Morgunblaðið - 01.10.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.10.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2018 Orkuveita Reykjavíkur hefur rat-að mjög í fréttir að undanförnu af heldur óskemmtilegu tilefni. Þar eru ekki öll kurl komin til grafar, til dæmis um hver vissi hvað og hve- nær, þannig að málinu er fjarri því lokið.    Annað málsem snýr að þessu opin- bera fyrirtæki hefur vakið minni athygli þó að frá því hafi verið sagt í frétt- um, meðal annars í þessu blaði.    Orkuveitan á dótturfyrirtækiðGagnaveitu Reykjavíkur sem leggur ljósleiðara af miklu kappi í samkeppni við einkaaðila.    Síminn á til dæmis Mílu semkeppir við Gagnaveituna, en Míla er bundin eðlilegum takmörk- unum sem einkafyrirtæki búa jafn- an við á því hvað hún getur ráðist í miklar fjárfestingar.    Gagnaveitan virðist á hinn bóg-inn ekki búa við neinar hefð- bundnar takmarkanir. Um daginn var til dæmis sagt frá því að fyrir- tækið hefði í fyrra fjárfest fyrir 150% af tekjum ársins! Og skuld- irnar eru miklu hærri en einkafyrir- tæki gæti staðið undir, en Gagna- veitan skákar í skjóli Orku- veitunnar og safnar skuldum óhindrað.    Og þetta er ekkert nýtt. Gagna-veitan hefur stundað þetta í tvo áratugi og fjárfest á því tímabili fyrir um 30 milljarða króna, þrátt fyrir að hafa aldrei skilað jákvæðu fjárstreymi af starfseminni.    Ætli það geti nokkuð verið aðþetta komi óbeint fram á orkureikningi borgarbúa? Djúpir vasar borgarbúa STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Íslenski hópurinn sem keppti á Euro- Skills, Evrópumóti iðn- og verk- greina, hlaut á dögunum ein silfur- verðlaun og þrjár viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur (e. me- dal of excellence) fyrir frammistöðu á mótinu. Keppnin fór að þessu sinni fram í Búdapest í Ungverjalandi og var keppt í 48 greinum. Átta íslenskir keppendur tóku þátt, m.a. í bakstri, trésmíði og framreiðslu. Ásbjörn Eðvaldsson keppti í raf- eindavirkjun og hlaut 710 stig, sem skilaði honum silfurverðlaunum í greininni. Í samtali við Morgunblaðið sagði Georg Páll Skúlason, formaður Verk- iðnar, verðlaunin hafa komið nokkuð á óvart en þegar Morgunblaðið náði af honum tali var hann ásamt íslenska liðinu að bíða eftir flugi heim á flug- vellinum í Búdapest. „Það er alveg hægt að segja að það hafi verið óvænt. Ísland hefur aldrei náð á verðlaunapall áður á þessum vettvangi. Þetta var auðvitað afskap- lega gleðilegt og við í hópnum erum að springa úr stolti yfir árangrinum hjá Ásbirni,“ sagði Georg. Hann segir það einnig vera mikið afrek að fá áðurnefndar viðurkenn- ingar fyrir framúrskarandi árangur, en þær hljóta þeir sem komast ekki á verðlaunapall en ná 700 eða fleiri stig- um í keppninni. Eins og áður segir fengu þrír Íslendingar slíka viður- kenningu, Haraldur Örn prentsmið- ur, Jón Þór Einarsson rafvirki og Kristinn Gísli Jónsson matreiðslu- maður. Aðrir íslenskir keppendur voru Finnur Ingi Harrýsson sem keppti í málmsuðu, Sigurður Borgar Ólafsson sem keppti í framreiðslu, Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir bak- ari og Þröstur Kárason trésmiður. Íslendingur með silfur á EuroSkills  Átta Íslendingar kepptu á mótinu Ljósmynd/Aðsend Verðlaunaður Ásbjörn tekur við silfurverðlaunum í Búdapest. Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Vel gekk í stærstu stóðrétt á Ís- landi sem fór fram um helgina í Laufskálarétt í Hjaltadal í Skagafirði. Fjöldi fólks sótti rétt- irnar í ár en þó færri en á árum áður að sögn fréttaritara Morg- unblaðsins, sem hefur mætt reglulega í réttirnar. Líklegast væri veðri þar um að kenna, en réttað var í súld og skúraveðri. Réttarstörfin gengu vel venju samkvæmt enda voru þátttak- endur vel reyndir í réttarstörf- um. Ýmislegt gekk á í kringum réttirnar og byrjaði dagskráin á föstudagskvöld með stórsýningu og skagfirskri gleði í reiðhöllinni Svaðastöðum. Meðal viðburða þar var skeiðkeppni þar sem keppt var í skeiði með venjulegu sniði og voru vegleg verðlaun í boði. Á laugardagsmorgun var síðan rétt- að með tilheyrandi söng og gleði en stóðið var rekið úr Kolbeins- dal og í Laufskálarétt um hádeg- isbil. Að réttarstörfunum loknum hófust hátíðarhöld víða. Á laugar- dagskvöld fór síðan fram Lauf- skálaréttarball í Reiðhöllinni Svaðastöðum þar sem Stuðla- bandið og Jónsi í Í svörtum föt- um skemmtu lýðnum. Vel gekk í skúraveðri í Laufskálarétt  Fjölmargir sækja réttirnar á ári hverju  Viðamikil dagskrá kringum réttirnar Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Réttir Vel gekk í Laufskálarétt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.