Morgunblaðið - 25.09.2018, Síða 27

Morgunblaðið - 25.09.2018, Síða 27
ingur í lyflækningum og smitsjúk- dómum við LSH frá 2012. Sigurður var stundakennari við námsbraut í hjúkrunarfræði og við læknadeild HÍ 1985-89, stundakenn- ari í röntgentækni við Tækniskóla Íslands 1987-90 og í hjúkrunarfræði við HA 1988-89, dósent og síðar pró- fessor í lyflæknisfræði við lækna- deild HÍ 1989-1999, gistiprófesor í læknisfræði og lýðheilsuvísindum við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við HÍ 2008, forseti heilbrigðisvísinda- sviðs HÍ 2008-2012 og prófessor við læknadeild frá 2012. Sigurður sat í Stúdentaráði HÍ 1969-71, var formaður Félags lækna- nema 1973-74, hefur setið í fjölda nefnda á vegum læknadeildar HÍ, Borgarspítalans, heilbrigðis- yfirvalda og Læknafélags Reykja- víkur frá 1985 og sat í stjórn Sam- taka íslenskra lækna gegn kjarnorkuvá. Sigurður hefur skrifað fjölda greina í innlend og erlend fagtímarit sem og bókarkafla, einkum um smit- sjúkdóma og sýklafræði, hefur flutt fjölda fyrirlestra á innlendum og er- lendum ráðstefnum og ritað greinar og haldið fjölda erinda um alnæmi. Hann hefur hlotið fjölda rannsókn- arstyrkja úr Vísindasjóði Íslands og Rannsóknarsjóði HÍ. – Munt þú hætta störfum nú um sjötugt, Sigurður? „Nei, ég verð áfram í hálfu starfi. Mér hefur alltaf fundist það vægast sagt svolítið gróflega klippt og skor- ið, að fólk hætti skyndilega öllu sem það hefur verið að vinna við, kannski í áratugi, vegna eins afmælisdags. Á mínum starfsferli hef ég sinnt al- mennri umönnun sjúklinga, marg- víslegri kennslu og stjórnsýslu á heilbrigðissviði og mér finnst ég enn eiga ýmsu ólokið og ýmsu að miðla nemendum. Þegar ég lít um öxl þyk- ir mér vænt um að hafa fengið tæki- færi til að koma að þessum ólíku sviðum heilbrigðisþjónustunnar.“ Fjölskylda Sigurður kvæntist 16.5. 1970 Sig- ríði Snæbjörnsdóttur, f. 4.6. 1948, fv. framkvæmdastjóra Klínikurinnar í Ármúla. Hún er dóttir Snæbjörns Jónassonar, f. 18.12. 1921, d. 16.7. 1999, vegamálastjóra, og k.h., Bryn- dísar Jónsdóttur, f. 7.9. 1925, hús- móður. Börn Sigurðar og Sigríðar eru: 1) Bryndís, f. 7.10. 1970, smitsjúkdóma- læknir við LSH, búsett í Reykjavík, í sambúð með Jóni Gunnari Tynes, viðskiptafræðingi hjá Bílanausti, en börn hennar eru Hjalti Gunnlaugur, f. 1994; nemi í klínískri taugasálfræði í Hollandi, Guðmundur Ingvi, f. 2003, og Halldóra Hörn, f. 2007; 2) Kristín, f. 30.7. 1972, rekstrarfræðingur í Bandaríkjunum en maður hennar er Scott Bricco vélfræðingur og eru börn þeirra Emma Katrín, f. 2003, og Amanda Sigríður, f. 2007. og 3) Guðmundur Ingvi, f. 2.11. 1977, hrl. í Reykjavík, en kona hans er Magda- lena Sigurðardóttur viðskiptafræð- ingur og eru börn þeirra Sigurður Atli, f. 2004, Thelma Guðrún, f. 2007, og Benedikt Kári, f. 2013. Systkini Sigurðar eru Þórður Ingvi, f. 6.9. 1954, sendifulltrúi í Reykjavík, og Þórunn, f. 9.7. 1957, hrl. í Reykjavík. Foreldrar Sigurðar eru Guð- mundur Ingvi Sigurðsson, f. 16.6. 1922, d. 21.2. 2011, hrl. í Reykjavík, og k.h., Kristín Þorbjarnardóttir, f. 4.6. 1923, d. 23.12. 2008, húsmóðir. Sigurður Guðmundsson Arndís Pétursdóttir Eggerz húsfr. í Vatnsfirði, systurdóttir Ragnheiðar, langömmu Ástu, ömmu Davíðs Oddssonar Morgunblaðsritstj. Páll Ólafsson prófastur og alþm. í Vatnsfirði, systur- sonur Stefáns Stephensen amtmanns, af Stephensenum og ætt Jóns eldklerks Guðrún Pálsdóttir húsfr. á Bíldudal Þorbjörn Þórðarson héraðslæknir á Bíldudal Kristín Þorbjarnardóttir húsfr. í Rvík Guðrún Guðmundsdóttir húsfr. á Neðra-Hálsi Þórður Guðmundsson hreppstj. og dannebrogsm. á Neðra-Hálsi í Kjós Halldóra Ólafsdóttir geðlæknir í Rvík Sigurður Örlygsson myndlistar- maður í Rvík Þórður Ingvi Guðmunds- son sendiráðunautur Þórunn Guðmundsdóttir hrl. í Rvík Jón Oddsson tómt- húsm. íMýrarholti í Rvík Þórður Þórðarson lögfr. í Rvík Guðrún Ágústsdóttir fv. forseti borgarstjórnar Bjarni Jónsson vígslu- biskup og dómkirkjupr. Ólafur Sigurðsson yfirlæknir á Akureyri Örlygur Sigurðsson listmál- ari og rithöfundur í Rvík Þórður Þ. Þor- bjarnarson borgarverkfr. Þorbjörn Broddason pró- fessor emeritus við HÍ Broddi Broddason varafréttastjóri á RÚV Ólafur Ólafsson pr. í Saurbæjarþingum Ágúst Bjarna- son skrif- stofustj. í Rvík Þórður Þor- bjarnarson dr. í lífefnafr. í Rvík Guðrún Þor- bjarnardóttir húsfr. í Rvík Steingrímur Sigurðsson listmálari Þórunn Ólafsdóttir húsfr. í Kálfholti, fráMýrarhúsum, systurdóttir Þórðar, afa Kristjáns Albertssonar rithöfundar Ólafur Finnsson pr. í Kálfholti, systursonur Hans, langafa Ögmundar Jónassonar fv. ráðh., af Steph- ensenum og Presta-Högna ætt Halldóra Ólafsdóttir húsfr. á Akureyri Sigurður Guðmundsson skólameistariMA Ingibjörg Sigurðardóttir húsfr. íMjóadal Guðmundur Erlendsson b. áÆsustöðum, bróðursonur Jóns, afa Jóns á Akri, Jóns Leifs, Jóns Kaldal ljósmyndara og Jóns, alþm. í Stóradal, af Skeggstaðaætt Úr frændgarði Sigurðar Guðmundssonar Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl. í Rvík ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2018 Guðmundur Magnússon fædd-ist í Holti í Ásum í Torfalækj-arhreppi í Austur-Húna- vatnssýslu 25.9. 1863. Hann var sonur Magnúsar Péturssonar, bónda í Holti, og Ingibjargar Guðmunds- dóttur húsfreyju. Systir Guðmundar var Margrét á Gilsstöðum, móðir Friðriks Björns- sonar, háls-, nef- og eyrnalæknis. Eiginkona Guðmundar var Katrín Sigríður, dóttir Skúla Sigurðar Þor- valdssonar Sívertsen, óðalsbónda í Hrappsey á Breiðafirði, og Hlífar Jónsdóttur Sívertsen húsfreyju. Guðmundur lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1883, læknisfræði- prófi við Hafnarháskóla 1890, var kandídat í Kaupmannahöfn og í framhaldsnámi í Berlín og Edinborg. Guðmundur var fyrst héraðs- læknir með aðsetur á Sauðárkróki, var skipaður kennari við Læknaskól- ann 1894, var skipaður prófessor við læknadeild Háskóla Íslands við stofnun hans 1911 og kenndi þar alla tíð handlæknisfræði og auk þess lengi almenna sjúkdómafræði og líf- eðlisfræði. Hann var rektor Háskóla Íslands 1912-13. Fjölgun íslenskra lækna og verk- fræðinga var ein helsta forsenda al- mennra framfara í lok nítjándu aldar og í upphafi þeirrar tuttugustu. Á þessum árum fóru þrír Guðmundar, allir Húnvetningar, fyrir hinni ungu en vaxandi læknastétt hér á landi, þeir Guðmundur Björnsson land- læknir, Guðmundur Hannesson, pró- fessor og háskólarektor, og Guð- mundur Magnússon prófessor. Brautryðjendastarf þeirra í heil- brigðismálum verður seint fullmetið enda voru þeir dáðir af alþýðu manna. Guðmundur var formaður Lækna- félags Reykjavíkur, sat í stjórn Læknafélags Íslands, sat í nefnd um varnir gegn berklum, sat í stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélags, var félagi í Vísindafélagi Íslendinga og heiðursfélagi í Dansk Medicinsk Sel- skab. Guðmundur lést 23.11. 1924. Merkir Íslendingar Guðmundur Magnússon 95 ára Lilja G. Pálsdóttir 90 ára Guðlaug Pétursdóttir Ingibjörg Jónsdóttir Magnús Guðmundsson María Rósinkarsdóttir 85 ára Katrín Gunnarsdóttir Ólafur Árni Benediktsson 80 ára Bjarni Kristinsson Bragi Óskarsson Guðrún Klara Daníels Gunnhildur Schram Kristín Haraldsdóttir Þórir Jónsson 75 ára Guðbjörg J. Sigurðardóttir Ingibjörg Jónsdóttir Kristjana Ingvarsdóttir Sigríður R. Sigurðardóttir Sigurbjörg K. Magnúsdóttir 70 ára Erla María Eggertsdóttir Jón H. Magnússon Kristbjörg Ólafsdóttir Leó Þorsteinsson Oddný Ólafsdóttir Ragnar R. Jóhannesson Ragnheiður G. Gestsdóttir Rúna Jónsdóttir Sigmar Magnússon Sigurbjörg Kristinsdóttir 60 ára Brynja G. Guðmundsdóttir Chung T. Augustine Kong Guðbjörg M. Hákonardóttir Halldór K. Jóhannesson Ingibjörg Þórdís Þórisdóttir Jóhanna K. Sigtryggsdóttir Kristín H. Guðmannsdóttir Kristrún Ólafía Tómasdóttir María Anna Vigfúsdóttir Páll Theódórs Sigríður Magnúsdóttir Sigríður Ósk Jónasdóttir Sveinbjörn Rúnar Emilsson Theodór Már Sigurjónsson 50 ára Andrea M. Gunnarsdóttir Arndís Björk Ásgeirsdóttir Eygló Linda Hallgrímsdóttir Gunnar Valgeirsson Helgi Örn Guðmundsson Hjalti Sveinn Einarsson Hlynur Hallsson Inger Rigmor Rossen Jónas Vignir Grétarsson Kenneth William Frederick Linda Björk Bjarnadóttir Sigurður Hannesson Sigurlaug Sigurðardóttir Steinn Jóhannsson Steinunn Óskarsdóttir Sunan Toplod Valtýr Þórisson Þorlákur G. Halldórsson Örn Svavarsson 40 ára Anna Sólveig Smáradóttir Berglind Björg Harðardóttir Helgi Gunnlaugsson Kristján Garðar Arnarson 30 ára Alfreð Þeyr Magnússon Hjördís Hólm Harðardóttir Hrafnkatla Visser Ingeborg J. Klarenberg Jónas B. Þorsteinsson Konráð Þorleifsson Kristjana K. Ragnarsdóttir Lilja Dögg Guðnadóttir Linda Jónsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Soffía ólst upp í Reykjavík, býr í Hafnar- firði og er í fæðingarorlofi um þessar mundir. Maki: Einar Gíslason, f. 1982, húsasmiður. Börn: Magnea Ein- arsdóttir, f 2003 (stjúp- dóttir) Garðar Einarsson, f. 2014, og Saga Karitas Einarsdóttir, f. 2018. Foreldrar: Gunnhildur Friðþjófsdóttir, f. 1961, og Kári Elíasson, f. 1961, Soffía Tinna Gunnhildard. 30 ára Sindri ólst upp á Siglufirði, býr þar, lauk sveinsprófi í múrverki og rekur, ásamt öðrum, fyr- irtækið Sjö verktaka. Maki: Ásdís Eva Sigurð- ardóttir, f. 1992, leikskóla- kennari. Börn: Þórdís Arna, f. 2013, og óskírður, f. 2018. Foreldrar: Ólafur Magn- ússon, f. 1962, og Arna Arnarsdóttir, f. 1967. Þau búa í Reykjanesbæ. Sindri Ólafsson 30 ára Ragna Lind býr í Kópavogi, lauk BSc-prófi í viðskiptafræði frá HR, er að ljúka MAcc-prófi í end- urskoðun og starfar hjá Deloitte. Maki: Bjarni Þór Schev- ing, f. 1982, hótelstjóri. Börn: Patrekur Smári, f. 2005, og Elmar Thor, f. 2015. Foreldrar: Magnea Rögn- valdsdóttir, f. 1964, og Bjarni G. Gylfason, f. 1962. Ragna Lind Bjarnadóttir Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Höfuðlausnir Voss-Helme hjálmar og hjálmhúfur Þýsk gæðavara framleidd í samræmi við EN 397 og EN 812. Til í öllum regnbogans litum. Allir koma þeir með 6-punkta höfuðneti, með svitabandi og stillihnapp til að tryggja örugga setu á höfði. Hægt að fá með eða án hökubands. Vertu klár í kollinum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.