Morgunblaðið - 25.09.2018, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 25.09.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2018 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Meiri en helmingur allra ríkja heimsins mun líklega ekki ná mark- miðum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um að draga úr þriðjungi ótíma- bærra dauðsfalla vegna fjögurra krónískra sjúkdóma, fyrir árið 2030. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn frá Imperial School of Public Health í London. Um er að ræða krabba- mein, hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og langvinna lungna- sjúkdóma, sem samanlagt voru dán- arorsök 12,5 milljóna manns á aldr- inum 30 til 70 ára, árið 2016. „Aðalatriðið er þetta: Markmiðin voru sett og flest lönd munu ekki ná að mæta þeim,“ segir Majid Ezzati, prófessor og aðalhöfundur rann- sóknarskýrslunnar, í samtali við AFP. Sameinuðu þjóðirnar settu markmiðið um að draga úr dauðs- föllum vegna þessarra sjúkdóma ár- ið 2015 en samkvæmt rannsókninni eru einungis 35 lönd á réttri leið til að ná þeim. „Alþjóðlegir styrktarað- ilar og ríkisstjórnir eru að gera of lítið til að draga úr dauðsföllum vegna smitlausra sjúkdóma,“ segir Ezzati en bætir við að það sé þó já- kvætt að sjá mörg ríki vera færast í rétt átt að markmiðinu. Bandaríkin ein á báti Af efnuðustu ríkjum heims eru Bandaríkin eina ríkið sem er ekki að fara mæta þessum markmiðum. Í fyrra birtist rannsókn í American Journal of Public Health sem sýndi að ótímabær dauðsföll væru að aukast í Bandaríkjunum, sér- staklega meðal hvítra Bandaríkja- manna á dreifbýlissvæðum. Ezzati segir slæma lýðheilsu, veikt opin- bert heilbrigðiskerfi og mikinn ójöfnuð valda þessu. Ef allir aldurshópar eru skoðaðir drepa smitlausir sjúkdómar yfir 40 milljónir manns á ári og eru ástæða sjö af hverjum tíu dauðsföllum á heimsvísu. Af þessum dauðsföllum eru 17 milljónir skráðar sem ótíma- bær, eða fyrir sjötugt. Bandaríkin eru í 53. sæti þegar kemur að ótíma- bærum dauðsföllum karla og 44. sæti hjá konum. Kína er í 80. sæti þegar kemur að körlum og 76. sæti þegar kemur að konum. Reykingar í Kína hafa sérstaklega mikil áhrif en rúmlega ein milljón manna læst af völdum reykinga í Kína á hverju ári. „Kína hefur marga möguleika til að draga úr reykingum og neyslu áfengis þar sem hvor iðnaður um sig er að mestu ríkisrekinn,“ segir Ezzati. Markmiðið ekki sett of hátt Hann neitar því að markmið SÞ hafi verið sett of hátt og segir að sú staðreynd að yfir 30 lönd séu á réttri leið og önnur 40 til 50 nálægt því bendi til þess að þetta sé framkvæm- anlegt. Þær þjóðir sem eru með litla neyslu tóbaks og áfengis, lágan blóð- þrýsting, gott opinbert heilbrigðis- kerfi og mikinn jöfnuð eru líklegust til að ná þessum markmiðum. Spánn, Singapúr, Portúgal, Ítalía, Finnland og Frakkland eru þau lönd sem standa sig best í að draga úr ótímabærum dauðsföllum kvenna vegna ofangreindra sjúkdóma. Ís- land, Svíþjóð, Noregur, Bahrain, Kanada og Nýja-Sjáland standa sig best meðal karla. Flest ná ekki markmiðum SÞ  Illa gengur að draga úr ótímabær- um dauðsföllum  35 lönd á réttri leið Morgunblaðið/Golli Dauðsföll Að draga úr reykingum hjálpar ríkjum að ná markmiði SÞ. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Í minnisblaði sem skrifstofa Alþingis hefur tekið saman um undirbúning og kostnað við hátíðarþingfundinn á Þingvöllum 18. júlí sl. kemur fram að framan af undirbúningnum hafi ver- ið á litlu öðru að byggja varðandi kostnað við þingfundinn en upp- reiknuðum kostnaði við fyrri hátíð- arfundi Alþingis á Þingvöllum. Fram kemur í upphafi minnis- blaðsins að það sé tekið saman vegna umræðu í fjölmiðlum síðustu daga um undirbúning og kostnað við há- tíðarþingfundinn. Orðrétt segir m.a. í minnisblaðinu: „Við gerð rekstraráætlunar Alþingis fyrir árið 2018 var ákveðið að taka frá 45 milljónir króna til verksins en að öðru leyti reiknað með að greiða kostnað með rekstrarfjárveitingum og höfuðstól. Hér var því ekki um eiginlega kostnaðaráætlun að ræða, enda ekki forsendur til þess, en nokkurs misskilnings hefur gætt um þetta í umræðunni. Á þeim tíma- punkti var ljóst að talsverð óvissa væri um ýmsa kostnaðarliði enda var jafnan tekið fram við umfjöllun um málið innan Alþingis, m.a. á fundi forsætisnefndar 19. janúar 2018, að kostnaður við verkefnið gæti orðið meiri en sú fjárhæð sem ráðstafað hafði verið til þess í rekstraráætlun Alþingis …“ Fram kemur í minnisblaðinu að vorið 2017 hafi verið skipaður vinnu- hópur innan skrifstofu Alþingis sem hafði á hendi undirbúning að Þing- vallafundinum. Að mörgu hafi verið að hyggja hvað varðaði nauðsynleg- an tæknibúnað, en mikill metnaður hafi verið lagður í beina sjónvarps- útsendingu frá fundinum. Ákveðið var að taka tilboði frá Ex- ton í tæknimálin í heild sinni. Þegar verðtilboðin í tæknimálin (hljóð- og ljósabúnað ásamt burðarkerfi og upphengibúnaði auk vinnu tækni- manna við uppsetningu búnaðarins og stýringu hans) og mat á þeim hafi legið fyrir, sem hafi reynst vera um 25 milljónir króna, hafi fyrst verið hægt að gera sér raunhæfa grein fyrir heildarkostnaði við verkefnið í heild sinni, ríflega 80 milljónir króna. Um öll tæknimál tengd þingfundin- um hafi Framkvæmdasýsla ríkisins og Alþingi haft samráð við fjölmarga aðila, samkvæmt því sem segir í minnisblaði skrifstofu Alþingis. Ekki eiginleg kostn- aðaráætlun Alþingis Morgunblaðið/Hari Hátíðarfundur Færri komu til Þingvalla til að fylgjast með hátíðarfundi Alþingis en gert hafði verið ráð fyrir.  Minnisblað skrifstofu Alþingis um hátíðarfundinn Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann fyrir að hafa á al- varlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sonar síns með því að hafa tekið um háls og/eða brjóstkassa drengsins og hrist hann. Hlaut son- urinn meðal annars blæðingu á heila og blóðsöfnun þar auk punktblæð- ingar í augnbotni. Fram kemur í ákærunni, að drengurinn hafi hlotið mar miðlægt yfir hægra viðbein vinstra megin á hálsi og rétt ofan viðbeins. Þá hafi hann fengið eymsli aftan á brjóst- kassa, klórsár á hálsi, innanbast- blæðingu á um fimm sentimetra svæði í framhluta heilans og væga blóðsöfnun yfir hnykiltjaldi. Einnig hafi drengurinn fengið innanbast- blæðingu á hvirfilblaði og punkt- blæðingar í augnbotni og verulega blæðingu inn á nethimnu. Eru brot mannsins sögð varða 1. og 2. málsgrein 218. greinar al- mennra hegningarlaga, en þar er meðal annars kveðið á um brot gegn fjölskyldumeðlimum. Samkvæmt fyrri málsgreininni getur brot varð- að allt að sex ára fangelsi, en sam- kvæmt þeirri seinni, þar sem tekið er fram að um stórfellt brot sé að ræða, getur það varðað allt að 16 ára fangelsi. Þá fer forsjáraðili drengsins fram á 2,5 milljónir í skaðabætur fyrir hönd drengsins í einkaréttarkröfu. Maður ákærð- ur fyrir að hrista son sinn Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Blússa Kr. 6.900 Str. S-XXL Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.