Morgunblaðið - 01.10.2018, Síða 25

Morgunblaðið - 01.10.2018, Síða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Flest virðist ganga þér í haginn en gættu þess að ganga ekki á rétt annarra því þá getur margt farið úrskeiðis. Láttu ekkert aftra þér frá því að vera sá gleðigjafi sem þú ert. 20. apríl - 20. maí  Naut Samskipti þín við annað fólk eru mjög góð í dag því þú ert til í að setja sjálfa/n þig í annað sæti. Þú ert friðsæl/l og í góðu jafnvægi og hefur því góð áhrif á alla í kringum þig. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Einhver ótti steðjar að þér í sam- bandi við það að þú náir ekki takmarki þínu. Reyndu að sjá hlutina í réttu ljósi áður en þú lætur til skarar skríða. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það mun reyna verulega á hæfni þína á næstunni og þú mátt búa þig undir að sum verka þinna verði fyrir óvæginni gagnrýni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur í mörgu að snúast og skalt fá fólk í lið með þér til að leggja hönd á plóg því þá gengur allt eins og í sögu. Það freistar þín mjög að reyna eitthvað nýtt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Sýndu öðrum þolinmæði og sér- staklega börnunum sem eiga stundum bágt með að átta sig á því hvað fullorðna fólkið er að fara. Mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur verið of upptekin/n að und- anförnu og ekki veitt athygli þeim sem næst þér standa. Þú mátt ekki láta söknuðinn draga þig niður, þótt vík sé á milli vina. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Finnist þér þú ganga á vegg ætt- irðu að setjast niður og íhuga þinn gang. Allt sem maður getur sigrast á í huganum, getur maður yfirbugað í raunveruleikanum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Forðastu alla árekstra við vinnu- félaga þína. Sýndu öðrum tillitssemi og um- burðarlyndi og þú munt fá þá framkomu end- urgoldna þúsundfalt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Stundum hafa þeir sem greina, fylgjast með og þróa vinnu þína eitthvað til málanna að leggja líka. Láttu góðan árangur ekki stíga þér til höfuðs. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nýjar hugmyndir láta á sér kræla. Vertu hvergi smeyk/ur því þú hefur alla burði til að hrinda þeim í framkvæmd. Vertu því vel undirbúin/n og láttu svo til skarar skríða. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú kemur þér að kjarnanum í vinnunni og gerir þér grein fyrir að hingað til hefur þú eytt of miklum tíma til einskis. Einhver gerir þér greiða sem þú kannt mjög vel að meta. Í Reykjavík myndast að morgni allavirkra daga bílalest sem nær ofan úr Mosfellsbæ og niður að Miklu- braut. Sama endurtekur sig aftur síðdegis. Eigi úthverfisfólk erindi niður fyrir Ártúnsbrekku ætti það að forðast ferðir þangað milli klukkan 8 og 9 á morgnana og svo milli klukkan 4 og 5 síðdegis. Hjá því verður þó stundum ekki komist, til dæmis þeg- ar fólk er á leiðinni í og úr vinnu, í skóla og slíkt. Þjóðflutningar þessir nánast stífla göturnar en umferðin er þó jafnan aðeins í aðra áttina. Til vesturs að morgni og austurs að kvöldi. Borgarlínan er sögð eiga að leysa úr þessari heljarslóðarorrustu, en Víkverji hefur þó miklar efasemd- ir um slíkt. Skynsamlegast væri að efla atvinnustarfsemi í úthverfum í austurhluta borgarinnar sem myndi jafna álagið á götum borgarinnar. Að flestir stærstu vinnustaðirnir séu í vesturborginni er tómt rugl. x x x Víkverji las í síðustu viku minning-argrein um ungan mann sem hafði að því er lesa mátti á milli lín- anna misst trúna á lífið og gefist upp. Slíkt er átakanlegt í alla staði og auðvitað má velta svona málum fyrir sér á ýmsa lund. Nefnt var á dög- unum að fullveldi Íslands væri lítil lítils virði ef vanlíðan og sálarmein herjuðu á fólkið, slíkur væri vandinn. Þetta er auðvitað hárrétt og mætti þá líka tiltaka efnahagsmálin, póli- tíkina og jafnvel veðráttuna. Ef sálin segir stopp er fólki um megn að mæta verkefnum daglegs lífs. Grein- ar um þetta efni sem Guðrún Hálf- dánardóttir skrifar og hafa birst á mbl.is síðustu daga sýna beint í sár- ið. Efling heilbrigðisþjónustu í þessu skyni er gott mál en að við séum til staðar hvert fyrir annað og sýnum skilning þegar eitthvað bjátar á skiptir þó mestu. x x x Haustið hellist yfir og framundaner fullt af áhugaverðum menn- ingarviðburðum. Sálin heldur kveðjutónleika í Eldborgarsal Hörpu síðar í mánuðinum og Vík- ingur Heiðar verður á sama stað og spilar píanóverk Johanns Sebastians Bach. Þetta verður bara skemmti- legt! vikverji@mbl.is Víkverji Drottinn er góður, athvarf á degi neyð- arinnar, hann annast þá sem leita hælis hjá honum (Nahúm 1.7) Ólafur Stefánsson birti á Leirsnjalla þýðingu sína á „Heiðar- jálkinum“ eftir Heinz Erhardt – með þessari athugasemd: „Ekki al- veg frír við Jóhann Wolfgang Ama- deus von Goethe!“ Drengur gráan drösul sá, drösul úti í heiði. Hann gamall var með glákusjón, gigt og annað heilsutjón. Það lak af honum leiði. Drösull, drösull, drösull lá drösull grár í heiði. Drengur mælti, dýrð finnst mér, drösull minn í heiði. Hvergi ský á himni er, heimurinn er að skemmta sér – hvað um margur beiði – Drösull, drösull, dátt er hér, drösull grár í heiði. Drösull leit með deyfð í lund á drenginn þar í heiði: Mig bóndinn lætur puða’á plóg, og púla fæ ég meira en nóg, – pískar mig fram í reiði Drengur, eg á dapra stund, og daga hér í heiði. Friðrik Erlingsson yrkir á Boðn- armiði: Sopið hef ég fjörufjöld, fór þá oft einn saman. En nú ætla ég á krá í kvöld, (hef ekki gert það í hálfa öld), og hafa svolítið gaman. Gunnar J. Straumland yrkir skemmtilega og heitir „Dróttkveð- inn tíminn“: Morgundaga marga mundi ég, því stundir gærdagsins og gárur geyma morgna heimsins. Tímann enginn temur tif hans alla lifir ljóð þó tímans leiðum leitast við að breyta. Magnús Halldórsson hefur orð á því að nú eigi að leggja fram á þingi frumvarp þess efnis að dýralæknar þurfi ekki að tala eða skilja ís- lensku: Í framsögn þér förlast mun Skjalda fram ef að mál þetta gengur. Og hvers eiga kusur að gjalda, ef kvartað þær geta ei lengur Hallmundur Guðmundsson dreg- ur úr vísnabingnum: Var dapur í morgun hann Muggur og maulaði rauðbrúnar tuggur. Ekk’ átt’ ’ann fé, og ekkert hans spé er mænd’ ’ann á mjóslegnar „guggur“. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Heiðarjálkurinn og kráarganga „ÞAÐ VAR SKIPT UM HEILA EÐA LÍKAMA – EFTIR ÞVÍ HVERN ÞÚ SPYRÐ.“ „HANN HEFUR NAGAÐ SIG AFTUR GEGNUM SJÓNVARPSSNÚRUNA!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... stundum vonlaus málstaður. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ó, GREEETTIIIR ÞETTA GETUR EKKI BOÐAÐ GOTT HRÓLFUR VERÐUR Í FRÁBÆRU SKAPI Í DAG! EFTIRLÝSTUR HRÓLFUR VERÐLAUN 800 GULLPENINGAR EFTIRLÝSTUR ATLI VERÐLAUN 400 GULLPENINGAR Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is Sími: 535 9000 | bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð Vottaðir hágæða VARAHLUTIR í flestar gerðir bifreiða Siðan 1962 Bílanaust er einnig í Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.