Morgunblaðið - 24.09.2018, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Longyear-byen áSvalbarða
er á 78. breidd-
argráðu, fjórtán
breiddargráðum
fyrir norðan
Reykjavík. Þegar af þeirri
ástæðu dytti engum í hug að
hafa hann til hliðsjónar við
skipulags- og samgöngumál á
höfuðborgarsvæðinu. Það ger-
ist hins vegar furðu oft að
horft er mun lenga til suðurs í
svipuðum tilgangi. Eitt dæmi
um þetta var nú fyrir helgi
þegar haldin var ráðstefna,
meðal annars með stuðningi
sveitarfélaganna á höfuð-
borgarsvæðinu og ríkisins, um
hjólreiðar. Til ráðstefnunnar
var fenginn ræðumaður frá
Barcelona á Spáni, sem er á 41.
breiddargráðu, eða tuttugu og
þremur breiddargráðum sunn-
an við Reykjavík.
Gesturinn, sem er yfirmaður
hjólreiðamála í Barcelona,
lýsti því hvernig skipulagi
hefði verið breytt þar til að ýta
undir hjólreiðar. Sú frásögn
var áhugaverð, en hafði vita-
skuld sáralítið að gera með
skipulagsmál hér á landi. Nær
hefði verið að skoða skipulags-
mál í Þrándheimi í Noregi, sem
er ögn sunnar en Reykjavík,
eða jafnvel í Tromsø, sem er
heldur norðar. Þá kæmi Nuuk
á Grænlandi einnig til greina,
sem er á sömu breiddargráðu
og Reykjavík.
En svo skrýtið
sem það er þá er
sjaldan áhugi hjá
þeim sem fjalla um
skipulagsmál hér á
landi á því að horfa
þangað sem ein-
hver líkindi eru með íslenskum
aðstæðum. Miklu frekar er
horft til borga eða svæða sem
eru ýmist margfalt stærri en
höfuðborgarsvæðið eða miklu
sunnar en höfuðborgarsvæðið,
og helst hvort tveggja.
Þegar fjallað er um mikil-
væga málaflokka eins og
skipulags- og samgöngumál á
höfuðborgarsvæðinu skiptir
miklu að raunsæi ráði för en
ekki draumórar um að Reykja-
vík og nágrenni geti orðið eins
og suðrænar og sólríkar stór-
borgir. Ísland hefur ótal kosti
umfram önnur lönd en hlýtt og
þurrt veður, logn og sólskin
alla daga er ekki þeirra á með-
al. Ísland er að jafnaði fremur
kalt og veðrið rysjótt og meðal
annars þess vegna er ekki
ástæða til að reyna að þrengja
að fjölskyldubílnum.
Það var því ánægjulegt að
borgaryfirvöld skyldu sjá að
sér og hætta við, eða fresta að
minnsta kosti, ákvörðun um að
loka Laugavegi og nágrenni
allt árið um kring fyrir bílum.
Það hefði verið mikið glapræði
að þvinga þá vanhugsuðu til-
lögu umræðulítið í gegn, eins
og borgaryfirvöld höfðu hugs-
að sér að gera.
Við ættum ekki að
reyna að bera okkur
saman við ósam-
bærileg svæði}
Tromsø fremur
en Barcelona
Niall Fergusonsagnfræð-
ingur skrifaði um
viðskiptastríð
Bandaríkjanna og
Kína í The Times
um helgina og
sagðist telja að
Kína væri að tapa því stríði.
Hann hefði á dögunum verið í
Kína og þar hefði elítan sem
stjórnaði landinu átt í mesta
basli með að kokka upp hern-
aðaráætlun í þessu stríði sem
hún hefði talið að yrði yfir-
staðið fyrir mörgum mán-
uðum.
Ferguson sagði 99,9% hag-
fræðinga telja viðskiptastríðið
bjánagang og að svo virtist
sem Trump Bandaríkjaforseti
hefði misst af tímunum í Whar-
ton-viðskiptaháskólanum þeg-
ar fjallað var um kenningar
Davids Ricardo um hlutfalls-
lega yfirburði. Trump hefði á
hinn bóginn tileinkað sér skiln-
ing á valdi einhvers staðar á
leiðinni.
Sagnfræðing-
urinn leikur sér
með vísanir í sög-
una eins og við er
að búast og dregur
þá ályktun að Xi,
forseti Kína,
standi frammi fyr-
ir miklum erfiðleikum. Vax-
andi kínversk millistétt muni
ekki endilega þola honum það
ef lífskjör halda ekki áfram að
batna.
Flestir viðurkenna núorðið
að Trump hafi rétt fyrir sér um
að Kínverjar beiti óeðlilegum
viðskiptaháttum en menn eru
ósammála um þær leiðir sem
nota eigi til að fá þá til að snúa
til betri vegar. Ferguson lýkur
skrifum sínum á því að segja
að ef til vill verði sagnfræð-
ingar framtíðarinnar jafn
sannfærðir um ágæti þeirrar
leiðar sem Trump hefur valið
og hagfræðingar í dag eru
sannfærðir um að hann sé á
villigötum. Það skyldi þó ekki
vera.
Niall Ferguson telur
að sagan kunni að
leiða í ljós ágæti
stefnu Trumps
gagnvart Kína}
Spádómur sagnfræðingsins
É
g velti því fyrir mér hvern einasta
dag hvernig ég mögulega geti
komið því réttlæti á sem ég boða
og berst fyrir. Hvernig ég geti
höfðað til þingmanna annarra
flokka sem allir boðuðu bót og betrun í kosn-
ingabaráttunni fyrir tæpu ári. Já þeir vildu
leiðrétta bág kjör, hjálpa börnunum okkar út
úr fátækt, hlúa að öldruðum og öryrkjum. Ég
grét með þeim í beinni útsendingu daginn fyrir
kjördag, vitandi að ég væri umvafin pólitískum
klækjarefum sem flestir meintu lítið sem ekk-
ert af því sem þeir voru að segja. Ég bað um
stuðning ykkar svo ég mætti komast að öfl-
ugasta ræðupúlti landsins og þið sýnduð mér
ómetanlegt traust, stuðning og velvild. Þið tók-
uð nýstofnaðan Flokk fólksins í fangið og komuð honum á
þing.
Hagsmunagæslan
Flokkur fólksins er að berjast fyrir þá sem höllustum
fæti standa. Ég trúi ekki öðru en allir hafi áttað sig á því.
Flokkur fólksins væri ekki til ef ekki hefði verið þörf fyrir
hann. Allt það sem skiptir okkur máli eru þeir sem hafa
verið skildir eftir í góðærinu. Það er í raun með ólíkindum
að einhverjir skuli hafa verið settir út í kuldann ef mið er
tekið af öllum fagurgalanum um frábæra stöðu þjóðarbús-
ins. Síðast í dag sendi mér fátækur faðir neyðarkall og
spurði hvort ég vissi um góðhjartaða manneskju sem gæti
gefið fjölskyldunni hans að borða. Ég spyr mig: hvernig er
það steinhjarta ráðamanns sem ekki tekur til-
lit til bágstaddra bræðra sinna? Hvernig getur
nokkur verið svo grimmur að bjóða sig til
starfa fyrir alla, á sama tíma og viðkomandi
veit að hann er hagsmunagæsluaðili elítunnar.
Mannanna verk
Það er mannanna verk, að tæplega 10%
barnanna okkar skuli búa við mismikla fátækt.
Hvernig er hægt að furða sig á þunglyndi og
depurð allt of margra þeirra sem við leynt og
ljóst vanrækjum og gerum ekkert til að
hjálpa? Sjálfseyðingarhvöt, fíknienfaneysla og
vanlíðan einkenna ótrúlega stóran hóp barna
og unglinga. Það má leggja almannafé í snobb
og glæsiveislur sem standast enga skoðun.
Þegar hins vegar kemur að bræðrum okkar og systrum er
sparibaukurinn tómur og ekkert fé til ráðstöfunar fyrir
þau. Það er ekki að furða þótt hellist yfir mann vanmáttur
og depurð. Flokkur fólksins vill hjálpa fólki út úr mann-
gerðri fátæktargildru stjórnvalda. Afnema skerðingar á
launatekjur eldri borgara og koma lágmarksframfærslu
upp í 300 þúsund krónur á mánuði, skatta- og skerðinga-
laust. Afnema okurvexti og mannfjandsamlega verðtrygg-
ingu sem hefur lagt á heimilin um 115 milljarða króna á sl.
fimm árum!
Hættið að sækja í vöndinn, það er annað og svo miklu
meira og betra í boði.
Inga Sæland
Pistill
Manngerð fátækt
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Útlendingum frá ríkjumutan Evrópska efnahags-svæðisins sem hafa feng-ið útgefin atvinnuleyfi
vegna sérfræðiþekkingar sinnar til
starfa hér á landi, hefur fjölgað mik-
ið á seinustu þremur til fjórum ár-
um. Á árunum 2012 til 2017 voru
tímabundin atvinnuleyfi vegna
starfa sem krefjast sérfræðiþekk-
ingar alls 16% allra nýrra leyfa sem
gefin voru út. Að sögn Gísla Davíðs
Karlssonar, sérfræðings á Vinnu-
málastofnun, voru veitt 162 ný sér-
fræðingsleyfi á öllu seinasta ári og
það sem af er þessu ári eru þau orðin
126.
Allt í allt hefur Vinnu-
málastofnun veitt 328 ný og fram-
lengd atvinnuleyfi, vegna starfa sem
krefjast sérfræðiþekkingar, á yf-
irstandandi ári.
Flestir hjúkrunarfræðingar
Ef litið er á fimm algengustu
þjóðerni útlendinga sem fengið hafa
sérfræðingsleyfi það sem af er yfir-
standandi ári vekur athygli að flestir
eru frá Filippseyjum eða rúmlega
60. Næstflestir eru frá Kína og
Bandaríkjunum.
Gísli Davíð segir að langflestir
Filippseyinganna sem hingað komu
séu hjúkrunarfræðingar. Sú þróun
hafi byrjað fyrir fáeinum árum þeg-
ar Filippseyingum fjölgaði sem
hingað komu, fóru í nám til að ná
tökum á íslenskunni og fengu svo
starfsleyfi og fóru til starfa á hjúkr-
unarheimilum og sjúkrahúsum.
Að sögn Karls Sigurðssonar,
sviðsstjóra hjá Vinnumálastofnun,
felur sérfræðiþekkingingin sem at-
vinnuleyfin eru veitt út á í sér að við-
komandi einstaklingur hafi háskóla-,
iðn-, list- eða tæknimenntun sem er
viðurkennd hér á landi.
Í úttekt Vinnumálastofnunar
frá því í byrjun ársins kom fram að
um 89% þeirra sem fengu atvinnu-
leyfi, vegna sérfræðiþekkingar, á Ís-
landi á árunum 2012-2017 voru með
háskólamenntun skv. þeim upplýs-
ingum sem fyrir lágu um menntun
þeirra og fjölgaði útgáfu þessara
leyfa frá árinu 2014 til ársins 2017
um nærri 200%. Flest leyfin eða um
37% voru vegna starfa í heilbrigðis-
og félagsþjónustu eða í mennta-
kerfinu og um 33% að auki í ým-
iskonar sérfræðistarfsemi, að því er
fram kom í skýrslunni, og um 16%
eru í ferðaþjónustu.
Öll atvinnuleyfi sem gefin hafa
verið út til ríkisborgara utan EES,
hvort sem þau eru vegna sér-
fræðiþekkingar eða af öðrum ástæð-
um, voru 1.369 talsins um seinustu
mánaðamót en alls voru þau 3.487 á
árunum 2012 til 2017.
Flestir frá Filippseyjum
Þjóðerni að baki sérfræðingsleyfi
Fimm algengustu þjóðerni útlendinga það sem af er árinu 2018
60
50
40
30
20
10
0
Heimild: Vinnumálastofnun
328 atvinnuleyfi hefur Vinnumála-stofnun veitt það sem af er ári
vegna starfa sem krefjast sérfræðiþekkingar
Filippseyjar Bandaríkin Kína Indland Kanada
Morgunblaðið/Hari
Til starfa Fjöldi erlendra ríkisborgara hefur komið til landsins í tengslum við miklar byggingarframkvæmdir.