Morgunblaðið - 25.09.2018, Síða 15

Morgunblaðið - 25.09.2018, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2018 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fjórir alþingismenn munu sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna í New York á þessu hausti. Þingmennirnir eru Brynjar Níelsson, Sjálfstæðisflokki, Bjark- ey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstri- hreyfingunni – grænu framboði, Logi Einarsson, Samfylkingu, og Líneik Anna Sævarsdóttir, Fram- sóknarflokki. Þau munu dvelja ytra dagana 14.-26. október. Þingflokkarnir hafa um langt árabil sent fulltrúa á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Undanfarin ár hafa fjórir alþingismenn farið ár hvert og dvalið tæpar tvær vikur í New York í októbermánuði. Þjóð- þing annarra Norðurlanda hafa svipaðan hátt á, ásamt því að heim- sótt er höfuðborg Bandaríkjanna. Til þessa hefur verið litið og verið í undirbúningi að fylgja þessu for- dæmi, samkvæmt upplýsingum Jörundar Kristjánssonar, forstöðu- manns hjá Alþingi. Þetta haustið, við upphaf nýs kjörtímabils, verður því sú breyting á að vinnuheimsókn til Washington D.C. verður hluti af ferð þingmanna á allsherjarþingið – en heildardvalartími óbreyttur, segir Jörundur. Íslenska sendiráðið í Wash- ington hefur undirbúið dagskrá þingmannanna. Þar er gert ráð fyrir heimsókn í þingið og í hug- veitur og stofnanir með áherslu á norðurslóðamál og tvíhliða sam- skipti. Venjan hefur verið sú að þátt- töku þingflokka í allsherjarþinginu yfir kjörtímabilið er skipt eftir svo- kallaðri D’Hondt-aðferð. Því er mismunandi hvaða þingflokkar senda fulltrúa hvert haust. Í fyrrahaust var sú óvenjulega staða uppi að þingkosningar voru í október. Því sendi Alþingi bara tvo fulltrúa á allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna. Þetta var fámenn- asta nefndin sem þjóðþingið hafði sent á allsherjarþingið til þessa. Í sendinefnd Alþingis þá voru þær Ásta Guðrún Helgadóttir, þing- maður Pírata, og Elsa Lára Arn- ardóttir, þingmaður Framsóknar- flokksins. Þær hættu báðar þing- mennsku í fyrrahaust. Fjórir þingmenn munu sitja allsherjarþing SÞ  Vinnuheimsókn til Washington Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Líneik Anna Sævarsdóttir Brynjar Níelsson Logi Már Einarsson AFP SÞ Frá fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. Fjórir íslenskir þingmenn sækja þingið í október. Íslensku skáklandsliðin unnu bæði stórsigra í fyrstu umferð á Ólympíu- skákmótinu í Batumi í Georgíu. Lið Íslands í opnum flokki vann 4-0 sig- ur á sveit Palestínu. Fram kemur í tilkynningu til fjöl- miðla að íslensku keppendurnir voru allir töluvert stigahærri og lenti enginn þeirra í teljandi vand- ræðum með sinn andstæðing. ,,Kvennaliðið mætti sveit Baham- as og þar vannst einnig 4-0 sigur. Nansý Davíðsdóttir tefldi sína fyrstu skák fyrir íslenska kvennalandsliðið og landaði síðasta vinningnum þrátt fyrir harða mótspyrnu frá Bahama- stelpunni,“ segir í tilkynningunni. Töluverður fjöldi liða vann sína andstæðinga 4-0 en bæði lið eru talin fá mun erfiðari andstæðinga í um- ferðinni sem fram fer í dag, þriðju- dag. Hægt er að fylgjast með gangi mála í mótinu á vefsíðunni skak.is. Á Ólympíuskákmóti Nansý Davíðsdóttir tefldi og vann sína fyrstu skák á Ólympíumóti. Helgi Áss Grétarsson var einbeittur á fyrsta degi mótsins. Stórsigrar í fyrstu umferð í Batumi Ljósmynd/Aðsent Mögnuð rafmagnsverkfæri og frábært verð ÞÓR FH REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Baldursnes 8 Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Fyrirvari er settur vegna hugsanlegra ritvillna. Bútsög - LS1019L Kr. 150.000,- með VSK Bútsög - LS1216FLB Kr. 160.000,- með VSK Mótor 1510 W Sagarblað Ø 260 mm / 30 mm 90° Sagdýpt/Breidd 91 mm / 310 mm 45° Sagdýpt/Breidd 58 mm / 218 mm Gráðufærsla vinstri/hægri 60° Gráðuhalli vinstri/hægri 45° Þyngd 26,1 kg Borð fyrir sögina fylgir með Mótor 1650 W Sagarblað Ø 305 mm / 30 mm 90° Sagdýpt/Breidd 102 mm / 382 mm 45° Sagdýpt/Breidd 69 mm / 268 mm Gráðufærsla vinstri/hægri 45° Gráðuhalli vinstri/hægri 52° / 60° Þyngd 26,6 kg Borð fyrir sögina fylgir með

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.