Morgunblaðið - 12.10.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2018
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Skinnhúfa kr. 19.800
Vargur kr. 37.000
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17
Hálsmen kr. 13.900
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Um 8.000 manns hafa undirritað
áskorun á netinu til stjórnvalda um
að lífeyrir aldraðra verði það hár að
þeir geti átt áhyggjulaust ævikvöld
og hvorki aldraðir né öryrkjar þurfi
að kvíða morgundeginum. Áskor-
unin verður afhent Steingrími J.
Sigfússyni, forseta Alþingis í dag.
Frumkvæði að áskoruninni átti
82 ára gamall ellilífeyrisþegi, Erla
Magna Alexandersdóttir. Fékk hún
til liðs við sig Björgvin Guðmunds-
son, fyrrverandi skrifstofustjóra og
borgarfulltrúa, sem þjóðkunnur er
fyrir skrif um kjör aldraðra und-
anfarin ár.
Ekki of bjartsýn
„Ég er því miður ekkert of bjart-
sýn á að þessar undirskriftir verði
til þess að ellilífeyririnn verði
hækkaður,“ sagði Erla í samtali við
Morgunblaðið í gær. „En við meg-
um ekki gefast upp og við verðum
að halda baráttunni áfram.“
Undirskriftasöfnun hófst 27.
ágúst og lauk 8. október. Hún fór
fram í gegnum vef þjóðskrár, is-
land.is, og segir Erla að sér hafi
verið sagt að þátttakan, 7.905
manns, hafi verið hin mesta á þeim
vettvangi fram að þessu. Það hafi
hins vegar verið ákveðið vandamál
að fjöldi eldri borgara þekki ekki
nægilega vel til þess hvernig bera
eigi sig að á netinu og noti það lítið.
Líklega hefðu undirskriftirnar ella
orðið mun fleiri. Þá hafi söfnunin
enga fréttaumfjöllun fengið í fjöl-
miðlum. Allt of lítill áhugi sé á mál-
efnum eldri borgara í fjölmiðlum.
Erla segir að kveikjan að undir-
skriftasöfnuninni hafi verið grein
eftir Björgvin Guðmundsson um
slæm kjör aldraðra hér á landi.
Hún hafi haft samband við Björg-
vin og hann hafi aðstoðað hana við
að koma söfnuninni af stað.
Ekkert nema lífeyrinn
Erla segir að margt eldra fólk
eigi af ýmsum ástæðum lítinn eða
engan lífeyrissjóð og hafi ekkert
nema ellilífeyri frá Trygginga-
stofnun til framfærslu. Hann dugi
engan veginn ef fólk þurfi jafn-
framt að borga húsaleigu og af lán-
um. Brýnt sé að hækka lífeyrinn í
400 þúsund krónur á mánuði svo
aldraðir geti lifað mannsæmandi
lífi.
Gífurleg óánægja
Í grein hér í blaðinu í síðasta
mánuði segir Björgvin Guðmunds-
son að ef til vill sé kjarabarátta
eldri borgara nú á krossgötum. Fé-
lag eldri borgara í Reykjavík fjalli
um það hvort fara eigi í mál við rík-
ið vegna mikilla skerðinga á lífeyri
almannatrygginga vegna greiðslna
úr lífeyrissjóðum. Út af því máli sé
gífurleg óánægja, svo mikil að nálg-
ist uppreisn. Óánægja vegna þess
hve ríkið heldur lægsta lífeyri mik-
ið niðri sé einnig gífurleg. Eldri
borgurum finnist orðið tímabært að
efna til aðgerða. Fyrsta aðgerðin sé
undirskriftasöfnunin en fleiri muni
fylgja á eftir.
„Við megum ekki gefast upp“
Rúmlega áttræð kona hefur fengið 8 þúsund manns til að skora á stjórnvöld að bæta kjör aldraðra
Undirskriftir afhentar forseta Alþingis í dag Kjarabarátta aldraðra sögð vera á krossgötum
Björgvin
Guðmundsson
Erla Magna
Alexandersdóttir
Morgunblaðið/Ómar
Aldraðir Margir eldri borgarar búa
við óviðunandi lífskjör.
Gervihnattasendum var skotið í tvo
hnúfubaka í Arnarfirði í lok sept-
ember. Það er nákvæmnisverk að
koma merkinu í dýrin og nauðsyn-
legt að logn sé og sléttur sjór. Slíkar
aðstæður voru í Arnarfirðinum og
hvalirnir hafa síðan sent upplýsing-
ar um ferðir sínar í gegnum gervi-
tungl, eins og fram kom í blaðinu í
gær.
Annað dýrið flutti sig fljótlega yf-
ir í Húnaflóa, en hitt hefur að mestu
haldið sig innarlega í Arnarfirði. Er
starfsmenn Hafrannsóknastofnunar
voru við rækjurannsóknir á Árna
Friðrikssyni fyrir vestan í vikunni
ráku þeir augun í merkta hnúfubak-
inn. Engu var líkara en hann sendi
þeim kveðju með því að veifa sporð-
inum, en hægt er að þekkja hnúfu-
baka í sundur á einstaklingsbundn-
um rákum og litbrigðum á sporði.
Ef vel gengur og merkin tolla í
hnúfubökunum senda þeir upplýs-
ingar um ferðir sínar í vetur. Hvort
sem þá verður að finna í æti á loðnu-
slóð fyrir norðan land, sem gæti
nýst uppsjávarflotanum, eða þeir
halda á vit ævintýra í Karíbahafinu.
Þar eru þekktar æxlunarstöðvar
hvala og hafa hnúfubakar merktir
hér við land og Noreg á síðustu ár-
um sent vísindamönnum upplýs-
ingar úr slíkum ferðum. aij@mbl.is
Ljósmyndir/Stefán Áki Ragnarsson
Nákvæmni Pílu er skotið í hvalinn, gervihnattasendirinn verður eftir í dýrinu en pílan fellur í sjóinn.
Heilsaði með sporð-
inum í Arnarfirði
Kveðja Merktur hnúfubakur gæðir sér á smásíld og öðru góðgæti í Arnar-
firði, en hægt er að þekkja hnúfubaka í sundur á sporðinum.