Morgunblaðið - 25.09.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2018
25. september 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 109.69 110.21 109.95
Sterlingspund 144.7 145.4 145.05
Kanadadalur 84.92 85.42 85.17
Dönsk króna 17.297 17.399 17.348
Norsk króna 13.463 13.543 13.503
Sænsk króna 12.476 12.55 12.513
Svissn. franki 114.67 115.31 114.99
Japanskt jen 0.9723 0.9779 0.9751
SDR 154.04 154.96 154.5
Evra 129.04 129.76 129.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 155.4185
Hrávöruverð
Gull 1207.6 ($/únsa)
Ál 2032.0 ($/tonn) LME
Hráolía 78.67 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Greiningardeild Arion banka spáir
því að peningastefnunefnd Seðlabanka
Íslands muni halda stýrivöxtum
óbreyttum í 4,25% þegar ný ákvörðun
hennar verður kynnt á miðvikudag í
næstu viku. Bankinn segir að þetta
verði niðurstaðan þótt gera megi ráð
fyrir því að skiptar skoðanir verði milli
nefndarmanna um hvort halda eigi
vöxtunum óbreyttum eða hefja hækk-
un þeirra. Því ráði ekki síst sú stað-
reynd að septembermánuður hafi
reynst tíðindamikill í efnahagslegu til-
liti. Þannig segir bankinn að þau rök
sem mögulega verði tínd til fyrir vaxta-
hækkun að þessu sinni séu ný mæling
sem sýni mun kröftugri hagvöxt á
öðrum ársfjórðungi en gert var ráð fyr-
ir, hækkandi verðbólguálag á markaði,
stígandi verðbólguvæntingar, veikari
króna og lakari verðbólguhorfur en
spá Seðlabankans hafi gert ráð fyrir
og þá sé erlendur verðbólguþrýstingur
einnig að aukast.
Spá óbreyttum stýri-
vöxtum í komandi viku
STUTT
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Einkafyrirtæki í beinni samkeppni
við fjarskiptafyrirtækið Gagnaveitu
Reykjavíkur, GR, dótturfélag Orku-
veitu Reykjavíkur, hafa mun minna
svigrúm til að auka skuldir sínar og
fjárfestingarhraða en GR virðist
hafa. Þetta kemur fram í samtali
Morgunblaðsins við Orra Hauksson,
forstjóra Símans, en Míla, dóttur-
fyrirtæki Símans, leggur ljósleiðara í
samkeppni við GR.
Orri segir að lánaheimildir Síma-
samstæðunnar hafi hæst farið í 4,5 x
ebitda-hagnað á ári, en þær séu lægri
núna, og nú skuldar samstæðan 2 x
ebitda. Lánveitendur fyrirtækisins í
gegnum tíðina, bankar og lífeyris-
sjóðir, hafa sett ströng skilyrði um
skuldsetningu, að hans sögn.
Þá segir hann að leyfilegt fjárfest-
ingarhlutfall Símans hafi hæst farið í
20% af heildartekjum, en hið raun-
verulega hlutfall sé núna 18%.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að eftir sameininguna við 365 sé ann-
að stórt fyrirtæki á fjarskiptamark-
aði, Sýn, með skuldahlutfallið 3,4 x
ebitda. „Íslensk fyrirtæki með skuld-
setningu sem er 5 x ebitda eða hærra
eru ekki sjálfbær til lengri tíma. Pen-
ingarnir klárast allir í afborganir
lána og skatta og lítið verður eftir til
fjárfestinga, hvað þá arðgreiðslna,“
útskýrir Orri.
Eignir jukust samhliða
Til samanburðar má lesa úr ný-
birtum ársreikningi Gagnaveitunnar
að fyrirtækið hafi fjárfest á síðasta
ári fyrir 150% af heildartekjum og
var í árslok 2017 með vaxtaberandi
skuldir að fjárhæð sem jafngilti 7,8 x
ebitda. Heildarskuldsetning félags-
ins jókst um tæpa fjóra milljarða
króna á síðasta ári, fór úr tæpum sjö
milljörðum í tæpa 11 milljarða.
Erling Freyr Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri GR, segir aðspurður
um ástæðu aukningarinnar og hvort
lánardrottnar setji þeim ekkert há-
mark hvað skuldasöfnun varðar
að auknar fjárfestingar hafi verið
fjármagnaðar með lánsfé. „Verðmæti
eigna Gagnaveitu Reykjavíkur jókst
því samhliða um 3,8 milljarða á síð-
asta ári. GR heldur fjármögnunar-
aðilum vel upplýstum um fjárfesting-
aráform fyrirtækisins og rekstur
þess og fjármögnun uppbyggingar-
innar hefur gengið vel,“ segir Erling.
Tekjur GR námu 2.140 milljónum
á árinu og jukust um 323 milljónir
króna milli ára. Ebitda Gagnaveit-
unnar var 1.221 milljón króna árið
2017. Hagnaður félagsins fyrir tekju-
skatt nam 43 milljónum króna en tap
eftir skatt var 100 m.kr.
Orri bætir við að ef Síminn og önn-
ur fyrirtæki á sama markaði höguðu
sér með sama hætti og Gagnaveitan
yrðu viðkomandi fyrirtæki ógjaldfær
mjög fljótlega.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu fyrr á þessu ári hefur Gagna-
veitan fjárfest í fjarskiptum fyrir ná-
lægt 30 milljarða króna að núvirði á
síðustu 20 árum, þrátt fyrir að aldrei
hafi verið jákvætt fjárflæði af starf-
seminni.
Lánaheimildir GR marg-
faldar á við einkafyrirtæki
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Internet Gagnaveita Reykjavíkur, sem er í eigu OR, leggur ljósleiðara í samkeppni við Mílu, dótturfélag Símans.
Tengingar
» Öll heimili á höfuðborgar-
svæðinu verða tengd ljósleiðara
GR um næstu áramót.
» Skuldir GR námu 11,5 millj-
örðum króna í lok árs 2017.
» Tekjur félagsins voru rúmir
tveir milljarðar.
» 91 þúsund heimili tengjast nú
þegar ljósleiðara Gagnaveitu
Reykjavíkur.
» Einkafyrirtæki sæta ströngum
skilyrðum um skuldsetningu.
Skuldir Gagnaveitu Reykjavíkur jukust um fjóra milljarða á árinu 2017
365, sem gefur út Fréttablaðið og
tískutímaritið Glamour, skilaði 146
milljóna króna rekstrartapi á síð-
asta rekstrarári, samanborið við 312
milljóna rekstrartap árið á undan.
Taka þessar tölur til þeirrar starf-
semi sem enn er rekin undir hatti fé-
lagsins og dótturfélaga þess í kjölfar
þess að Vodafone, síðar Sýn, keypti
stóran hluta starfseminnar í lok árs í
fyrra.
Tekjur félagsins af starfseminni
drógust lítillega saman milli ára og
námu 2,5 milljörðum króna en voru
2,6 milljarðar árið á undan. Það gerði
kostnaðurinn einnig, stóð í tæpum
2,7 milljörðum og lækkaði um 251
milljón milli ára.
Fjármunatekjur í 522 milljónir
Fjármunatekjur jukust hins vegar
til muna og fóru úr 13 milljónum í
522 milljónir króna. Skv. reikningn-
um munar þar mestu um gangvirð-
isbreytingar veltufjárhlutabréfa en
þær voru jákvæðar sem nam 495
milljónum. Það heldur hins vegar á
talsverðum eignum í kjölfar sölunn-
ar til Sýnar. Þannig fékk félagið um
1,5 milljarða í formi reiðufjár fyrir
söluna, 10,9% hlut í Sýn og þá losaði
félagið um skuldir sem námu 4,6
milljörðum króna. Vegna sölunnar
bókfærði 365 sömuleiðis 283 milljóna
króna söluhagnað í bækur sínar fyrir
liðið ár.
Þrátt fyrir söluhagnaðinn og hinar
miklu fjármunatekjur reyndist tap
af starfsemi félagsins 348 milljónir
króna. Ræður þar mestu sú stað-
reynd að félagið bókfærir tekju-
skattsgreiðslu af aflagðri starfsemi
og nemur hún ríflega 1,1 milljarði
króna. Eignir 365 námu um nýliðin
áramót 5,3 milljörðum króna. Þar af
var handbært fé 1,2 milljarðar,
veltufjárhlutabréf stóðu í 2,2 mill-
ljörðum og óefnislegar eignir voru
metnar á 857 milljónir.
Skuldir félagsins námu á sama
tíma 2,9 milljörðum króna. Þar af
námu langtímaskuldir tæpum 1,1
milljarði króna.
Eigið fé félagsins var bókfært 2,4
milljarðar króna. Félagið hefur
áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykja-
víkur í skattamáli sem félagið rak
vegna úrskurðar ríkisskattstjóra og
yfirskattanefndar. Félagið tapaði
málinu í héraði. Verði niðurstaða
dómsins staðfest fyrir æðra dómstigi
mun það hafa áhrif til lækkunar eig-
infjár félagsins sem nemur 584 millj-
ónum króna. ses@mbl.is
Rekstrartap 365
146 milljónir í fyrra
Gefur út Fréttablaðið og Glamour
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri