Morgunblaðið - 12.10.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.10.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2018 Hágæða umhverfisvænar hreinsivörur fyrir bílinn þinn Glansandi flottur Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum. Fyrirtækjum í Hádegismóum hefur fjölgað síðustu vikur. Starfsmenn Brimborgar hafa tekið í notkun húsnæði í Hádeg- ismóum 8 þar sem er að finna þjónustuhúsnæði fyrir Volvo- atvinnutæki undir heitinu Veltir. Í austurenda Hádegismóa 8 hefur Frumherji komið sér fyrir með sérhæfða skoðunarstöð fyrir atvinnutæki. Þá er ferðaþjónustufyrirtækið Snæland-Grímsson að koma sér fyrir í Hádegismóum 6 með rútur fyrirtækisins og það sem þeim fylgir. Búið er að steypa upp skrifstofuhúsnæði þar sem ferðaskrifstofa fyrirtækisins verður til húsa. Reiknað er með að flytja þá starfsemi eftir um eitt og hálft ár og sameina þá fyrirtækið undir einu þaki. Þangað til verður ferðaskrif- stofan áfram til húsa á Langholtsvegi 109. Fyrir tæpu ári fluttist starfsemi heildverslunarinnar Garra ehf. í nýja sér- hæfða byggingu við Hádegismóa. Prentsmiðja Morgunblaðs- ins var tekin í notkun í Hádegismóum í október 2004. Önnur starfsemi Morgunblaðsins flutti þangað úr Kringlunni sum- arið 2006. aij@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Í Hádegismóum Fremst á myndinni er húsnæði Landsprents, prentsmiðju Morgunblaðsins, heildverslunin Garri er lengst til vinstri og síðan nýbúarnir í Hádegismóum Veltir og Frumherji til vinstri og ferðaþjónustufyrirtækið Snæland Grímsson til hægri. Í baksýn má meðal annars sjá hluta af golfvellinum í Grafarholti, yfir Grafarvoginn og út á Sundin blá. Fyrirtækjum fjölgar í Hádegismóum myndin er að hann verði á Álfsnesi þar sem urðunarstöð Sorpu er, það er öruggur staður til að prófa og rannsaka.“ Rannsóknir hennar hafa verið styrktar af Vegagerðinni og fleiri aðilum og mun hún kynna rann- sóknir sínar á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar í byrjun næsta mánaðar. Fleiri aðilar eru spenntir fyrir þessum hugmyndum. „Við höf- um rætt við Umhverfisstofnun sem sér ekkert því til fyrirstöðu að þetta verði gert. Vegagerðin styrkti þessa rannsókn og er því væntanlega áhugasöm. Malbikunarstöðvar eru líka áhugasamar enda gætu þær sparað peninga og bætt vegina sína.“ gott til að nýta aftur. Það er brennt í Svíþjóð og þá er spurning hvort ekki er betra að nýta það frekar í vega- gerð hér á landi,“ segir Guðrún Fjóla. Tilraunavegur á Álfsnesi Hlutfall plasts í malbiki er ekki hátt að hennar sögn, varla nema 0,4% af þyngd vegarins. Markmiðið sé að gera vegina betri. „Við viljum ekki nota plastið ef það bætir ekki vegina. Annars erum við bara að landfylla plastið, fela það. Það er ekki markmiðið. Nú viljum við vita hvort plastúrgangur lengir líftíma vegarins og þá hversu lengi. Þess vegna vonumst við til að geta lagt tilraunaveg næsta sumar. Hug- Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Notkun plastúrgangs í malbik er raunhæfur kostur að mati sérfræð- ings sem rannsakað hefur þennan möguleika. Í næstu viku hefjast mal- biksrannsóknir sem leiða munu í ljós hvort heppilegt sé að taka upp þetta verklag við vega- gerð hér á landi. Verði þessi áform að veruleika get- ur mögulegur sparnaður við vegagerð numið háum fjárhæðum ár hvert en að auki væri hægt að koma í veg fyr- ir förgun á miklu magni af plast- úrgangi og draga þar með verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. „Ég held að þetta gæti verið mjög spennandi og raunhæfur kostur fyr- ir Ísland,“ segir Guðrún Fjóla Guð- mundsdóttir. Í meistaranámi sínu í umhverfisverkfræði við DTU í Kaupmannahöfn rannsakaði hún hvort raunhæft væri að blanda plastúrgangi í malbik út frá um- hverfissjónarmiðum. Niðurstaðan var jákvæð og í næstu viku hefjast rannsóknir og sýnagerð. Vonast Guðrún eftir því að hægt verði að leggja tilraunaveg næsta sumar. „Plastúrgangi er bætt út í malbik víða í heiminum og það hefur verið gert síðan 1990. Þetta hefur hins vegar ekki verið gert á Vest- urlöndum af því að hér er plast end- urunnið. En af því við Íslendingar sendum plastið okkar til endur- vinnslu í Svíþjóð gæti annað gilt um okkur. Plast er flokkað í hágæða plast til endurvinnslu og svo plast í lágum gæðaflokki sem er ekki nógu Telja raunhæft að nýta plastúrgang í malbik  Rannsóknir og sýnagerð að hefjast  Leggja tilraunaveg Morgunblaðið/Hari Malbikun Tilraunir verða gerðar með að blanda plastúrgangi í malbik hér í stað þess að farga því. Hagsmunaaðilar sýna þessum hugmyndum áhuga. Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir Á annað hundrað ljósmæður gætu átt inni laun hjá ríkinu vegna vinnu sem þær inntu af hendi meðan á verkfalli Ljósmæðrafélags Íslands stóð vorið 2015. Þetta er mat Áslaug- ar Valsdóttur, formanns Ljós- mæðrafélagsins, og hún telur að rík- ið hljóti að leiðrétta laun allra í kjölfar dóms Hæstaréttar þar sem ríkinu er gert að greiða fimm ljós- mæðrum vangoldin laun. Landspítalinn dró sama hlutfall af launum allra ljósmæðra, burtséð frá vinnufyrirkomulagi einstakra starfs- manna, svo sem hvort þeir áttu að inna vinnu sína af hendi á verkfalls- degi eða ekki. Þetta veldur þeirri mismunun að sumir fengu greitt fyr- ir stundir sem þeir unnu ekki en aðr- ir fengu ekki að fullu greitt fyrir þá vinnu sem þeir inntu af hendi. Fimm ljósmæður sem vinna í vaktavinnu í hlutastarfi og tilheyra síðarnefnda hópnum höfðuðu mál með stuðningi Bandalags háskólamanna og unnu það. Reikniregla ríkisins sem lengi hefur verið notuð var ekki talin eiga við, allir ættu rétt á launum fyrir sína vinnu. Áslaug sér það ekki fyrir sér að dregið verði af launum ann- arra starfsmanna, telur ekki að neinn hafi fengið ofgreitt. BHM telur að niðurstaða Hæsta- réttar hafi fordæmisgildi gagnvart öðrum fagstéttum sem vinna vakta- vinnu á Landspítala og sættu launa- skerðingum líkt og ljósmæður í verkfallinu 2015. Í tilkynningu er því lýst yfir að því verði fylgt fast eftir að félagsmenn fái hlut sinn leiðréttan. Ljósmæður fá laun í verkfalli leiðrétt  Tekur til á annað hundrað kvenna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.