Morgunblaðið - 24.09.2018, Síða 25

Morgunblaðið - 24.09.2018, Síða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2018 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þig langar að gera eitthvað alveg spes í dag sem þú gerir aldrei! Þú vilt ævintýri og spennu. Hentu fjörefnunum og einbeittu þér að því að laða að þér rausnarlegri manngerðir. 20. apríl - 20. maí  Naut Allt virðist ætla að ganga upp hjá þér svo það er ærin ástæða til að fagna með góðum vinum. Vandaðu samt valið og taktu ákvörðun um með hverjum þú vilt eyða tíma þínum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú vilt ná árangri í því sem þú ert að gera og dagurinn í dag ætti að skila þér góðum árangri. Þú hefur komið þér vel fyrir og mátt njóta ávaxtanna af erfiði þínu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þig langar til þess að deila gleði þinni með öðrum en það er vandi að gera það svo vel fari. Talaðu hreint út við vinnufélaga þína og hugaðu betur að sjálfum þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Skipuleggðu vinnutímann betur og leit- aðu aðstoðar með það sem þarf. Vandamál sem hefur íþyngt þér um hríð virðist skyndi- lega ofur einfalt. Loksins eru fjármálin á réttri leið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Passaðu þig á einhverjum sem reynir að slá ryki í augun á þér með vanmætti sínum. Maður verður hamingjusamur og heill ef mað- ur ákveður að láta sér líða þannig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Einhverjir vilja pranga inn á þig hlutum sem þú hefur í raun og veru enga þörf fyrir. Mundu að það eru takmörk fyrir öllu, líka því sem hægt er að semja um. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Mundu því að sýna öllum hlutum lotningu og njóta þess, sem þeir hafa upp á að bjóða með virðingu og þakklæti. Framlag þitt fer ekki framhjá yfirmönnum þínum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vinum og fjölskyldu gæti fundist þú vera að yfirgefa þau þegar þú ferð einn að sinna alls konar iðju. Láttu þetta ekki ganga þér of nærri og fylgdu hjarta þínu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ágreiningur milli þín og annarrar manneskju gæti breyst í alvarlegar deilur í dag. Láttu það ekki stjórna þér því það sem þeir halda um þig kemur því ekki við hver þú ert. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Bjóddu fólki heim til þín og njóttu góðra stunda í félagi við fjölskylduna. Fólk sem er ólíkt þér verður skyndilega aðlaðandi og eitthvað gæti slegið þig út af laginu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gamansögur þínar létta bæði líf og lund en rétt er að hafa í huga að öllu gamni fylgir nokkur alvara. Sigurlín Hermannsdóttir yrkir áLeir um „Plastlausan sept- ember“: Hún Tóta í tiltektarkasti tæmdi alla skápa í hasti var búin að moka Brynleifi’ í poka og fargaði í flýti öllu plasti. Helgi R. Einarsson skrifar mér að hann finni til með Þengli lækni eftir að hafa lesið Vísnahornið á miðvikdaginn og bæti þessu því við: Um læknisins orð og æði ég örlítið meira nú ræði. Kosturinn er að hann úr sig ei sker á sínu vinnusvæði. Dr. Sturla Friðriksson orti í Jó- hannesarborg í Suður-Afríku 1974 um hjartaflutning: Menn skipta í skyndi á hjörtum og skeyta í líkamann pörtum. En skratti er skítt þegar skinnið er hvítt að fá hjörtun og sviðin úr svörtum. Jóhann S. Hannesson orti: Að uppruna erum við norsk, að innræti meinleg og sposk, en langt fram í ættir minna útlit og hættir á ýsu og steinbít og þorsk. Og síðan eftir Kristján Karlsson: Eitt haustkvöld við hrafnatóttir fór harður gustur um dróttir. „Þessi útsynningur er einn langur fingur,“ mælti uppstaðin bóndadóttir. Þessa limru eftir Guðmund Arn- finnsson fann ég í sarpi mínum og er komin til áranna: Ófrýnn var Lágafells-Ljótur, sá langi og horaði þrjótur, með lafandi vör sem lýtti ör, en ljótari var samt hans fótur. Þessi limra Eysteins frá Skál- eyjum, „Áreitni á vinnustað“, rifj- ast upp eins og eðlilegt er: Strákurinn stelpuna greip í, strauk hana, þuklaði, kleip í. Viðþolið missti, meyjuna kyssti umlandi „I love you baby“. Hjörtur Pálsson yrkir um „Trúarhita“: „Nú sé hann með yður,“ sagði sérann og kollhúfur lagði - við altarið kraup og á honum saup og varð augafullur að bragði. Inghildur austan kvað: Frú Halldóra Hauksmýrarlóa í hreiðrið sitt vildi fá kjóa, því Lói kunni ekki lagið honum lét ekki fagið að koma og kveða burt snjóa. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Mikið um limrur nú og þá HÚN VAR NÁLÆGT. HANN HEFÐI ÞEKKT ÞETTA ILMVATN HVAR SEM VAR. „TEKUR ÞETTA NOKKUÐ LANGAN TÍMA? FYRSTA VEÐHLAUPIÐ BYRJAR EFTIR TUTTUGU MÍNÚTUR.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann spyr hvort þú sért upptekin það sem eftir er ævinnar! Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann SJÁUM TIL... VIÐ GERUM EITTHVAÐ MENNINGARLEGT... EN LÍKA SKEMMTILEGT. HÉRNA ER GÓÐUR STAÐUR... RJÓMAÍS- SAFNIÐ! ÉG HEF ALDREI ÁÐUR KLIFIÐ TÓLF METRA FROSTPINNA! MIG LANGAR Í MALTAÐ ÖL, EKKI OF BITURT, MEÐ KEIM AF KIRSUBERJUM, SÍTRUS OG TÓBAKI! Í útvarpsþætti á Rás 1 á dögunumvar brugðið upp svipmyndum af lífinu í Reykjavík í kringum 1960. Húsnæðisskortur á þeim tíma var mikill sagði í þættinum; í Vísi aug- lýstu 40 eftir íbúð eða herbergi til leigu. Auglýsingar um húsnæði í boði voru á hinn bóginn ekki nema tíu talsins. Af þessu mætti ætla að hve marga á höfuðborgarsvæðinu vantar alltaf þak yfir höfuðið sé fremur lög- mál en tímabundinn vandi. Að minnsta kosti smellpassaði þessi lýs- ing inn í aðstæður dagsins í dag. x x x Í síðastliðinni viku var frá því greintað VÍS hefði ákveðið að loka nokkrum af umboðsskrifstofum sín- um úti á landi. Er viðskiptavinum bent á nota sér stafræna þjónustu í stað þess að sækja afgreiðslu yfir borðið. Vissulega eru þessar ráðstaf- anir í samræmi við tækniþróun og tímans þunga nið. Hitt ber að hafa í huga að mat margra sem standa í fyrirtækjarekstri er að betra sé, við vissar aðstæður, að vera með starf- semina úti á landi en borginni. Launa- og húsnæðiskostnaður sé lægri, starfsmannavelta minni, takt- urinn í samfélaginu rólegri svo fólk afkastar meira og svo framvegis. Með fjarskiptatækni nútímans sé flest mögulegt og mörgum störfum sé jafnvel hægt að sinna úti á landi en í borginni. Þetta má gjarnan hafa í huga þegar ýmis fyrirtæki, fleiri en tryggingafélagið, eru að grisja í starfsemi sinni utan borgarinnar. x x x Á þessu ári hefur verið bryddaðupp á mörgu athyglisverðu í sambandi við aldarafmæli fullveldis Íslands. Víkverji ætlar viljandi að sleppa því að ræða Þingvallafundinn, en almennt má segja að lítill hljóm- grunnur hafi verið fyrir dagskránni. Skiljanlega; fullveldið fékkst fyrir 100 árum síðan og þótt það hafi verið mikilsverður áfangi í sögu þjóðar er bara svo margt annað nær í tíma sem má minnast. Atburðir sem mörkuðu skil á vegferð fullvalda þjóðar. Og svo verður að segjast eins og er að margt í dagskránni virðist fremur vera fyrir aðalinn en alþjóð. vikverji@mbl.is Víkverji Kenn mér að gera vilja þinn því að þú ert Guð minn, þinn góði andi leiði mig um slétta braut. (Sálm: 143.10)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.