Morgunblaðið - 25.09.2018, Side 4

Morgunblaðið - 25.09.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2018 Veður víða um heim 24.9., kl. 18.00 Reykjavík 7 léttskýjað Bolungarvík 6 rigning Akureyri 7 rigning Nuuk 8 skýjað Þórshöfn 10 skýjað Ósló 12 heiðskírt Kaupmannahöfn 9 skýjað Stokkhólmur 10 heiðskírt Helsinki 8 léttskýjað Lúxemborg 11 léttskýjað Brussel 14 heiðskírt Dublin 13 skýjað Glasgow 13 léttskýjað London 14 heiðskírt París 16 heiðskírt Amsterdam 13 léttskýjað Hamborg 10 skúrir Berlín 11 léttskýjað Vín 12 léttskýjað Moskva 8 skúrir Algarve 33 heiðskírt Madríd 24 heiðskírt Barcelona 25 skýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 26 heiðskírt Winnipeg 6 alskýjað Montreal 9 léttskýjað New York 16 skýjað Chicago 19 alskýjað Orlando 30 léttskýjað  25. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:20 19:20 ÍSAFJÖRÐUR 7:25 19:24 SIGLUFJÖRÐUR 7:08 19:07 DJÚPIVOGUR 6:50 18:49 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á miðvikudag og fimmtudag Vestlæg eða breyti- leg átt 5-10 m/s með dálitlum skúrum eða slyddu- éljum, einkum norðvestan til, en þurrt og bjart aust- an til á landinu. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst. Austanátt og rigning eða slydda nyrðra, en talsverð snjókoma um tíma til fjalla. Fremur hæg breytileg átt og rigning með köflum vestanlands. Dregur úr úrkomu og vindi í kvöld. Hiti 1-8 stig. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, atti í gær ásamt öðrum úr bæjarstjórninni kappi við golfáhugamenn meðal íbúa og starfsfólks Hrafnistu í árlegu púttmóti, þar sem keppt er um Hrafnistubikarinn svonefnda. Engum sögum fór af því hvort bæjarstjórn eða Hrafnistumenn unnu mótið að þessu sinni, en ljóst er af myndinni að keppendur hafa eflaust flestir skemmt sér vel í baráttunni um bikarinn góða. Púttað um Hrafnistubikarinn Morgunblaðið/Hari Háskóli Íslands mun standa fyrir ráðstefnunni „Hrunið, þið mun- ið“ dagana 5.-6. október. Í tilkynn- ingu á vef skólans segir að tilgangur ráðstefnunnar sé „að miðla til al- mennings nið- urstöðum nýlegra rannsókna á að- draganda og afleiðingum af hruni íslenska bankakerfisins haustið 2008“. Á dagskrá verða um 100 fyr- irlestrar í um 20 málstofum um hrun- ið, en auk þess munu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Eva Joly, rannsóknardómari og þingkona á Evrópuþinginu, og Ralph Catalano, prófessor í lýðheilsu við Berkeley- háskóla í Bandaríkjunum, flytja sér- stök ávörp í tengslum við ráðstefn- una. Ráðstefnan verður öllum opin og er aðgangur ókeypis. Sérstök ráðstefna um hrunið  Eva Joly einn heiðursgesta HÍ Eva Joly Enn er ekkert lát á áhuga erlendra ferðamanna á því að kynna sér norð- urljós á Íslandi. Þetta segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line. Mikið var um norður- ljósamyndir á netinu nú um helgina, ekki síst á samfélagsmiðlum, og vakti það spurningar um hvort norð- urljósaferðir hingað til landsins væru jafn vinsælar og undanfarin ár. Þórir segir að nóg sé að gera nú í upphafi norðurljósatíðar sem stend- ur frá því í september og fram í apr- íl. Margir erlendir ferðamenn komi sérstaklega til landsins til að skoða norðurljós. Þetta sé eitt mikilvæg- asta aðdráttarafl íslenskrar vetr- arferðaþjónustu. Sú breyting hafi hins vegar orðið að erlendu ferða- mennirnir stoppi skemur á landinu en áður. Yfir 40% skoða norðurljós Samkvæmt athugun Ferða- málastofu greiddu rúmlega 14% er- lendra ferðamanna fyrir norður- ljósaferðir hér á landi veturinn 2004 til 2005. Áratug síðar var þetta hlut- fall orðið 42%. Líklegt er að það sé ekki minna nú. Misjafnt er með hvaða hætti farið er í norðurljósaferðir. Ferðafólk sem hefur stutta viðdvöl á landinu kýs yf- irleitt að fara í rútuferðir og er þá sótt á hótelin. Aðrir kjósa að sigla með bát og eru slíkar ferðir m.a. frá Reykjavíkurhöfn. Þá er ennfremur hægt að leigja hesta og fara í reiðtúr til að skoða norðurljós. Fram hefur komið að búist er við því að virkni norðurljósa fari minnk- andi næstu árin og verði í lágmarki á árunum 2020 til 2021. Þetta þýðir þó ekki að norðurljósin hverfi af himn- inum en þau verða mun daufari en nú er fram til 2025 að því er fram kom í samtali við Sævar Helga Bjarnason, ritstjóra Stjörnu- fræðivefsins, hér í blaðinu fyrir nokkru síðan. Á vef Veðurstofunnar eru daglega birtar spár um virkni norðurljósa. Talsverð virkni var í gær og gert er ráð fyrir dálítilli virkni í kvöld en minni á morgun. gudmundur@mbl.is Norðurljósin heilla enn ferðafólk  Skipulagðar ferðir til að skoða norðurljós eru hafnar að nýju og standa fram í apríl  Margir koma sérstaklega til landsins til að kynna sér norðurljósin  Verða daufari á árunum 2020 til 2025 Morgunblaðið/Eggert Norðurljós Einstök litbrigði og dulúð við Skorradalsvatn þar sem norðurljósin stíga dans í myrkrinu. Norðurljósaferðir » Mikil aukning hefur orðið á ferðum útlendinga til að skoða norðurljós á Íslandi. » Talið er að yfir 40% er- lendra ferðamanna fari í skipu- lagðar norðurljósaferðir yfir vetrartímann. » Algengast að farið sé með rútu, en bátsferðir og hesta- ferðir eru líka í boði. » Virkni norðurljósa verður líklega minni frá hausti 2020 og fram til 2025. Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og geoSilica.is Unnið úr 100% náttúrulegum jarðhitakísil og mangan í hreinu íslensku vatni. fyrir uppbyggingu beina og styrkingu bandvefjar þ.m.t. liðbönd, liðþófar og krossbönd. Liðir og bein Repair Nánari upplýsingar á www.geosilica.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.