Morgunblaðið - 24.09.2018, Side 18

Morgunblaðið - 24.09.2018, Side 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2018 Umræðan um íslenska heilbrigð- iskerfið hefur lengi verið föst í vel þekktu hjólfari, ekki síst nú þegar fjallað er um stofurekstur sér- fræðilækna utan sjúkrahúsa. Ein- blínt er á kostnað, hagræðingu og sparnað. Lítt eða aldrei talað um það, sem skiptir mestu máli, en það er framlegð heilbrigðiskerfisins til samfélagsins og arðurinn sem skap- ast af störfum heilbrigðisstarfs- manna. Að lækna, líkna og að hjálpa hverjum einstaklingi til þess að verða eins gefandi og vinnufær og kostur er. Ef ársreikningar fyr- irtækja og stofnana væru með svip- uðu sniði, þá væru aðeins kostn- aðarliðir taldir upp, en ekki tekjur. Það er því tilefni til þess að minna á þá vel þekktu staðreynd að íslenska heilbrigðiskerfið er með þeim bestu í heimi og er þá sama hvort litið sé til aðgengis og gæða, eða árangurs í meðferð alvarlegra sjúkdóma. Um þetta vitna nýlegar greinar í vís- indaritum og skýrslum alþjóðastofn- ana. Framlegð Hver er þá framlegðin? Frá sjón- arhorni einstaklingsins er hún ein- föld. Framlegðin dregur úr líkum á tilurð sjúkdóma með forvörnum, skilvirkum greiningum og bestu fá- anlegu meðferð komi til veikinda. Hún dregur úr þjáningum og stuðl- ar að því að einstaklingur geti lifað eins eðlilegu lífi og unnt er, þótt komi til veikinda. Í stuttu máli, auk- in lífsgæði. Framlegðin til sam- félagsins felur í sér styrkingu ein- staklings, fjölskyldna og hópa. Skert vinnugeta eða óvinnufærni verður að tekjutapi fyrir samfélagið. Bið eftir réttri meðferð gerir það sama. Ótímabær dauðdagi vegna sjúk- dóma eða slysa hefur í för með sér það að framlag einstaklingsins til samfélagsins stöðvast, hættir. Þá tapast fjárfesting samfélagsins í menntun og heilsuvernd. Þetta má sjá ljóslega í útreikningum hagfræð- inga, staðreyndir sem vega þungt í umfjöllun Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar (WHO) um hagfræðilegt mikilvægi heilbrigð- isþjónustu á heimsvísu. Góð heil- brigðisþjónusta byggist á hnökra- lausu aðgengi allra, vel menntuðu starfsfólki og góðum aðbúnaði. Í hita umræðunnar undanfarið hafa þessir þættir hvergi komið fram af hálfu hins opinbera. Það er miður. Framfarir Við þrír sem þetta ritum höfum unnið sem læknar á Íslandi frá átt- unda áratug síðustu aldar, á sjúkra- húsum, í heilsugæslu, í rekstri sér- fræðistofa og innan læknadeildar, með nokkrum hléum vegna sérnáms og starfa erlendis. Samanlagður starfsaldur okkar er orðinn æði langur. Á starfsferli okkar höfum við allir komið að vinnu við þróun og skipulag heilbrigðismála, ekki alltaf sammála, en eigum það þó sameiginlegt að ræða þessi mál af metnaði og framsýni og ekki síst með hagsmuni sjúklinga í fyrirrúmi. Á þessum tíma hafa orðið stórstígar framfarir í heilbrigðisvísindum og þá um leið á skipulagi heilbrigð- ismála. Þetta er sýnilegast í sjúkra- húsþjónustu en líka í eflingu heilsu- gæslu og þjónustu sérfræðinga utan sjúkrahúsa. Á sama tíma hafa setið ríkisstjórnir með síbreytilegt póli- tískt litróf. Það hefur þó verið þjóð- inni til gæfu að pólitískar kreddur hafi verið mikið til lagðar til hliðar við þróun heilbrigðiskerfisins, og oftast leitað lausna sem taka mið af þörfum hinna veiku og með rekstr- arhagkvæmni í huga. Til hins verra Nú hefur verið varpað fram hug- myndum af hálfu heilbrigð- isráðherra um róttækar kerf- isbreytingar á skipan heilbrigðiskerfisins. Hugmyndin er sú að færa einn hinna stóru þátta, og mögulega þann skilvirkasta, þ.e. þjónustu sjálfstætt starfandi sér- fræðinga, að miklu leyti eða alfarið inn á göngudeildir sjúkrahúsa eða inn í heilsugæsluna. Ekki fylgja rekstrarleg rök fyrir þessu, né held- ur rök byggð á þjónustustigi og gæðum. Hugsunin er því einungis byggð á pólitískri kreddu. Það er á vitorði þeirra sem vilja vita að göngudeildir sjúkrahúsa hafa nú hvorki húsakost né mannskap til að taka við þó ekki væri nema broti þjónustu sjálfstætt starfandi sér- fræðinga. Um er að ræða mjög sér- hæfða læknisþjónustu sem heilsu- gæslan að jafnaði fæst ekki við og getur ekki fengist við um fyr- irsjáanlega framtíð enda hefur hún ekki sérhæft starfslið til að sinna slíkri vinnu. Það stefnir því í versta kostinn; að kostnaður sérfræðiþjón- ustunnar flytjist frá sjúkratrygg- ingum yfir á sjúklinga. Og enn einu sinni bitnar þetta á einstaklingum og fjölskyldum sem minnstar hafa tekjurnar. Sjúklingar vilja það ekki, læknar vilja það ekki, þjóðin vill það ekki. Væri því ekki ráð að anda djúpt og stunda samningaviðræður sem tryggja að heilbrigðisþjónustunni í landinu sé ekki stefnt í voða um áramót. Heilbrigðisráðherra, vaknaðu strax. Annars fellur þú á tíma. Það sem ekki er sagt Eftir Högna Óskarsson, Sigurð Árnason og Sigurð Guðmundsson » Framlegð heilbrigð- isþjónustunnar er mikilvæg fyrir ein- staklinga og samfélagið. Ráðherra stefnir nú í að hleypa heilbrigðiskerf- inu í uppnám. Högni Óskarsson Högni Óskarsson er geðlæknir og stjórnendaþjálfari, Sigurður Árnason er lyflæknir, heilsugæslulæknir og krabbameinslæknir, og Sigurður Guðmundsson er læknir við Landspít- ala og prófessor við læknadeild Há- skóla Íslands. hogni@humus.is Sigurður Árnason Sigurður Guðmundsson Það er mikilvægt að greina rétt viðfangs- efnið ef ekki á illa að fara. Röng greining leiðir af sér vitlausar lausnir. Í Morgun- blaðinu í vikunni er viðtal við formann at- vinnuveganefndar Al- þingis. Þar er afkoma „litlu útgerðanna“ skilgreind sem stóra vandamálið í sjávar- útvegi. Nánar tilgreint er það veiðigjaldið sem veldur vandanum. Formaður nefndarinnar, einn af alþingismönnum kjördæmisins, segir að tryggja þurfi hag minni útgerða og ráðið til þess mun vera að breyta lögum um veiðigjald og „efla sérstaka afslætti“ til þessara útgerða. Veiðigjaldið, sem innheimt er í ríkissjóð af útgerðum sem veiða kvótann, er greinilega stóri vand- inn sem verður vegna „útópíu eða hugmyndafræði um hvað sé hægt að leggja á há veiðigjöld án tillits til ólíkrar afkomu, samfélags og byggðarsjónarmiða“, eins og for- maður atvinnuveganefndar segir í viðtalinu. Staðið með kvótaeigendum Þetta er röng greining vegna þess að veiðigjaldið er ekki vanda- mál fyrir nokkra útgerð á landinu, hvorki litla né stóra, og hefur aldr- ei verið. Þetta er sögufölsun enda hafa útgerðir um langt árabil greitt háar fjárhæðir fyrir aðgang- inn að fiskimiðunum og framhjá því er vísvitandi litið. Það er verið að fela þá staðreynd og láta sem sá hluti sem rennur til ríkisins sé al- veg sérstakt vandamál stór- hættulegt sjávarbyggðunum. For- maður atvinnuveganefndar Alþingis ver með kjafti og klóm handhafa kvótans, sem þegar taka til sín stærstan hluta af arðunum af fiskimiðunum. Tillagan til lausn- ar á vandamálinu er að ríkið gefi afslátt af veiðigjaldinu – til þeirra sem eiga kvótann. Þegar grein- ingin er röng verður úrræðið vit- laust. Öðru vísi getur það ekki orð- ið. Kvótaeigendur standa með sjálfum sér Það er löngu vitað að kvótaeigendur standa bara með sjálf- um sér, þótt því hafi framan af kvótakerf- inu verið trúað að peningarnir sem kvótaeigendurnir hafa fengið með kvótanum myndu efla byggðina. Hver kvótaeigandinn á fætur öðrum, stór og smár, hefur innleyst verðmætin í kvótanum. Það hefur gerst í öllum bæjum og þorpum á Vestfjörðum. Alls staðar hefur einstaklingurinn átt peninginn en ekki samfélagið. Svo gott sem alls staðar hefur verðmætunum verið ráðstafað ann- ars staðar. Verðmætin í kvótanum hafa ekki orðið til þess að styrkja byggðarlögin, öðru nær, þau hafa veikst í hvert sinn sem kvóti hefur verið seldur. Kvótaeigendurnir vilja hafa þetta svona áfram. Þeir vilja líka að verðið á kvótanum verði sem hæst áfram. Það gefur þeim mest í aðra hönd þegar kem- ur að sölu. Þeir selja allir að lokum og taka út eignina, verðmætin í kvótanum. Kvótaeigendurnir standa með sjálfum sér og formað- ur atvinnuveganefndar Alþingis stendur með þeim af því að hann greinir vandann vitlaust. Ekki staðið með ríkinu Það eru til upplýsingar um það sem útgerðin greiðir fyrir aðgang- inn að miðunum. Annars vegar er það verðið sem greitt er fyrir kaup á kvóta eða leigu á kvóta og er greiðsla frá einum útgerðarmanni til annars. Hins vegar er það veiði- gjaldið sem rennur til ríkisins. Á síðasta fiskveiðiári var með- alleiguverð á þorskkvóta 150 kr./ kg og veiðigjaldið 23 kr./kg. Sam- tals voru því greiddar 173 kr. fyrir veiðiréttinn á 1 kg af þorski. Ríkið fékk 13% og kvótahafinn 87%. Fyr- ir fiskveiðiárin á undan var hlutur ríkisins mun minni, t.d. fékk ríkið um 5% og kvótahafinn um 95% árið þar á undan. Þeir sem fá byggða- kvóta þurfa ekkert að borga nema veiðigjaldið. Enginn hefur hafnað byggðakvóta vegna veiðigjaldsins. Veiðigjaldið er ekki vandamálið, heldur er það hin greiðslan; greiðslan til kvótahafans. Þegar krafist er þess að lækka hlutinn til ríkisins er viðkomandi ekki að standa með ríkinu heldur með einkaaðilanum sem á endaum fær í sinn vasa andvirði kvótans. Ef menn vilja standa með ríkinu á að hækka veiðigjaldið mikið, enda mun afleiðingin af því verða að verðið milli útgerðarmanna mun lækka á móti. Heildargreiðslan fyrir aðganginn að miðunum verð- ur óbreytt. Það vilja kvótahafarnir ekki því það minnkar þeirra „eign“. Þarna liggja undir tugir milljarða króna á hverju ári og það er tekist á um skiptinguna milli ríkisins og kvótahafanna. Ekki staðið með byggðarlögunum Þeir sem svona greina stöðuna eins og er í viðtalinu í Morgun- blaðinu standa ekki með byggðar- lögunum. Það sem styrkir þau er bættur efnahagur, með öðrum orð- um meiri peningar sem renna um staðbundið efnahagslíf byggðanna. Eftir að verðmætin í fiskveiðunum fóru að mestu inn í kvótaverðið hurfu úr plássunum gríðarlegir fjármunir og þau veiktust að sama skapi. Auðvitað á að renna til byggðarlaganna verulegur hluti af því verði sem greitt er hverju sinni fyrir aðganginn að miðunum. Fyrir Vestfjörðum eru gjöful mið. Vest- firsk byggðarlög eiga að fá millj- arða á milljarða króna ofan til samfélagslegra verkefna á hverju ári. Það er þeirra hlutur í auð- æfunum og það er réttmætur hlut- ur íbúanna. Hvar eru alþingismen- irnir sem standa með Vestfirðingum? Hinir sem standa með einkaeign á kvótaauðnum standa í löngum röðum utan við gullslegnar útidyr LÍÚ. Það eru enn orð að sönnu þau formanns nefndarinnar á Alþingi í viðtalinu við Morgunblaðið að það er útópía sú hugmyndafræði að innheimta réttmætan skerf af þjóðareign til hagsbóta fyrir samfélagið og byggðarlögin. Svo verður á meðan stjórnmálaflokkar bæði til hægri og vinstri mynda skjaldborg utan um auðvaldið í landinu. Að standa með Vestfirðingum Eftir Kristin H. Gunnarsson »Eftir að verðmætin í fiskveiðunum fóru að mestu inn í kvóta- verðið hurfu úr pláss- unum gríðarlegir fjár- munir og þau veiktust að sama skapi. Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er fv. alþingismaður. Þorskur Fiskveiðiár 2011/12 2012/13 2013/14 2014/15 2015/16 2016/17 2017/18 Aflamark leiga 304 206 203 233 217 191 150 Veiðigjald 9 33 17 13 14 11 23 Samtals gr. f. veiðirétt 304 206 203 233 217 202 173 Hlutur ríkisins 3% 16% 8% 6% 6% 5% 13% Hlutur kvótahafans 97% 84% 92% 94% 94% 95% 87% Gjald Síðustu tvö fiskveiðiár hefur leigutakinn greitt veiðigjaldið ofan á leiguverðið. Áður greiddi sá veiðigjaldið sem leigðu frá sér kvótann. Byggt á upplýsingum Fiskistofu. Þegar það finnast fornminjar, sem ekki var vitað um áð- ur, og breyta þar með Íslandssögunni, eins og er að ger- ast í heimreiðinni að Bessastöðum þessa dagana, þá finnst mér sjálfsagt, að reynt sé að varðveita þær og hafa þær sýnilegar. Það hlýtur að mega breyta og breikka heimreiðina að forsetabústaðnum þannig að hægt sé að hafa þessar merku minjar sýnilegar fyrir fólk. Annað væri óverjandi. Svo legg ég til, að orkupakki Evrópusambandsins, sem nú er til umræðu í þinginu, verði settur í þjóð- aratkvæði, og hvet eindregið til þess, þar sem orka landsins er þjóðareign, auðlindin okkar allra, sem fáeinir menn eiga ekki að fá að ráðskast með að vild, jafnvel í trássi við vilja þjóðarinnar, og ennþá síður útlendingar. Minnumst þess, að við erum sjálfstæð þjóð og fullvalda, og ráðum sjálf öllum okkar málum, líka orkumálunum, og það hefur enginn leyfi til að heimta af okkur að láta auðlindir okkar af hendi til eins eða neins. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Sögulegar minjar og orkupakkinn Morgunblaðið/Hari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.