Morgunblaðið - 25.09.2018, Side 8

Morgunblaðið - 25.09.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2018 Það voru ekki einvörðungu kylf-ingar sem tóku eftir því þegar Tiger Woods vann gólfmót um helgina. Og það er engin væmni eða velgja að gefa sér að flestir þeirra hafi verið snortnir.    Nú er ekkióheyrilega langt síðan að það var meiri frétt ef Tiger vann ekki öll þau mót sem hann tók þátt í.    En svo dró skyndilega ský fyrirsólu þessa snillings með kylf- una. En það var ekki bara það að hann væri hættur að hitta holur sem er afleitt í golfi.    Og það var ekki bara að hannværi að sögn útsettur af verkj- um víða um skrokk, svo afleitt sem það þó var. Það birtist nefnilega hver fréttin af annarri sem benti til að Tiger Wood væri að missa sig og útlitið var fjarri því að vera gott. Stuðningsfyrirtæki og auglýsendur hrundu af honum í hrönnum.    Það hafa fleiri íþróttahetjur lentí slíkum spíral og svo horfið hratt úr heimi glans og frægðar. En þegar nokkur ár voru liðin fréttist að Tiger væri að spila aft- ur. Eða reyna það. Nú var hann ekki lengur á upplagðasta aldri spilara. Og hann varð fyrir hverri niðurlægingunni af annarri, aft- arlega í röð amatöra þegar verst lét.    En áfram hélt hann samt. Ogloks tók hann að komast á ný í gegnum niðurskurð og svo að mjakast upp stigatöfluna á ný. Og vann svo sitt fyrsta stórmót eftir 1.876 daga eyðimerkurgöngu. Þá braust út fögnuður. Tiger hafði sýnt einstaka einurð og staðfestu og átti sigur skilinn. Tiger Woods Tiger Woods STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um að ríkið, í gegnum Isavia ohf. og dótturfélag þess Frí- höfnina ehf., hætti að reka verslanir með tollfrjálsar vörur í smásölu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þess í stað verði verslunarrými boðið út til fyrirtækja á almennum smásölumarkaði sem annist alla verslunarþjónustu við farþega flug- stöðvarinnar, þ.m.t. Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til að selja áfengi og tóbak. Fyrsti flutningsmaður frumvarps- ins er Teitur Björn Einarsson. Í greinargerð með frumvarpinu segir að í núverandi lagaumhverfi sé sér- staklega mælt fyrir um skyldu Isavia til að hafa með höndum rekstur frí- hafnarverslunar. Markmið frum- varpsins sé að breyta þessu fyrir- komulagi og mæla fyrir um að ríkið hætti samkeppnisrekstri á ýmsum smásöluvörum en hlutverk Isavia verði áfram að meginstefnu til að ann- ast rekstur og uppbyggingu flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar. Segir í greinargerðinni að Fríhöfn- in ehf. reki nú fimm verslanir, fjórar fyrir brottfararfarþega og eina fyrir komufarþega, sem njóta opinberrar íhlutunar í formi skattleysis og bjóði upp á vörur á verulega lægra verði en viðgengst á almennum markaði. Stærsti sælgætissalinn Meðal vara sem Fríhöfnin bjóði upp á í flugstöðinni séu auk áfengis og tóbaks mikið úrval af sælgæti, snyrti- vörum, leikföngum, ferðavörum og nærfötum frá Victorias’s Secret, en Fríhöfnin ehf. fékk nýlega umboð frá alþjóðlegu nærfatakeðjunni til sölu á þeim vörum. „Er ekki óvarlegt, út frá umfangi verslunar Fríhafnarinnar ehf., að líta svo á að ríkið sé einn stærsti söluaðili sælgætis og snyrtivara á innanlands- markaði,“ segir í greinargerðinni. Ríkið hætti að reka fríhöfn Morgunblaðið/Eggert Flugstöð Úr flugstöð Leifs Eiríks- sonar á Keflavíkurflugvelli.  Frumvarp fjögurra þingmanna „Gríðarlega vel hefur gengið að grafa Dýrafjarðargöng. Nú eru verktak- arnir Metrostav a.s. og Suðurverk hf. búnir að sprengja Arnarfjarðarmegin og munu gangamenn nú færa sig yfir í Dýrafjörð og klára verkið þaðan. Búið er að sprengja 69 prósent gang- anna eða nánast alveg upp á há- bunguna, alls 3.658 metra,“ segir í frétt um framgang verksins á vef Vegagerðarinnar. Um kl 17 sl. laugardag sprengdi verktakinn síðustu færuna í göng- unum Arnarfjarðarmegin og var slegið til mikillar matarveislu um kvöldið. Fram kemur að starfsmenn verktaka voru að vonum glaðir og ánægðir með áfangann. Í seinustu viku lengdust göngin um 77,7 metra og er lengd ganganna þá orðin 3.657,6 metrar sem er um 69,0% af heildarlengd. Eru 27,5 metrar eftir að hábungu. ,,Alls voru 740 færur sprengdar í göngunum Arnarfjarðar- megin auk sprengivinnu í hliðar- rýmum útskota.“ Fram kemur að á næstu vikum taki við flutningar yfir í Dýrafjörðinn en auk þess muni verktaki vinna að loka- styrkingum í göngunum Arnarfjarð- armegin. ,,Mun hann einbeita sér að hægri vegg ganga til að unnt sé að byrja á lagnavinnu í göngum nú í haust. Áætlað er að fyrsta sprenging í Dýrafirði verði í annarri viku októ- ber,“ segir í fréttinni. Lengd ganganna orðin 3.658 metrar  Gangagreftri er lokið Arnarfjarðarmegin í Dýrafjarðargöngum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Dýrafjarðargöng Áfanga náð. SKECHERS HARPER HERRASKÓR MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI. STÆRÐIR 41-47,5. FÁST EINNIG BRÚNIR. HERRASKÓR KRINGLU OG SMÁRALIND 13.995

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.