Morgunblaðið - 24.09.2018, Page 17

Morgunblaðið - 24.09.2018, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2018 Haust á Þingvöllum Margir náttúruvinir leggja leið sína á Þingvelli á haustin til að njóta litskrúðsins sem gleður augað þegar birkið, víðirinn, lyngið og fjalldrapinn breyta ásýnd staðarins. Kristinn Magnússon Í grein í Morg- unblaðinu 6. september, Frá sænskri þöggun yf- ir í ýkjur, er því haldið fram að þjóðernissinnar ýki tölur um glæpi í Sví- þjóð vegna andúðar á innflytjendum. Fullyrt er að glæpatíðni end- urspegli samfélags- vandamál og réttilega vísað til aukinnar hlut- deildar fólks af erlendum uppruna í atvinnuleysi, samfélagseinangrun og glæpastarfsemi. Greinin ber einkenni metnaðar og byggist á tölum og tilvitnunum í bæk- ur og skýrslur. En það takmarkar greinina að birta nær einhliða tölur frá hinu opinbera skv. áratuga göml- um upplýsingum í skýrslu BRÅ frá 2005. Greinin segir ekkert um vax- andi morð glæpahópa með skotvopn- um og gerir að aukaatriði með því að segja að morð í Svíþjóð séu tiltölulega fá. Svíþjóð sker sig á öfgafullan hátt frá öðrum löndum í Evrópu hvað varðar dráp karlmanna á aldrinum 15-29 ára með skotvopnum. Hefur þetta verið rannsakað sérstaklega vegna sívaxandi fjölda glæpahópa í Svíþjóð undanfarin ár sem oft berjast um yfirráðasvæði eiturlyfjahringja (sjá töflu 1). Skv. rannsókninni eru banvænar skotárásir tíu sinnum al- gengari meðal ungra manna í Svíþjóð en í Þýskalandi og sex sinnum al- gengari en í Bretlandi. Stokkhólmur sker sig úr með fleiri skotbardögum en í öllum öðrum höfuðborgum Norð- urlanda samanlagt. Á árunum 2006-2017 jukust dráp með skotvopnum um 500% í Svíþjóð. Það tekur ekkert á þessu vaxandi of- beldisvandamáli að fullyrða að til- tölulega fá morð séu í Svíþjóð miðað við önnur lönd. Það er varla huggun fyrir leikskólakennara sem reyna að koma börnum í skjól undan kúlnahríð glæpamanna í garðinum fyrir utan. Að tala um að morð séu tiltölulega fá í Svíþjóð og aðhafast samtímis lítið sem ekkert til að sigrast á glæpaklík- unum er ekkert annað en að skilja íbúa landsins eftir varnarlausa gagn- vart vaxandi ofbeldi með skotvopn- um. Handsprengjur og hríðskota- byssur ganga kaupum og sölum á svarta markaðinum á hlægilegu verði og er orðið svo mikið af sprengingum í Svíþjóð að samanburður við önnur vestræn ríki er marklaus. Eitt dæmi um fáránlega útúrsnún- inga sænskra yfirvalda til að hylma yfir fjölgun kynferðisglæpa er full- yrðing um að varasamt sé að bera fjölgun nauðgana í Svíþjóð saman við aðrar þjóðir, vegna þess að sænsk kona sem kærir eig- inmann sinn fyrir dag- lega nauðgun í tvær vikur fái fjórtán nauðg- anir skráðar á meðan sumar þjóðir telji að- eins fórnarlömbin! Ef þessi sænska kona væri til væri hún fyrir löngu orðin heimsfrétt. Það er einnig afar villandi að birta einungis tölur um umsóknir hælis- leitenda en sleppa því að birta tölur um veitt landvistarleyfi sem sýna raunverulegan fjölda innflytjenda til Svíþjóðar (sjá töflu 2). Um 118 þús- und manns hafa fengið leyfi til að flytja inn í Svíþjóð að meðaltali árlega frá 2012 (tölur 2018 ekki endanlegar). Á sama tíma er meðaltal hælisleit- enda um 59 þúsund á ári eða helmingi minni. Þessi mikli munur skýrist m.a. af innflutningi ættingja á eftir þeim sem fengið hafa landvistarleyfi. Yfirvöld segja að þau vísi mörgum úr landi sem hafa fengið landvistar- leyfi en slíkt hefur skapað hliðar- samfélag tugþúsunda ólöglegra horf- inna innflytjenda. Löng afgreiðsla á endanlegu landvistarleyfi hefur einn- ig skapað óþarfa streitu í samfélag- inu. Þessi hlið mála er ofarlega í um- ræðunni í Svíþjóð og hverfur ekki við það að uppnefna fólk rasista eða nas- ista eða klína óskilgreindum hug- tökum eins og popúlisti/þjóðern- issinni á viðmælendur og ásaka þá um að ýkja vandamálin vegna and- úðar á innflytjendum. Í raun eru það yfirvöld sjálf sem bera ábyrgð á því að hafa opnað landamærin upp á gátt í nafni mann- úðar. Mætti alveg tala um ýkjur í því sambandi. Umræðan fjallar einnig um ísl- amska vígamenn og innflytjendur líkt og hryðjuverkamanninn sem keyrði á og drap fólk á Drottninggatan í Stokkhólmi. Yfirvöld töluðu framan af um 2-300 íslamska vígamenn í Sví- þjóð en skyndilega tífaldaðist talan og þeir skipta núna þúsundum. Að- stoð sænskra yfirvalda við heilaga stríðsmenn, sem snúið hafa aftur til Svíþjóðar eftir mannsslátrun á veg- um ISIS, sætir mikilli gagnrýni en sumir þeirra hafa fengið félagsbætur, húsnæði, nýtt nafn, persónunúmer og atvinnu. Þá hefur framkoma yfirvalda gagnvart fjölkvæni og barna- hjónaböndum sem bönnuð eru skv. sænskum lögum verið gagnrýnd harðlega. Yfirvöld dreifðu upplýs- ingabæklingi með fyrirsögninni Til þín sem ert kvæntur barni sem skap- aði reiði úti um alla Svíþjóð og var dreginn til baka. Lög heimila ekki yf- irvöldum að hrófla við barna- hjónaböndum í Svíþjóð ef til þeirra er stofnað í öðru landi. Að birta eldri tölur um hagvöxt og atvinnu gefur heldur ekki rétta mynd af ástandinu. Slík framsetning talna þjónar því stjórnmálalega markmiði að fela getuleysi vinstri stjórnvalda. Hagvöxtur í Svíþjóð, sem rík- isstjórnin segir bullandi góðæri, er 0,9% en Svíþjóð rekur lestina á eftir hinum 27 ríkjum ESB (sjá töflu 3). Í Svíþjóð er tólfta mesta atvinnu- leysi innan ESB, þ.e.a.s. í 16 öðrum ESB-ríkjum er minna atvinnuleysi en í Svíþjóð. Það má bera saman við kosningaloforð sósíaldemókrata um að koma á í Svíþjóð minnsta atvinnu- leysi innan ESB. Þannig má lengi telja. Tregða yfirvalda til að mæta kröf- um íbúanna um tryggt umhverfi með öryggi fjölskyldna og barna hefur skapað upplausn í Svíþjóð sem ekki verður leyst með því að meirihluti þingflokka gangi til samstarfs við sósíaldemókrata til að útiloka Sví- þjóðardemókrata á þingi. Gríðarleg fylgisaukning Svíþjóðardemókrata endurspeglar óánægju Svía með að- gerðaleysi stjórnvalda til að taka á vandamálunum. Samstarfsóvilji sósíaldemókrata leiðir til sundrungar sænsku þjóð- arinnar og umræðan og viðbrögð þjóðarinnar fara fram hjá þinginu. Sósíaldemókratar, sem eitt sinn voru með í að byggja upp alþýðuheimilið, standa því nú fyrir þrifum og leyfa glæpamenningu andstæða mannrétt- indum og jafnréttismálum kynjanna. Slíkt ferli brýtur niður allt það sem Svíar hafa byggt upp áratugum sam- an. Það er tabú að ræða tvo hluti í Sví- þjóð: Íslam og ESB. Stjórnvöld hafa hingað til sloppið við umræðuna um ESB vegna þess að hún hefur ekki verið hátt skrifuð hjá Svíum. En sú umræða á eftir að koma. Erfiðleikar sósíaldemókrata í umræðum um mis- munandi trúarbragðasiði, t.d. íslam og árekstra við kynjajafnrétti og önn- ur mannréttindi, benda til þess að yf- irvöld hafi þegjandi samkomulag um að skipa íslam æðra jafnréttismálum. Þegar fólksfjölgun nemur um 20% á 20 árum vegna innflutnings fólks með ólíka menningu og siðvenjur þarf engan að undra að aðlögunin gangi ekki átakalaust fyrir sig. En það er röng leið að bíta svo í skjaldarröndina að kalli um eðlilegt öryggi íbúanna sé hunsað og þeir sem berjast fyrir skilningi yfirvalda fái yfir sig köll um rasisma, nasisma o.þ.h. Vinni sósíal- demókratar ekki með þjóðinni mun það bæði leiða til minnkunar flokks- ins og sundrungar þjóðarinnar. Það getur ekki endað vel ef traust á getu yfirvalda til að tryggja öryggi íbúanna glatast. Eftir Gústaf Adolf Skúlason » Þegar fólksfjölgun nemur um 20% á 20 árum vegna innflutn- ings fólks með ólíka menningu og siðvenjur þarf engan að undra að aðlögunin gangi ekki átakalaust fyrir sig. Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er smáfyrirtækjarekandi og fv. ritari Smáfyrirtækjabandalags Evrópu. Af morðum og innflytjendum í Svíþjóð Hagvöxtur* Í ESB 2017 2018 Heimild: John Hassler, IIES Stokk- hólmsháskóli, AGS Efnahagsviðhorf apríl 2018, SVD 24. ágúst 2018 Svíþjóð Bretland Lúxemborg Belgía Danmörk Frakkland Grikkland Ítalía Austurríki Þýskaland Finnland Holland Portúgal Spánn Kýpur Króatía Slóvakía Tékkaland Búlgaría Ungverjal. Malta Pólland Eistland Litháen Lettland Slóvenía Írland Rúmenía 0% 2% 4% 6% *Miðað við verga lands- framleiðslu Fjöldi myrtra með skotvopnum sl. 5 ár Karlmenn 15-29 ára á hverja 100.000 0 0,2 0,4 0,6 0,8 1,0 Heimild: European journal on criminal policy and research, Dagens Juridik 14. maí 2018 Þýskaland Noregur Bretland Austurríki Spánn Portúgal Danmörk Finnland Frakkland Holland Ítalía Írland Svíþjóð Fjöldi hælisleitenda í Svíþjóð 2012 til 2018 160 120 80 40 0 þúsund Hælisleitendur Landvistarleyfi 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Heimild: Migrationsverket

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.