Morgunblaðið - 05.10.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 05.10.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2018 Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Margar gerðir af innihurðum Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir frá Grauthoff. Mikið úrval, sjón er sögu ríkari! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Margar gerðir af innihurðum móti vörum sem bændur komu með úr Rangárvallasýslu, Vestur- Skaftafellssýslu og uppsveitum Ár- nessýslu, sem voru mör, tólg, kjöt, smjör og ull.“ Mestu sælustundirnar Magnús segir að fólk hafi tínt söl hér áður fyrr allt sumarið, í hvert sinn sem var stórstraumsfjara, en í Stokkseyrarhreppi hafi mest verið farið í sölvafjöru um strauminn næstan eftir Jónsmessu og um höfuðdagsstrauminn, sem er með stærstu straumum ársins. „Fólk tíndi gífurlegt magn af sölvum hér áður fyrr. Til eru heim- ildir frá 1775 um að á jörðinni Stóru- Háeyri á Eyrarbakka hafi verið safnað á einum stórstraumi um 4 tonnum af þurrkuðum sölvum. Og þar sem sölin rýrna um 80 prósent við þurrkun, má sjá hversu mikið magn þetta hefur verið. Áður fyrr þegar um var að ræða mikið magn af sölvum þá var þeim snúið eins og heyi með hrífum, því var dreift í flekki. Mjög fáir gera þetta enn hér á Eyrarbakka, að fara í sölvafjöru, ég veit um einn mann hér sem tínir söl í atvinnuskyni og sumir fara og tína fyrir sjálfa sig til að eiga fram á veturinn. En þar fyrir utan er þetta nánast að leggjast af, yngri kyn- slóðir virðast ekki hafa sama smekk og við eldra fólkið fyrir þessu. Í sum- ar var ekki mikill þurrkur og fólk fór því síður í sölvafjöru, því það skiptir miklu máli að þurrka sölin strax, helst í sandi og sól.“ Magnús segir að það fólk sem ólst upp við að sölvatínsla væri stór hluti af lífinu eigi góðar minningar frá þeim stundum. „Gísli í Munda- koti var fæddur árið 1906 á Eyrar- bakka og hann segist hafa átt sínar mestu sælustundir á sölvafjöru. Hann segir líka frá því að faðir hans hafi einnig gefið lömbunum mikið af sölvum og að þau hafi verið alveg kolvitlaus í þau.“ Eftir þeim heimildum sem Magnús gluggaði í eru tvær kenn- ingar á lofti um það hvernig kunn- áttan við sölvatekju barst til Íslands. „Því er annars vegar haldið fram að norskir landnámsmenn hafi þekkt sölvatekju frá sinni heimaslóð og komið með kunnáttuna hingað til lands, en hins vegar er sagt að Norð- menn hafi ekki þekkt sölvatekju, því á þessum tíma hafi Norðmenn ekki nýtt söl til manneldis, einvörðungu fyrir skepnur. Því hafi sölvatekju- kunnátta komið með fólki frá Skot- landi og Írlandi, en þar var þetta þekkt frá alda öðli og þar nýtir fólk enn þennan sjávargróður.“ Lúðvík Kristjánsson segir í riti sínu Íslenskir sjávarhættir, sem kom út árið 1980: „Líklega hefur sölvafjara hvergi verið jafn víðáttu- mikil og arðgæf sem í Árnessýslu, að Saurbæjarfjöru undanskilinni. Allar líkur eru til þess að í Árnessýslu hafi sölvatekja til manneldis verið um- talsverð búgrein í átta til níu aldir […] og eru þess engin dæmi annars staðar á landinu, að sölvatekja hafi verið ástunduð svo lengi.“ Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég hef borðað söl frábarnæsku, ólst upp viðþað þó ekki hafi verið far-ið til sölvafjöru á mínu heimili. Yfir sumarið rak alltaf eitt- hvað af sölvum á land sem þornuðu í fjörusandinum og þá tíndum við krakkarnir þetta upp í okkur. Seinna fór móðir mín að fara sjálf út á sker, þegar við fluttum til í þorpinu og söl- in urðu aðgengilegri. Hún þurrkaði söl og bar á borð á mínu heimili. Mér fannst þetta mikið sælgæti og finnst enn. Maður fær ekki betra snakk, sérstaklega með smjöri og harðfiski. Bestu söl sem ég hef bragðað voru frá henni Imbu Lauga hér á Eyrar- bakka, sem kennd var við manninn sinn, Guðlaug Pálsson kaupmann. Ég man eftir að hafa fengið söl hjá henni og þau voru óskaplega vel verkuð hjá henni,“ segir Magnús Karel Hannesson sem var með Sölvaspjall um liðna helgi á Lista- safni Árnesinga á Eyrarbakka í tengslum við sýninguna Marþræðir. „Á mínum bernskuárum fóru Eyrbekkingar í sölvafjöru einvörð- ungu fyrir sjálfa sig, en áður hafði það verið hluti af búskap allra sem bjuggu við ströndina. Verulega dró úr sölvatekju upp úr fyrra stríði því þá urðu svo miklar breytingar, fólk hafði meiri aðgang að fjölbreyttari fæðu en áður fyrr. En á sautjándu, átjándu og nítjándu öld, sem og miklu fyrr, þá er vitað að sölvatekja var mikil búgrein til dæmis á Eyrar- bakka. Þá var jafn eðlilegt að fara í sölvafjöru eins og að heyja. Árnes- sýsla og strandlengjan milli Þjórsár og Ölfusár var gríðarlega gjöfult sölvasvæði og hjá þeim sem áttu að- gang að fjörunni varð þetta á þeim tíma aukabúgrein samhliða búskap. Þá nytja menn það sem fjaran gefur og þörfin var virkilega mikil, því fólk lifði á óskaplega einhæfu fæði og þurfti öll þau snefilefni sem sölin geyma. Sölin voru fæðubótarefni þess tíma og bændur höfðu vöru- skipti. Bændur af öllu Suðurlandi áttu verslunarsókn til Eyrarbakka og þá voru söl sú vara sem þeir sem bjuggu við sjóinn höfðu til að láta á Söl eru sælgæti „Mér virðist það annars vera skortur á réttu uppeldi að kunna ekki að borða söl,“ sagði kona við Hannes Thorsteinsson bankastjóra er hún bar söl á borð fyrir hann 1917. Þar í húsi voru söl borðuð jafnaðarlega; heimilisfólkinu þótti þau sælgæti. Sölvatekja var búgrein sem jafn sjálfsagt var að sinna og heyskap og fiskveiðum, á þeim býlum sem land áttu að sölvafjöru. Hundrað árum síðar eru söl sjaldséð á diskum Íslendinga. Magnús Karel grúskaði í heimildum um sögu sölvatekju og rifjaði upp bragðið af heimsins bestu sölvum sem hann fékk hjá Imbu Lauga. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í fjörunni Magnús Karel kann vel við sig við hafið, enda alinn upp í návist þess. Hér slakar hann á í fjöruborðinu. Morgunblaðið/Kristín Heiða Konur við sölvatínslu Guðrún Ólafsdóttir og Berglind Björgúlfsdóttir. „Ekki telja gæði ykkar sem mæður í mínútum, notið bara tímann sem þið hafið vel.“ Þessi göfugu orð lét Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, forstjóri Marel á Íslandi, falla á fyr- irlestrakvöldi Ungra athafnakvenna um starfsframa og fjölskyldulíf sem ég sótti í vikunni. Fyrirlestur Guðbjargar kom inn í líf mitt á hárréttum tíma, nú þegar frumburðurinn er loksins kominn á leikskóla, korter í tveggja ára. Ég var heima með hann í 22 mánuði. Níu mánuði í skilgreindu fæðing- arorlofi, einn mánuð í reddingum áður en dagmamman tók við og svo í 12 mánuði eftir að dagfor- eldrakerfið brást okkur (hljómar kannski full dramatískt en þannig var það nú samt). Svo þegar loks kom að stóru stundinni og rútínulífið tók við á ný, full hefðbundin vinnuvika í stað endalausra kvöld- og helgarvakta, þá kom samviskubitið yfir að eyða ekki nógu miklum tíma með syninum. En Guðbjörg hitti naglann á höfuðið. Auðvitað skiptir máli að eyða tíma með börnunum sínum en á sama tíma þurfa foreldrar að hugsa um sjálfa sig og sín markmið. Þannig líður öllum best. Hljómar eins og klisja en þetta er dagsatt. Svo er líka fátt skemmti- legra en að sjá brosið sem tekur á móti manni þegar maður sækir á leikskólann. Samviskubit (ég neita að nota orðið mömmviskubit), vegna fjar- veru frá börnum er tilfinning sem þarf að útrýma. En svo er ég kannski að tileinka mér þessa speki þar sem við foreldrarnir er- um að fara frá syninum alla helgina til að borða góðan mat, skála í áfengum drykkjum, spila golf (bara pabbinn samt, ég hef aldrei haft þolinmæði til að slá kúlu marga metra) og fara í þriggja klukkutíma spa- meðferð í skosku hálönd- unum. Talandi um að vera orðinn miðaldra? »Samviskubit (ég neitaað nota orðið mömm- viskubit), vegna fjarveru frá börnum er tilfinn- ing sem þarf að út- rýma. Heimur Erlu Maríu Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.