Morgunblaðið - 25.09.2018, Side 26

Morgunblaðið - 25.09.2018, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2018 Ég er búin að bíða eftirfertugsafmælinulengi,“ segir Erla Hlynsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, en hún á einmitt 40 ára afmæli í dag. „Á unglingsárun- um taldi ég mig vita allt, eins og gengur og gerist, en upp úr tvítugu fór ég að átta mig á því hvað ég vissi í raun lítið en lærði mikið á hverju einasta ári. Ég reiknaði þá fastlega með því að vera orðin algjör viskubrunnur um fertugt og beið spennt eftir því. Núna sé ég að maður er ennþá að læra og verður líklega aldrei mettur þegar kemur að þekkingu og reynslu. Ég held því bara áfram að læra.“ Erla stendur við þau orð því hún er núna í meistaranámi, stundar fjarnám við Bifröst í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun. „Þetta nám talar mikið inn í starfið mitt og ég hef því getað unnið verkefni í skólanum sem tengjast vinnunni beint og næ þannig að samtvinna nám og vinnu.“ Framkvæmdastjórastaðan hjá Pírötum hefur verið erilsöm enda hafa tvennar kosningar farið fram frá því að Erla byrjaði í starfinu fyrir rúmu ári. „Núna er ég að undirbúa aðalfund Pírata sem verður um næstu helgi á Selfossi. Þá verður kosið í laus sæti í ráðum og nefndum, kynntar árskýrslur og ársreikningur. Ég hef því varla tíma til að halda upp á afmælið mitt, ætli ég fari nú samt ekki út að borða í hádeginu. Ég ætlaði alltaf halda svaka partí þegar ég yrði fertug og mér finnst rosalega gaman að eiga afmæli. Kannski næ ég að halda partí í október.“ Áður en Erla tók við starfinu hjá Pírötum hafði hún starfað lengi sem blaðamaður og vakið mikla athygli fyrir störf sín þar. Hún vann þrisvar sinnum mál hjá Mannréttindadómstól Evrópu þar sem ís- lenska ríkið var dæmt fyrir að hafa brotið Mannréttindasáttmála Evr- ópu gagnvart henni. Í þremur málum var hún dæmd fyrir meiðyrði á Íslandi, í tveimur þeirra féll dómurinn í Hæstarétti en í þeim þriðja fékk hún ekki áfrýjunarleyfi og gat því ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Hún fór þá með málið til Mannréttindadómstólsins í staðinn. Dóttir Erlu er Lovísa sem er átta ára gömul. „Hún er mér allt og ég er afskaplega þakklát fyrir að hafa fengið hana í líf mitt.“ Píratinn Erla Hlynsdóttir. Gerði Íslenska ríkið þrisvar afturreka Erla Hlynsdóttir er fertug í dag S igurður fæddist í Reykja- vík 25.9. 1948 og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1968, kandí- datsprófi í læknisfræði frá HÍ 1975, stundaði framhaldsnám í lyflækningum við Hurley Medical Center í Flint í Michigan 1978-79 og við University of Wisconsin í Madis- on 1979-81, lauk þaðan sérfræðiprófi í lyflækningum 1981, stundaði fram- haldsnám í smitsjúkdómum þar 1981-83, öðlaðist bandarískt sér- fræðileyfi í lyflækningum 1981 og í smitsjúkdómum 1984, íslenskt sér- fræðileyfi í lyflækningum og smit- sjúkdómum 1984 og varði dokt- orsritgerð við HÍ 1993 á sviði sýklafræði og lyfjafræði. Sigurður var aðstoðarlæknir við Borgarspítalann og Landspítalann 1975-78, heilsugæslulæknir á Egils- stöðum 1977, slysadeildarlæknir við sjúkrahús í Elkhorn og Beaver Dam í Wisconsin 1980-85, sérfræðingur og klínískur kennari við University of Wisconsin 1983-85, sérfræðingur í lyflækningum og smitsjúkdómum við Borgarspítalann 1985-93, sér- fræðingur á sama sviði við Landspít- alann 1993-99, yfirlæknir þar og fræðslustjóri unglækna 1994-99, sviðsstjóri fræðasviðs Landspítalans 1995-98, ásamt öðrum, settur aðstoð- arlandlæknir 1997, var landlæknir 1998-2008, læknir og tæknilegur ráð- gjafi á vegum Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands í Malaví (í eins árs launalausu leyfi frá starfi landlæknis) 2006-2007 og sérfræð- Sigurður Guðmundsson, prófessor við HÍ og sérfr. við LSH – 70 ára Við þorpsdæluna Sigurður var læknir og ráðgjafi á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Malaví 2006-2007. Sinnti læknisstörfum, kennslu og stjórnsýslu Göngugarpar Sigurður og Sigríður ganga úr Veiðileysufirði að Rangala. Vinkonurnar Stein- unn Böðvarsdóttir, Ísold Brynja Brjánsdóttir og Júlíana Oddsdóttir héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum. Söfn- unin var fyrir fram- an Krónuna í Nóa- túni og söfnuðust alls 9.379 kr. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Svampþvottastöð Afkastamikil sjálfvirk þvottastöð sem getur þvegið allt að 50 bíla á klukkustund. Opið virka daga kl. 8 -19 helgar kl. 10 – 18. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift aðMorgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.