Morgunblaðið - 25.09.2018, Page 24

Morgunblaðið - 25.09.2018, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2018 ✝ Haukur Guð-jónsson fædd- ist á Selfossi 27. desember 1947. Hann lést 16. september 2018 á Hjúkrunarheimili Eiri í Grafavogi. Foreldrar hans voru Guðjón Helgi Sigurðsson, f. 26. nóvember 1927, d. 24. ágúst 2014, frá Seljatungu í Gaulverjabæjar- hreppi, og Margrét Valdimars- dóttir, f. 26. apríl 1921, d. 13. október 1982, frá Teigi í Vopnafirði. Systkini Hauks eru Rann- veig Ágústa Guðjónsdóttir, f. 6. desember 1952, d. 5. apríl 2009, maki Ólafur Árnason. Erla Sigríður Guðjónsdóttir, f. 27. maí 1958, maki Oddur Óla- son. Valdimar Guðjónsson, f. 21. janúar 1961, maki Kristín Ólafsdóttir. Haukur hóf skólagöngu sína í barnaskóla Gaulverja og lauk henni með því að útskrifast sem búfræðingur frá Bænda- skólanum á Hvanneyri. Í framhaldi af því fór hann til Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum. Þar starfaði hann hjá veitingaþjónustu sem rekin var af föðursystur hans. Eftir dvöl sína í Banda- ríkjunum flutti hann aftur heim í Gaulverjabæ til for- eldra sinna þar sem hann sinnti ýmsum störfum, meðal annars sem steypubílstjóri og síðar við lagningu vatnsveitu í flóanum. Í framhaldi af því hóf hann störf hjá Reykja- lundi í Mosfellsbæ þar sem hann starfaði við plastsuðu. Hann flutti með starfi sínu til Reykjavíkur og síðar í Mos- fellsbæ þar sem hann bjó lengst. Haukur ferðaðist víða um land í tengslum við störf sín sem plastsuðumeistari en við það starfaði hann þangað til hann lét af störfum sökum heilsubrests. Útför Hauks fer fram frá Lágafellskirkju í dag, 25. september 2018, og hefst at- höfnin klukkan 13. Haukur giftist Jóhönnu Baldurs- dóttur, f. 29. maí 1948, árið 1980. Þau slitu sam- vistum árið 2001. Synir þeirra eru: 1) Baldur Hauks- son, f. 7. nóv- ember 1979, sam- býliskona Laufey Bjarnadóttir, f. 15. mars 1988. Börn þeirra eru Jóhann Helgi, f. 25. október 2012, og Bríet Sól, f. 22. september 2016. 2) Grétar Hauksson f. 18. apríl 1981. Eiginkona Eva Ósk Svendsen Engelhartsdóttir, f. 2. júlí 1982. Börn þeirra eru Helga Katrín, f. 28. mars 2005, og Rúnar Óli, f. 29. jan- úar 2008. Haukur ólst upp í Gaulverjabæ, þar sem for- eldrar hans bjuggu ásamt börnum og sinntu búskap. Elsku pabbi, núna er biðinni loksins lokið. Þetta var erfitt símtal að fá en í hjartanu var ákveðinn léttir að þú værir núna loksins laus úr prísund- inni, kominn á betri stað. Mikið er ég þakklátur fyrir þann tíma sem ég fékk með þér og allar þær stundir sem við áttum saman fjölskyldan og síðan við tveir. Þessi síðustu ár hafa ver- ið erfið og lánið ekki leikið við þig frekar en mömmu. Í seinni tíð hef ég átt erfitt með að skilja hvernig þú þoldir óþekkt- ina í okkur bræðrunum þegar við vorum litlir og þrátt fyrir hana varstu alltaf til í að hjálpa manni þegar maður kom heim búinn að skemma eitthvað, hvort sem það var leikfang, hjól eða bíll. Alltaf gat maður geng- ið að þér vísum ef eitthvað bját- aði á. Mér verður hugsað til þess þegar við fórum saman á Rolling Stones í Kaupmanna- höfn, að þú skyldir loksins sjá átrúnaðargoðin sem þú hafðir haldið upp á frá því á unglings- árunum. Þessa ferð ásamt öll- um mínum minningum mun ég geyma í hjarta mín til að geta rifjað upp þegar söknuðurinn sækir að. En núna í dag kveð ég þig í hinsta sinn, elsku pabbi, takk fyrir allt. Þinn sonur Baldur. Það er tæpast hægt að segja að fregnin af andláti Hauks frænda míns hafi komið á óvart. Hann var búinn að glíma við al- varlegan heilsubrest í nærfellt áratug og orðinn saddur líf- daga. Það er hins vegar svo að á kveðjustundu sem þessari fylgir ávallt sorg og söknuður. Þótt samvistir hafi strjálast okkar á milli á seinni árum vor- um við nánir hvor öðrum enda vorum við bæði systra- og bræðrasynir og einungis tveggja ára munur í aldri. Ég sótti mjög að komast í sveitina til frændfólks míns og var mörg ár sumrungur þar á bæ. Deildi ég þá herbergi með frænda mínum og brölluðum við ým- islegt. Þar lærði ég að meta Rollingana, sem voru í uppá- haldi, og Bítlana. Lög unga fólksins ómuðu úr herberginu í hverri viku og toppurinn var að ná í Kana-útvarpið þótt hlust- unarskilyrði væru ekki alltaf upp á það besta. Haukur átti góðar myndavélar sem þá voru ekki hvers manns eign eins og nú og hafði hann gaman af því að taka myndir. Í frístundum var mikið við haft til að myrkva herbergið og framkalla mynd- irnar og stækka. Ég leit alla tíð upp til frænda míns. Hann var harðduglegur og kunni á öllu verklegu skil í sveitinni. Bústörfin léku í hönd- um hans, hann gekk í öll verk sem fullorðinn væri og var bæði verklaginn og verkhygginn. Öllu sem vék að vélum kunni hann skil á, hann gat smíðað úr járni og hann var óragur við að prófa ýmsa hluti sem mér kaupstaðardrengnum voru framandi. Haukur hafði ungur áhuga á líkamsrækt og útbjó sér bæði handlóð og slár sem hann steypti úr blýi sem safnað var úr rafgeymum. Hann vatt sér í terru á slám og bitum í útihús- unum, gerði armlyftur sem ég horfði með aðdáun á en kaus að taka ekki þátt til að sýna ekki hversu miklu munaði á okkur frændum. Þessi áhugi Hauks leiddi til þess að hann fór í íþróttaskóla Sigurðar Greips- sonar í Haukadal. Af íþrótta- skólanum lá svo leið hans í Bændaskólann á Hvanneyri þaðan sem hann lauk búnaðar- námi. Það átti þó ekki fyrir honum að liggja að stunda bú- skap því hann starfaði lengst- um hjá Reykjalundi. Haustið 1969 fór Haukur ásamt Sverri frænda okkar til starfa hjá Laufeyju frænku Sig- urðardóttur á matsölustað í Minneapolis. Vorið 1970 bauð hún mér að koma til þeirra. Það var auðvit- að mikið ævintýri fyrir mig að fá að dveljast með frændum mínum og taka þátt í ævintýr- um þeirra og starfi. Þeir þekktu orðið ýmsa refilstigu borgarinnar sem þeir leiddu mig um og töldu sig nokkuð sjóaða á hálum ís hennar. Þeir höfðu eignast ameríska drossíu, Oldsmobile MLC-504, og á henni lögðum við upp í 4.000 mílna ferðalag um sléttur Bandaríkjanna með tjald og annan viðlegubúnað. Aðra ferð fórum við með frænku á Íslendingahátíð við Michigan-vatn. Þetta var ógleymanlegt æv- intýri sem ég stend frændum mínum og frænku í þakkar- skuld fyrir. En nú er komið að leiðarlokum. Eimpípan blístrar í síðasta sinn; sé ég að komin er skilnaðarstund. (Erla) Við Anna Bára sendum Grét- ari, Baldri, fjölskyldum þeirra og ættingjum innilegar samúð- arkveðjur. Hvíl þú í friði, kæri frændi. Trausti. Lífið tekur stundum snögg- lega U-beygju, það gerði það sannarlega hjá Hauki, mínum kæra mági, er hann fékk ótíma- bært heilablóðfall fyrir níu ár- um sem skerti svo mjög lífs- gæði hans. Tíminn stöðvast um stund og maður hugsar um liðinn tíma. Hann tók mér einkar vel er ég kom inn í fjölskylduna, feimin og reynslulaus verðandi hús- móðir á æskuheimili hans í sveitinni sem hann hafði svo sterkar taugar til. Í einni heim- sókninni hingað gaf hann mér forláta gaffal í hrossasaltkjöts- tunnuna sem hann hafði smíðað og hefur nýst mér vel. Haukur var hlýr rólyndis- maður sem gerði ekki manna- mun, þeir sem minna mega sín áttu í honum góðan vin. Síðustu ár voru honum erfið þar sem hann gat ekki tjáð sig og missti mátt að hluta. Hann var ótrúlega rólegur og yfirvegaður yfir hlutskipti sínu. Ég undraðist það oft og dáðist að, þó hann gæti ekki tjáð sig með orðum þá skildi hann allt sem um var rætt, það sást alveg í góðlegum augunum hans og svipbrigðum. Andlát er alltaf dapurlegt en stundum líkn fyrir hinn liðna, ég tel mig geta fullyrt það að hann var vel tilbúinn til að fara yfir í sumarlandið góða og losna úr þessum fjötrum sem hann var í. Hafðu bestu þakkir fyrir allt, Haukur minn. Innilegar sam- úðarkveðjur til allra aðstand- enda hans. Kristín Ólafsdóttir. Nú þegar félagi okkar og vinur, Haukur frá Gaulverjabæ, er burt kvaddur frá þessu jarð- neska lífi eftir erfið veikindi í alltof langan tíma, langar okkur að minnast hans í nokkrum orð- um. Við kynntumst honum þeg- ar við vorum ungir að árum og síðan lá leið okkar allra haustið 1965 í Bændaskólann á Hvann- eyri þar sem við vorum við nám og leik í tvo vetur. Haukur var góður félagi, léttur í lund og hugmyndaríkur og hafði hann gaman af náminu og gekk vel að nema fræðin. Mjög sótti hann í að leika tónlist og heyrð- ist því oft nokkur hávaði frá herbergi hans þegar hann setti plötu á fóninn. Oftast lék hann Rolling Stones eða Bítlana og voru þessir tónleikar hans oft vel sóttir af skólafélögunum. Haukur var mjög tæknilega sinnaður, einn af þeim sem voru oft með myndavélina á lofti og náði því mörgum góðum myndum mönnum að óvörum. Haustið 1968 fórum við með Hauki og fleirum með Bænda- ferðum til London og höfðum mjög gaman af og oft hefur sú ferð verið rifjuð upp á góðum stundum. Sem ungur maður hafði Haukur mjög fastmótaðar skoðanir á hinum ýmsu málum, tókumst við oft á og varð að mikill hávaði þegar farið var að ræða stjórnmálin en aldrei man ég eftir að menn yrðu sárir eft- ir slíkar rimmur. Eftir að námi lauk vann Haukur á búi for- eldra sinna í Gaulverjabæ, fór til sjós og vann ýmis önnur störf. Hann var ákaflega góður vélamaður, handlaginn og snjall viðgerðarmaður. Þá erfði hann smá bíladellu frá föður sínum. Ekki fór það svo að hann gerð- ist bóndi þrátt fyrir námið á Hvanneyri en eflaust hefði það farið honum vel úr hendi ef svo hefði orðið. Hann valdi annan starfsvettvang og þar nýttust starfskraftar hans og lagni vel. Við gamlir félagar kveðjum Hauk með virðingu og þökk en getum ekki verið við útför hans þar sem aldrei þessu vant erum við staddir erlendis. Sendum sonum og ættingjum öllum samúðarkveðjur. Geir Ágústsson, Gerðum, og Ólafur Einarsson, Hurðarbaki. Haukur Guðjónsson Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu KRISTALS LJÓSAKRÓNUR í Glæsibæ Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristals- ljósakrónur, veggljós, matarstell, kristalsglös til sölu. BOHEMIA KRISTALL Glæsibær. Sími 7730273 Bókhald NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn- ingsfærslur o.fl. Hafið samband í síma 649-6134. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Málarar Málarar. Faglærðir málar geta bætt við sig verkefnum. Öll almenn málningarþjónusta í boði. uppl. í síma 696-2748, netfang: loggildurmalari@gmail.com Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Folöld til sölu Folöld undan Aðalsteini frá Íbíshóli til sölu í Húsey í Skagafirði. Aðalsteinn fór í aðaleinkunn upp á 8,47 í sumar, 8,66 fyrir hæfileika, þarf af 9 fyrir tölt og skeið. Folöldin sýna allar gangtegundir. Áhugasamir geta haft samband í s. 898-9895 eða með því að senda póst á felix@norfish.is Dýrahald atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HARALDAR GÍSLA SIGFÚSSONAR, fv. leigubifreiðarstjóra frá Stóru-Hvalsá, Hrútafirði, Álfheimum 44, Reykjavík. Hreinn Haraldsson Ólöf Erna Adamsdóttir Hanna Dóra Haraldsdóttir Bjarni Jón Agnarsson Sigfús Birgir Haraldsson Hanna Jóhannsdóttir barnabörn og fjölskyldur þeirra Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviá- gripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráð- legt að senda myndina á net- fangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.