Morgunblaðið - 01.10.2018, Page 17

Morgunblaðið - 01.10.2018, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2018 Í störukeppni Þessi miðbæjarköttur furðaði sig á ketti á mynd í búð- arglugga og gekk illa að fá hann til að bregðast við nærveru sinni. Eggert Í dag, 1. október, eru liðin 69 ár frá stofnun Alþýðulýðveldisins Kína. Eftir stofnun nýja Kína, sérstaklega á síðustu 40 árum um- bóta og opnunar, hafa átt sér stað gríðar- miklar breytingar í Kína. Kína er nú annað stærsta efnahagsveldi heimsins og stærsta heimsviðskiptaríkið og tekur af ábyrgð aukinn þátt í alþjóða- samfélaginu sem stórveldi. Samskipti Kína og Íslands hafa aldrei verið eins góð og um þessar mundir. Mikið hefur verið um sam- skipti á æðstu stigum stjórnsýslu landanna og aukið traust á milli stjórnvalda. Í ár hafa m.a. varaforseti ráðgjafaþings Kína, Zhang Qingli, ásamt leiðtogum frá miðstjórnarstigi til sveitastjórnarstigs heimsótt Ís- land. Forseti Alþingis Íslendinga, Steingrímur J. Sigfússon, og Guð- laugur Þór Þórðarson, utanríkis- ráðherra Íslands, hafa báðir sótt Kína heim á árinu. Allar hafa þessar heimsóknir verið til að efla samskipti ríkjanna. Samstarf Kína og Íslands hefur borið margvíslegan ávöxt. Frá því að skrifað var undir fríverslunarsamn- ing fyrir fimm árum síðan hafa við- skipti landanna vaxið hröðum skref- um. Samkvæmt íslenskum tölum námu viðskipti landanna 403 millj- ónum Bandaríkjadala árið 2014 en voru komin upp í 590 milljónir árið 2017, aukning sem nemur 13,8%. Kína heldur stöðu sinni sem helsta viðskiptaland Íslands í Asíu. Fyrir stuttu síðan var skrifað undir sam- komulag sem tryggir að- gang íslensks lamba- kjöts á kínverskan markað. Auk þess eru samstarfsverkefni á sviðum jarðvarma og rafrænna viðskipta sem færa viðskipti landanna á nýjar brautir. Nýting Íslendinga á jarð- varma, sem og tækni og reynsla á því sviði eru vel metin af Kínverjum. Samstarf landanna á þessu sviði á sér bjarta framtíð. Þess utan er náið samband á milli landanna í alþjóða- starfi leitt af Sameinuðu þjóðunum sem og varðandi málefni heimskauts- ins, umhverfisvernd, loftslagsbreyt- ingar o.fl. þar sem löndin hafa sam- eiginlegra hagsmuna að gæta. Margvísleg tengsl Íslands og Kína Margvísleg samskipti eiga sér stað á milli íbúa landanna. Ferðamönnum frá Kína hefur fjölgað ört á síðustu árum. Árið 2017 komu um 86.000 kín- verskir ferðamenn til Íslands og eru þar með orðnir sjöunda fjölmennasta þjóðerni sem sækir Ísland heim. Fjöl- breytt menningarsamskipti eru á milli landanna. Fjölmörg kínversk ungmenni kjósa að láta draum sinn rætast um að koma til Íslands til náms. Undankeppni og þátttaka ís- lenska karlalandsliðsins á heims- meistaramótinu í knattspyrnu vakti aðdáun og eftirtekt hjá Kínverjum. Fleiri og fleiri Kínverjar þekkja til Ís- lands og líkar við Ísland. Á sama hátt fjölgar þeim Íslendingum sem hafa áhuga á Kína. Ófáir Íslendingar eru farnir að læra kínversku, laðast að kínverskri menningu og hafa farið til Kína til að ferðast, hefja nám eða stunda viðskipti. Þrátt fyrir að landfræðilega sé mikil fjarlægð á milli landanna tveggja og samfélagsaðstæður ólíkar virða þjóðirnar hvor aðra á jafnrétt- isgrundvelli og geta með því að nýta það besta frá báðum þróast í samein- ingu. Ég er fullur bjartsýni á sam- skipti landanna til framtíðar litið. Mín skoðun er sú að löndin þurfi að grípa „ferns konar tækifæri“ sem í boði eru: Í fyrsta lagi sögulegt tækifæri vegna þróunar Kína. Kína er á hrað- leið í átt til nútímavæðingar og dyr landsins munu einungis opnast meira í framtíðinni. Á næstu fimm árum er gert ráð fyrir að Kína muni flytja inn varning að andvirði 8.000 milljarða Bandaríkjadollara. Draga að erlenda fjárfestingu að virði 600 milljarða Bandaríkjadollara og fjárfesta er- lendis fyrir um 750 milljarða Banda- ríkjadollara. Kínverskir ferðamenn erlendis munu verða 700 milljónir. Þetta felur í sér margvísleg tækifæri á samvinnu Kína og Íslands. Við þurf- um að nýta okkur sem best fríversl- unarsamninginn og á grundvelli öfl- ugrar samvinnu í jarðvarma og sjávarútvegi, auka við á nýjum stöð- um. Stefna á að auka samvinnu á sviðum fjarskipta, netviðskipta, ný- sköpunar, endurnýjanlegrar orku o.fl sviðum og þannig breikka viðskipta- grunn landanna. „Belti og braut“ – frumkvæði til alþjóðlegrar samvinnu Í annan stað, að grípa tækifæri sem felast í samvinnu í tengslum við „Beltis og brautar“-frumkvæðið. „Belti og braut“ er mikilvægur vett- vangur sem Kína býður upp á til að auka alþjóðlega samvinnu. Frá því að þetta frumkvæði var sett fram fyrir fimm árum hafa yfir hundrað lönd og alþjóðastofnanir gert samninga við Kína um samvinnu á þessum vett- vangi. Ófá verkefni eru komin af stað til hagsbótar fyrir fjölmarga aðila. Þekking á þessu frumkvæði er að aukast hröðum skrefum í íslensku samfélagi. Íslensk stjórnvöld eru já- kvæð gagnvart framtakinu og íslensk fyrirtæki sýna mikinn áhuga á að taka þátt í „Belti og braut“. Bæði lönd ættu að huga gaumgæfilega að því hvar tækifæri liggja í samvinnu landanna innan ramma „Beltis og brautar“. Hefja sem fyrst beint flug á milli landanna og gera hagkvæmniat- hugun á að hrinda í framkvæmd „ís- silkileiðinni“ á heimskautasvæðinu. Finna möguleika í samvinnu á sviðum innviðauppbyggingar og stafræns hagkerfis. Efla samstarf við þróun- aráætlanir og nýta kosti hvort annars til að opna í sameiningu markaði þriðja aðila og setja þannig nýjan kraft í samstarf Kína og Íslands. Í þriðja lagi, að nýta tækifæri sem felast í auknum og dýpri samskiptum á milli íbúa landanna. Góður grunnur hefur verið lagður í dag að sam- skiptum fólks þar sem hvor aðili get- ur nýtt sína styrkleika til að full- nægja kröfum almennings landanna á sviðum menningar, menntamála og ferðaþjónustu. Skipuleggja fjölbreytt menningarleg samskipti og efla ferðaþjónustu til aukins skilnings og vináttu á milli íbúa landanna og leggja þannig sterkan grunn að sam- skiptum landanna. Í fjórða lagi að grípa tækifæri sem felast í samstarfi þjóðanna á alþjóða- vettvangi. Löndin hafa svipaða skoð- un á því að hvernig beri að efla al- þjóðavæðingu í viðskiptum og viðskiptafrelsi. Jafnframt eru þjóð- irnar sammála þegar kemur að mál- efnum heimskautsins, umhverfis- vernd, loftslagsbreytingum, sjálf- bærri þróun og kynjajafnrétti. Kína er fastafulltrúi í öryggisráði SÞ. Ís- land gegnir veigamiklu hlutverki í mörgum alþjóðlegum stofnunum. Löndin hafa átt farsælt samstarf á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Framvegis ættu þjóðirnar að auka samráð á alþjóðavettvangi og byggja í sameiningu alþjóðasamfélag fyrir allt mannkyn og leggja þannig sitt af mörkum til heimsfriðarins. Kínverjar óska þess að taka saman höndum með Íslendingum við að efla samskipti landanna og auka með því lífsgæði almennings í báðum löndum og byggja í sameiningu bjartari fram- tíð. Eftir Jin Zhijian » Framvegis ættu þjóðirnar að auka samráð á alþjóðavett- vangi og byggja í sam- einingu alþjóðasamfélag fyrir allt mannkyn og leggja þannig sitt af mörkum til heims- friðarins. Jin Zhijian Höfundur er sendiherra Kína á Íslandi. Byggjum bjartari framtíð í samskiptum Kína og Íslands Dagsdaglega er ég spurður hvernig gangi í Svíþjóð. Spurningarnar eftir síðustu kosningar eru margar og ég finn að fjöldi Íslendinga hefur einlægan áhuga á því sem er að gerast í Sví- þjóð og hvernig gangi þar. Er það skýr birt- ingarmynd þeirra sterku tengsla sem eru á milli okkar sem búum í Svíþjóð og á Íslandi. Hins vegar hef ég einnig orðið var við greinaskrif og skýrslur sem hafa verið hrikalega villandi og haft þann torskilda ásetning að sverta heima- land mitt. Vegna þessa vil ég koma á framfæri einföldum, skýrum og ró- andi skilaboðum: Svíþjóð gengur vel. Meira að segja mjög vel, bæði efna- hagslega og mannlega. Svíþjóð er velmegandi land, bæði í mælanlegum og huglægum samanburði. Benda má á þá staðreynd að á „topp tíu lista“ yfir svæði með mesta atvinnuþátttöku innan ESB eru sex svæði í Svíþjóð, þrjú í Bretlandi og eitt í Hollandi. Atvinnuleysi meðal ungs fólks er það minnsta í 16 ár. Þá var þriðjungur af vinnuaflinu í Sví- þjóð með háskólamenntun, en í dag næstum helmingurinn. Lexían er einföld: Land sem hefur metnað til að vera þátttakandi og leiðandi í harðnandi alþjóðlegri samkeppni verður að mennta íbúa sína og gera það eftirsóknarvert að ganga menntaveginn. Ein birtingarmynd lífsins í Svíþjóð er að útgáfa barnabóka hefur aukist mikið á undanförnum árum. Árið 2013 voru 1.770 barna- og unglinga- bækur gefnar út – árið 2017 var sá fjöldi kominn í 2.532 útgáfur. Staðreynd er að ríkið skilaði af- gangi upp á 767 milljarða króna árið 2017, samanborið við 163 milljarða króna halla fjórum ár- um áður. Síðasta ár var metár í komu erlendra ferðamanna til Svíþjóð- ar eða um 16,2 milljónir gistinátta á skráðum gististöðum. Sænskur vöruútflutningur jókst jafnframt um 10 pró- sent og fór í 15,4 billj- ónir króna, sem er mesti skráði útflutn- ingur landsins. Í dag er Svíþjóð með sjöunda stærsta hagkerfið í Evrópu. Met eru slegin í byggingu hús- næðis. Í fyrra var lokið við byggingu á 51.600 íbúðum og hafa þær ekki verið fleiri síðan 1992. Þannig fá ung- ar fjölskyldur frelsi á húsnæðis- markaði og úrval á húsnæði eykst fyrir alla íbúa. Rekstrarumhverfi blómstrar og lífslíkur sænskra fyrir- tækja eru þær hæstu meðal landa ESB þegar kemur að fyrirtækjum sem eru enn starfandi fimm árum eftir stofnun. Á sama tíma skoraði Svíþjóð hæst í landavísum (e. Good Country Index) árið 2017. Svíþjóð lendir í fyrsta sæti á skalanum sem ber saman alþjóðasamheldni 163 landa. Svíum þykir gott að vita af því að Svíþjóð er það ESB-land þar sem lægst hlutfall íbúanna stríðir við heilsufarsvandamál sem takmarka líf þeirra. Mælanlegt og huglægt fléttast saman. Það er Svíþjóð. Þannig geng- ur í Svíþjóð. Það skortir þó ekki vandamál og áskoranir í Svíþjóð og framtíð lands- ins ræðst meðal annars af því að grannlöndum okkar gangi einnig allt í haginn. Við þurfum hvert annað og við þurfum að læra hvert af öðru. Það er því mikilvægt fyrir Svíþjóð að Íslandi farnist vel og Íslendingum gangi vel. Kannski var það í Svíþjóð sem orðið „lagom“ (mátulegur) var fund- ið upp og við höfum orðtakið „það er ólykt af monti“. En þegar sögusagn- ir og rangmæli, í óljósum tilgangi, fara að grassera, tel ég mig knúinn til að skrifa þessa grein. Niðurstaða síðustu kosninga í Sví- þjóð verður krufin og rædd um mörg ókomin ár. Ég mun láta það ógert í þessum skrifum mínum. En ætti ég að velja eitthvað eitt sem mér finnst fallegast við Svíþjóð, þá eru það ekki skógarnir, hinir fögru, djúpu, ævintýralegu skógar. Það eru ekki vötnin, meira en eitt hundrað þúsund vötn, dimm, falleg og víðáttumikil. Það eru ekki borg- irnar, þorpin eða sveitabæirnir, þó að ég elski að vera þar og ferðast á milli þeirra, heillast af glæstum kastölum og rauðmáluðum húsum með sínum hvítu húshornum. Það eru ekki eplaskógarnir í Österlen á Skáni, heldur ekki töfrandi fallegu klettarnir í skerjagarði Bohusléns, né heldur hvítu sandstrendurnar eftir endilöngu Ölandi að Eystrasalti sem eru efst á listanum mínum. Það fallegasta er það sem gerir okkur kleift að ganga í skógunum, róa á vötnunum, búa í borgunum, í þorpunum og á sveitabæjunum, frjáls, stolt, sem jafningjar. Það feg- ursta sem við höfum – það er lýð- ræði okkar, sem er í umsjón okkar allra. Á þessu ári fagnar lýðræðið 100 ára afmæli í Svíþjóð. Við höfum langa hefð fyrir samstarfi og að vinna fyrir landið og hag fólksins. Það mun einnig verða útkoman af nýafstöðnum kosningum. Sú ríkisstjórn sem tekur við for- ystu í Svíþjóð tekur við á tímum þeg- ar landið hefur einmitt verið útnefnt sem það land í heiminum sem hefur best orðspor skv. árlegri úttekt Reputation Institutes. Þessu ein- staklega góða orðspori um heim all- an fylgir ábyrgð. Við gerðum það saman. Við stóðum saman. Það er einnig leiðin áfram. Hvernig gengur eiginlega í Svíþjóð? Eftir Håkan Juholt Håkan Juholt » Það fegursta sem við höfum – það er lýðræði okkar, sem er í umsjón okkar allra. Höfundur er sendiherra Svíþjóðar á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.