Morgunblaðið - 01.10.2018, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.10.2018, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2018 ✝ Jenný SigrúnSigfúsdóttir fæddist á Ísafirði 13. júlí 1933. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Grund 22. september. Foreldrar Jenn- ýjar voru Sigfús Guðfinnsson frá Hvítanesi í Skötu- firði, skipstjóri á Djúpbátnum og kaupmaður í Reykjavík, f. 9. ágúst 1895, d. 6. febrúar 1980, og María Anna Kristjánsdóttir, húsfreyja, frá Hlíðarhúsum á Snæfjallaströnd, f. 8. október 1896, d. 9. desember 1981. Systkini Jennýjar voru sjö: Guð- finnur Halldór, bakarameistari, f. 1918, d. 1997; Sveinn, f. 1920, d. 1920; Kristján Páll, kaup- maður, f. 1921, d. 2008; María Rebekka, verslunarkona, f. 1922, d. 1985; Þorgerður, ljós- móðir, f. 1925, d. 1957; Garðar, skrifstofu- og verslunarmaður, f. 1926, d. 2015; Halldóra Her- manía Svana, starfaði síðast á Grund, f. 1930, d. 2006. Föðurforeldrar Jennýjar voru Guðfinnur Einarsson, frá Fremri-Hnífsdal í Eyrarhreppi, f. 1866, d. 1920, og Halldóra Jó- astian og Mýrún Halldóra. 2) Þorgerður, f. 31. maí 1957, maki Pálmi Magnússon. Börn: a) Valgerður f. 1984, maki Ka- sper Kristensen, barn: Alvar Pálmi. b) Katrín f. 1990. c) Ein- ar f. 1990. 3) Aldís Hrönn f. 30. janúar 1963, maki Kaj Fryes- tam. Börn: a) Sanna Lis f. 1989. b) Nína Jenný f. 1991. c) Lilja Kajsa f. 1994. Jenný fluttist frá Ísafirði til Reykjavíkur árið 1941. Hún lauk Samvinnuskólaprófi og stundaði nám við Öldungadeild MH. Jenný starfaði ýmist við eigin atvinnurekstur eða hjá öðrum. Hún starfaði í verslun föður síns á Nönnugötu 5, rak verslun í Blesugróf um árabil ásamt Einari eiginmanni sínum. Síðar rak hún verslunina Víólu og snyrtistofuna Fínar línur. Hún vann lengst af við bókhald og launauppgjör, m.a. hjá Flug- félagi Íslands, Sjóklæðagerð- inni, Nýju blikksmiðjunni sem Jóhann eiginmaður hennar rak, Bæjarútgerð Reykjavíkur, Líf- eyrissjóði Sambandsins og Heilsuverndarstöðinni. Þá starf- aði hún hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Borgarbóka- safninu og Droplaugarstöðum. Jenný fór í jafnréttismál er hún taldi brotið á rétti sínum árið 1991 og vann málið í Hæstarétti árið 1997. Útför Jennýjar verður gerð frá Langholtskirkju í dag, 1. október 2018, og hefst klukkan 13. hannsdóttir, frá Rein í Rípurhreppi í Skagafirði 1870, d. 1940. Móðurfor- eldrar Jennýjar voru Kristján Sveinsson, frá Tjaldanesi f. 1865, d. 1911, og Pálína Halldórsdóttir, f. 1865, d. 1924. Fyrri maður Jennýjar var Einar Gunnar Bjarnason, f. 1914, d. 1987, þau skildu. Seinni maður Jennýjar var Jóhann Einarsson, f. 1927, d. 1992. Börn Jennýjar og Einars: 1) Sigrún Halldóra, f. 23. febrúar 1955. Börn: a) Áróra Olga f. 1973, maki Guðlaugur Örn Guð- bergsson. Börn: Alexandra; Karen Ósk, börn: Gunnar Zak- arías og Ernir Þór; Árni Rúnar og Sóley. b) Jenný Guðbjörg f. 1975. Börn: Karen Dögg, barn: Anton Ingi; Haukur Björn og Harpa Katrín. c) Valgarður f. 1979, maki Dagný Hafsteins- dóttir. Börn: Hafsteinn Smári, börn: Benedikt Freyr og Thelma Lind; Viktor Freyr og Kara Sif. d) Magnea Ósk f. 1984, maki Sigurður Halldór Árnason. Börn: Alexander Seb- Nú er tengdamóðir mín farin yfir móðuna miklu. Fyrir hart- nær fjörutíu árum kom tengda- mamma í heimsókn til Gauta- borgar þar sem við Þorgerður bjuggum í kommúnu í austur- hluta borgarinnar ásamt bróður mínum og nokkrum öðrum ís- lenskum stúdentum. Þá höfðum við skötuhjúin nýlega byrjað að rugla saman reytum okkar. Seinna komst ég að því að Jen- nýju leist ekkert of vel á þennan síðhærða róttækling sem verð- andi tengdason. En það átti eftir að breytast við frekari kynni og tókst með okkur góður vinskap- ur sem varði allt þar til yfir lauk. Það er margs að minnast. Það var aldrei lognmolla hjá okkar konu; það voru ferðalög með Jóa á Rússajeppanum sem hann hafði gert að húsbíl en í þessum ferðum sótti hún and- lega næringu í íslenska náttúru, eins og hún orðaði það. Þær eru ógleymanlegar allar fjölskyldu- veislurnar, margréttaðar, sem hún skipulagði; þar var maður oft kominn í eldhúsið áður en maður vissi af, sem aðstoðar- kokkur og uppvaskari. Seinna meir varð ég aðalkokkurinn í okkar sambandi og bauð Jen- nýju oft í fornan íslenskan mat, sem var sameiginlegt áhugamál okkar. Það var saltfiskur, siginn fiskur, sigin grásleppa og skata; helst með vestfirskum hnoðmör. Hún var aldrei bara heimavinn- andi húsmóðir; hún var athafna- kona sem helst vildi vera sjálfs síns herra, eins og það heitir. En ef bisnessinn gekk ekki upp var hægt að grípa í störf sem skrifstofukona, bókari eða eitt- hvað þvíumlíkt í vinnu hjá öðr- um. Hún var aldrei iðjulaus. Þegar hún var komin á eftirlaun prjónaði hún af mikilli elju með- an heilsan leyfði og seldi prjóna- skapinn í fjölda verslana. Hún var stórhuga og áræðin, ansi víðförul og ákvað oft með skömmum fyrirvara að fara í miklar reisur til Evrópu eða annarra heimsálfa og tók þá gjarnan einhverjar vinkonur með sér. Hún vílaði ekki fyrir sér að keyra Rússajeppann í norrænum stórborgum, né held- ur að bruna um með vinkonur sínar á þýskum hraðbrautum. Við fjölskyldan komum ófáar ferðir að heimsækja Jennýju og Jóa í bústaðinn á Þingvöllum og móttökurnar enn í minnum hafð- ar en þær voru eins og á fimm stjörnu sveitahóteli. Nándin og samveran með tengdamömmu var aldrei meiri en á jólunum okkar í Víkinni, en þar héldum við jól saman um langt árabil. Þar naut hún sín og tilvísanir í andlegu næringuna gengu í end- urnýjun lífdaga. Síðustu ár hef- ur Grund verið aðalfundarstaður okkar tengdamömmu og þar var oft glatt á hjalla og grínið aldrei langt undan. Þótt minnið fjaraði smám saman út og heilsan hop- aði fyrir Alzheimer-sjúkdómnum var hlýjan alltaf á sínum stað og hún fagnaði manni ávallt einlæg- lega. Með þakklæti í huga kveð ég tengdamóður mína, vinkonu og samferðakonu og varðveiti minninguna um einstaka konu. Guðlaugur Pálmi Magnússon. Hún Jenný amma okkar er dáin og við minnumst hennar með hlýju í hjarta. Jenný var drífandi kona sem lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. At- hafnasöm var hún ár og síð, jafnvel svo að sumum þótti nóg um. Á meðan „venjulegar“ ömmur prjónuðu og kjáðu fram- an í barnabörnin stofnaði Jenný amma fyrirtæki, keyrði eins og rallýkappi og fótbraut sig oft. Það, ásamt öðru, varð til þess að við börnin kölluðum hana Súper- ömmu; hún var allt öðruvísi en aðrar ömmur. Eins og títt er um aðsópsmikið fólk var hún sterk- ur persónuleiki og þótt aldrei hafi skort alúð í garð okkar systkinanna var hún ekki skap- laus; það var ekkert elsku amma þegar henni var nóg boðið. Minnisstætt er þegar við systk- inin gistum eitt sinn hjá henni. Við vorum háttuð og ljósin slökkt en létum ekki segjast og ærsluðumst lengur en til var ætlast. Þá fékk hún sig fullsadda af fíflaganginum í okkur og bylti sér í rúminu og sagði hvasst: „Steinþegið þið og leggist út af!“ Krafturinn sem Jenný amma bjó yfir er ekki öllum gefinn en hann sýndi sig ekki síst þegar hún fór í mál þegar gengið var framhjá henni við ráðningu í starf og vann málið. Sá kraftur sem þurfti í þann slag gerði hana eftirminnilega í hugum margra en fyrir okkur systk- inunum er glettnin og spaugið eftirminnilegra. Hún lýsti oft fyrir okkur að hún hefði verið hrekkjalómurinn í systkinahópn- um, en hún var yngsta barnið og gáskafull eftir því. „Ég var svo- lítið kvikindi,“ sagði hún hlæj- andi. Þegar hún heimsótti okkur á Öldugötuna og við hana á Skúlagötu, og síðar á Grund, gerðum við oft að gamni okkar. Ef grínið var á gráu svæði hló hún dátt og sagði glettnislega: „Eruð þið svona kvikindi?“ „Jú veistu það ekki, amma? Við höf- um það frá þér!“ En rétt eins og hún gat glaðst á góðri stund gat fokið í hana ef henni misbauð. Meðal þess sem misbauð henni var ef hallað var á ættmenni hennar. Hún var nefnilega ekki síður stolt af því að vera ætt- móðir afkomenda sinna en því að vera dóttir merkisfólksins Maríu og Fúsa á bátnum. „Það var sko ekki dónalegt að vera dóttir hans Fúsa á bátnum!“ Henni var oft mikið niðri fyrir og tvinnaði fimlega saman fúk- yrðin ef henni mislíkaði eitthvað. Það var viss huggun í því fyrir okkur fjölskylduna að heyra það og vita að Jenný amma væri enn sjálfri sér lík þrátt fyrir hrak- andi heilsu og minni. Innan fjölskyldunnar er oft talað um vestfirsku seigluna sem Jenný amma bjó yfir. Hún hristi af sér öll veikindi og áhlaup sem við ímynduðum okk- ur að gætu reynst henni um megn – rétt eins og hún hefði ákveðið að ná tilteknum aldri hvað sem öðru liði. Það var enda henni líkt að ganga hreint og ákveðið til verks þegar kom loks að því að deyja. Hún tvínónaði ekki við það frekar en annað sem hún tókst á hendur og gerði það vel; ákveðnin, röggsemin og reisnin sem einkenndu hana í lif- anda lífi voru engu minni í dauð- anum. Við kveðjum með sorg í brjósti sem þó dofnar og víkur fyrir rífandi stolti yfir lífshlaupi elsku ömmu okkar. Það er sko ekki dónalegt að vera barnabörn Jennýjar Fúsa! Vala, Katrín og Einar. Nú er elsku amma farin. Um helgina komum við systur til Ís- lands til að kveðja hana ömmu okkar, ömmu Jennýju sem á svo stóran þátt í því hversu stoltar við erum af því að vera að hálfu íslenskar. Við ólumst upp langt frá henni og hittum hana ekki eins oft og við hefðum viljað en hún var alltaf stór hluti af lífi okkar. Mamma sagði okkur frá barnæsku sinni og uppvexti og okkur þótti það ævintýralegt. Okkur var alltaf ljóst að amma var einstök og engum lík, engin hefðbundin amma þar. Hún var sterkur karakter, með húmor, jákvæða orku og glettnislegt bros. Hún var okkur góð fyr- irmynd og það var alltaf mjög sérstakt að hitta hana. Við minnumst þess þegar hún kom í heimsókn til okkar, færði okkur bækur um náttúru Íslands og sagði okkur frá stöðum sem hún hélt upp á. Þó að við skildum ekki alltaf til fulls allt sem hún sagði okkur sáði hún fræjum sem kveiktu áhuga okkar á land- inu og náttúrunni. Hún var stolt af öllum barnabörnunum – en vildi fá fleiri. Og Sanna man hve mikið hún reyndi, kannski meira í gríni en alvöru, að finna handa henni íslenskan mann, kannski einmitt með barnabarnabörn í huga. Það verður mikið tóm þegar Jenný amma er farin. Við erum þakklátar fyrir að hafa átt hana að sem ömmu og geymum minningarnar um hana á sér- stökum stað í hjarta okkar. Sanna, Nína og Lilja. Hún amma okkar var sann- kölluð kjarnakona sem reyndist okkur systrum einstaklega vel sérstaklega þegar mest á þurfti. Amma var stórbrotin persóna með afar ríkt geðslag, heitt hjarta, mikla réttlætiskennd, létta lund en skapstór og þoldi illa þegar hlutirnir gerðust ekki strax, enda kemur orðið storm- sveipur upp í huga okkar beggja þegar við minnumst hennar. Framkvæmdi hún alla hluti og hugdettur í hvelli af miklum krafti og án mikillar umhugs- unar. Hún amma var ekki þessi týpíska amma enda stórbrotin kona á ferð. Sóttum við í að gista hjá henni og Jóa afa í Sól- heimunum því þar gátum við leikið lausum hala og var ým- islegt brallað þá, ófáar lyftuferð- ir farnar, háhæluðu skórnir mát- aðir, ömmu til mikils ama, svo spiluðum við plötur í botn og dönsuðum um alveg hissa á að vera ekki stoppaðar af. Okkur þótti skemmtilegt að spila rommý við ömmu þrátt fyrir að hún ætti það til að dotta í stóln- um á milli gjafa. Ömmu þótti til- valið að nýta okkur í hin ýmsu heimilisstörf því þá gat hún bæði notið stunda með okkur og þrifið enda fyrir að gera margt í einu. Kvöldin enduðu gjarnan á sjónvarpsglápi með ís og súkku- laðisósu og voru ófáar ferðir farnar fram til að fylla á skál- arnar enda mikill sætindakona þar á ferð. Henni þótti sjálfsagt að opna heimilið sitt fyrir okkur enda höfum við báðar búið hjá henni um tíma og eigum henni mikið að þakka fyrir umhyggju og stuðning í gegnum lífið. Erum við systur afar þakk- látar fyrir að hafa átt svo litríka, skemmtilega og óútreiknanlega ömmu eins og Jenný amma var. Kær kveðja, Áróra og Jenný. Jenný frænka hefur nú haldið á vit eldri systkina sinna sjö, Guðfinns, Sveins (sem lést að- eins fjögurra daga gamall), Kristjáns, Maríu, Þorgerðar, Garðars og Halldóru, og maka þeirra. Rekur lestina í ferðina löngu, enda langyngst. Jenný, litla systir hans pabba okkar, Garðars, sem honum þótti svo vænt um. Það var einhvern veg- inn svo mikil elska og djúp vin- átta á milli allra systkinanna. Notaleg hlýja sem stafaði af þeim. Þau voru hjálpleg hvert öðru; Jenný tók til að mynda eitt okkar systkinanna til sín um tíma þegar mikil veikindi steðjuðu að. Tíminn hjá Jen- nýju frænku er meðal fyrstu minninga Helga Garðars, en þá var hann á leikskólaaldri. Kátínuna vantaði heldur ekki í þau systkinin, og þá allra síst í Jennýju, stríðnisangann. Hún hló svo hjartanlega þegar hún stríddi Haddýju eða gerði gys að sjálfri sér. Þegar maður lok- ar augunum og minnist Jennýj- ar, kemur dillandi kátínan og smitandi hláturinn upp í hug- ann, kátínan sem entist henni ævina alla. Jenný var líka atorkusöm og iðin, sífellt prjónandi ef hún var ekki að vinna. Hún vann við ýmis störf, var t.d. kaupmaður, skrifstofustjóri og stofnaði líka sitt eigið fyrirtæki. Sífellt að fá nýjar hugmyndir. Hugurinn jafn starfsamur og höndin. Eld- móðinn vantaði heldur ekki og áræðnina. Það stóð svolítill gustur af henni þegar hún kom í heimsókn og sagði okkur frá jafnréttisbaráttu sinni, þegar hún hafði verið beitt órétti í vinnunni. Baráttu sem stóð yfir í mörg ár, og er saga konu með sterka réttlætiskennd, fyrir- mynd annarra kvenna sem læt- ur ekki vaða yfir sig aðeins af þeirri einföldu ástæðu að hún er kona. Jafnrétti var kannski einkunnarorð hennar umfram allt. Kæra Jenný föðursystir okk- ar, við kveðjum þig í dag og minnumst með hlýju allra þeirra ágætu stunda sem við áttum með þér og erum þakklát fyrir að hafa átt svona góða, skemmtilega og klára frænku sem á alltaf stað í hjarta okkar, eins og öll systkini pabba. Haraldur, Helgi, Guðrún og María. Að leiðarlokum langar okkur systkinin að minnast Jennýar nokkrum orðum. Mamma (Guð- rún Ólafía Sigurgeirsdóttir) og Jenný voru æskuvinkonur, og vinátta þeirra hélst meðan báð- ar lifðu, en mamma lést fyrir tæpum 11 árum. Eftir að mamma dó hafa samskiptin ver- ið stopul, einkum eftir að Jenný flutti á hjúkrunarheimili. Mamma hafði alla tíð mikla þörf fyrir vináttu Jennýar og sótti til hennar stuðning. Vinátta þeirra byggðist á traustum grunni og eftir að þær voru báðar orðnar einar töluðust þær við oft í viku og hittust reglulega. Meðan heilsa þeirra beggja leyfði ferð- uðust þær einnig saman, sem var mömmu mikils virði. Við vottum börnum og að- standendum Jennýar öllum okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Jennýar Sigrúnar Sigfúsdóttur. Ásta Friðriksdóttir. Nú þegar Jenný er kvödd lokast enn einn glugginn úr æsku minni. Minningarnar eru ekki allar ljóslifandi en sterkur persónuleiki Jennýjar svífur alltaf yfir vötnum frá því að við vorum unglingar og fram á þennan dag. Vinátta okkar Gerðu, mið- dóttur Jennýjar, kviknaði í af- mæli hjá bekkjarsystur okkar. Nokkrum dögum síðar fer ég með henni heim eftir skóla. Stíg í fyrsta sinn inn í háhýsi, Sól- heima 23. Sé þar fimm nöfn á spjaldi og get mér til um að þar búi Jenný með fjórum börnum sínum. Elsta Einarsbarnið reyndist vera Jói, seinni eig- inmaður hennar. Mamma spyr hverra manna hún Gerða er. Þegar í ljós kem- ur að mamma hennar sé litla systir Maju, skólasystur mömmu úr húsmæðraskólanum Jenný Sigrún Sigfúsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi HARALDUR SIGURÐSSON fyrrv. bankafulltrúi á Akureyri lést á sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 28. september. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 8. október kl. 13:30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Elísabet Kemp Guðmundsdóttir Eva Þ. Haraldsdóttir Gunnar Jóhannsson Ásdís H. Haraldsdóttir Sigurður V. Guðjónsson Ragna Haraldsdóttir Leó Jónsson Sigurður St. Haraldsson Thamar M. Heijstra barnabörn, barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma SVAVA BJÖRG GÍSLADÓTTIR Lautasmára 45, Kópavogi lést í faðmi ástvina föstudaginn 26. september á líknardeild LSH í Kópavogi. Útförin fer fram í Digraneskirkju föstudaginn 12. október klukkan 13. Erlingur Snær Guðmundsson og fjölskylda Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR GUÐMUNDSSON, fyrrverandi framkvæmdastjóri, Hólabergi 84, lést á heimili sínu aðfaranótt laugardags. Auður Sveinsdóttir Guðmundur Gunnarsson Nikola Christoph Guðrún Gunnarsdóttir Sveinn Þór Þórhallsson Gunnar Andri Kristinsson Birna Guðjónsdóttir Auður Ösp Magnúsdóttir Daníel P. Baldursson Inga Dóra Magnúsdóttir Einar Á. Valgarðsson Jónas Guðmundsson Christoph Ylfa Guðmundsdóttir Christoph Þórhallur Anton Sveinsson Anton Elías Viðarsson Katla Röfn Daníelsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.