Morgunblaðið - 25.09.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2018
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Við getum fengið aukinnstyrk á þessu æviskeiði,af því þetta er þroska-skeið. Mér finnst breyt-
ingaskeið ekki rétta orðið, því
þetta er í raun eins og að verða
aftur unglingur, það verða bæði
andlegar og líkamlegar breytingar.
Málið er að læra að takast á við
þetta. Þetta snýst um að hlusta á
líkama sinn og sál og fara eftir því.
Þetta getur verið frábært tímabil,
börnin farin að heiman og fólk hef-
ur meiri tíma til að sinna sínum
hugðarefnum. Margar konur
blómstra á þessu æviskeiði, en allt-
of mikið hefur verið talað um þetta
sem neikvætt tímabil. Þetta er í
raun nýtt tækifæri og margar kon-
ur öðlast hugrekki á þessu skeiði,
verða miklu sterkari. Sumar fara
að mála, skrifa eða gera eitthvað
annað sem þær hafa ekki þorað að
gera. Guðrún frá Lundi byrjaði að
skrifa eftir fertugt, og náði að
skrifa margar bækur. En auðvitað
eru líka dæmi um konur sem fest-
ast í vanlíðan og pirringi, en það
þarf ekki að verða þannig,“ segir
Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir
en hún ætlar ásamt Jóhönnu Björk
Briem jóga-nidra-leiðbeinanda að
halda námskeið í næsta mánuði
fyrir konur um tímabilið sem tekur
við eftir tíðahvörf.
„Ég hef verið með námskeið
fyrir bæði konur og karla um
breytingaskeiðið og það er sann-
arlega þörf á því. Karlarnir fara
ekki síður en konur í gegnum
breytingaskeið, en þegar ég var
með námskeið um breytingaskeið
karla fyrir rúmum tuttugu árum
hafði enginn fjallað um það. Þetta
er því miður enn tabú hjá körlum.“
Skortur á slökun dregur
fram neikvæð einkenni
Kolbrún hefur undanfarna
rúma tvo áratugi fengið konur til
sín sem eru staddar á þessu
þroskaskeiði.
„Konur leita til mín vegna
þess að líkamskerfið verður við-
kvæmara eftir ákveðinn aldur,
svefninn verður viðkvæmari og
konur þola minni streitu. Allt sem
þær gera hefur á vissan hátt sterk-
ari áhrif á þær. Þegar ég var að
byrja sem grasalæknir var mest
talað um líkamlegu einkennin, hita-
kófin, en ég sé þetta þannig að það
er ekki hormónakerfið sem stjórn-
ar því hvernig þetta er, heldur
stjórnar taugakerfið hormónakerf-
inu. Ástæðan fyrir því að við ætl-
um á námskeiðinu að blanda jóga-
nidra inn í þetta er sú að slökun
hefur mjög góð áhrif. Ef kona nær
að róa hug og líkama nær hún í
leiðinni að laga heilmikið af því
sem plagar hana. Vissulega er gott
að gera ýmislegt til að hjálpa, eins
og að breyta mataræði og taka inn
ákveðnar jurtir, en ef ekki er slak-
að á koma frekar fram þessi nei-
kvæðu einkenni.“
Að vera í takt við æviskeiðið
Kolbrún segist líka ætla að
nálgast viðfangsefnið út frá ind-
verskum lækningum, ayurveda-
fræðum.
„Þar er æviskeiðum mann-
eskju skipt upp í frumefni. Þegar
við erum 0 til 20 ára erum við jörð
og vatn og þá finnst okkur við þola
að borða óhollt og sofa lítið. Þegar
við erum 20 til 50 ára erum við
eldur enda erum við þá að stofna
fjölskyldu, eignast börn og byggja
upp starfsferil. En frá 50 ára og út
ævina erum við meira loft, þá þurf-
um við að hægja á. Ef fólk hægir
ekki á sér eftir fimmtugt, jafnvel
þótt því finnist það geta verið á
fullu, verður hrörnunin miklu hrað-
ari. Okkur Íslendingum hættir svo
til að vera á fullu, gera alltof mik-
ið, bæði í vinnu og frístundum. Ég
held því fram að þetta sé að hluta
til vegna þess að við búum á eld-
eyju, en eldurinn er ekki eilífur.
Við þurfum að stoppa og vera í
takt við okkar æviskeið. Auðvitað
getum við gert helling, fólk á ekki
að leggjast í kör, en það þarf að
leggja áherslu á slökun, ganga
hægar til dæmis. Ég er sjálf mjög
„hröð“ manneskja, geri allt hratt,
en ég er að æfa mig í að hægja á
mér núna, og að fara fyrr að sofa,
það skiptir máli á þessu skeiði. Allt
er þetta til að leggja meira inn í
heilsubankann.“
Hvað viltu fá út úr lífinu?
Kolbrún segir ástæðu þess að
jóga-nidra sé hluti af námskeiðinu
þá að þar er áherslan á djúp-
slökun.
„Þetta er stundum kallað jóg-
ískur svefn, og með því að kynna
þetta fyrir konum viljum við leyfa
þeim að finna hvað það getur gert
fyrir þær að tileinka sér djúp-
slökun. Það er mikil þörf á þessu
því hraði samfélagsins er mikill.
Útgangspunkturinn í því að kom-
ast í gegnum breytingaskeiðið er
að láta fólk finna sér ásetning og
spyrja: hvert ertu að fara og hvað
viltu fá út úr lífinu,“ segir Kolbrún
sem ætlar einnig að koma inn á
hvaða jurtir geti hjálpað við að að-
stoða líkamann, svo konum líði bet-
ur. „Það eru til jurtir við hita- og
svitakófum og jurtir hjálpa líka til
við að draga úr andlegum pirringi,
þunglyndi og svefnleysi. Ég ætla
líka að tala um mataræðið og olíur,
en þær skipta miklu máli á þessu
aldursskeiði.“
Eins og að verða aftur unglingur
Bæði karlar og konur
ganga í gegnum breyt-
ingaskeið eftir ákveðinn
aldur, þegar hormóna-
búskapur líkamans breyt-
ist. Sumir festast í pirr-
ingi en þannig þarf það
alls ekki að vera.
Gaman saman Kolbrún (til hægri) og Jóhanna ætla að vera saman með námskeið fyrir konur um breytingaskeiðið.
Þetta getur verið frá-
bært tímabil, börnin far-
in að heiman og fólk
hefur meiri tíma til að
sinna sínum hugðar-
efnum. Margar konur
blómstra á þessu ævi-
skeiði.
Ert þú kona á seinna þroskaskeiði
ævinnar? Langar þig til þess að
nýta þetta æviskeið til umbreyt-
inga, til að öðlast meira jafnvægi,
gefa lífinu nýja merkingu, setja þér
markmið fyrir framtíðina, fræðast
um styrkjandi jurtir og mataræði
og fara í djúpa slökun og umbreyt-
ingu í gegnum jóga nidra?
Kolbrún og Jóhanna bjóða upp á
fjögurra vikna námskeið, Lifandi –
lausnir og ráð fyrir breytingaskeið
kvenna, sem hefst 8. október. Þar
verður fræðsla um hormónakerfið,
farið yfir mataræði og jurtir, farið
yfir orkustöðvar og gerðar æfingar
til að opna þær og farið yfir heild-
rænt heilsulíkan þar sem skoðaðir
eru þættir sem stuðla að jafnvægi
og góðri heilsu. Fjallað er um
streitu, áhrif hennar og leiðir til að
vinna með og draga úr henni.
Í gegnum sjálfsskoðun kennum
við þátttakendum að setja sér
ásetning fyrir lífið út frá eigin for-
sendum og vilja. Ætlunin er að
hafa gagn og gaman saman,
styrkja kvenorkuna og kraftinn
sem vaknar til lífsins á þessu
blómaskeiði.
Skráning og upplýsingar á net-
fanginu: johanna.briem@gmail.com
Lifandi – lausnir og ráð fyrir breytingaskeið kvenna
Kvenorka og kraftur vaknar til
lífsins á þessu blómaskeiði
Getty Images/iStockphoto
Nýtt tímabil Konur geta nýtt seinna þroskaskeiðið til umbreytinga.
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Japanskt
meistaraverk
Landsins mesta
úrval af píanóum
í öllum verð�lokkum.
Hjá okkur færðu
faglega þjónustu,
byggða á þekkingu
og áratuga reynslu.