Morgunblaðið - 01.10.2018, Qupperneq 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2018
Verumgáfuð ogborðum
fisk
Plokkfiskur
- Hollur kostur tilbúinn á 5mín.
Kveðja Grímur kokkur • www.grimurkokkur.is
Hollt og
fljótlegt[ ]
ÁNMSG
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Ég var í afmælisferð í Sitges ásamt vinkonum mínum og fór það-an beint á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og er nýkominheim þaðan. Ætli ég taki því ekki rólega heima í faðmi fjöl-
skyldunnar,“ segir María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri í utanríkis-
ráðuneytinu, en hún á 40 ára afmæli í dag.
Þetta er í níunda skiptið sem hún situr allsherjarþingið. „Mér finnst
alltaf jafn gaman að sækja allsherjarþingið. Sameinuðu þjóðirnar eru
eins og heimsþorp í þessari viku þegar leiðtogarnir koma saman. Ætli
það sé ekki eftirminnilegast þegar Heimsmarkmiðin voru samþykkt
eftir langar og strangar samningaviðræður.“ María hefur séð ýmsa
þjóðarleiðtoga halda ræður á þinginu, Gaddafí, Ahmadinejad, Pútín,
Obama, Trump og Theresu May, meðal annarra.
María Mjöll var sjálf í fastanefndinni í New York frá 2007 til 2015,
en hún hóf störf í utanríkisráðuneytinu 2001 og hefur unnið þar allan
sinn starfsferil. Hún er með BA próf í spænsku og stjórnmálafræði og
meistaragráðu í alþjóðastjórnmálum frá Columbia-háskóla.
„Starfið er afar fjölbreytt og vinnustaðurinn mjög skemmtilegur,“
segir María Mjöll sem stýrir upplýsinga- og greiningardeild utanríkis-
ráðuneytisins. „Við sinnum bæði ytri og innri upplýsingamiðlun og
fáumst því að einhverju leyti við flest þau málefni sem tilheyra ráðu-
neytinu í samstarfi við okkar frábæra fólk.“
Eiginmaður Maríu Mjallar er Brynjólfur Stefánsson, sjóðsstjóri hjá
Íslandssjóðum. Synir þeirra eru Stefán Borgar, 11 ára, Jón Steinar, 8
ára, og Sigurður Hilmar sem er 7 ára.
Á Ítalíu Fjölskyldan á ferðalagi í sumar og er þarna stödd í þorpinu
Locorotondo í Puglia-héraði. Fjölskyldufaðirinn tók myndina.
Nýkomin heim frá
allsherjarþinginu
María Mjöll Jónsdóttir er fertug í dag
J
órunn fæddist á sjúkrahús-
inu í Stykkishólmi 1.10.
1968 og átti m.a. heima í
Grundarfirði fyrstu árin
og síðar í Kópavogi og í
Reykjavík. Hún var í Kársnesskóla,
Hólabrekkuskóla og Álftamýr-
arskóla og lauk stúdentsprófi frá
MS 1988.
Jórunn æfði íþróttir af kappi, svo
sem knattspyrnu og handbolta.
Hún var sumardvöl á Jaðri, í sveit í
Miðdal, ásamt Frímanni, bróður
sínum, sumarlangt á Hornafirði og
Hoffelli við barnagæslu og vann
alltaf með skóla, gætti barna, bar
út blöð og þreif á verkstæði for-
eldra sinna.
Á menntaskólaárunum sinnti hún
þjónustustörfum og þrifum: „Sum-
arið 1986 bjó ég hjá ömmu á Siglu-
firði, vann hjá Þormóði ramma og
lék fótbolta. Það var gott sumar.“
Jórunn stundaði nám í hjúkr-
unarfræði við HÍ, lauk BSc-prófi
1993, MPA-prófi í opinberri stjórn-
sýslu frá HÍ 2015 og öðlaðist skip-
stjórnarréttindi á strandveiðibát,
undir 24 metrum, árið 2017.
Jórunn sinnti hjúkrun á geðdeild-
um Landspítalans, á hjúkrunar-
heimilum og heilsugæslustöðvum
1993-94, sá um rekstur hjúkrunar-
deildar Rekstrarvara hf. 1994-97,
var hjúkrunarfræðingur hjá Nord-
sjællands Vikar Service í Dan-
mörku 1998-99, markaðsstjóri hjá
Austurbakka hf. - skurðstofu og
svæfingarvörur 1999-2002, ritstýrði
og starfrækti vefsíðuna Doktor.is
2002-2006 og starfaði jafnframt við
Sóltún hjúkrunarheimili.
Jórunn var varaborgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins 2002-2006 og
borgarfulltrúi 2006-2010, var for-
maður velferðarráðs Reykjavíkur
2006-2010, fulltrúi Reykjavík-
urborgar í Launanefnd sveitarfé-
laga 2006-2010, formaður stjórnar
Strætó bs. 2008-2010, fulltrúi í vel-
ferðarráði, skipulagsráði, inn-
kauparáði og hverfaráði Reykjavík-
urborgar 2010-2012.
Ertu mjög pólitísk Jórunn?
„Erum við ekki flest pólitísk í
þeim skilningi að við viljum láta
gott af okkur leiða. Ég hef alltaf
haft áhuga á heilbrigðismálum og
sem borgarfulltrúi leiddi ég til lykta
sameiningu heimahjúkrunar og
heimaþjónustu í Reykjavík, vann að
breytingum á félagslega leiguíbúða-
kerfinu, að stefnumótun í málefnum
utangarðsfólks, vann að flutningi á
málefnum fatlaðra frá ríki til borg-
ar og að stefnumótun í málefnum
aldraðra til lengri tíma, einkum
Jórunn Ó. Frímannsdóttir, forstöðum. á Droplaugarstöðum – 50 ára
Fjölskyldan Jórunn og Hörður á brúðkaupsdegi sínum, 20. júní 2014, ásamt
börnum Jórunnar og syni Harðar.
Með fjölþætta reynslu
af heilbrigðismálum
Gönguflugurnar Íþrótta- og útivistarkonan með gönguhópnum sínum.
Vinkonurnar Katrín Embla
og Kristín Vala héldu tom-
bólu til styrktar Rauða
krossinum. Söfnunin fór
fram við Iceland í Setbergi
og söfnuðust alls 4.790 kr.
og 5 dollarar.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is