Morgunblaðið - 01.10.2018, Side 1
M Á N U D A G U R 1. O K T Ó B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 230. tölublað 106. árgangur
SAFNAÐI SAM-
AN BÆNUM ÚR
HANDRITUM
VALUR ÍSLANDSMEISTARI FERILLINN
SPANNAR UM
FIMM ÁRATUGI
ÍÞRÓTTIR KIM LARSEN ALLUR 11SVAVAR SIGMUNDSSON 26
Marriott Edition-hótelið í miðborginni verður nú
smátt og smátt til á hafnarbakkanum við hlið
Hörpu. Ofan á steyptan kjallara verður byggður
sjö hæða hótelturn, en þar verða um 250 hótel-
herbergi. Byggingin breytir talsvert landslaginu
við Reykjavíkurhöfn, en það gerir einnig hið
nýja Hafnartorg sem lengra er komið í byggingu
og sjá má hægra megin við Arnarhól. Þar hafa
íbúðir nú verið settar á sölu.
Morgunblaðið/Eggert
Ásýnd miðborgarinnar breytist smám saman
Marriott Edition-hótel rís við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu
Talið er að dauðsföll í Indónesíu eftir
jarðskjálftann sem reið yfir á föstu-
daginn muni fara yfir þúsund
manns. Jarðskjálftinn var 7,5 að
stærð og í gær voru yfir 830 taldir af
en flóðbylgja í kjölfar jarðskjálftans
lenti á borginni Palu á eyjunni Sula-
wesi, þar sem 350.000 manns búa.
Alvarlegt ástand er á eyjunni þar
sem fjarskipti eru slæm, vegir illa
farnir og samgöngur torveldar. Lítið
er um þungar vinnuvélar til að eiga
við rústirnar. Þá hafa eftirlifandi
borgarar þurft að gista undir berum
himni síðustu þrjár nætur. Illa geng-
ur að koma nauðsynjavörum til eyj-
unnar en hafnir eru stórskemmdar.
Íbúar í Palu hafa rænt verslanir til
að komast í mat og vatn en lögreglan
hefur ekki burði til þess að taka á
slíkum ránum.
Heyra hróp undir rústunum
Yfirvöld í landinu telja að 80 her-
bergja hótelið Roa Roa hafi verið
fullt þegar það hrundi í kjölfar jarð-
skjálftans. Talsmaður almannavarna
í Indónesíu, Sutopo Purwo Nugroho,
segir í samtali við AFP að talið sé að
50 til 60 manns séu fastir undir rúst-
unum og á lífi. Að sögn viðstaddra
heyrast köll og barnsgrátur í rúst-
unum. »15
Ófremdar-
ástand í
Indónesíu
Yfir 830 látnir eftir
jarðskjálfta á föstudag
AFP
Lík Hinir látnu liggja úti meðan beð-
ið er eftir að borin séu kennsl á þá.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Það er erfiðara að slökkva eld í
rafbílum heldur en öðrum bílum,“
sagði Jón Viðar Matthíasson,
slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuð-
borgarsvæðisins. Ástæða þess felst
í rafhlöðum og byggingu bílsins.
Hætta er á að eldur í rafbíl blossi
upp aftur og aftur og slökkvistarf-
ið tekur lengri tíma því það getur
verið erfitt að komast að eldsupp-
tökunum.
„Það þarf alveg nýja aðferð og
verklag. Við höfum verið að þjálfa
okkar fólk og er verið að horfa á
til dæmis að setja viðkomandi bíl
inn í eldvarnarteppi, svipað og
þegar er verið að slökkva eld í
potti,“ sagði Jón Viðar. Við elds-
voða í rafbílum þarf og einnig að
afstýra því að slökkviliðsmenn fái
rafstuð. Norðmenn eru komnir
lengra í þessu en við og hafa ís-
lenskir slökkviliðsmenn fengið að
njóta reynslu þeirra.
„Við höfum ekki lent í neinu
svona óhappi hér á landi, þrátt
fyrir fjölgun rafbíla,“ sagði Jón
Viðar. Hann sagði að tíðni elds-
voða í rafbílum væri ekki há.
Drifrafhlöður eru ekki enn inni í
kerfinu hjá Úrvinnslusjóði. Inn-
flytjendur bíla hafa borgað fyrir
endurvinnslu rafhlaða úr tjónabíl-
um, kostnaðurinn nemur 200-300
þúsund krónum á bíl. Úrvinnslu-
gjald fyrir drifrafhlöður er í skoð-
un.
Morgunblaðið/Ófeigur
Rafbílar Nýja aðferð og verklag
þarf til að slökkva eld í rafbílum.
Eldur í rafbílum reyn-
ist erfiður viðureignar
Beita þarf nýjum aðferðum við slökkvistarf Innflytj-
endur hafa borgað endurvinnslugjald, 200-300 þúsund á bíl
MDýrt að senda ... »16
Búðahnupl á
sjálfsafgreiðslu-
kössum í Bret-
landi er útbreitt
að sögn Emmel-
ine Taylor, af-
brotafræðings og
yfirmanns
rannnsókna við
samfélags-
fræðideild City,
University of London. Í könnun
sagðist fimmtungur fólks stela
reglulega í sjálfsafgreiðslu, að jafn-
aði fyrir 15 pund á mánuði. Á árs-
vísu gæti tjónið fyrir breskar versl-
anir numið allt að 1,6 milljörðum
punda.
Öryggismiðstöðin stóð fyrir ráð-
stefnu á fimmtudag þar sem þessi
mál voru rædd, en hér á landi hafa
sjálfsafgreiðslukassar verið að
ryðja sér til rúms. »14
Mikið um þjófnað
í sjálfsafgreiðslu
Emmeline Taylor
Sala á nýjum bílum í september
dróst saman um 23,7% borið sam-
an við sama mánuð í fyrra. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá Bíl-
greinasambandinu en þar segir
einnig að 935 fólksbílar hafi ver-
ið nýskráðir í mánuðinum. Sú
tala var 1.266 í september í
fyrra.
Ef horft er á tímabilið frá ára-
mótum hefur bílasala dregist
saman um 12,6% miðað við sama
tímabil í fyrra.
Á sama tíma hefur eftirspurn
eftir rafmagnsbílum aukist en
skráningar á rafsmagnsbílum
hafa aukist um 34% yfir árið og á
tengiltvinnbílum hafa skráningar
aukist um 29%.
Bílgreinasambandið telur
helstu ástæðu fyrir samdrætti í
bílasölu vera mikla óvissu sem
var í ákvörðun stjórnvalda varð-
andi vörugjöld á bíla í byrjun
sumars og segja að bílaumboð
hafi fundið fyrir minnkun sér-
pantana. Sú afleiðing sé nú að
koma fram þegar horft er til
skráðra ökutækja í september.
Samdráttur í bíla-
sölu í september