Morgunblaðið - 05.10.2018, Side 22

Morgunblaðið - 05.10.2018, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2018 ✝ Guðrún HrefnaElliðadóttir fæddist í Reykjavík 4. mars 1966. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 23. september. Foreldrar henn- ar eru Elliði Magn- ússon, f. 28.10. 1935, d. 31.7. 2015, og Jónasína Sjöfn Júlíusdóttir, f. 27.9. 1938, d. 10.6. 2008. Systkini Guðrúnar eru Guðlaug Eygló, f. 1956, Júlíus, f. 1957, Þröstur, f. 1962, Magnús, f. 21.7. 1963, d. 3.6. 2018. Fjölskyldan bjó í Engjabæ við Holtaveg þar sem nú er Hús- dýragarðurinn. Síðar byggðu þau sér hús að Fögrukinn 28 í Hafnarfirði og fluttu þangað Ljósið mikið og það hjálpaði henni mikið í veikindum hennar. Síðar starfaði hún hjá Samvinnu- bankanum, Verkfræðistofunni Afl, símafyrirtækinu Tal, Voda- fone og var hjá Kópavogsbæ frá 2008. Eiginmaður Guðrúnar er Svavar Valur Svavarsson, f. 21.10. 1965. Þau giftu sig í Dóm- kirkjunni 18. júlí 1992. Börn þeirra 1) Svavar Elliði, f. 1990, maki Anastasia Dodonova, f. 1985, börn hennar Kristina, f. 2007, og Emilia, f. 2010. 2) Viktor Páll, f. 1992. 3) Hermann Orri, f. 1999, unnusta Karen Birta Kjart- ansdóttir. Guðrún Hrefna hóf búskap með Svavari Val 1987 í Lækjar- götu 1 í Hafnarfirði en 1988 keyptu þau sína fyrstu íbúð á Reynimel 42 í Reykjavík. Bjuggu þau þar í tvö ár en síðan í eitt ár í Eyjabakka 5. Árið 1992 fluttu þau í Fannafold 118 og hafa búið þar síðan. Guðrún Hrefna verður jarð- sungin frá Grafarvogskirkju í dag, 5. október 2018, klukkan 13. þegar Guðrún var fimm ára. Guðrún gekk í Öldutúns- skóla til 10 ára ald- urs þegar foreldrar hennar skildu. Flutti hún þá með móður sinni og systkinum að Kleppsvegi 54 í Reykjavík. Þar gekk hún í Laugar- nesskóla og Lauga- lækjarskóla. Leiðin lá svo í Versl- unarskóla Íslands og Ármúlaskóla þar sem hún lauk stúdentsprófi. Guðrún vann við reiknings- og bókhaldsstörf alla sína tíð, fyrst sumarvinnu í Landsbankanum á Langholts- vegi þar sem núna er Ljósið sem er endurhæfing fyrir krabba- meinsgreinda. Guðrún sótti Systir mín Guðrún Hrefna lést á líknardeild Landspítalans 23. september langt um aldur fram, einungis 52 ára. Mikið getur lífið verið ósanngjarnt þegar ung kona í blóma lífsins er tekin í burt frá okkur öllum. Hún var vinur vina sinna, mikil fjölskyldumanneskja og elskuð og virt af öllum sem til hennar þekktu. Yngst af okkur fimm systkinum og núna erum við þrjú eftir, systir mín eldri Eygló og bróðir Júlli, en Guðrún er kom- in til Magga bróður sem skildi við í sumarbyrjun. Mikið skarð er höggvið sem skilur eftir tómarúm í lífi okkar allra, og ekki síst hjá sonum henn- ar þrem, Ella, Viktori og Her- manni. Og Svavar sem stóð eins og klettur við hlið hennar öll veik- indi hennar, Guð blessi hann og strákana í gegnum þessa raun. Guðrún var góðum gáfum gædd og mátti ekkert aumt sjá, hlýja hennar og góðmennska gagnvart öllum var áberandi alla tíð. Og hún var ávallt sérstaklega góð og hjálpsöm gagnvart dætr- um mínum, Grímu, Katrínu og Tinnu. Bros og gleði geislaði af henni eins og sést á þeim fjöl- mörgu myndum sem teknar hafa verið af henni. Við ólumst upp saman og bjuggum á æskuárum okkar í Engjabæ í Laugardalnum, Fögrukinn í Hafnarfirði og síðan á Kleppsveginum og var „litla“ systir stundum pínulítið dekruð enda var hún svo yndisleg og góð. Síðan dreifðumst við systkinin er við uxum úr grasi eins og gengur og gerist í ýmsar áttir og hún fann sinn Svavar og drengirnir komu svo einn af öðrum með tím- anum. Lífið brosti við henni og ávallt var hún heilsuhraust úti- vistarmanneskja og því kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti er hún greindist með lungnakrabba- mein rétt rúmlega fimmtug. Hún tókst á við það af æðruleysi og hafði oft meiri áhyggjur af öðrum en sjálfum sér og notaði líka tím- ann þegar heilsan leyfði til að ferðast og skoða ókunnar slóðir. Við áttum saman góðar stundir í Frakklandi fyrir rúmu ári en innst inni vissi ég kannski að þetta væri síðasti séns fyrir hana að ferðast á nýjar slóðir. Nú er hún farin í ferðalagið mikla sem bíður okkar allra og er eflaust að umvefja mömmu, pabba og Magga bróður með hlýju sinni. Ég mun sakna hennar sárt og minningin um góða stúlku lifir. Guð blessi þig, Guðrún mín. Þröstur Elliðason. Elsku Guðrún mín, ég er að reyna að koma orðum á blað, sé varla út um gleraugun fyrir tár- um. Þegar við vorum ungar kom fljótt í ljós hvaða mann þú hafðir að geyma, svo geðgóð og ljúf, betri systur vart hægt að hugsa sér. Þú mærðir okkur systkinin með ást og gleði. Mér er minnis- stætt þegar við mamma fengum reglulega hláturkast með þér og enginn skildi af hverju við vorum að hlæja. Eins er mér minnis- stætt þegar við horfðum öll sam- an systkinin á prúðuleikarana og öll bendluðum við vissa fígúru við hvert um sig og þá var sko glatt á hjalla. Ég minnist ótal skíðaferða frá því þú varst 10 ára. Það varð svo þitt aðaláhugamál og svo einnig ferðalög með okkur og síðar þinni eigin fjölskyldu sem voru ófáar ferðirnar. Þú varst dugnað- arforkur í skóla og vinnu. Einnig varst þú svo æðrulaus og þrautseig og þeir eiginleikar þínir komu svo vel í ljós í veik- indum þínum, þú hafðir meiri áhyggjur af líðan annarra í kringum þig. Elsku systir, orð fá ekki lýst hvað ég sakna þín heitt. Ég veit og trúi að þér líði vel þar sem þú ert komin til samfundar við pabba og mömmu og Magga bróður. Elsku systir, þakka þér fyrir allt sem þú hafðir að gefa mér. Far þú í Guðs friði. Eygló. Elsku Guðrún. Þú varst eins og litla systir mín þegar ég kynntist Eygló, því þið Sonja systir mín voruð jafnaldra. Þú hafðir gríðarlega gaman af því að fara á skíði og ófáar ferðirnar fórum við þrjú á vinnubílnum mínum og einnig með pabba ykkar og bræðrum. Þú varst hvers manns hugljúfi og aldrei féll styggðaryrði frá þér. Ég læt nú staðar numið með þessum fá- tæklegu orðum en ég geymi allar fallegu minningarnar um þig. Þar sem góðir fara eru Guðs vegir. Far í friði, kæra mágkona. Ari Reynir. Guðrún Hrefna, mín yngsta og besta frænka, hefur kvatt allt of fljótt, aðeins 52 ára gömul, og við hin stöndum eftir forviða og velt- um fyrir okkur tilgangi, forgengi- leika og hvernig við mundum bregðast við ef við stæðum frammi fyrir eins hræðilegum fréttum og hún fékk í júní síðast- liðnum. Hvernig má það vera að ung og hraust kona í blóma lífs- ins, gullfalleg, skynsöm og sem vildi öllum vel greinist með sjúk- dóm sem tekur allt yfir á ör- skömmum tíma? Og þar sem svörin eru fá þá vel ég að muna allt það sem hún stóð fyrir og hvernig góðmennska hennar og heilindi einkenndu alla hennar framgöngu. Guðrún var einstaklega heppin með hvernig líf hún byggði upp. Hún valdi vini sína vel, menntaði sig og hafði gaman af vinnunni sinni en fyrst og fremst var hún fjölskyldumanneskja með Svavari sínum og strákunum þremur. Þá hélt stórfjölskyldan líka mikið hópinn og þar leyfði Guðrún öðr- um að njóta sín enda var hún mikill ljúflingur og mannasættir. Hún steig þó fram þegar á þurfti og bauð til dæmis fram krafta sína til að halda utan um heilt ættarmót þegar skipulagið var um það bil að renna út í sandinn. Afkomendur 12 systkina úr Eng- jabæ í Reykjavík hittust yfir eina helgi á sannkallaðri fjölskyldu- skemmtun og kynntumst við á nýjan hátt í gegnum leiki og sprell. Og þar var Guðrún í for- ystuhlutverki með alla sína skipulagshæfileika, húmor og samskiptahæfni. Sú stund er okkur dýrmæt núna. Yndisleg kona er fallin frá og erfiðir tímar fram undan. Við tileinkum þetta ljóðabrot Guðrúnu um leið og við vottum Svavari, strákunum henn- ar og systkinum okkar dýpstu samúð. Bráðum dofnar ljós. Blöðin fellir senn mín rós. Ég þakka fyrir þitt tryggðarband. Á lífsins ljósabraut ég hafði förunaut og vinafjöld, það var mitt lán. Ykkar gat ég ekki lifað án. Góða nótt, góða nótt. Tunglið brosir, allt er kyrrt og hljótt. (Stefán Hilmarsson) Hulda A. Arnljótsdóttir. Elsku Svavar og synir, megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Lýstu, ó lýstu mér ljúfa sól, ljómaðu um stofuna mína, gefðu mér geislana þína, góða, ó láttu mér hlýna. Mér leiðist ef ljósblikin dvína. Dveldu nú hjá mér, dýra sól, Daglega láttu mér skína Gullhjarta von eins og geislana þína. Gleddu nú barnið þitt, góða sól, Grætur það hjartaþrá sína, blómunum búið að týna, brosir á vörunum dvína. Gef mér því gullkrónu þína. Ljómaðu, kæra líknarsól, lýstu upp brautina mína. Mig langar að horfa á ljósið þitt skína. Móðir, ó hjartans móðir sól, Smýrðu nú tárin sem falla, Huggaðu, huggaðu alla, Harmþrungnu raddirnar kalla, Þú mátt ei til hvíldar þér kalla. Almættiskraftur þín undrasól, eldur á fórnarstalla, Leiði nú kærleikans lífsflóð um alla. (Indriði Helgason) Ásthildur og dætur. Við saumaklúbbsvinkonurnar erum óendanlega þakklátar fyrir að hafa átt samfylgd með svo yndislegri manneskju sem Guð- rún var. Fyrir að hafa fengið að taka þátt í lífi hennar, sumar okkar í um 30 ár eða jafnvel allt aftur til Milletúlpu-áranna, aðrar eitthvað skemur. Guðrún hafði einstaklega ljúfa nærveru, var yfirveguð, jákvæð og lausnamiðuð. Hún gerði aldrei vesen úr neinu, var sú sem bauðst strax til að sofa í stofunni ef ekki var rúm fyrir allar í sum- arbústaðarferðinni! Alltaf að hugsa um aðra. Jafn- vel þegar hún var orðin fárveik og batahorfur engar, þá spurði hún af umhyggju út í líf og plön okkar hinna. Guðrún var ekki kvartsár, þó í raun hafi eitt og annað hvílt á hennar herðum um ævina. Ábyrgðarfull, traust, og útsjón- arsöm í fjármálum og öllu ut- anumhaldi. Hún var nægjusöm og eltist ekki við veraldlega hluti og hé- góma. Guðrún var alltaf hún sjálf, svo laus við alla tilgerð og sýndar- mennsku. Hún elskaði að ferðast, hafði yndi af gönguferðum, útilegum og utanlandsferðum. Við yljum okkur mikið við minningarnar frá ferð okkar til Edinborgar í febr- úar á þessu ári, sem reyndist síð- asta utanlandsferð Guðrúnar. Það var svo dýrmætt að hún var þá við þokkalega heilsu og gat notið skvísuferðarinnar til hins ýtrasta með okkur. Svo óréttlátt og erfitt þótti okkur að horfa vanmáttugar á eftir okkar hraustu vinkonu veikjast. En samtímis sáum við í ströngu veikindaferlinu hve fal- legt og sterkt samband hennar og Svavars var. Þau voru sann- arlega lánsöm að eiga hvort ann- að og fyrir það ber að þakka. 23. september – „Kaldasta septembernótt í níu ár“ – sögðu fréttirnar. Þá ísköldu nótt hjúfr- aði Guðrún sig í hlýjan faðm himnaföðurins eftir erfiða bið. Elsku Svavar og fjölskylda, megi sárasta sorgin breytast í fallegar minningar í tímans rás. Kveðja frá Skyttunum. Anna, Arna, Dísa, Hólm- fríður, Ólöf Jóna, Ólöf Mar- grét, Rúna, Sigrún Lilja, Svala og Þórunn. Hér sit ég og tárin leka niður vanga minn, ef þetta væri blað væri ekkert hægt að lesa úr þessu en yndisleg mágkona og vinkona er látin. Árið 1980 hitti ég þig fyrst þegar Júlli bróðir þinn fór með mig heim til ykkar og kynnti mig fyrir fjölskyldunni sinni. Þú þessi ljóshærða fallega stelpa með fal- lega brosið lést mig finna hvað ég var velkomin. Þú varst mikið heima hjá okkur sem unglingur, passaðir Adda og vildir bara vera með. Svo liðu árin og þú kynntist honum Svavari, þið keyptuð ykk- ur íbúð og svo komu börnin. Fyrstur var Svavar Elliði, svo kom Viktor Páll og yngstur er Hemmi, allt myndarlegir piltar sem þú varst svo stolt af. Þið Svavar elskuðuð að ferðast um landið, það var byrjað á tjaldi, svo kom tjaldvagn, ekki var það nógu gott, þá var keypt fellihýsi. En þið enduðuð á að kaupa hjól- hýsi og skoðuðuð landið, löbbuðu mikið og upp á fjöll. Þið voruð svo dugleg að vera úti í nátt- úrunni. Þið ferðuðust líka erlend- is og nutuð ykkar að vera saman með strákana og skoða ykkur um. En svo kom reiðarslagið, dag- urinn sem ég vil gleyma þegar þú fékkst þennan óboðna gest sem allir hræðast. Hvernig getur þetta verið, þú sem aldrei hafðir reykt, alltaf hugsað svo vel um þig, borðað hollt fæði og gert allt til að vera heilbrigð. Já, nú tóku erfiðir tíma við, áfallið var mikið en þú ætlaðir að sigra þetta. Við fórum mikið saman í Ljósið og í hugleiðslu og jóga á meðan kraft- arnir leyfðu. Ég ætla að geyma þær minningar í hjarta mínu því þessi tími sem ég hafði með þér var yndislegur. Svo kom annað áfall þegar Maggi bróðir þinn lést í júní, það var erfitt. Þið systkinin Júlli, Þröstur og Eygló voruð mjög samrýnd og nú er erfiður tími hjá þeim að þurfa að kveðja litlu systur sem barðist til að fá að lifa. Elsku Guðrún mín, nú taka á móti þér mamma þín pabbi þinn og Maggi bróðir. Öll fóru allt of snemma eins og þú. Mikill er okkar söknuður en minning þín mun alltaf lifa. Elsku Svavar og strákar, guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg Við erum alltaf til staðar fyrir ykkur. Ása og Júlíus. Núna hefur stórt skarð verið höggvið í samhentan hóp. Guðrún okkar á heiðurinn af því að koma saman hópnum okk- ar, Ármúlagellunum sem voru saman í Ármúlaskóla á því herr- ans ári 1983. Árið sem margar stelpur voru með strípur og permó í hárinu og diskókúlurnar hringsnerust í Holly, Broadway og Klúbbnum, sem voru aðalstaðirnir á þessum tíma og við vinkonurnar döns- uðum af mikilli innlifun undir tónlist Karma Chameleon ásamt annarri snilldartónlist frá þessum tíma. Guðrún hafði mikla útgeislun, sá alltaf það góða í öllum mann- eskjum, jarðbundin manneskja sem allir gátu leitað til hvort sem það var bara til að spjalla eða fá góð ráð. Guðrún var traustur vin- ur sem byrjaði snemma að halda verndarhendi yfir fólki og vorum við þar engin undantekning og passaði hún vel upp á að við gerðum hlutina rétt. Það var oft mjög glatt á hjalla á Kleppsveginum á þessum árum og oft spáði Sjöfn mamma Guð- rúnar og Ása mágkona Guðrúnar í bolla fyrir okkur áður en farið var á djammið við mikinn fögnuð okkar. Síðan tók alvara lífsins við og við fórum hver í sína áttina en vissum alltaf hver af annarri og vissum af þessum sterku böndum sem tengdu okkur saman. Árin liðu og við hugsuðum til gömlu vinkvenna okkar úr Ármúla. Guðrún tók þá af skarið og stofn- aði hópinn í september 2011. Eftir þann fund hafa bönd okkar styrkst mikið og hittumst við oft og er þá mikið hlegið. Það var okkur mikið áfall þeg- ar Guðrún greindist með krabba- mein vorið 2017. Hún tók frétt- unum af miklu æðruleysi, leit á það sem verkefni sem þurfti að leysa. Krabbameinið var eins og rússíbani, stundum komu góðar fréttir og stundum slæmar frétt- ir. Alltaf tók Guðrún fréttunum með jafnaðargeði. Hún ætlaði að vinna stríðið, en því miður tapaði hún því þann 23. september síð- astliðinn eftir mikla baráttu með Svavar manninn sinn sér við hlið, sem var stoð hennar og stytta ásamt sonum þeirra. Það er erfitt að hugsa sér lífið án Guðrúnar okkar. Við eigum margar minningar um góðan og traustan vin sem mun ætíð lifa í hjörtum okkar. Megi góður guð styrkja Svav- ar eiginmann Guðrúnar og fjöl- skyldu á þessum erfiða tíma. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem) Karitas, Hlíf, Eva og Unnur. Það voru blendnar tilfinningar sem komu yfir mig 23. september síðastliðinn þegar ég frétti af andláti minnar góðu vinkonu Guðrúnar. Glöð yfir því að hún kvaldist ekki lengur, reið yfir því að hún fékk krabbamein, sorg- mædd að hún fær ekki að njóta lífsins lengur, söknuður að ég mun aldrei sjá hana aftur. Kynni okkar Guðrúnar byrj- uðu þegar hún byrjaði í Ármúla- skóla í janúar 1983, en sameig- inleg vinkona okkar Kaja kynnti okkur. Við urðum strax bestu vinkonur þó ólíkar værum, hún svona róleg og jarðbundin og ég þessi orkubolti og mjög hvatvís. Við vorum eins og vatn og eldur en betri vinkonu var ekki hægt að hugsa sér en hana Guðrúnu og við náðum mjög vel saman strax við fyrstu kynni. Það voru ófá skipti sem við vorum á Klepps- veginum áður en við fórum á djammið eða komum við þar á daginn þegar við vorum búnar í skólanum. Sjöfn tók alltaf á móti okkur með opnum örmum og spáði stundum fyrir okkur í bolla. Þá sá ég hvað öllum systkinunum þótti vænt hverju um annað. Eftir að Guðrún kynntist eft- irlifandi eiginmanni sínum, Svav- ari, hélt vinskapur okkur alltaf áfram. Við fórum í ógleymanlega ferð til Ítalíu árið 1987 með Svav- ari, Sjöfn, Eygló, Ara og Kollu vinkonu minni. Ferð sem við töl- uðum oft um og langaði okkar alltaf að fara aftur saman til Ítal- íu sem því miður varð aldrei úr. Þegar við stofnuðum okkar fjölskyldu hittumst við sjaldnar en töluðum saman alltaf í hverri viku til að fá fréttir af strákunum okkar. Guðrún átti þrjá yndislega stráka, Ella, Viktor og Hermann og ég tvo. Þegar við fórum að fullorðnast fórum við að hittast miklu oftar. Heilun og andleg málefni voru Guðrúnu hugleikin og kynnti hún mér það ásamt zumba sem við fórum í saman haustið 2016. Það voru ófáar sundferðirnar sem við fórum í saman, þá voru öll málin brotin til mergjar og Guðrún Hrefna Elliðadóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ANNA GUÐRÚN GEORGSDÓTTIR, Borgarbraut 65A, Borgarnesi, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 2. október. Jarðsungið verður frá Borgarneskirkju miðvikudaginn 10. október klukkan 14. Rúnar Ragnarsson Dóra Axelsdóttir Steinar Ragnarsson Þóra Ragnarsdóttir Gísli Kristófersson Jón Georg Ragnarsson Maríanna Garðarsdóttir Ragnheiður Elín Ragnarsd. Björn Yngvi Sigurðsson ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.