Morgunblaðið - 05.10.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.10.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2018 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 GENUINE SINCE 1937 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is GOGO er nýjasti orkudrykkurinn á markaðnum í dag en það er íslenska nýsköpunarfyrirtækið Good Good ehf. sem stendur á bak við vöruna. Uppskriftin að GOGO er íslensk en fyrirtækið útvist- ar framleiðslunni á drykknum sem fer fram í Austur- ríki. Garðar Stef- ánsson, einn fjög- urra starfsmanna Good Good, segir orkudrykkja- markaðinn gríð- arlega stóran hér á Íslandi en sam- kvæmt upplýsingum Good Good seldust tæplega 5,2 milljónir 330 ml dósa af vinsælustu orkudrykkjunum árið 2017. „Þetta er gríðarlega stór markaður og það má gera ráð fyrir því að markaðurinn fyrir árið 2018 sé mun stærri. Að okkar mati var nauð- synleg þörf á hollari valkosti þarna inn,“ segir Garðar við Morgunblaðið. Garðar kallar drykkinn nokkurs konar ábatadrykk enda eru í honum alls kyns vítamín og steinefni. GOGO er auk þess sykurlaus en fyrirtækið notar stevíu til þess að gera drykkinn bragðgóðan, en stevía er náttúrulegt sætuefni og hefur engin áhrif á blóð- sykur. Good Good hefur undanfarin ár selt vörur á borð við súkkulaði- smjör, sultu, stevíudropa og strá- sætu, en GOGO kom í búðarhillur fyrir tveimur vikum og er stærsta verkefni fyrirtækisins til þessa. Stærsta vöruþróunarverkefnið „Sem nýsköpunarfyrirtæki þá þurfum við að vera á tánum og halda vöruþróuninni áfram. Nýjasta vöru- lína Good Good heitir GOGO. Hugs- unin er sú að þetta séu vörur sem hægt er grípa með sér, t.d. drykkur eða biti „on the go“ án þess að vera með eitthvert samvikubit vegna óhollustu,“ segir Garðar „Þetta er stærsta verkefnið sem við höfum farið í hingað til í vöruþró- un. Þetta er fyrsta varan af nokkrum sem kemur í þessari GOGO-línu. Við erum búin að vera að þróa þennan drykk í níu mánuði, í samvinnu við Icepharma sem dreifir vörum Good Good á Íslandi og erum búin að vanda öll innihaldsefni,“ segir Garðar. Orkudrykkir komnir til að vera „Öll innihaldsefni eru náttúruleg eða upprunnin úr náttúrunni en ekki búin til á rannsóknarstofum eins og hefur tíðkast hjá öðrum orku- drykkjaframleiðendum. Langflestir orkudrykkir innihalda gervikoffín. Gervikoffín er framleitt í efnaverk- smiðjum úr efninu karbamíð og get- ur innihaldið hörð kemísk efni. Munurinn er sá gagnvart líkamanum að orkustigið fer hratt upp en á sama tíma hratt niður. Við völdum að hafa aðeins náttúrulegt koffín í GOGO. Það er koffín sem við þekkjum og er unnið úr grænum kaffibaunum, grænu tei og guarana-baunum,“ segir Garðar. Garðar segir orkudrykki komna til að vera og að markaðurinn fyrir slíka drykki sé að vaxa alls staðar í heim- inum. „Orkudrykkir eru komnir til að vera. Sérstaklega þar sem ungt fólk í dag drekkur minna af kaffi og þarf á þeim að halda inn á milli til þess að fá aukaorku yfir daginn. Að okkar mati vantaði bara þennan náttúrulega, heilsusamlega orkudrykk á markað- inn, sem inniheldur engin gerviefni, og því bjuggum við til GOGO.“ Orkudrykkir alkomnir GOGO Orkudrykkir eru komnir til að vera að sögn Garðars Stefánssonar.  Orkudrykkurinn GOGO kom í búðir fyrir tveimur vikum  Tæplega 5,2 milljónir dósa af vinsælustu orkudrykkjunum seldust á árinu 2017 á Íslandi Orkudrykkir » Tæplega 5,2 milljónir dósa vinsælustu orkudrykkja hér á landi seldust árið 2017. » Búast má við meiri sölu í ár. » Vinsældir slíkra drykkja fara vaxandi um allan heim. Garðar Stefánsson Sjö ítalskir Lamborghini-lúxus- sportjeppar af gerðinni Lamborgh- ini Urus eru nú hér á landi, hver að andvirði nærri 40 milljónir íslenskra króna. Heildarvirði bílaflotans er því nálægt þrjú hundruð milljónum króna. Tilefnið er kynning á bílunum fyr- ir erlenda bílablaðamenn, sem koma hingað víða að í nokkrum hópum, fyrst frá Evrópu, þá frá Skandinavíu og þriðji hópurinn kemur frá Banda- ríkjunum. Í eigu Volkswagen Lamborghini-bílaverksmiðjurnar eru í eigu þýska bílarisans Volks- wagen, sem er einmitt ástæðan fyrir því að það er Hekla, umboðsaðili Volkswagen á Íslandi, sem hefur milligöngu um komu lúxusbílanna hingað til lands og aðstoðar við skipulagningu prufuaksturs á ís- lenskum vegum. Lamborghini hefur lengi verið þekkt fyrir stórglæsilega og kraft- mikla sportbíla, sem aðeins þeir efnameiri hafa átt kost á að eignast. Er framleiðsla á jepplingum því talin vera tilraun bílaframleiðandans til að teygja sig til stærri markhóps, og meðal annars mun vera horft sér- staklega til landa eins og Rússlands, Indlands og Kína í þeim efnum. Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, segir í samtali við Morgun- blaðið að allt í allt komi hingað til lands hátt í 20 bílablaðamenn. „Þetta er glæsilegur bíll, hátt í 700 hestöfl,“ segir Friðbert. Hægt að útvega bíla Aðspurður segir Friðbert að Hekla geti ekki verið með Lamborghini- bíla á lager hér á landi, en lítið mál sé að útvega slíka bíla fyrir áhuga- sama, vegna tengingarinnar við Volkswagen. „Það er ekki hlaupið að því að hafa Lamborghini á lager hér á landi því þeir þurfa svo þróaða þjónustu og sérhæfða viðgerðar- menn. Það er ekki fyrir hvern sem er að opna húddið á svona tryllitæki. Það er ánægjulegt að segja frá því að við erum með góða samstarfs- aðila sem eru með mikla þekkingu á að þjónusta þessa ofursportbíla og halda þeim á götunni. Það eru því hæg heimatökin að útvega þá ef áhugi er fyrir hendi.“ tobj@mbl.is 300 milljóna Lamborghini- floti kominn til landsins  Ekki hafðir á lager hér á landi  Hátt í 700 hestöfl Morgunblaðið/Árni Sæberg Lúxus Urus var fyrst kynntur í fyrra en kom á markaðinn 2018. Heitið Urus er dregið af forföður nútíma nautgripa. 5. október 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 112.6 113.14 112.87 Sterlingspund 146.29 147.01 146.65 Kanadadalur 87.68 88.2 87.94 Dönsk króna 17.451 17.553 17.502 Norsk króna 13.781 13.863 13.822 Sænsk króna 12.52 12.594 12.557 Svissn. franki 114.07 114.71 114.39 Japanskt jen 0.9887 0.9945 0.9916 SDR 156.87 157.81 157.34 Evra 130.14 130.86 130.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 156.3381 Hrávöruverð Gull 1203.5 ($/únsa) Ál 2079.5 ($/tonn) LME Hráolía 84.79 ($/fatið) Brent ● Bókunarfyrir- tækið Guide to Ice- land hefur ráðið Davíð Ólaf Ingi- marsson nýjan for- stjóra fyrirtæk- isins. Davíð hefur víðtæka rekstrar- og stjórnunar- reynslu úr atvinnu- lífinu og gegndi áður stöðu fjár- málastjóra fyrirtækisins. Þá hefur hann einnig áður starfað sem yfirmaður lánamála og sjóðastýringar hjá Lands- virkjun og setið í stjórn lífeyrissjóðs. Xiaochen Tian, fráfarandi forstjóri Guide to Iceland, tekur við sem fram- kvæmdastjóri fjárfestinga fyrirtækisins. „Með íslensku hugviti hefur okkur tek- ist að þróa heimsklassa hugbúnað og höfum við lengi leitað að hæfum for- stjóra til að stýra jafnhratt vaxandi fyrirtæki og okkar. Það var því mikil ánægja að sjá Davíð stíga upp en fyrir vikið mun ég geta einbeitt mér betur að fjárfestingum og áframhaldandi vexti félagsins,“ segir Xiaochen. Þá tekur Vil- helm Jensen, fráfarandi aðstoðarmaður fjármálastjóra Guide to Iceland, við sem nýr fjármálastjóri fyrirtækisins. „Við hefðum aldrei sleppt Davíð sem fjár- málastjóra félagsins nema að Vilhelm hefði sýnt sig og sannað að hann væri hæfur fjármálastjóri. Það var mikill styrkur fyrir okkur að fá þá báða til liðs við okkur frá Greenqloud,“ segir Xia- ochen. peturhreins@mbl.is Davíð Ólafur ráðinn for- stjóri Guide to Iceland Davíð Ólafur Ingimarsson STUTT ● Samkvæmt bráðabirgðatölum Hag- stofunnar fyrir september nam fob- verðmæti vöruútflutnings 48,7 millj- örðum króna og fob-verðmæti vöru- innflutnings 63,8 milljörðum króna. Því voru vöruviðskiptin í september óhagstæð um 15,1 milljarð króna. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Verðmæti vöruútflutnings í septem- ber 2018 var 3,8 milljörðum hærra en á sama tíma í fyrra eða 8,4% á gengi hvors árs. Aukið verðmæti í útflutningi iðnaðaravara skýrir hækkunina að mestu. Á móti var verðmæti vöruinn- flutnings í september í ár 2,2 millj- örðum lægra en í september í fyrra, eða 3,4% á gengi hvors árs. Skýrist mun- urinn aðallega af minni innflutningi á neysluvörum öðrum en mat- og drykkjarvörum. Vöruviðskiptin óhag- stæð um 15,1 milljarð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.