnar í góðu
ástandi, um 20% voru taldar í sæmilegu
ástandi og um 10% í slæmu ástandi. Sam-
kvæmt fyrirliggjandi upplýsingum er ein-
hvers konar salernisaðstaða og vatnsveita á
nær öllum ferðaþjónustustöðum á hálend-
inu,“ segir í úttektinni.
Alls eru 4.675 gistirúm á miðhálendinu
samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum og
veitingar eru í boði á 16 stöðum á hálendinu.
Ennfremur má sjá í skýrslunni að skv.
fyrirliggjandi upplýsingum eru hesthús eða
önnur gripahús á rúmlega 50 ferðaþjónustu-
stöðum á miðhálendinu eða alls rúmlega 70
byggingar.
Stórar virkjanir og orkuflutningsmann-
virki er sem kunnugt er að finna á hálend-
inu. Alls eru þar fimm vatnsaflsvirkjanir
með aflstöðvum og mannvirkjum tengdum
þeim, svo sem lónum og stíflum á miðhálend-
inu og um það liggja átta 220 kV háspennu-
línur, það er Búðarhálslína 1, Hrauneyjafoss-
lína 1, Sigöldulínur 2 og 3, Sultartangalínur
1, 2 og 3 og Vatnsfellslína 1. Einnig liggur
hluti af Byggðalínu (132 kV) inn á miðhá-
lendið.
54 þjóðvegir en margir slóðar óskráðir
Þegar litið er á vegakerfi hálendisins kem-
ur í ljós að sá hluti þjóðvegakerfisins sem
liggur innan miðhálendisins telur alls 54
vegi. Þar liggja fjórir stofnvegir, Kaldadals-
vegur, Kjalvegur, Sprengisandsleið og
Fjallabaksleið nyrðri. Þá liggja víða vegir og
vegslóðar um miðhálendið sem ekki tilheyra
þjóðvegakerfinu og hafa ekki verið skráðir
en bent er á að á næstu árum sé þess að
vænta að sveitarfélög sem land eiga inn á
miðhálendið gangi frá skrám yfir þessa vegi
og þá muni fást formleg vegaskrá yfir allt
vegakerfi hálendisins.
„Á miðhálendinu eru fjarskiptamannvirki
á 22 stöðum. Í flestum tilfellum er um að
ræða mastur og lítið hús sem hýsir tækni-
búnað. Hæð mastra er mismunandi en flest
eru þau 8-20 m, en hæst er 42 m stálgrind-
armastur við Snjóöldu í Rangárþingi ytra,“
segir í skýrslunni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjallaskáli Skagfjörðsskáli í Þórsmörk. Fjöldi ferðaþjónustubygginga og
gistirúma hefur staðið nokkuð í stað á miðhálendinu síðastliðin 20 ár.
600 byggingar eru á miðhálendinu
Aðeins um 60% bygginga eru skráð í fasteignaskrá Þjóðskrár 4.675 gistirúm eru á miðhálendinu
Ferðaþjónustustaðir á miðhálendinu
Mörk miðhálendis
Kort: Mannvirki á
miðhálendinu –
Skipulagsstofnun,
september 2018
Hálendismiðstöð
Jaðarmiðstöð
Skálasvæði
Fjallasel
Annað
Kaupfélagi Norðurfjarðar verður
lokað á næstu dögum og þá verður
engin verslun eftir í Árneshreppi.
Ólafur Valsson dýralæknir rak
verslunina síðastliðið ár og segir
mikla fólksfækkun hafa gert rekst-
urinn erfiðan. „Í fyrravetur voru 16
til 20 manns þarna að staðaldri en í
sumar og haust fluttu sex eða átta
og það segir sig sjálft að það er
ekki hægt að reka verslun fyrir 10
manns.“
Ólafur segir áform um Hvalár-
virkjun hafa haft neikvæð áhrif á
samfélagið í Árneshreppi. „Ég er
ekki í nokkrum vafa um það og
held að Hvalárvirkjun sé banabiti
Árneshrepps. Ég held að margir
hafi flutt einmitt vegna þessarar
niðurstöðu.“
Hann kveðst þó ánægður með að
hafa tekið rekstur verslunarinnar
að sér á sínum tíma. „Í sannleika
sagt var þetta mjög skemmtilegt
verkefni og ofsalega lærdómsríkt.
Ég á tryggum kúnnum margt að
þakka og mér finnst mikil synd að
geta ekki skaffað þeim sem enn
búa í Árneshreppi nauðþurftir.“
ragnhildur@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Virkjunarsvæði Ólafur segir að fólksfækkun stafi af fyrirhugaðri virkjun.
Segir Hvalárvirkjun
banabita hreppsins
Síðustu verslun Árneshrepps lokað