Morgunblaðið - 01.10.2018, Side 29
» Hið árlega og vinsælasundlaugarbíó fór fram
í Sundhöllinni í Reykjavík
um helgina. Þar var fólki í
sundfötum svamlandi í
vatni boðið upp á að horfa
á kvikmynd Luc Besson
frá 1997, The Fifth Ele-
ment. Myndin sú hefur
verið flokkuð sem „Brús
Villis sci-fi költ-klassík“ og
vakti lukku meðal sund-
bíógesta. Kvikmyndinni
var varpað upp á tjald í
gömlu innilauginni og hin-
ir ýmsu gjörningar voru
hér og þar í Sundhöllinni
til að skapa rétta and-
rúmsloftið fyrir þessa sér-
stöku mynd.
Sundlaugarbíó í Sundhöllinni er fastur liður á RIFF og fjölmenni sótti viðburðinn um helgina
Slökun Fólk lét fara vel um sig á meðan það horfði á kvikmyndina The Fifth Element á sundklæðunum ofan í laug.
Margir Fjöldi fólks á öllum aldri naut þess að horfa saman á bíó.
Gaman Þessum leiddist greinilega ekkert að mæta í bíó í sundlaug.
Dulúðleg Þessi stúlka var líkt og úr öðrum heimi þar sem hún sveif um.
Ofursvalur Þessi vélræni maður gekk um bakka sundlaugarinnar.
Morgunblaðið/Eggert
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2018
Brynhildur Oddsdóttir hlaut fyrir
helgi Gullnöglina, gítarverðlaun
Björns Thoroddsen, fyrir áræðni,
kjark og þor í tónlistarsköpun
sinni, eins og segir í tilkynningu.
Þar segir að með starfi sínu hafi
Brynhildur rutt brautina fyrir
fjölda stúlkna sem eigi sér nú
fyrirmynd, gítarleikara og hljóm-
sveitarstjóra sem náð hafi langt og
spilað á tónleikum víða um heim.
Brynhildur lærði á fiðlu í Nýja
tónlistarskólanum og lauk 5. stigi í
því námi, auk þess sem hún lærði
síðar söng við sama skóla. Fiðlan
vék síðar fyrir rafmagnsgítarnum
sem hefur verið hennar aðal-
hljóðfæri síðan. Árið 2011 lauk
Brynhildur námi í tónsmíðum frá
Listaháskóla Íslands og með hljóm-
sveit sinni Beebee and the blue-
birds hefur hún gefið út tvær
breiðskífur þar sem blúsinn er í
öndvegi, auk þess sem hún hefur
verið öflug þegar kemur að tón-
leikahaldi.
Gullnöglin var afhent í tengslum
við Guitarama, gítarhátíð Björns,
sem fram fór í Salnum í Kópavogi
föstudagskvöldið 28. september.
Ánægð Brynhildur Oddsdóttir og Björn Thoroddsen.
Brynhildur Oddsdóttir
hlaut Gullnögl Björns