Morgunblaðið - 25.09.2018, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það getur reynt á þolinmæðina að
þurfa að endurtaka sjálfan sig oft svo allir
skilji. Umburðarlyndi þitt hefur aukist og þú
finnur velvild í garð samferðamanna þinna.
20. apríl - 20. maí
Naut Gefðu voninni byr undir báða vængi og
láttu ekkert aftra þér frá því að láta drauma
þína rætast. Þú getur komið ýmsu í verk ef
þú bara hefur áhuga á því.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú hefur raunhæfar hugmyndir um
það hvernig þú getur gert umhverfi þitt meira
aðlaðandi. Haltu ótrauð/ur áfram, þú finnur
lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér hentar best að vinna einn í dag
enda eru litlar líkur á að þú hljótir þá við-
urkenningu sem þú átt skilið fyrir vinnusemi
þína. Láttu því þínar eigin þarfir hafa forgang.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Heppnin verður þér hliðholl í dag í sam-
skiptum við aðra. Taktu þátt í glensi og
gamni og láttu gamminn geisa við vini og fé-
laga, nú er ekki rétti tíminn til þess að draga
sig í hlé.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Einhver öfund gæti komið upp í mann-
legum samskiptum svo þú mátt gæta þess
að bregðast ekki of harkalega við. Líttu á
þetta sem tækifæri til að sýna góðvild þína.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú vekur athygli umhverfisins í dag, þótt
þú sért ekki sérstaklega að reyna það. Aðrir
ættu að fara að fordæmi þínu því þú ert bæði
hagsýn/n og útsjónarsöm/samur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er eitthvað að vefjast fyrir
þér, en þú átt erfitt með að fá á hreint hvað
það er. Láttu ekki smáatriðin vefjast fyrir þér
og sýndu hugrekki því enginn er fullkominn.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú þarft að hafa mikið fyrir hlut-
unum sem er allt í lagi ef þú bara gætir þess
að skila vel unnu verki. Gerðu þér því far um
að kynna þér málin áður en þú tekur afstöðu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þig langar til að brjótast út úr viðj-
um vanans. Það er kraftur í þér í dag og þú
vilt skipuleggja þig betur. Haltu því utan um
alla hluti bæði í starfi sem heima fyrir.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Leyfðu öðrum að kynnast kostum
þínum í ró og næði. Taktu þér tíma því að flas
er ekki til fagnaðar. Fólk er ekki upp til hópa
neikvætt eða þröngsýnt.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú munt fá góða hugmynd um hvern-
ig hægt sé að bæta ákveðna hluti á vinnu-
staðnum. Að breyta bara einum sið kostar
mikinn aga og honum býrðu yfir nú.
Sigrún Haraldsdóttir orti „Haust-kul“ á Leir á fimmtudag:
Haustkulið
hefur blæju lagt
á brúnir efstar
strokið hönd
um starengjar
í kvöldstilltu húmi
heyri ég daufan
hófadyn
veit þar fer Vetur
á vængskjóttum hesti
með vindstrokið fax
sem frýsar og blæs
og bryður mél
„Líður að hausti,“ sagði Ólafur
Stefánsson:
Ég treini mér haustið
tek því í smáum skömmtum,
teyga svalann
kominn til mín af fjöllum.
Enn er birta,
slikja á bölum og hjöllum.
Bíða í ofvæni dauða síns stargresi’ og
blóm.
Kólna mun betur
er kemur nær aðventu og jólum
Þá kalmyrkrið ríkir og élhryðjan slettir í
góm.
Ingólfur Ómar bætir við:
Sól á fætur silast
sveipar daufum geislum
grundir mel og mó.
Foldargróður fölnar
falla lauf af trjánum,
fölvi þekur skóg.
Lyng og lautir roðna,
lindin tæra niðar
lágt við mosató.
Klökkvir svanir kveða
kul í sefi þýtur.
Kyrr er haustsins ró.
Á sunnudag slóst Pétur Stef-
ánsson í hópinn:
Gerast veðrin heldur hörð,
haustið brýnir róminn.
Grána heiðar, balar, börð,
bliknar sumarljóminn.
Fennt hefur í fjöll og skörð,
frostið sannar dóminn.
Hema pollar, hrímgast jörð,
höfði lúta blómin.
Og að síðustu Davíð Hjálmar
Haraldsson:
Fundvís á holu og fylgsni við stein
Frosti að hagamús kreppir.
Okkurgult laufblað á ísaðri grein
uppgefið takinu sleppir.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hausthljóð í skáldum
og hagyrðingum
„ÞETTA ER HLIÐARSALATIÐ. ERTU VISS
UM AÐ ÞÚ VILJIR SESAR?“
„ÉG HEF KYNNT MÉR MÁL ÞITT OG TEL AÐ
BESTI KOSTUR ÞINN SÉ JARÐGÖNG.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hafa svo margt til
að þakka fyrir.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÞAÐ ER ERFITT AÐ FYLGJAST MEÐ
ÖLLUM ÞESSUM TÆKNIFRAMFÖRUM
ÉG SKAL HJÁLPA
ÞÉR, JÓN
ÞETTA ER
BLÝANTUR
MÁ ÉG BJÓÐA ÞÉR UPP
Á DRYKK?
NEI! HÚN VIRÐIST VERA Í BINDINDI!
Sú var tíð að myndatökur voruhálfheilög stund. Gæta þurfi að
hverjum ramma enda voru bara ríf-
lega 20 myndir á hverri filmu og jafn-
vel kubbur ofan á vélinni sem fara
þurfti sparlega með. Fólk stillti sér
því upp og augnablikið var fest á
filmu.
x x x
Enda þótt ákveðinn sjarmi hafi ver-ið yfir þessu, því að láta fram-
kalla myndirnar og skoða þær á
pappír, er sennilegast ekki hægt að
kvarta mikið yfir því að símar þjóni
þessu hlutverki í dag.
x x x
Lífið gengur að minnsta kosti sinnvanagang og fólk tekur myndir
sem aldrei fyrr. Það sá Víkverji sem
brá undir sig betri fætinum fyrir
skemmstu og sótti heim höfuðborg
þeirra í Katalóníu.
x x x
Ferðamennskan í stórborg semBarcelona er slík að auðvelt er að
láta bugast í mannhafinu. Ef farið er
á fjölförnustu staðina verður ekki
þverfótað fyrir fólki sem er að taka af
sér sjálfsmyndir. Margir eru með
selfie-prikin, sumir með vél á þrífæti
og enn aðrir láta samferðamenn sína
um myndatökurnar.
x x x
Inni á einum ferðamannastaðnumhorfði Víkverji upp á unga stúlku
eyða svona fimmtán mínútum í að ná
„réttu“ myndinni af sér. Aumingja
kærastinn varð að sitja undir
skömmum og leiðbeiningum þar til
hann náði loks skotinu sem boðlegt
var inn á samfélagsmiðlana. Þessi
unga stúlka virtist ekkert vera að spá
í að njóta þess sem staðurinn hafði
upp á að bjóða, allt snerist um mynd-
ina einu.
x x x
En líklegast er þetta eitthvað semVíkverji verður bara að sætta sig
við. Tímans þungi niður verður ekki
stöðvaður. Á dögunum var það til að
mynda auglýst að Einar Bárðarson
ætlaði að halda tónleika til að fagna
20 ára höfundarafmæli sínu. Það
þýðir að lagið Farin með Skítamóral
hefur hljómað á öldum ljósvakans í
tvo áratugi. 20 ár! vikverji@mbl.is
Víkverji
Þetta er dagurinn sem Drottinn gerði,
fögnum og verum glaðir á honum.
Sálmarnir 118.24
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
GÓÐ HEYRN
GLÆÐIR SAMSKIPTI!
Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel
vegna þess að þau þekkja tal betur
en önnur tæki.
Tæknin sem
þekkir tal
Nýju ReSound LiNX 3D
eru framúrskarandi heyrnartæki
ReSound LiNX3