Morgunblaðið - 05.10.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.10.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2018 Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Rafvirkjar athugið! Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Hannes Hilmarsson, forstjóri Air Atlanta, sagði í aðsendri grein hér í Morgunblaðinu í fyrradag að í skýrslu samgöngu- og sveitarstjórn- arráðuneytisins frá því í vor, um flutning hergagna með borgaraleg- um loftförum á árunum 2008-2017, hefði verið lagt mat á hvort þær undanþágur sem veittar hefðu verið vegna hergagnaflutninga samræmd- ust þjóðréttarlegum skuldbinding- um íslenskra stjórnvalda. Niðurstaða ráðuneytisins hefði verið að ekkert hefði komið fram um að Flugmála- stjórn Íslands eða Samgöngustofa hefðu veitt und- anþágur til flutn- inga á hergögn- um í andstöðu við þjóðréttarlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Hannes sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði skrifað áðurnefnda grein vegna þess að þeim hjá Air Atlanta hefði þótt á sínum tíma að umfjöllun ákveðinna fjölmiðla hefði verið fjarri því að vera sanngjörn. „Þess vegna vildi ég vekja athygli á skýrslu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um málið, sem kom út í endanlegri mynd 24. maí sl. Við vildum því skilja eftir fótspor okkar um málið, eftir að skýrsla ráðuneytisins hafði hreinsað okkur af öllum áburði sem borinn var á fyrirtækið síðasta vetur,“ sagði Hannes. Umtalið óhemjuneikvætt Hann rifjar upp hversu óhemju- neikvætt umtal og ósanngjarnt hafi verið um hergagnaflutninga Atlanta, í kjölfar umfjöllunar Kveiks í febr- úar. „Maður er enn að heyra fólk tala á mjög neikvæðan hátt um hlut Atl- anta og því vildum við koma þessu um skýrsluna vel á framfæri, því fjöl- miðlar sem fjölluðu á mjög neikvæð- an hátt um okkur á sínum tíma, hafa ekki verið að hampa efni skýrslunn- ar á nokkurn hátt,“ sagði Hannes enn fremur. Talsverður fréttaflutningur var í fjölmiðlum í febrúar, eftir að Kveik- ur, fréttaskýringaþáttur Ríkis- útvarpsins, hafði látið í veðri vaka að flutningur Air Atlanta á hergögnum kynni að hafa verið ólögmætur. „Niðurstaða ráðuneytisins er að ekkert hafi komið fram um að Flug- málastjórn Íslands eða Samgöngu- stofa hafi veitt undanþágur til flutn- inga á hergögnum í andstöðu við þjóðréttarlegar skuldbindingar ís- lenska ríkisins,“ segir m.a. orðrétt í grein Hannesar. Hannes gagnrýnir að fjórum mán- uðum eftir útgáfu skýrslu ráðu- neytisins um að Atlanta hafi í einu og öllu fylgt lögum og reglum hafi þeir fjölmiðlar sem harðast gengu fram gegn félaginu í engu leiðrétt frétta- flutning sinn frá þessum tíma. Segir skýrsluna hreinsa Atlanta  Hannes Hilmarsson, forstjóri Air Atlanta, segir umfjöllun ákveðinna fjölmiðla í vetur um hergagna- flutning félagins hafa verið mjög ósanngjarna  Ekkert í andstöðu við þjóðréttarlegar skuldbindingar Hannes Hilmarsson Þór Steinarsson thor@mbl.is Óvíst er hvort bronsstytta myndhöggvarans Einars Jóns- sonar af íslenska landkönnuðinum Þorfinni karlsefni verð- ur reist að nýju eftir að henni var velt af stalli sínum í Fair- mount-garðinum í Fíladelfíuborg í Bandaríkjunum. Samkvæmt fjölmiðlum þar ytra fannst styttan, sem er rúmlega tveggja metra löng og hátt í tonn að þyngd, liggj- andi ofan í Schuylkill-ánni sem rennur framhjá Fair- mount-garðinum snemma aðfaranótt þriðjudags. Á vett- vangi fundust brot úr styttunni og kúbein sem er talið hafa verið notið til að velta styttunni af stalli sínum. Yfirvöld hófu í kjölfarið rannsókn á málinu og voru kaf- arar sendir út í ána til að skoða aðstæður. Á þriðjudagskvöld var kranabíll notaður til að draga styttuna úr ánni og kom þá í ljós að höfuðið hafði brotnað af styttunni. Fíladelfíuborg hefur þegar ráðið fyrirtæki til að lagfæra styttuna en of snemmt er að segja til um hvort hún verði endurreist á sama stað. Styttan af Þorfinni var smíðuð árið 1918 og var reist 20. nóvember árið 1920. Hún hafði því staðið í Fairmount- garðinum í nærri heila öld. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að styttan hafi áður orðið fyrir skemmdarverkum þegar rauðri málningu var sprautað á andlit hennar á síðasta ári. Þá voru slagorð gegn nasisma einnig rituð á hana auk merkis anarkista. Talið var að sá gjörningur hefði verið framinn til þess að mótmæla hvítum þjóðernissinnum sem hafa í gegnum tíð- ina haldið samkomur við styttuna á degi Leifs Eiríks- sonar. Yfirvöld hafa enn sem komið er ekki tjáð sig um mögulegar ástæður þess að styttunni var velt ofan í ána. Þorfinnur karlsefni var íslenskur landkönnuður sem er sagður hafa numið land í Vínlandi og heimildir um hann má finna í Grænlendingasögu og Eiríks sögu rauða. Annað eintak af Þorfinni karlsefni má sjá við Hrafnistu, dvalar- heimili aldraðra í Reykjavík. Örlög Þorfinns óráðin  Stytta Einars Jónssonar myndhöggvara af Þorfinni karls- efni fannst ofan í ánni  Höfuðið hafði brotnað af Þorfinni Ljósmynd/Wikipedia Stytta Þorfinnur karlsefni var íslenskur landkönnuður. Rukka fyrir aðgang að salernum hjá N1 Byrjað verður á næstu dögum að inn- heimta gjald af fólki sem nýtir sér salernisaðstöðuna í þjónustustöð N1 í Borgarnesi. Sett verður upp gjaldhlið við innganginn þar og þarf að greiða 100 krónur fyrir hvert skipti. Kaupi fólk hins vegar eitthvað í versluninni gengur hundraðkallinn þar upp í, með framvísun útprentaðs miða. Þá þurfa handhafar viðskiptakorts N1 ekkert að greiða, enda leggja þeir kortið að skynjara við hliðið sem þá opnast þeim endurgjaldslaust. „Með þessu erum við einfaldlega að hafa upp í kostnað sem við höfum haft af salernunum við kaup á hrein- lætisvörum, pappír og öðru. Þetta eru 8-10 milljónir króna á ári en við áætl- um að um 400 þúsund manns nýti sér þessa aðstöðu á ári hverju. Það er sjálfsagt að eiginlegir viðskiptavinir okkar þurfi ekki að greiða, en að þeir sem ekkert kaupi þurfi að borga. Þar eiga að stóru leyti í hlut útlendingar sem finnst ekkert mál að greiða fyrir þessa þjónustu, enda slíku vanir úr heimalöndum sínum,“ segir Páll Örn Líndal, rekstrarstjóri þjónustustöðva hjá N1, við Morgunblaðið. Gjaldhliðið í Borgarnesi var sett upp fyrir nokkru en þá virkaði bún- aðurinn ekki sem skyldi. Hann var því tekinn niður til úrbóta og verður kominn á sinn stað áður en langt um líður. Þessu til viðbótar stendur til hjá N1 að koma upp sambærilegum búnaði á stöð fyrirtækisins á Hvols- velli, sem nú er verið að stækka og endurbæta. Innheimta á öðrum stöðvum félagsins er ekki áformuð að svo stöddu. sbs@mbl.is N1 Þjónustustöð í þjóðbraut í Borg- arnesi þar sem margir létta á sér.  100 krónur í Borgarnesi og á Hvolsvelli Hjólreiðamönnum hefur farið nokkuð fjölgandi á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða þessu hafa sveitar- félögin sem mynda þennan stærsta þéttbýliskjarna landsins lagt ófáa kílómetra af hjólastígum víða um borgarlandið. Við suma þeirra má finna þjónustustaura á borð við þennan þar sem hægt er að huga að hjólum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hjólið þjónustað við Klambratún Hjólreiðamenning á höfuðborgarsvæðinu Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir að ýta fyrrverandi eiginkonu sinni upp að heitum ofni í desember 2015 með þeim afleiðingum að hún hlaut 2. og 3. stigs bruna á upphandlegg. Dómur- inn er skilorðsbundinn til tveggja ára vegna tafa við rannsókn málsins. Konan greindi frá því í skýrslutöku hjá lögreglu að hún og maðurinn hefðu verið að drekka og þau farið að rífast. Hann hefði gengið að henni en hún sagst ætla að kýla hann. Hann hefði þá ýtt henni þannig að upphand- leggur hennar fór utan í ofninn og ofnkranann og hann hefði haldið henni þannig að hún gat ekki hreyft sig, en ofninn verið mjög heitur. Kvaðst hún „hafa heyrt þegar skinnið sprakk og hún fundið mikla sviðaverki“. Konan krafðist milljónar króna í miskabætur en dómurinn taldi 400 þúsund krón- ur hæfilegar bætur. Heyrði skinnið springa og fékk verki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.