Morgunblaðið - 05.10.2018, Side 36
SÓLALLT
ÁRIÐ
GRAN CANARIA FRÁ
12.999kr.*
Tímabil: des.–apríl
TENERIFE FRÁ
16.999kr.*
Tímabil: nóv.–jan.
ORLANDO FRÁ
19.499kr.*
Tímabil: jan.–mars
*Verð miðast við WOW Basic aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.
Tilboðið á aðeins við ef bókað er flug fram og til baka.
Njóttu sólarinnar á Gran Canaria, slappaðu
af á Tenerife eða spókaðu þig á einum af
fullkomnu golfvöllum Orlando. Hafðu það
notalegt með WOW air, allan ársins hring.
Furðusagnahátíðin IceCon verður
haldin í annað sinn 5.-7. október í
Iðnó og heiðursgestir hátíðarinnar
eru bandaríski rithöfundurinn
Naomi Novik og fræðikonan Úlfhild-
ur Dagsdóttir. Dagskráin miðast að
miklu leyti við furðusagnabók-
menntir, m.a. fantasíur, vísinda-
skáldsögur og hrollvekjur. Novik
hefur skrifað fjöldann allan af
fantasíum og þá meðal annars
Temeraire-seríuna.
Naomi Novik gestur
furðusagnahátíðar
FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 278. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr.
Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn
sína á Íslandsmótinu í körfuknatt-
leik karla í gærkvöld með öruggum
sigri á Skallagrími úr Borgarnesi,
109:93, þegar fjórir fyrstu leikir
keppnistímabilsins í Dominos-
deildinni fóru fram. Tindastóll vann
Þór úr Þorlákshöfn, Haukar unnu
nýliða Vals og Grindavík marði sig-
ur á nýliðum Breiðabliks. »2
Meistararnir skelltu
Skallagrímsmönnum
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Í dag tilkynnir Erik Hamrén, þjálfari
karlalandsliðsins í knattspyrnu,
annan landsliðshóp sinn síðan hann
tók við þjálfun landsliðsins fyrir
tveimur mánuðum. Af því tilefni
veltir Sindri Sverrisson því fyrir sér
hvort pláss sé í hópnum fyrir unga
leikmenn til að koma inn, fyrir kom-
andi leiki við heimsmeistara Frakka
og Svisslendinga.
Leikirnir fara
fram í næstu
viku. Leikið
verður við
Frakka ytra
en Sviss á
Laugardals-
velli. »2
Hvort og þá hve mikið
pláss er fyrir þá yngri?
Guðrún Óla Jónsdóttir
gudruno@mbl.is
Hanna Rún Bazev Óladóttir og Sig-
urður Már Atlason höfðu ekki dans-
að saman nema á einni æfingu þegar
þau skráðu sig til leiks á heims-
meistaramótinu í tíu samkvæmis-
dönsum. Einum og hálfum mánuði
síðar gerði dansparið sér lítið fyrir
og lenti í sjötta sæti af tuttugu og
átta pörum á mótinu sem fram fór í
Póllandi 23. september síðastliðinn.
Finnst gaman að áskorunum
Hanna Rún og Sigurður höfðu
ekki dansað saman áður, en Nikita
Bazev, eiginmaður Hönnu, hefur
verið dansfélagi hennar undanfarin
ár. Hann hefur verið mikið á ferða-
lögum erlendis og því verið í fríi frá
dansinum. „Ég hef þekkt Sigga Má í
um fimmtán ár og við Nikita
ákváðum að hafa samband við hann.
Hann er hins vegar tíu dansa dans-
ari á meðan ég hef bara dansað
latíndansa síðustu ár en Nikita
stakk upp á að við myndum bara
prófa að æfa hvort tveggja.“ Hanna
Rún segir að Siggi Már hafi verið
eini strákurinn sem hún vildi dansa
við. „Ef hann hefði ekki verið til í
þetta, þá hefði ég bara æft mig ein.“
Hanna Rún hafði ekki dansað
ballroom-dansa í tíu ár þegar hún
mætti á fyrstu æfinguna með Sigga
Má en hún segir hana hafa gengið
ótrúlega vel. „Það var bara eins og
ég hefði aldrei tekið pásu. Svo þegar
ég velti því upp hvenær heimsmeist-
aramótið í tíu dönsum yrði haldið
litu Nikita og Siggi Már á mig og
spurðu bara hvers vegna í ósköp-
unum ég væri að spyrja að því,“ seg-
ir Hanna Rún og hlær. „En ég nenni
ekkert að bíða allt of lengi með hlut-
ina, vil bara drífa í þeim. Mér finnst
gaman að skora á sjálfa mig og
þetta var skemmtileg áskorun.“
Óvenjumörg pör
Þarna var einn og hálfur mánuður
í mótið og Hanna segir að næstu
vikur hafi þau Siggi æft sig af full-
um krafti og markmiðið hafi verið
að komast í úrslit. „Við æfðum ótrú-
lega mikið en vorum samt skynsöm
og hvíldum okkur vel ef okkur
fannst þess þurfa. Nikita setti sam-
an latíndansana okkar og hjálpaði
okkur að velja spor. Svo tókum við
tíma hjá erlendum kennara sem
hjálpaði okkur með ballroom-
dansana.“
Hanna Rún og Siggi Már kepptu
fyrir hönd DÍH, Dansíþróttafélags
Hafnarfjarðar. Keppnin var hörð og
Hanna Rún segir óvenjumörg pör
hafa tekið þátt að þessu sinni. „Í
fyrra kepptu fjórtán pör og þar áður
átta en núna voru þetta tuttugu og
átta pör. Þetta var rosalega sterk
keppni.“
Og nú er dansparið á leið til Eng-
lands þar sem það keppir á sterku
móti í tíu dönsum á morgun, laugar-
dag. „Þetta kom óvænt upp en þar
sem okkur gekk svo vel síðast lang-
aði okkur að halda áfram. Og við er-
um hvergi nærri hætt.“
Dansparið Hanna Rún og Sigurður Már á heimsmeistaramótinu í Póllandi.
Skemmtileg áskorun
Hanna Rún Bazev Óladóttir og Sigurður Már Atlason
urðu í sjötta sæti á heimsmeistaramótinu í tíu dönsum