Morgunblaðið - 24.09.2018, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2018
✝ Sigurþór Stefánfæddist 6. jan-
úar 1980 í Reykja-
vík. Hann lést 17.
september 2018.
Faðir hans er Jón
Ingimar Jónsson
múrari og móðir
hans er Katrín Sig-
urþórsdóttir. Sig-
urþór Stefán var al-
inn upp hjá föður
sínum og stjúp-
móður, Önnu Finnbogadóttur.
Systkin Sigurþórs Stefáns sam-
mæðra eru: 1) Hafdís Erla
Ingvarsdóttir, f. 17. október 1976.
Börn hennar eru: Alexander, f.
1997, og Anna Karen, f. 2001. 2)
Guðmundur Helgi, f.
1988. 3) Elísabet, f.
1990. 4) Ingveldur, f.
1993. Stjúpsystir
hans er Birgitta Haf-
steinsdóttir, f. 27.
júlí 1977, gift Krist-
jáni Ingvarssyni.
Börn þeirra eru Elv-
ar Víðir, f. 2000,
Bríet Bjartey, f.
2010, og Ísabel
Anna, f. 2014.
Sigurþór Stefán starfaði síð-
ustu 17 ár hjá Eimskip. Hann var
ókvæntur og barnlaus.
Útför Sigurþórs Stefáns fer
fram frá Fossvogskirkju í dag, 24.
september 2018, klukkan 13.
Elsku Stebbi minn. Þakka þér
fyrir samfylgdina síðustu 38 ár.
Þú varst fallegt og ljúft barn og
aldrei fór neitt fyrir þér.
Þú stóðst þig svo vel alla tíð,
varst vinnusamur og einlægur og
komst alltaf vel fram við aðra.
Við eigum bara góðar og falleg-
ar minningar um þig, elsku sonur.
Pabbi og Anna.
Elsku bróðir. Ég trúi ekki að þú
sért farinn frá okkur, þetta er allt
eitthvað svo óraunverulegt. Allan
daginn eftir að pabbi hringdi í mig
var ég að velta fyrir mér hvort
hann væri alveg viss, þetta gat ekki
verið satt.
Fyrst eftir að þú komst í heim-
inn var ég ekkert alltof hrifin af því
að þú værir kominn, en svo fór
þetta bara að verða gaman. Ég fór
að fatta að ég hefði „leyfi“ sem
stóra systir til að stríða þér og ég
notaði það óspart. Mér fannst ein-
staklega gaman að gera grín að því
hvernig þú sagðir mars og lagðir
svo skemmtilega áherslu á r-ið. Al-
veg þangað til þú hefur verið um
fjögurra ára og þurftir að fara í
augnaðgerð. Pabbi sagði mér hvað
þér hefði liðið illa eftir hana og ég
virkilega fann til með þér þótt ég
væri nú aðeins átta ára. En þegar
þú jafnaðir þig héldum við áfram að
kýta og stríða þótt ég héldi samt
alltaf verndarhendi yfir þér, það
mátti enginn stríða þér nema ég.
Þegar við urðum síðan eldri urð-
um við virkilega náin. Nutum þess
að hittast og borða góðan mat sam-
an. Þér fannst best ef við bökuðum
pítsu eða skelltum einhverju á grill-
ið. Og einn kaldur með skemmdi nú
ekki.
Þú varst einstaklega góður og
blíður og máttir ekkert aumt sjá.
Þér þótti mjög vænt um börnin mín
og spurðir alltaf um þau og litlu
ömmustelpuna mína sem fæddist í
sumar, og fannst svo gaman að sjá
myndir af henni.
Þú varst mikið fyrir góða sjón-
varpsþætti, bækur og bíó. Við gát-
um rætt þetta fram og til baka og
gefið hvort öðru tips um góða þætti.
Ég er einmitt að gleypa í mig
Peaky Blinders sem þú bentir mér
á. Góðir þættir. Á jólunum var siður
hjá okkur að gefa hvort öðru bæk-
ur. Oftast var það Yrsa og Stefán
Máni sem við gáfum og skiptumst
svo á þegar við vorum búin að lesa.
Hinn 9. september hittumst við í
síðasta sinn. Auðvitað skelltum við í
pítsu og þú hafðir orð á því hvað
botninn væri svakalega góður.
Ekki kom mér til hugar að það
væri síðasta sinn sem ég myndi sjá
þig.
Elsku besti Stebbinn minn.
Góða ferð yfir í sumarlandið. Ég
veit að Helga amma, Jón afi og
amma Lóa munu taka á móti þér
og passa þig.
Ég elska þig og sé þig síðar kút-
urinn minn.
Þín systir,
Hafdís Erla.
Stebbi, eins og hann var kallað-
ur af vinnufélögum, kom til starfa
hjá Eimskip 2001. Nýbúinn að
kaupa sér íbúð og sáu allir að hann
ætlaði að standa sig vinnunni, tók
alla aukavinnu sem í boði var.
Hann varð mjög vinsæll innan
hópsins og vinátta við marga sem
hann hafði unnið með, jafnvel eftir
að þeir hættu störfum með honum.
Óvissuferðin með vinnustaðnum til
Búdapest, öll ævintýrin sem við
lentum í þar. Þegar kom að því að
halda starfsmannapartí var Stebbi
látinn sjá um skipulagningu. Eitt
skiptið tókum við sal á leigu úti í bæ
og borguðum staðfestingargjald.
Kom ljós nokkrum dögum seinna
að lögreglan hafði lokað staðnum.
Nú voru góð ráð dýr. Þá sagði
Stebbi: Hafið engar áhyggjur af
þessu, ég þekki marga eigendur
skemmtistaða í Reykjavík sem
geta bjargað málum, og það gekk
eftir.
Áhugi hans á enska boltanum,
sérstaklega Man. Utd., fór ekki
framhjá neinum. Í ófá skiptin sát-
um við á öldurhúsum borgarinnar
og fylgdumst með leikjum, oft
dróst að fara heim eftir leiki, sér-
staklega um helgar. Hann vissi
með hvað liðum vinir hans héldu í
enska og sendi þeim skilaboð þegar
illa gekk.
Við hittumst daginn fyrir andlát
þitt, spiluðum púl og spjölluðum
um að horfa saman á leiki í vetur.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst þér og sendi fjölskyldu
þinni og vinum mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Hvíldu í friði vin-
ur.
Aðalsteinn R. Björnsson.
Sigurþór Stefán
Jónsson
✝ Finnur Bjarna-son fæddist á
Ytri-Varðgjá í
Eyjafirði 5. maí
1947. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 17. sept-
ember 2018.
Foreldrar Finns
voru Dýrleif Finns-
dóttir frá Skriðu-
seli Aðaldal, f. 9.
september 1922, d.
2016, og Bjarni Tryggvason frá
Ytri-Varðgjá í Eyjafirði, f. 22.
júlí 1924, d. 2004.
Alsystkini Finns eru Hall-
fríður Bjarnadóttir, f. 1946, og
Tryggvi Bjarnason, f. 1948.
Hálfsystkini Finns samfeðra eru
Svava Margrét Bjarnadóttir, f.
1956, Bjarney Lilja Bjarnadótt-
gamall. Árið 1972 flutti hann
austur á Hérað og tók við
rekstri Hótels Valaskjálf Egils-
stöðum og var þar í 16 ár.
Eftir veru sína á Egilsstöðum
flutti Finnur suður og var í
millilandasiglingum um nokkurt
skeið .
Árið 1994 hóf Finnur sambúð
með Karen Grétarsdóttur. Þau
bjuggu fyrst á Blönduósi þar
sem Finnur tók að sér rekstur
Blönduskálans.
Finnur starfaði við mötuneyti
Hrafnagilsskóla í Eyjafirði í
einn vetur en síðan lá leið þeirra
að Svalbarðseyri þar sem Finn-
ur var með mötuneyti Vals-
árskóla og kenndi jafnframt
heimilisfræði í skólanum þar til
hann hætti störfum vegna ald-
urs 2016.
Finnur og Karen eignuðust
árið 1996 soninn Grétar Haf-
stein. Þau slitu samvistum
Útför Finns fer fram í Akur-
eyrarkirkju í dag, 24. september
2018, klukkan 10.30. Finnur
verður jarðsettur í Reykjavík.
ir, f. 1958, Elsa
Árný Bjarnadóttir,
f. 1960, d. 2015, og
Friðrik Sigtryggur
Bjarnason, f. 1963.
Fósturbróðir
Finns er Viðar Axel
Þorbjörnsson, f.
1950.
Árið 1972 gekk
Finnur í hjónaband
með Steinunni
Thorsteinson. Þau
eignuðust dótturina Dýrleifu 3.
febrúar 1970 en hún lést 17.
mars sama ár. Finnur og Stein-
unn slitu hjúskap.
Finnur lærði matreiðslu á
Hótel KEA og Hótel Borg. Út-
skrifaðist með sveinspróf í mat-
reiðslu 1967 og fékk meist-
arabréfið 1971 aðeins 23 ára
Kæri vinur.
Þakka þér fyrir samfylgdina
síðastliðin 60 ár er leiðir okkar
lágu saman eftir að pabbi þinn og
mamma mín hófu búskap saman.
Mér er mjög minnisstætt þeg-
ar við fórum í fyrsta fótboltaleik-
inn saman og ég reif skyrtuna
þína og foreldrar okkar héldu að
um slagsmál hefði verið að ræða
sem var alls ekki. Eftir það var
ekki aftur snúið með vinskapinn
sem hélst alla tíð því þú varst og
verður alltaf stóri bróðir minn.
Staðfesta þín og hjálpsemi var
þitt aðalsmerki.
Megi góður Guð styrkja auga-
steininn þinn hann Grétar sem
var ekki aðeins sonur þinn því
hann var líka besti vinur þinn.
Þú færð aldrei að gleyma
þegar ferðu á stjá
þú átt hvergi heima
nema veginum á.
Með angur í hjarta
og dirfskunnar móð
þú ferð þína eigin
ótroðnu slóð.
Vegbúi, sestu mér hjá
segðu mér sögur
já, segðu mér frá
þú áttir von nú er vonin farin á brott
flogin í veg.
(Kristján Kristjánsson (KK))
Hvíl í friði, elsku vinur.
Viðar Axel
Þorbjörnsson.
Líkt og ástarljóð sem enginn fékk að
njóta,
eins og gulnað blað sem geymir óræð
orð,
eins og gömul hefð sem búið er að
brjóta,
þar er ég, þar ert þú,
þar er allt það sem ástin okkur gaf.
Þannig týnist tíminn,
þó hann birtist við og við.
(Bjartmar Guðlaugsson)
Það var fyrir nærri hálfri öld
og ég bara unglingur þegar ég
kynntist Finni Valdimar Bjarna-
syni. Hann var kærasti stóru
systur minnar, hennar Steinu.
Okkur líkaði öllum vel við Finn,
bæði foreldrum okkar og systk-
inahópnum. Hann var nýútskrif-
aður kokkur og vann á Hótel
Borg. Og hann kunni í frönsku!
Hann sagði að það væri nauðsyn-
legt fyrir kokka að kunna svolítið
í frönsku, tilheyrði faginu. Ég átti
eitthvert erindi til hans á Borgina
og fann hann í eldhúsinu. Hann
var að baka pönnukökur á þrem-
ur ef ekki fjórum pönnum í einu!
Hvað mér fannst þetta spenn-
andi! Og hvað hún Steina var
heppin!
Örlögin höguðu því þó þannig
að leiðir þeirra lágu saman aðeins
í nokkur ár. Þeim fæddist lítil
stúlka og skírðu hana eftir föð-
urömmunni, Dýrleif. Litla Dýr-
leif lést aðeins nokkurra vikna
gömul. Það eru þung spor sér-
hvers foreldris að fylgja heil-
brigðu og vel sköpuðu barni í
gröfina. Þá var ekkert til sem
heitir áfallahjálp, engir stuðn-
ingshópar fyrir syrgjendur. Þau
skildu fyrir 46 árum. Fóru sitt í
hvora áttina og áttu heila ævi,
heilt líf annars staðar.
Steina giftist á ný en varð
ekkja fyrir allmörgum árum.
Hún helgaði sig börnum sínum
og barnabörnum eins og gerist og
gengur. En svo lágu leiðir þeirra
Finns lágu aftur saman. Þau end-
urnýjuðu ást sína til hvors annars
og í sameiningu græddu þau
gömul sár og sorgir.
Þau voru í fjarbúð eins og við
köllum það í dag, hann á Akur-
eyri og hún í Kópavogi. Tíðar
ferðir fram og til baka, flug,
strætó og einkabíllinn voru þá
nærtæk og nútíma tækni með
FaceTime og Skype varð mikil-
vægur þáttur í lífi þeirra. Grétar
sonur Finnst aðstoðaði pabba
sinn í tæknimálunum, svo allt
gengi nú vel fyrir sig og bæði
mynd og hljóð væri í lagi.
Finnur kenndi sér meins
snemma í vor sem dró hann til
dauða. Hann lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri 17.
september síðastliðinn, 12 mán-
uðum eftir fyrstu endurfundi
þeirra Steinu. Útför hans fer
fram frá Akureyrarkirkju en
jarðsett verður í Fossvogs-
kirkjugarði, við hlið litlu dóttur
þeirra Steinu og Dýrleifar móð-
ur Finns. Litla Dýrleif mun því
hvíla á milli föður síns og föð-
urömmu, 47 árum eftir að hún
lést.
„Lífið er það sem hendir þig
meðan þú ert að skipuleggja
annað,“ sagði John Lennon. Mér
þykir ljóðið hans Bjartmars og
þessi tilvitnun í Lennon segja
allt sem segja þarf.
Ég kveð Finn Bjarnason með
trega og söknuði. Um leið vil ég
votta syni hans, Grétari, elskaðri
systur minni Steinunni og systk-
inum Finns og fjölskyldu hans
mínar dýpstu samúð og bið Guð
almáttugan að blessa þeim sorg-
ina og missinn.
Jóhanna Thorsteinson.
Okkur langar í nokkrum orð-
um að minnast Finns Bjarnason-
ar, samstarfsmanns okkar og
vinar til margra ára. Finnur
vann sem kokkur í leikskólanum
Álfaborg og grunnskólanum
Valsárskóla á Svalbarðsströnd í
fjöldamörg ár. Margar stundir
áttum við starfsfólk og nemend-
ur með Finni í eldhúsinu að ræða
heimsmálin, pólitíkina, þróun
samfélagsins, lífið fyrr og nú og
ýmsa strauma og stefnur. Það
var hægt að ræða allt við Finn og
aldrei vissum við til þess að
nokkurt okkar kæmi að tómum
kofunum hjá honum. Hann hafði
skoðanir á öllu og viðraði þær
óspart – var alltaf til í að rök-
ræða og kryfja málin – sjá hinar
ólíklegustu hliðar á málunum og
bregða á leik ef svo bar undir.
Það sem stóð þó upp úr í sam-
starfinu við Finn var einstakur
kærleikur hans til barnanna í
skólanum. Krakkarnir í grunn-
og leikskólanum elskuðu hann og
matinn hans. Þegar þeim var
boðið að segja nokkur orð til
minningar um Finn í þessari
grein stóð ekki á svörum:
Finnur var alltaf í eldhúsinu,
alltaf tilbúinn að hlusta á krakk-
ana. Hann hafði áhuga á öllu og
gat talað um allt. Hann vissi
mjög mikið um fótbolta og ensku
knattspyrnuna og mikið um
heiminn allan. Hann var víðsýnn
og gat sett sig í spor krakka, sem
er nokkuð sem ekki allir geta.
Finnur var alltaf skemmtilegur
og fyndinn, hann átti gælunöfn
og grínuppnefni fyrir mörg okk-
ar og öllum krökkunum þótti
vænt um hann. Hann var alltaf
glaður – líka þegar hann var
veikur og var að fara til læknis –
þá gat hann samt grínast og ver-
ið skemmtilegur. Hann var eins
og sálfræðingur, alltaf gott að
koma til hans og alltaf gott að
tala við hann. Finnur skildi
krakka og kunni líka að tala við
krakka – án þess að tala niður til
okkar – hann gat líka gert grín að
okkur án þess að það væri lít-
illækkandi eða óþægilegt. Hann
eldaði góðan mat, besta plokk-
fisk í heimi, ótrúlega góðar píts-
ur og svo var það súrmjólkin með
súkkulaðibitunum, það hefði
enginn annar gert.
Elsku Finnur, allar okkar
bestu þakkir fyrir samveruna.
Álfaborg og Valsárskóli verða
þér alltaf þakklát – minning þín
lifir í hjörtum okkar.
Fyrir hönd starfsfólks og
nemenda í Álfaborg/Valsárskóla,
Inga Sigrún Atladóttir.
Finnur V.
Bjarnason
✝ Erla Hallgríms-dóttir fæddist á
Siglufirði 14. des-
ember 1931. Hún
andaðist á
Heilbrigðisstofnun
Siglufjarðar 15.
september 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Hallgrímur
Jónsson frá Siglu-
firði, f. 21.10. 1903,
d. 7.9. 1990, og Guð-
rún Jakobína Sigurjónsdóttir frá
Siglufirði, f. 25.7. 1910, d. 26.12.
1985. Systkini Erlu eru María, f.
22.8. 1929, d. 26.5.
2017, og Margrét
Stefanía, f. 31.12.
1945, d. 21.12. 2005,
uppeldisbróðir
Hallgrímur Jón
Hafliðason, f. 7.6.
1951, d. 24.12. 1980,
og uppeldissystir
Jakobína Erla Ás-
grímsdóttir, f. 13.4.
1954.
Útför Erlu fer
fram frá Siglufjarðarkirkju í
dag, 24. september 2018, og
hefst athöfnin kl. 13.30.
Það er einkennileg tilfinning
að skrifa minningargrein og
kveðjuorð um Erlu mágkonu
mína. Hún sem var alltaf svo
heilsuhraust og dugleg. Hélt
sér við með sínum gönguferð-
um. Lagðist í fyrsta skipti inn á
sjúkrahús nú í september 86
ára gömul.
Erlu kynntist ég 1966 þegar
við Magga konan mín byrjuðum
saman. Þá var Erla 35 ára og
bjó í foreldrahúsum ásamt
tveimur börnum Maríu systur
sinnar. Hún vann í frystihúsi
SR á Siglufirði, samviskusöm
og vantaði aldrei í vinnuna.
Erla eignaðist aldrei börn en
var mjög barngóð og fannst
strákunum mínum gott að koma
til hennar, sem yfirfærðist á
þeirra börn. Og þá sérstaklega
á þau sem bjuggu nálægt henni
á Siglufirði. Gott og fallegt
samband var við Jakob S. Árna-
son sonarson minn sem fór til
hennar alla daga sem hann var í
bænum. Bauð henni aðstoð,
spjallaði við hana og fór með
hana í göngutúr eða á rúntinn.
Ég man hvað hún ljómaði þegar
hún var að segja mér frá hvað
hann gerði fyrir hana.
Samband okkar Möggu, kon-
unnar minnar, og systur hennar
var alla tíð mjög mikið og gott.
Erla var heimakær og fór ekki
mikið, t.d. aldrei til útlanda. En
hún fór mikið með okkur í sum-
arbústað og til Reykjavíkur.
Henni fannst einnig gaman að
fara til Akureyrar og í nágran-
nabæi. Erla las mikið blöð og
bækur og hlustaði á útvarp og
var vel inni í ýmsum málum.
Erla missti mikið fyrir 13 ár-
um þegar Magga yngri systir
hennar dó. En hún hefur notið
þess að eiga góða nágranna og
búa stutt frá Árna syni mínum
og fjölskyldu þegar Elli kerling
fór að banka upp á.
Erla hefur mátt þola mikið,
hefur horft á eftir foreldrum og
systkinum sínum, sem nú taka á
móti henni í blómabrekkunni
hinum megin. Erla var góð og
trygglynd kona sem ég kveð
með söknuði og þakklæti í
huga.
Skarphéðinn
Guðmundsson.
Til minningar um Erlu
frænku mína sem reyndist mér
alltaf vel. Ég á bara góðar
minningar um þig, elsku Erla.
Hvíl í friði.
Ég held um smáa hendi,
því gatan hér er grýtt,
þá get ég líka fundið hvort
þér er nógu hlýtt.
Ég veit mér skylt að ráða
og rata fyrir þig
en raunar ert það þú
sem leiðir mig.
Æ, snertir þú við þyrni?
Hann fól hin fríða rós,
og fögur tárin myrkva
þitt skæra hvarma ljós.
Mér rennur það til hjarta
og reyni að gleðja þig,
en raunar ert það þú,
sem huggar mig.
Þú spyrð um svarta skýið,
sem skyggir fyrir sól,
og skrælnuð mösurblöðin,
er fjúka’um laut og hól.
Ég leitast við að ráða
þær rúnir fyrir þig,
– en raunar ert það þú,
sem fræðir mig.
Nú þreytast smáir fætur,
svo faðminn þér ég býð.
Ég fel þig ljúft að hjarta,
og stundin sú er blíð.
Þú andar hægt og rótt
og þín rósemd grípur mig,
svo raunar ert það þú,
sem hvílir mig.
(Jakobína Johnson)
Þín
Jakobína Erla
(Binna frænka).
Elsku Erla. Í dag kveðjum
við þig hinstu kveðju og þú
hverfur úr okkar hversdagslífi.
Söknuður er það fyrsta sem
kemur upp í hugann er ég
hugsa til þín en ég veit að þú
varst sátt við þitt, lagðir árar í
bát og lést þig reika á nýjar
slóðir. Við fjölskyldan á Hvann-
eyrarbraut 11 þökkum fyrir all-
ar samverustundirnar sem voru
ófáar og ánægjulegar.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma
um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
(Bubbi Morthens)
Gíslína Anna
Salmannsdóttir.
Erla
Hallgrímsdóttir