Morgunblaðið - 01.10.2018, Síða 32

Morgunblaðið - 01.10.2018, Síða 32
Í tilefni af fullveldis- afmæli Ís- lands gefur Bókmennta- borgin Reykjavík út tvær ljóðaark- ir sem fagnað verður með upplestri í Iðnó í kvöld kl. 20. Ljóðin voru ort í ritsmiðjum undir stjórn Fríðu Ísberg, en þær voru haldnar í Gröndalshúsi í Reykjavík og á Skriðuklaustri í Fljótsdal fyrr á árinu. Meðal skálda sem þátt taka í Mótþróa eru Hertha Richardt Úlfarsdóttir, Jón Örn Loðmfjörð, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir og Úlfur Bragi Einars- son. Mótþrói í Iðnó í tilefni fullveldisafmælisins MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 274. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr. Alfreð Finnbogason bauð stuðn- ingsmönnum Augsburg upp á magnaða frammistöðu í 4:1-sigri liðsins á Freiburg í þýsku knatt- spyrnunni í gær. Framherjinn, sem var að leika sinn fyrsta leik síðan á HM í Rússlandi, skoraði þrennu og hefur hann alls gert þrjár slíkar í deildinni, sem er ein sú sterkasta í heimi. »1 Þriðja þrenna Alfreðs í Þýskalandi á einu ári ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Karlalið Skautafélags Akureyrar er enn ósigrað í Evrópuleikjum eftir frumraun sína á þeim vettvangi í Búlgaríu. SA er komið áfram í 2. umferð Evrópubikars félagsliða í ís- hokkíi eftir 2:0-sigur gegn ísra- elsku meist- urum í Bat Yam í undan- keppni Evr- ópubikarsins í Sofiu í gær. Akureyringar léku þrjá leiki og unnu þá alla. Önnur umferðin fer fram dagana 19.-21. október í Riga í Lett- landi en þar mætir SA meistaraliðum Úkraínu, Lettlands og Spánar. »2 Akureyringar unnu alla leikina í Búlgaríu Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fulltrúar Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, SÍK, eru nýkomnir frá Eþíópíu, þar sem þeir lögðu grunninn að byggingu heimavistar í Konsó fyrir 32 ungar konur, sem hyggja á framhaldsnám. María Finnsdóttir, sem studdi vel starf Kristniboðssambandsins í Eþí- ópíu, lést í fyrra. Hún arfleiddi SÍK að töluverðum fjármunum, sem skyldi varið í að efla menntun stúlkna og kvenna í Eþíópíu, þar sem starf SÍK hófst 1956. Arfurinn verður not- aður til að reisa fyrrnefnda heimavist sem áformað er að taka í notkun að ári. Áætlaður kostnaður er um 12 til 15 milljónir króna. Bræðurnir Karl Jónas og Guð- laugur Gíslasynir, Brynjar Hall- dórsson og Rúnar Sigurður Birgisson fóru til Eþíópíu til að hnýta lausa enda í tengslum við bygginguna. Bræðurnir þekkja vel til á svæðinu og bjuggu þar í níu ár í æsku, en for- eldrar þeirra, Katrín Guðlaugsdóttir og Gísli Arnkelsson, voru þar kristni- boðar í 11 ár. Systkinin eru sex og fimm þeirra hafa starfað sem trúboð- ar í Eþíópíu. Fæddist í Eþíópíu Karl fæddist í Eþíópíu og hefur bú- ið í landinu í samtals yfir 20 ár. Hann segir að SÍK reyni að fylgja öllum verkefnum eftir frá upphafi til enda og þeir hafi farið til þess að fara yfir teikningar og annað og ýta verkefn- inu úr vör. Greiðslur verða inntar af hendi eftir því sem verkinu miðar og fulltrúar SÍK taka verkið út í vor eða næsta sumar. Karl segir að þeir hafi gefið verktökum myndavélar svo þeir geti reglulega sent myndir af fram- gangi mála. „Þetta er samstarfsverk- efni og við fylgjumst vel með öllu,“ segir hann, en kvenfélag kirkjunnar í Konsó kemur til með að sjá um rekst- ur heimavistarinnar. „Við leggjum mikla áherslu á að starfsmenn heima- vistarinnar verði konur til að tryggja öryggi stúlknanna varðandi misbeit- ingu og valdbeitingu, sem viðgengst víða í Afríku.“ Mikil fátækt er í Eþíópíu og ástandið þar hefur oft verið slæmt vegna hungursneyðar. Karl rifjar upp að í barnæsku hafi hann átt vin sem hafi verið kallaður „Á morgun“. „Ástæðan var sú að á hverju kvöldi sagði hann „ég vona að við sjáumst á morgun“, en hann var vannærður, lá fyrir dauðanum og vissi af því.“ Karl leggur áherslu á að menntun sé helsti bjargvættur fólksins í Eþí- ópíu. Heimavistin sé hugsuð fyrir stúlkur eða ungar konur í 9.-12. bekk í Konsó og Suður-Ómó, „stúlkur sem langar, vilja og hafa getuna til náms,“ segir Karl. Hann segir að þær sem útskrifist úr 12. bekk geti síðan farið í háskóla en að loknum 10. bekk opnist dyr í sérstaka fagskóla eins og til dæmis kennaraskóla og sjúkraliða- skóla. Konurnar eru 17 til 25 ára. „Það er ótrúlegt að hugsa til þess hvað nokkrar milljónir króna geta breytt framtíð 32 stúlkna um ókomin ár,“ segir Karl. Ljósmynd/Brynjar Halldórsson Konsó Karl Jónas Gíslason spjallar við drengi og sýnir þeim fingraleik þar sem hann virðist taka fingur af. Reisa heimavist fyrir ungar konur í Eþíópíu  Kristniboðssambandið nýtir arf til góðra verka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.